Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 48
VINNUSTAÐIR manna. Það gerir Einar J. Skúlason hf. með því að styrkja knattspyrnuæf- ingar og það sama gera Sjóvá-Al- mennar, en markmið liðsins er að taka þátt í knattspyrnumóti trygg- ingafélaga sem haldið hefur verið í 11 ár. Fyrirtækið styrkir einnig konur sem vilja spila keilu og þá starfsmenn sem vilja stunda líkamsrækt í Mætti. Auk þessara föstu liða hefur starfs- mannafélag Sjóvá-Almennra staðið fyrir leikhúsferðum og skíðaferð til Akureyrar. Félagslegur andi innan fyrirtækja byggist bæði á skipulagðri starfsemi og frumkvæði. Fastar uppákomur eru á hverju ári, eins og frá hefur verið greint, en þar fyrir utan mynd- ast samstaða milli smærri hópa, t.d. innan deilda. Nokkuð er um að starfsmenn í fyrirtækjunum sem rætt var við taki sig saman og geri eitthvað. Fólk sem vinnur á sömu hæð hjá Sjóvá-Al- mennum fer stundum saman út að borða og hjá Einari J. Skúlasyni hf. er farið í gönguferðir. Þá er hengd upp auglýsing þar sem allir eru boðnir vel- komnir. Sá siður hefur myndast í því fyrirtæki að þegar nýr starfsmaður kemur til starfa er hengd upp mynd af honum við stimpilklukkuna og hann kynntur, svo og væntanleg störf hans í fyrirtækinu. Þannig er lögð áhersla á innri tengsl starfsmanna. STARFSMANNASTEFNA SÉ UÓSÁ HVERJUM DEGI í viðtölum við þá Ólaf Jón og Bjarna kom fram að samvera starfsfólks í mötuneyti í hádegi skiptir miklu um félagslegan anda, því þar hittist fólk og spjallar saman. Auk þess að hittast í hádeginu koma starfsmenn Einars J. Skúlasonar hf. saman í eftirmiðdags- kaffi á föstudögum. í húsi Sjóvá-Almennra er góð að- staða til fundahalda og þar hafa verið haldin innanhússnámskeið. Sem dæmi um það má nefna námskeið um heilsufar og vinnuaðstæður sem hjúkrunarfræðingur sá um og fór fram hálfsmánaðarlega í heilan vetur. Mæting á slík námskeið er frjáls. Fyrirtækið er reyklaust, en reykinga- fólk fær að fara í reykhorn tvisvar á dag utan matartíma. Að sögn Ólafs Jóns fer reykingafólki fækkandi og styrkir fyrirtækið þá sem vilja fara á námskeið til að hætta að reykja. „Eftir því sem fyrirtæki verða stærri því minni kvöð er á starfsmenn að taka þátt í öllu sem gert er,“ sagði Ólafur Jón. „Menn geta leyft sér að skrópa t.d. í ferðalagi, án þess að tekið sé eins mikið eftir því og þegar fyrirtækin eru minni.“ Félagsstarfsemi og hópmyndun getur nefnilega orðið kvöð á starfs- mönnum og varla æskilegt að frítím- inn fari að miklum hluta í að vera með vinnufélögunum. Það sem mikilvægt- ast er til þess að starfsandi skili sér í bættri líðan starfsfólks og betri vinnu- brögðum, er að stjórnendur séu sjálf- um sér samkvæmir í ákvörðunum og skipulagi. Jákvæð starfsmannastefna er það sem skilar sér til starfsmanna á hverjum degi, en ekki bara glæsileg árshátíð einu sinni á ári. Fataskápar fyrir vinnustaði Viðurkenndir fataskápar úr bökunar- lökkuðu stáli. Skáparnir festast á vegg eða standa frítt á gólfi. Þeim má raða saman eins og best hentar eða láta þá standa eina sér. Margir litir eru fáanlegir. Stærðir: 30 X 58 X170 cm. 40X58X170 cm. Leitið nánari upplýsinga. J. B. PÉTURSSON BLIKKSMIÐJA-VERKSMIÐJA JÁRNVÖRUVERZLUN ÆGISGÖTU 7 • SÍMAR13125 & 13126 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.