Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1994, Page 55

Frjáls verslun - 01.06.1994, Page 55
■■■iiiili AUGLÝSINGAR Auglýsingar í tímaritum í samanburði við auglýsingar í sjónvarpi. Kannanir erlendis sýna að tímaritin séu kerfisbundið vantmetin, auglýsingar í þeim nái betur „mikilvæg- ari athygli“ kaupenda en áður hefur verið talið. bendingu um að þegar prentaðar auglýsingar birtast í fyrsta sinn séu þær áhrifameiri hvað vöruna sjálfa varðar en sjónvarpsauglýsingar. Mikilvægar upplýsingar innprentast einfaldlega betur í huga fólks. Sjónvarpsauglýsingar eru að jafnaði miklum mun dýrari í vinnslu en auglýsingar í tímaritum. Sömuleiðis birtingar- verð. Það segir því ekki alla söguna þótt sjón- varpsauglýsingar komi oft fleirum fyrir sjónir á vinsælum auglýsinga- tímum. Stóra spumingin er hvemig auglýsing nái athygli þeirra sem höfð- að er til. Auglýsendur verða því að hafa í huga hversu mikla „mikilvæga athygli" þeir fái fyrir hverja krónu sem þeir setja í auglýsingar og þar er máttur tímaritanna vanmetinn. ÖNNUR SÁLFRÆÐIÁ BAK VIÐ TÍMARITAAUGLÝSINGAR Brown íjallar um að sálfræði tíma- ritaauglýsinga sé töluvert öðmvísi en sjónvarpsauglýsinga. Þar koma nokk- ur atriði við sögu: 1. Lestur krefst meiri árvekni hugans en þegar horft er á sjón- varp. Athyglin er því meiri. 2. Lesandi getur dvalið mun leng- ur við tímaritaauglýsingu en það táknar að þeir, sem lesa auglýs- ingu gaumgæfilega, hafa einnig tilhneigingu til þess að vinna úr þeim upplýsingum sem þeir fá. 3. Því betur sem lesandi gerir sér grein fyrir hinni auglýstu vöru þeim mun meiri og mikilvægari athygli hefur auglýsingin feng- ið. Brown kemst að þeirri niðurstöðu að tímarit séu mun áhrifameiri miðill til þess að fá neytendur til að skoða og hugsa um auglýstar vörur en almennt hefur verið talið þótt þær birtist hluta lesenda ekki alveg strax vegna langs lestrartímabils. Pressaðu verðið niður Rúmmálið mælir gjaldið á hreinum pappa. Með því að brjóta hann og pressa, i flokka vaxborinn pappa frá, þá lækkarðu kostnað þinn á gámastöðvunum. S0RPA SORPEYÐING HOFUÐBORGARSVÆÐISINS bs 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.