Frjáls verslun - 01.08.1997, Side 12
^ \
Framkvæmdastjórar þeirra tveggja Iífeyrissjóða sem skiluðu
bestri ávöxtun á síðasta ári. Frá vinstri: Valdimar Tómasson,
Lífeyrissjóðnum Hlíf, og Gísli Marteinsson, Lifeyrissjóði Aust-
urlands.
ÁVÖXTUNARKÓNGAR
rjáls verslun náði á
dögunutn skemmti-
legri mynd af þeim
kollegum Valdimar Tómas-
syni og Gísla Marteinssyni,
en þeir stýra þeim tveimur
lífeyrissjóðum sem skiluðu
mestri ávöxtun allra Iífeyris-
sjóða á síðasta ári - Lífeyris-
sjóðnum Hlíf og Lifeyris-
sjóði Austurlands.
Valdimar hafði betur.
Hann stýrir Iifeyrissjóðnum
Hlíf, sem varð í fyrsta sæti
og skilaði 17,3% ávöxtun
umfram lánskjaravísitölu.
Gísli stýrir Lífeyrissjóði
Austurlands sem varð í
öðru sætí með 13,4% ávöxt-
un. Lifeyrissjóðurinn Hlíf er
einnig með bestu meðal-
ávöxtun lífeyrissjóða síð-
ustu fimm árin.
Hvað um það, þeir Valdi-
mar og Gísli eru kollegar og
líka kóngar - þeir eru jú
einu sinni ávöxtunarkóngar.
VINNSLAN Á100 STÆRSTU
innsla lista Frjálsrar versl-
unar yfir stærstu fyrirtæki
landsins, 100 stærstu,
sem er meginefni þessarar bókar,
gekk að venju vel sl. sumar. Það
var Magnús Pálmi Örnólfsson
hagfræðingur sem annaðist söfn-
un upplýsinga og vann listann tíl
birtíngar. Þetta er annað sumarið
í röð sem Magnús annast þetta
verkeíhi. Að þessu sinni sá Tómas
Örn Kristinsson, ritstjóri Vís-
bendingar, um tölvumálin við
gerð listans. Umbrot og útlit var í
höndum Agústu Ragnarsdóttur,
útlitsteiknara Frjálsrar verslunar.
Þeim er hér með þakkað fyrir gott
starf.
Fyrst og fremst ber þó að þakka
þeim hundruðum fyrirtækja sem
Fijáls verslun hafði samband við í
sumar við gerð listans. Söfnun
upplýsinga í lista sem þennan er
tímafrek - stendur í raun yfir allt
sumarið - og er óframkvæmanleg
nema í góðri samvinnu við þau
fyrirtæki sem birtast á honum.
Að þessu sinni fékk blaðið
einnig upplýsingar um rekstur
nokkurra fyrirtækja hjá Ríkis-
skattstjóra en samkvæmt lögum
ber fyrirtækjum að senda útdrátt
af rekstri og cfnahag sínum til
Hlutafélagaskrár - og á sá útdrátt-
ur að vera öllum aðgengilegur.
Rikisskattstjóri sér um að halda
Magnús Pálmi Örnólfsson hagfræðingur sá um
söfnun upplýsinga og vann listann yfir stærstu
fyrirtæki landsins til birtíngar.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
M He -=n
HÁÞRÝSTI
DÆLUR
- fyrir heimilið
SKEIFUNNI 3E-F ■ SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215
utan um málið fyrir Hlutafélaga-
skrá.
Þótt listínn yfir stærstu fyrirtæki
landsins beri heitíð 100 stærstu
koma margfalt fleiri fyrirtæki við
sögu á aðallista og sérgreinalistum,
eða yfir 600. Þar af eru 230 fyrir-
tæki á aðallistanum - en ekki
hundrað. I raun byrjaði nafnið 100
stærstu á sínum tíma sem vinnu-
heití en hefur siðan orðið að fastri
yfirskrift listans.
12