Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 NÚAf) RUDIA DRENGIR t?! 'VIÐ ERUM 6KKIAD RUGl .DKýSILL!' smaa letriö m VIÐ ERUM AÐ RANNSAKA FRCBRlKHi’A AUrtENNA ÖGLfÐlPétA&l- NU..0Ry5»LL'.‘ 'gsrx FREORIK HIKW!?! a‘A £N HANN.~ GUÐ MINN GoÐ- , , - UR..HVAD VERÐUR^ . UtA tSLEN&KA gb&ffVJ? DRAUMINN'.?HVAÐ - L ER AÐ SKE?Í? _ / 'rftnmH/mxrm'iíttitw, HEPUR MIN> KAD TÖLUVERU ALVE6 RfeTT!!,, VITiAUE! ________£l >AÐ ER VONIAUST) At> SjA HVORT ÍHANfV £R AHAU5 ’ NUM...HANIVCR Isvo LTTIIL!! ITH6HARDéR' iTHeycoMe , THe HARDERj jniey palu Ákureyrskir ítalir f síöustu viku komu fram tvær ís- lenskar hetjur. María Hreiöarsdóttir er tuttugu og fjögurra ára þroskaheft stúlka sem stóö upp og benti þeim sem ekki vissu á aö þroskaheft og fatlað fólk má eiga von á því að vera „kippt úr sambandi" um leið og það fer í botnlangauppskurð, án þess að nokkur hafi fyrir því að spyrja við- komandi. Og því er jafnvel ekki sagt frá þessu eftir á. Fidelia Ásta Emmanúels er fertug kona í Grafarvogi. Hún er svört og segir að fyrir þær sakir sé hún lögð í einelti. Hingað til hefur fólk af öðr- um kynþætti en norrænum tekið þegjandi við alls kyns glósum og pústrum - líkast til vegna þess að með því að ræða um þetta kallar það yfir sig enn meiri dóna- og ruddaskap. En Fidelia lætur sig hafa það að benda á það órétti sem hún er beitt. Og þess vegna er hún hetja. í morgunpóstinum á fimmtudaginn komu fimm manneskjur í kjölfar Fi- deliu og sögðu sögu hennar ekkert einsdæmi. Alice Clarke segist hafa orðið vör við kynþáttafordóma. Mario Delgado hefur verið kallaður niggari og helvítis útlendingur. Amal Rún Qase varð fyrir aðkasti þegar hún tók þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna, var sögð mella og fær send bréf með innihaldi sem hún kúgast yfir. Indverska prins- essan Leoncie seldi blokkaríbúð sína í Kópavogi vegna þess að ná- grannar hennar lögðu hana í einelti. André Miku Mpeti segist fara var- lega og varast að tala við ókunnuga eftir að skyggja tekur. Hann seg- ir kynþáttafordóma fara vaxandi. Þannig hafa þessar tvær hetjur opn- að umræðu um kynþáttafordóma og fordóma gagnvart þroskaheftum - umræðu sem var áður lokuð. Það má reikna með að aðrir muni stíga fram og halda umræðunni á floti. Hins vegar hefur sjálfsagt enginn búist við að umræðan um kynþátta- fordómana tæki þá stefnu sem hún gerði á for- og baksíðu DV á föstu- daginn. Þar kom fram að fjölskylda Kristjáns Jóhannssonar hefur orðið fyrir aðkasti, móöir hans mátt hlusta á svívirðingar símleiðis og Kristján sjálfur, eiginkona hans og börn, orðið fyrir aðkasti barna og unglinga í Kringlunni og gengið út undir ógeðfelld- um munnsöfnuði þeirra. Þrátt fyrir að flestum væri Ijóst að það blundaði rasismi í hinum ís- lenska kynstofni og það væri margt léttara en að vera negri á íslandi, hefur enginn áttað sig á því að þeir sem verða fyrir mestum óþægind- um er ekki fólk frá Ghana eða Sóm- alíu heldur akureyrskir ítalir. Yoko Ono sagði einhverju sinni að konur væru negrar heimsins. Á íslandi eru það hins vegar akur- eyrskir ítalir. Þeir mega heyra verstu svívirðingarnar og þola mestu óþægindin. Þeim er