Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 54
FLUGREKSTUR
jETLUM OKKUR AUKINN
RŒTT VIÐ HALLDÓR SIGURÐSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRA ATLANTSFLUGS HF.
„Forsjárhyggjan er geysimik-
il í fluginu hér á landi og mér
finnst hún óeðlileg að mörgu
leyti. Stundum er það eins og að
slást við vindmyllur að glíma við
þá sem hafa komið sér fyrir á
þessum markaði í gegnum póli-
tísk tengsl og einkaleyfi. En
þessi pólitísku afskipti eru á
undanhaldi að mínu mati, m.a.
vegna nýrrar kynslóðar stjórn-
málamanna og ekki síður vegna
þess að landamæri ríkja eru að
hverfa á þessu sviði.“
Þetta sagði Halldór Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Atlantsflugs hf.,
en það félag hefur verið að hasla sér
völl á leigumarkaði flugsins síðustu
mánuði. Atlantsflug hf. var stofnað
árið 1989 og var sótt um flugrekstrar-
leyfi í ársbyrjun 1990. Fyrsta flugið
undir merki félagsins hófst vorið 1991
eða fyrir tæpu ári.
RAUNLÆKKUN FARGJALDA
„Eftir að Arnarflug hætti rekstri
haustið 1990 fórum við að skoða
möguleikana á að nýta okkur þá mark-
aði sem þá losnaði um með áætlunar-
flug í huga um leið og leigufluginu yrði
sinnt. Settum við okkur í samband við
þann markað sem Arnarflug hafði haft
í hinu þýskumælandi svæði Evrópu
og hófum vikulegt flug frá Hamborg,
Köln og Miinchen til íslands. Hófst
það flug vorið 1991 og fluttum við 6-
7000 erlenda ferðamenn til landsins á
skömmum tíma. Skömmu síðar gerð-
um við samninga við Flugferðir-Sól-
arflug um fastar ferðir frá íslandi til
Kaupmannahafnar og London. Má
geta þess að við urðum fyrsta flugfé-
lagið í 25 ár sem fékk leyfi til leigu-
flugs til Heathrow flugvallar."
Þótt ekki sé liðinn lengri tími en
þetta frá því Atlantsflug hf. hóf eigin-
legan rekstur, hefur það þegar flutt
um 70 þúsund farþega og á þessu ári
standa vonir til að enn stærri hópur
fljúgi með félaginu.
„Auk þessara samninga, sem ég
hef nefnt, flugum við fyrir Samvinnu-
ferðir-Landsýn í fyrrasumar og það er
engum vafa undirorpið að tilkoma
okkar á þennan markað hefur leitt til
raunlækkunar á fargjöldum. Það sjá
menn þessa dagana í auglýsingum
ferðaskrifstofanna en þar eru auglýst
lægri verð í krónutölu en menn hafa
séð allt frá því árið 1988,“ sagði Hall-
dór ennfremur.
Það hefur ekki farið mikið fyrir Atl-
antsflugi í auglýsingum frá því félagið
hóf rekstur. Ástæðan er sú að það
hefur eingöngu leyfi til að gera samn-
inga um flug við ferðaskrifstofur og er
þess vegna ekki með neitt sölu- eða
markaðskerfi. Má segja að rekstur
þess minni nokkuð á rekstur Arnar-
flugs áður en það varð áætlunarflug-
félag.
NÆG VERKEFNI í SUMAR
„Okkar verkefni hér á skrifstofun-
um er að viðhalda samböndum víða
um heim og tryggja okkur verkefni af
alls konar tagi. Meginverkefnið í
sumar verður að fljúga með íslend-
inga til sólarlanda og í hinar vinsælu
borgarferðir en auk þess munum við
fljúga með útlendinga á milli erlendra
borga. Við munum fljúga fyrir Flug-
ferðir-Sólarflug til London og Kaup-
mannahafnar eins og í fyrra en oftar í
viku en þá var. Þá bætum við Am-
sterdam og Glasgow við þessi leigu-
ATLANTSFLUG HF
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N
54