Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.02.1992, Blaðsíða 54
FLUGREKSTUR jETLUM OKKUR AUKINN RŒTT VIÐ HALLDÓR SIGURÐSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRA ATLANTSFLUGS HF. „Forsjárhyggjan er geysimik- il í fluginu hér á landi og mér finnst hún óeðlileg að mörgu leyti. Stundum er það eins og að slást við vindmyllur að glíma við þá sem hafa komið sér fyrir á þessum markaði í gegnum póli- tísk tengsl og einkaleyfi. En þessi pólitísku afskipti eru á undanhaldi að mínu mati, m.a. vegna nýrrar kynslóðar stjórn- málamanna og ekki síður vegna þess að landamæri ríkja eru að hverfa á þessu sviði.“ Þetta sagði Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Atlantsflugs hf., en það félag hefur verið að hasla sér völl á leigumarkaði flugsins síðustu mánuði. Atlantsflug hf. var stofnað árið 1989 og var sótt um flugrekstrar- leyfi í ársbyrjun 1990. Fyrsta flugið undir merki félagsins hófst vorið 1991 eða fyrir tæpu ári. RAUNLÆKKUN FARGJALDA „Eftir að Arnarflug hætti rekstri haustið 1990 fórum við að skoða möguleikana á að nýta okkur þá mark- aði sem þá losnaði um með áætlunar- flug í huga um leið og leigufluginu yrði sinnt. Settum við okkur í samband við þann markað sem Arnarflug hafði haft í hinu þýskumælandi svæði Evrópu og hófum vikulegt flug frá Hamborg, Köln og Miinchen til íslands. Hófst það flug vorið 1991 og fluttum við 6- 7000 erlenda ferðamenn til landsins á skömmum tíma. Skömmu síðar gerð- um við samninga við Flugferðir-Sól- arflug um fastar ferðir frá íslandi til Kaupmannahafnar og London. Má geta þess að við urðum fyrsta flugfé- lagið í 25 ár sem fékk leyfi til leigu- flugs til Heathrow flugvallar." Þótt ekki sé liðinn lengri tími en þetta frá því Atlantsflug hf. hóf eigin- legan rekstur, hefur það þegar flutt um 70 þúsund farþega og á þessu ári standa vonir til að enn stærri hópur fljúgi með félaginu. „Auk þessara samninga, sem ég hef nefnt, flugum við fyrir Samvinnu- ferðir-Landsýn í fyrrasumar og það er engum vafa undirorpið að tilkoma okkar á þennan markað hefur leitt til raunlækkunar á fargjöldum. Það sjá menn þessa dagana í auglýsingum ferðaskrifstofanna en þar eru auglýst lægri verð í krónutölu en menn hafa séð allt frá því árið 1988,“ sagði Hall- dór ennfremur. Það hefur ekki farið mikið fyrir Atl- antsflugi í auglýsingum frá því félagið hóf rekstur. Ástæðan er sú að það hefur eingöngu leyfi til að gera samn- inga um flug við ferðaskrifstofur og er þess vegna ekki með neitt sölu- eða markaðskerfi. Má segja að rekstur þess minni nokkuð á rekstur Arnar- flugs áður en það varð áætlunarflug- félag. NÆG VERKEFNI í SUMAR „Okkar verkefni hér á skrifstofun- um er að viðhalda samböndum víða um heim og tryggja okkur verkefni af alls konar tagi. Meginverkefnið í sumar verður að fljúga með íslend- inga til sólarlanda og í hinar vinsælu borgarferðir en auk þess munum við fljúga með útlendinga á milli erlendra borga. Við munum fljúga fyrir Flug- ferðir-Sólarflug til London og Kaup- mannahafnar eins og í fyrra en oftar í viku en þá var. Þá bætum við Am- sterdam og Glasgow við þessi leigu- ATLANTSFLUG HF TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.