ekki stætt á að hafa símana sina í sam- bandi og geta ekki verið meðal ókunnugra - jafnvel ekki á meðan enn er lesbjart úti. Leoncie komst að því að öfundin er oft undirrótin á bak við kynþátta- fordómana sem hún varð fyrir. Og Konráð, bróðir Kristjáns, kemst að sömu niðurstöðu í DV. „Að mér snýr þetta ekki öðruvísi en sem ofboðs- leg öfund fólks sem finnur að það hefur ekki sömu hæfileika og Kristján og þá að það lætur bitna á honum að hafa ekki fengið sömu tækifæri og hann hefur unnið sér inn. Þetta eru smásálir sem fengju ekki einu sinni að sópa tröppurnar á Scala-óperunni þótt þær borguðu með sér. ■ Faðir fötluðu drengjanna á Vatnsleysuströnd stefnir hreppnum og skólastjóra Stóruvogaskóla Dómkröfur í 23 liðum I síðustu viku var þingfest hjá Héraðsdómi Reykjaness stefna Björns Baldurssonar á hendur Vatnsleysustrandarhreppi, skóla- nefnd Stóruvogaskóla og skóla- stjóranum. I stefnunni segir að hún sé lögð fram vegna sona hans þriggja sem dvelja á stuðnings- heimilinu Strönd að Þórustöðum í Vatnsleysustrandarhreppi. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn. Málavextir eru þeir að Björn hef- ur verið ósáttur við þá þjónustu sem synir hans hafa fengið í skólan- um. Hann hefur meðal annars krafist þess að fá námsefni og kennslugögn í hendur til að geta annast kennslu sona sinna utan skólans og jafnframt að fá að sitja í tímum með þeim. Skólastjórinn, Bergsveinn Auðunsson, hefur hafnað báðum þessum kröfum og hefur fullan stuðning skólanefndar til þess. Hann hefur lýst yfir að við- vera foreldra í kennslustundum sé ekki líðandi þar sem það sé trufl- andi fyrir aðra nemendur skólans. Björn telur að stjórnendur skól- ans hafi þverbrotið grunnskólalög, lög um framhaldsskóla og sér- kennslureglugerð og hann hafi gert árangurslausar tilraunir til að fá stjórnendur til að gegna lagaskyld- um sínum. „Skriflegum og munn- legum ábendingum var ekki sinnt og engin efnisleg svör voru fáanleg. Skólastjóri Stóruvogaskóla, sem og starfsmenn fræðsluskrifstofu Reykjaness, neituðu að svara bréf- um en hótuðu stefnanda að kæra hann til barnaverndarnefndar sem þeir og gerðu,“ segir orðrétt í stefn- unni. Síðan segir: „Hrokafull fram- koma skólastjórans, sem í skóla- setningarræðum talar fjálglega um lýðræðislega samvinnu heimilis og skóla, hefur að mati stefnanda verið með þeim hætti, að stefnanda er með öllu óskiljanlegt hvernig mað- ur slíks ,þroska og vitsmuna, nær því að setjast í stól skólastjóra, jafn- vel þótt skólinn sé í Vogum á Vatnsleysuströnd." Deila þessi hefur staðið allt frá 1992 og Björn segir að meint brot skólastjórnenda og fræðsluyfir- valda hafi raskað gróflega náms- framvindu sona hans. Dómkröfur Björns eru í 23 lið- um, allt frá því að farið er fram á að réttur foreldra til að taka þátt í skólastarfi sé viðurkenndur, til þess að settar verði reglur um kurteisi nemenda og alit áreiti verði kært til lögregluyfirvalda og skráð hjá barnaverndaryfirvöldum. Þá er far- ið fram á samfelldan skóladag, krafist úttektar á íþróttamannvirkj- um hreppsins og að umferðarör- yggi við skólann verði rannsakað, svo dæmi séu nefnd. Björn er sjálfur lögffæðingur að mennt og rekur málið sjálfur en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, fer með mál- ið fýrir hönd hreppsins. Hann sagði í samtali við MORGUNPÓSTINN að málið væri vart dómtækt og hann byggist við að því yrði vísað frá.