Frjáls verslun - 01.08.1997, Page 59
Samherji var í öðru sæti og metinn á
um 14,9 milljarða. Islandsbanki var í
þriðja sæti; metinn á rúma 12 millj-
arða króna.
Hagnaður 29 fyrirtækja á Verð-
bréfaþingi var um 2,5 milljarðar króna
fyrstu sex mánuði ársins en var um
2,7 milljarðar á sama tíma í fyrra.
Þetta bendir til þess að hagnaður
flestra fyrirtækja hafi heldur dregist
saman á þessu ári - líklegast mest
vegna almennra launahækkana.
Flugleiðir eru ekki hafðar með í yf-
iriitinu yfir hagnað fyrirtækja þar sem
afkoman fyrstu sex mánuðina er svo-
lítið villandi fyrir árið í heild þar sem
háannatíminn, sumarið, kemur ekki
nema að hluta inn í sex mánaða upp-
gjörið. Til þessa hefur það nánast ver-
ið regla að Flugleiðir tapi fyrstu sex
mánuði hver árs. Tap Flugleiða
reyndist þó rúmum 200 milljónum
meira fyrstu sex mánuði þessa árs en
sömu mánuði í fyrra.
Hlutabréfavísitala Verðbréfaþings
hækkaði fyrstu mánuði ársins en hún
hefur lækkað að undanförnu; gengi
hlutabréfa hefur verið að síga og þá
um leið markaðsverðmæti fyrirtækj-
anna. Hlutabréfavísitalan náði sögu-
legu hámarki í maí. Fróðlegt verður
að sjá hvort hún haldi upp á leið á
næstu mánuðum eða hvort hún fari
eilítið niður á við. Sé hagnaður fyrir-
tækja að stefna í að verða minni en á
síðasta ári er það augljós leiðarvísir
fyrir vísitöluna. A mótí kemur að eftir-
spurn eftir hlutabréfum eykst gjarnan
undir lok ársins og við það hækkar
verðið. Sömuleiðis hafa aðrir kostir
fjárfesta á markaðnum, eins og
skuldabréf, áhrif á eftirspurn þeirra
eftir hlutabréfum.
A árinu hefur besta ávöxtun hluta-
bréfa á Verðbréfaþingi verið í SR-
mjöli, Marel, Islandsbanka og Sjóvá-
Almennum. Búið er þá að taka tillit til
arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarbréfa.
Það vekur athygli að sami maðurinn
gegnir stjórnarformennsku í þremur
af þessum ijórum fyrirtækjum, Bene-
dikt Sveinsson. Frá áramótum fram í
endaðan september var ávöxtun
hlutabréfa í SR-mjöli um 90%, Marel
um 89% og Sjóvá-Almennum um 72% -
en í þessum fyrirtækjum er Benedikt
stjórnarformaður.
Gengi hlutabréfa í fyrirtækjum er
Áratugareynsla
í þjónustu
við íslenska
útgerð
Alhliða viðgerðarþjónusta
fyrir skip
Dísilvélar • Spilkerfi
Skrúfur • Stýri • Gírar
Skilvindur • Lokar
Dælur • Katlar • O.fl.
ULSTEIN
(WESTFALIÁ\
SEPARATORJ
TENFJORD
ZHT533 PEDER HALVORSEN »/s KJELFABRIKK
= HÉÐINN =
SMIÐJA
STÓRÁSI 6 • GARÐABÆ • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927
59
AUK/SlA k735-59