Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Side 52

Frjáls verslun - 01.06.1994, Side 52
AUGLYSINGAR Samanburður á auglýsingum í tímaritum og sjónvarpi: MÁnUR AUGLÝSINGA í TÍMARITUM VANMETINN Þetta er ekki lítið vanmat því í nýjum athyglisverðum rannsóknum kemurfram að auglýsingar í tímaritum ná „mikilvxgari athygli“ en áður var talið Máttur auglýsinga í tímaritum er kerfisbundið vanmetinn af stjómend- um fyrirtækja og auglýsingamönnum samkvæmt nýlegum rannsóknum þar sem bomar eru saman auglýsingar í tímaritum og sjónvarpi. Fram kemur að yfirburðir tímaritaauglýsinga liggja ekki hvað síst í því að þær virðast festast betur í sessi í hugum neyt- enda. í grein, sem birtist í hinu þekkta auglýsingablaði Admap fyrr á þessu ári fjallar stjómarformaður Millward Brown Intemational, Gordon Brown, um nýlegar rannsóknir á mætti tíma- ritaauglýsinga. Gordon er einn af áhrifamestu mönnunum á sviði aug- lýsingarannsókna og afar þekktur. Markaðsstjóri Fróða, stærsta tímaritafyrirtækis á íslandi og útgef- andi Frjálsar verslunar, Helgi Rúnar Óskarsson, hefur meðal annars notað grein Gordons Brown, ásamt ýmsu öðru efni, í samræðum sínum við for- ráðamenn ýmissa fyrirtækja undan- fama mánuði. Þótt máttur auglýsinga í tímaritum sé vanmetinn erlendis, samkvæmt rannsóknunum, er hlutur tímarita af auglýsingakökunni þar engu að síður mun meiri en hér á landi. Ætla má að sama máli gegni um vanmat íslenskra stjómenda og auglýsingastjóra og kollega þeirra erlendis á áhrifamætti tímarita. VANDINN VIÐ AÐ NÁOG HALDA ATHYGLI í hnotskum gengur grein Browns út á samanburð á sjónvarpsauglýsing- TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 52 WDSMOTID 1.-2 þ • A V TIMARIT UM MAT Kannanir sýna að áskrifendur tímarita hafa sterka tilhneigingu til að geyma tímaritin sín. Þannig eiga margir áskrifendur Frjálsrar verslunar marga árganga bundna inn. Þetta lengir að sjálfsögðu líftíma auglýsinga í tíma- ritum. AFMAU

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.