Frjáls verslun - 01.08.1997, Qupperneq 66
1 o:
Vinnslan á 100 stærstu:
HERTAR REGLUR UM VELTU
□ ið vinnslu listans yfir stærstu
fyrirtæki landsins gerði Frjáls
verslun að þessu sinni miklu
harðari kröfur en áður um að fyrir-
tæki skilgreindu veltu sína með sama
hætti - svo tölur þar að lútandi yrðu
fyllilega samanburðarhæfar. Spjótun-
um var sérstaklega beint að
útflytjendum sjávarafurða
og var þeim sent sérstakt
bréf af því tilefhi - en auk
þess var ÁTVR tekið út af
aðallista. I bréfinu var spurt
hvort umboðssala - í stað
umboðslauna - væri inni í
tölum um veltu. Svo reynd-
ist vera í mörgum tilvikum.
Fyrir vikið eru núna aðeins
helstu fyrirtækin í útflutn-
ingi sjávarafurða á aðallist-
anum, eins og SH, IS, SIF
og SR-mjöl. Þess má geta að
velta IS lækkar nokkuð frá
þvf sem lesendur hafa séð
hana í öðrum fjölmiðlum en
fyrirtækið hefur haft um-
sýslusölu í veltutölum sín-
um. Það er engu að síður
þriðja stærsta fyrirtæki
landsins. Þessar hertu regl-
ur eru tilkomnar vegna þess að fyrir-
tækjum er raðað niður á aðallistann
eftir veltu og því verður skilgreining á
því hugtaki að vera á hreinu gagnvart
öllum.
Eflaust kemur það lesendum
spánskt fyrir sjónir að gerð sé krafa
um að fyrirtæki skilgreini veltu með
sama hætti - svo sjálfsagt sem það ætti
að vera út fr á almennum sjónarmiðum
um reikningsskil. Fijáls verslun skil-
greinir veltu sem heildartekjur fyrir-
tækis - og dótturfélaga þess - af
rekstri, hvort heldur sem fyrirtækið
er með starfsemi hér heima eða er-
lendis. Tekinn er samstæðureikning-
ur. Sala fyrirtækisins getur hins vegar
verið meiri, t.d. vegna umboðssölu
eða umsýslusölu. Þess má geta að
TEXTI: JÓNG. HAUKSSON
þessi afstaða er í samræmi við al-
mennt álit reikningsskilaráðs frá nóv-
ember 1995.
Eftir bréf Frjálsrar verslunar til út-
flytjenda sjávarafurða kom í ljós að
þau hafa flest haft umboðssölu - en
ekki bara umboðslaun - inni í tölum
um veltu. Mörg þeirra,
sem svöruðu, óskuðu
eftir að vera ekki með
á listanum ef umboðs-
salan dytti út úr veltu-
tölum þeirra. Því birt-
um við núna sérstakan
lista yfir útflytjendur
Sitt er hvað umboðssala eða umboðslaun. Um
það snýst málið í hertum kröfum Frjálsrar
verslunar um að fyrirtæki skilgreini veltu sína
með sama hættí.
FV-mynd: Kristján Einarsson.
eins og hann birtist frá Hagstofunni.
Um er að ræða heildarútflutning fyrir-
tækjanna - heildarsölu frá landinu.
Þær tölur eiga í mörgum tilvikum ekk-
ert skylt við þær tekjutölur sem Frjáls
verslun telur sem veltu þeirra.
I raun er þetta mál ekki nýtt af nál-
inni. Það hófst sumarið 1995 þegar
vakin var athygli blaðsins á því að
velta höfuðkeppinautanna, Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, SH, og ís-
lenskra sjávarafurða, IS, væri ekki
samanburðarhæf - og munurinn lægi í
því hvernig umboðssala þeirra væri
talin fram. SH teldi aðeins umboðs-
launin til tekna - en inni í tölum ÍS, og
flestra annarra útflytjenda líka - væri
að finna umboðs- eða umsýslusölu.
Fijáls verslun skaut á fundi með lög-
giltum endurskoðendum þriggja
stærstu fyrirtækjanna, SH, IS og SIF.
Engin niðurstaða fékkst í málinu á
þessum tíma og taldi blaðið sig ekki
geta gert veltutölur fyrirtækjanna
samanburðarhæfar nema í samráði
við þau. Endurskoðandi IS, Geir
Geirsson, vakti máls á því að sáralítill
munur væri orðinn á umboðs- og um-
sýslusölu og hefðbundinni vöru-
kaupasölu. Sagði hann ábyrgð og upp-
gjörsvenjur í umsýslusölu nánast
orðnar þær sömu og í vörukaupasölu,
en þar kaupir útflytjandinn vöruna og
selur hana aftur.
Geir Geirsson, endurskoðandi IS,
áréttar enn þessa skoðun sína í bréfi
til Fijálsrarverslunar hinn 11. septem-
ber sl. og telur skilgreiningu blaðsins
á veltu ekki rétta og að hún sé ekki,
ein og sér, nægur mælikvarði á stærð
fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum.
Hann tekur hins vegar heilshugar
undir að mikilvægt sé að fyrirtæki inn-
an sömu starfsgreinar skilgreini veltu
með sama hætti. I ljósi þessa birtir
hann í bréfinu veltutölu IS samkvæmt
skilgreiningu Frjálsrar verslunar og
reynist hún tæpir 18,7 milljarðar - eða
verulega lægri en sú veltutala sem
birtist í ársreikningi fyrirtækisins.
Sömuleiðis svaraði forstjóri SIF,
Gunnar Örn Kristjánsson, bréfi
Fijálsrar verslunar og sagði að í veltu-
tölu SIF væri engin umboðssala held-
ur væri um vörukaupasölu að ræða
hjá fyrirtækinu. Sagði hann tölur SIF
vera samkvæmt skilgreiningu Frjálsr-
ar verslunar á veltu og því samanburð-
arhæfar við veltu annarra fyrirtækja á
listanum.
I þeim tilvikum þar sem Frjáls
verslun hefur fengið það staðfest að
um umboðssölu sé að ræða í veltutöl-
um fyrirtækja er sú leið farin að taka
fyrirtækin út af aðallistanum fremur
en að birta rangar tölur sem standast
ekki samanburð við tölur annarra fyr-
irtækja. SD
mmmmmmt
66