Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Page 48

Frjáls verslun - 01.06.1994, Page 48
ERLENT LAUN „ÞEIRRA STÓRU“ VESTANHAFS RJÚKA UPP Heildartekjur forstjóra í stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna hækkuðu um 28% á síbasta ári. Mest fáþeir í hlutabréfum Árið 1993 var ekki aðeins gott fyrir toppforstjóra í Bandaríkjunum, það var frábært. Tekjur forstjóra í 200 stærstu fyrirtækjunum vestanhafs jukust um 28% frá árinu 1992. Meðal- tekjur hvers forstjóra voru um 4,1 milljón dollara (300 milljónir króna). Þetta er samkvæmt sérstakri könnun ráðgjafafyrirtækisins Wyatt Co. í Bandaríkjunum fyrir tímaritið For- tune. Wyatt hefur meðal annars sér- hæft sig í könnunum á launum stjóm- enda og starfsmannamálum almennt. SANFORDI. WEILLVARSÁ ALLRA TEKJUHÆSTI Tekjuhæsti forstjórinn var Sanford I. Weill, forstjóriTravelers Inc. Tekj- ur hans námu tæplega 45,7 milljónum dollara (3,2 milljörðum króna). Það er auðvitað stjamfræðileg upphæð fyrir að reka fyrirtæki. Minnst er á að í umfjöllun annarra fjölmiðla um tekjur forstjóra vestan- hafs sé forstjóri Disney hafður í efsta sæti með hvorki meira né minna en tekjur upp á 200 milljónir dollara. Fullyrt er að að tekjur Disney for- stjórans á síðasta ári séu stórlega of- taldar og megi rekja stóran hluta þeirra til fyrri ára. Sanford I. Weill er gott dæmi um að tekjur forstjóra vestanhafs byggj- ast að litlu leyti á föstum launum. Þeir innbyrða langstærsta hlutann í gegn- um afkastahvetjandi launakerfi, bón- usgreiðslur og þess háttar. Greiðslur í formi hlutabréfa vega þó langþyngst í heildartekjum forstjóranna. Oftast er þá um að ræða hlutabréfavilnun en einnig fá þeir hlutabréf afhent sem beinar launagreiðslur. Þannig fékk Sanford I. Weill rúma 1 milljón dollara, um 70 milljónir króna, í föst grunnlaun á síðasta ári. Það er augljóslega lítið brot af heildartekjum hans á árinu, 3,2 milljörðum króna, eða um 2,2%. Sanford nýtur veru- legrar sérstöðu í tekjum á listanum og gnæfír hátt yfir aðra. GE0RGE FISHER HJÁ K0DAK Annar tekjuhæsti forstjórinn var hinn nýi forstjóri Kodak, George Fisher. Árstekjur hans voru um 25,4 milljónir dollara (1,8 milljarða króna). Sá þriðji var Gerald M. Levin, for- stjóri Time Wamer fyrirtækisins. Heildarárstekjur hans voru um 21,2 milljónir dollara (1,5 milljarða króna). Þótt hann sé þriðji á listanum er hann ekki hálfdrættingur á við toppmann- inn, Sanford I. Weill. Tekjur forstjóra stóru bandarísku fyrirtækjanna hafa til margra ára verið undir smásjá fjölmiðla og al- mennings í Bandaríkjunum svo miklar eru þær. Um þær er mikið skrifað og skrafað vestanhafs. Það eru einkum þrjú atriði sem ráða mestu um það hvort forstjóri hækkar í tekjum. Góð afkoma fyrir- tækis táknar yfirleitt góða afkomu forstjóra. Forstjóri, sem tekur við fyrirtæki í öldudal og rífur það upp, fær yfirleitt meiri tekjur en forstjóri sem býr við stöðugleika. Forstjóri, sem á hlutabréf í fyrirtæki er hann rífur upp, eykur markaðsverð þess; nýtur góðs af hækkandi verði bréfa sinna. HLUTABRÉFAVILNUN Hlutabréfavilnun (stock option) heyrir undir síðasta atriðið. Honum er þá í raun umbunað fyrir vel unnin störf með hlutabréfum í fyrirtækinu en ekki beinum greiðslum frá gjald- keranum. Hlutabréfavilnun er með ýmsu móti. Einna algengast er að stjómandanum sé heitið því í samn- ingum að hann geti keypt ákveðinn fjölda hlutabréfa á fyrirfram ákveðnu verði að nokkrum tíma liðnum. Hækki hlutabréfin í verði vegna góðr- ar afkomu undir forystu forstjórans nýtur hann góðs af því. Hann getur þá innleyst bréfin á markaði og stungið andvirðinu í vasann. Þegar um er að ræða að forstjór- amir fái afhent hlutabréf frá fyrirtækj- unum, sem launagreiðslur, erujafnan ákveðnar tímatakmarkanir á að þeir geti leyst bréfin út á markaði (re- stricted stock), til dæmis 2 ár eða lengur. í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að fyrirtækin setji hömlur á það hvenær forstjórarnir geti selt bréfin á mark- aði. Það er svolítið sérstakt ef for- stjóri vill ekki eiga í því fyrirtæki sem hann stjórnar. Það ber ekki vott um mikið traust á fyrirtækinu. Og hvers vegna ætti hinn almenni hluthafi að treysta forstjóranum til að reka fyrir- tækið ef forstjórinn sjálfur vill ekki eiga í því? EFNAHAGSBATINN HflEKKAR TEKJUR F0RSTJÓRANNA Stórauknar tekjur forstjóra 200 stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna á 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.