Frjáls verslun - 01.02.1992, Side 56
FLUGREKSTUR
Aðalskrifstofa Atlantsflugs er í Reykjavík en auk þess eru skrifstofur í
London og Hamborg.
Flugleiðir hafa í flugi, til og frá land-
inu.
Við bentum t.d. á að í þessari
dæmalausu reglugerð, sem er mun
strangari en þær sem er verið að taka
upp í löndum Evrópubandalagsins,
væri ekki gerður greinarmunur á
leiguflugi og áætlunarflugi. Fyrir
leiguflugfélag eins og okkar væri
ógjörningur að gera rekstraráætlun
til tveggja ára. Við bentum á að við
seldum aðeins í gegnum ferðaskrif-
stofur, sem auðvitað hefðu lögskipað-
ar tryggingar fyrir heimflutning far-
þega ef eitthvað kæmi upp á.“
Eftir nokkurra mánaða baráttu
fyrir áframhaldandi tilvist Atlants-
flugs á íslenskum flugmarkaði, tókst
loks að fá leyfi til eins árs á síðustu
stundu. En nægir það fyrir félag á
borð við Atlantsflug?
„Vissulega hefði verið betra að fá
leyfí til nokkurra ára en vegna
breyttra aðstæðna í Evrópu hef ég
ekki svo miklar áhyggjur af þessu
máli. Út af fyrir sig reyndi aldrei á
málið til þrautar því Halldór Blöndal
samgönguráðherra hjó á þennan hnút
og á hann þakkir skildar fyrir það.
Okkar lögfræðingar telja einsýnt að
fyrir dómi hefði þessi krafa um ákveð-
ið hlutfall eiginfjár ekki staðist því hún
eigi einungis við um ný leyfi en ekki
framlengingu. Við teljum í fullu gildi
það ákvæði reglugerðar um flu-
grekstur nr. 381 frá árinu 1989 en þar
segir m.a.: „í beiðni um framlengingu
eða endurnýjun leyfis skal veita upp-
lýsingar um allar þær breytingar sem
orðið hafa á starfseminni frá því að
leyfið var síðast endurnýjað eða fram-
lengt.“ Allar slíkar upplýsingar veitt-
um við að sjálfsögðu."
Halldór minntist á nýjar reglur í
Evrópu varðandi flugreksturinn og að
þær hefðu í för með sér minni mögu-
leika á afskiptum stjómmálamanna og
flugmálayfirvalda hér á landi af fluginu
þegar fram líða stundir. Hvað á hann
við með þessu?
EVRÓPA AÐ OPNAST
„í dag er það svo að Evrópa skipt-
ist í fjölmörg flugrekstrarsvæði en
þau eru aðallega eftir löndum. Nú er
fyrirsjáanlegt að árið 1993 verði
aðeins eitt flugrekstrarsvæði í álf-
unni. Með aðild okkar að EFTA og
evrópsku efnahagssvæði, tengjumst
við þessum nýju reglum. Þær þýða í
stuttu máli að einkaleyfi til áætlunar-
flugs á ákveðna staði er úr sögunni.
Þar með þurrkast út hugtökin áætlun-
arflug og leiguflug og félag eins og
Atlantsflug getur, að uppfylltum al-
mennum skilyrðum, hafið flug til
hvaða borgar sem er. Það eina sem
félag þarf að tryggja er samningur um
afnot af flugvelli á viðkomandi stað og
svo auðvitað næg verkefni til að
byggja á.“
Halldór benti á að Keflavíkurflug-
völlur væri alþjóðlegur flugvöllur en
því miður væri afgreiðsla flugvélanna
þar í umsjón Flugleiða með sérstöku
einkaleyfi og samningum við ríkið.
„Við teldum vissulega betra ef slík
afgreiðsla væri í höndum óháðs aðila
og erum raunar þeirrar skoðunar að
með auknu frelsi í þessum viðskipt-
um, muni slíku fyrirkomulagi verða
komið á.“
Atlantsflug hf. er í eigu nokkurra
hluthafa og er Halldór Sigurðsson
einn af þeim. Á síðasta ári störfuðu
urn 60 manns hjá félaginu þegar mest
var og má búast við fjölgun starfs-
manna með auknum verkefnum. Fé-
lagið er nú með eina Boeing 727-200
vél á leigu og mun bæta öðrum far-
kosti í rekstur með hækkandi sól.
Halldór sagði að íslendingar ættu á að
skipa góðu og vel menntuðu flugfólki
með mikla reynslu. Atvinnutækifæri
væru hins vegar ekki næg og nauð-
synlegt að nýta þessa dýrmætu
starfskrafta í þágu þjóðarbúsins.
„Velta okkar á síðasta ári var um
500 milljónir en við hófum raunveru-
lega rekstur í aprílmánuði. Á þessu
ári mun veltan aukast verulega miðað
við þá samninga sem þegar er búið að
gera. Auk þessa eru ýmis járn í eldin-
um og hugsanlegt að ný verkefni bæt-
ist við á næstunni.
Það er engin spurning að við hjá
Atlantsflugi ætlum okkur góðan hlut í
hinu nýja og opna Evrópusamfélagi.
Það er að vísu nokkur uggur í okkur
vegna þessara stífu og ósanngjörnu
íslensku reglugerðar. Við vonum hins
vegar að Atlantsflug verði ekki neytt
til að skrá sig undir erlendum fána því
félagið er íslenskt og vill gjarnan vera
það áfram,“ sagði Halldór Sigurðsson
framkvæmdastjóri að síðustu.