-SG Vélar frá Hagvirki-Kletti má finna í porti Hagvagna en Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis-Kletts, tengist báðum fyrirtækjunum. Útvarp Búkolla EFTIR ÞÓRARINN LEIFSSON BAUNACRASIÐ Þrotabú Hagvirkis-Kletts Enn lertað að eignunum Að sögn Jóhanns Nielssonar, hæstaréttarlögmanns og skiptastjóra í þrotabúi Hagvirkis-Kletts, þá er enn verið að afla uppiýsinga um hvar eignir fyrirtækisins eru niðurkomn- ar. Sagði Jóhann að vélar í eigu fýrir- tækisins væru víða og mikill flutn- ingskostnaður væri því samfara að koma þeim öllum á einn stað. Flest tækja Hagvirkis-Kletts eru í kaup- leigu og því ekki eign þrotabúsins. „Við teljum okkur vita af flestum þessum vélum en ennþá er verið að meta verðmæti þeirra,“ sagði Jóhann sem er skiptaráðandi ásamt Helga Jóhannesssyni héraðsdómslög- manni. Hafa skiptastjórar látið taka verðmæti eins og talstöðvar og far- síma úr vélum til að koma í veg fýrir gripdeildir. -SMJ Geisladiskur sem óprúttnir sölu- menn hafa verið að bjóða fólki tii kaups á fölskum forsendum. Se(|a í nafrii krabba- meins- sjúkra bama Einhverjir óprúttnir náungar hafa að undanförnu gengið í hús á höfuðborgarsvæðinu og boðið til sölu geisladiskinn „loksins..." með hljómsveitinni Baunagrasinu undir því yfirskini að hluti ágóðans renni til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Kona í Árbæjarhverfi kom til blaðsins og sagðist hafa keypt diskinn, til að styrkja krabbameinssjúk börn en hún hefði ekki áhuga á tónlist Bauna- grassins og eiginmann sinn grunaði að ekki væri allt með felldu í þessu „söfnunarátaki.“ Þorsteinn Ólafsson, formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, sagði í samtali við MORG- UNPÓSTINN að hann kannaðist ekki við að salan á diski Baunagrassins væri á vegum styrktarfélagsins. „Eftir því sem ég kemst næst er hægt að selja hvað sem er undir því yfirskini að ákveðin líknarsamtök fái að njóta ágóða af sölunni," segir hann. „Þetta er veikur punktur í lögunum og við höfum þurft að leita til Rannsóknarlögreglunnar út af svipuðum málum en það hefur tekist að gera gott úr því áður en komið hefur til afskipta dóms- stóla.“ Að sögn Þorsteins er mál- staður líknarfélaga oft misnotaður af þeim sem eru ekki vandir að virðingu sinni og beita allra hugs- anlegra Irragða til að hafa fé út úr fólki sem vill styrkja góð málefni. Útgefandi disksins er Hljóðmúr- inn og forsvarsmaður hans, Jó- hannes P. Davíðsson segir að fyr- irtæki hans standi ekki fyrir söl- unni. „Það fóru frá mér 40 plötur á síðasta ári til aðila sem ég þekki ekki. Sá sem afgreiddi pöntunina gleymdi að biðja viðkomandi við- skiptavin um skilríki. Það gæti ver- ið að nú sé sá aðili að reyna að afla sér fjár með þessum hætti.“ Jó- hannes sagðist efast um að það fé mundi nokkurn tímann skila sér til krabbameinssjúkra barna. -LAE

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.