Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 48

Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 48
VINNUSTAÐIR manna. Það gerir Einar J. Skúlason hf. með því að styrkja knattspyrnuæf- ingar og það sama gera Sjóvá-Al- mennar, en markmið liðsins er að taka þátt í knattspyrnumóti trygg- ingafélaga sem haldið hefur verið í 11 ár. Fyrirtækið styrkir einnig konur sem vilja spila keilu og þá starfsmenn sem vilja stunda líkamsrækt í Mætti. Auk þessara föstu liða hefur starfs- mannafélag Sjóvá-Almennra staðið fyrir leikhúsferðum og skíðaferð til Akureyrar. Félagslegur andi innan fyrirtækja byggist bæði á skipulagðri starfsemi og frumkvæði. Fastar uppákomur eru á hverju ári, eins og frá hefur verið greint, en þar fyrir utan mynd- ast samstaða milli smærri hópa, t.d. innan deilda. Nokkuð er um að starfsmenn í fyrirtækjunum sem rætt var við taki sig saman og geri eitthvað. Fólk sem vinnur á sömu hæð hjá Sjóvá-Al- mennum fer stundum saman út að borða og hjá Einari J. Skúlasyni hf. er farið í gönguferðir. Þá er hengd upp auglýsing þar sem allir eru boðnir vel- komnir. Sá siður hefur myndast í því fyrirtæki að þegar nýr starfsmaður kemur til starfa er hengd upp mynd af honum við stimpilklukkuna og hann kynntur, svo og væntanleg störf hans í fyrirtækinu. Þannig er lögð áhersla á innri tengsl starfsmanna. STARFSMANNASTEFNA SÉ UÓSÁ HVERJUM DEGI í viðtölum við þá Ólaf Jón og Bjarna kom fram að samvera starfsfólks í mötuneyti í hádegi skiptir miklu um félagslegan anda, því þar hittist fólk og spjallar saman. Auk þess að hittast í hádeginu koma starfsmenn Einars J. Skúlasonar hf. saman í eftirmiðdags- kaffi á föstudögum. í húsi Sjóvá-Almennra er góð að- staða til fundahalda og þar hafa verið haldin innanhússnámskeið. Sem dæmi um það má nefna námskeið um heilsufar og vinnuaðstæður sem hjúkrunarfræðingur sá um og fór fram hálfsmánaðarlega í heilan vetur. Mæting á slík námskeið er frjáls. Fyrirtækið er reyklaust, en reykinga- fólk fær að fara í reykhorn tvisvar á dag utan matartíma. Að sögn Ólafs Jóns fer reykingafólki fækkandi og styrkir fyrirtækið þá sem vilja fara á námskeið til að hætta að reykja. „Eftir því sem fyrirtæki verða stærri því minni kvöð er á starfsmenn að taka þátt í öllu sem gert er,“ sagði Ólafur Jón. „Menn geta leyft sér að skrópa t.d. í ferðalagi, án þess að tekið sé eins mikið eftir því og þegar fyrirtækin eru minni.“ Félagsstarfsemi og hópmyndun getur nefnilega orðið kvöð á starfs- mönnum og varla æskilegt að frítím- inn fari að miklum hluta í að vera með vinnufélögunum. Það sem mikilvægt- ast er til þess að starfsandi skili sér í bættri líðan starfsfólks og betri vinnu- brögðum, er að stjórnendur séu sjálf- um sér samkvæmir í ákvörðunum og skipulagi. Jákvæð starfsmannastefna er það sem skilar sér til starfsmanna á hverjum degi, en ekki bara glæsileg árshátíð einu sinni á ári. Fataskápar fyrir vinnustaði Viðurkenndir fataskápar úr bökunar- lökkuðu stáli. Skáparnir festast á vegg eða standa frítt á gólfi. Þeim má raða saman eins og best hentar eða láta þá standa eina sér. Margir litir eru fáanlegir. Stærðir: 30 X 58 X170 cm. 40X58X170 cm. Leitið nánari upplýsinga. J. B. PÉTURSSON BLIKKSMIÐJA-VERKSMIÐJA JÁRNVÖRUVERZLUN ÆGISGÖTU 7 • SÍMAR13125 & 13126 48

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.