Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 17 Alls kynsfólk með Donovan í bjórpartýi heima hjá Hrafni ■ Verzlunarskólinn rœðst nœst á Múrinn ■ Halldór les sér til um Biaframálið -fV fimmtudagskvöldinu hélt Hrafn Gunnlaugsson vini sínum Donovan bjórpartý í móttökubú- stað sínum í Laugarnesi. Það var reyndar hængur á að Donovan drekkur ekki bjór og hélt sig við ávaxtasafann allt kvöldið. Mágur Hrafns, Egill Ólafsson sá um að koma með gitar handa þessu írsk skoska þjóðlagagoði sem tók öll sín bestu lög í trúbadúrstíl. Hrafn lét sig ekki muna um að syngja með í laginu „Catch the Wind“ og höfðu menn á orði að honum hafi tekist betur upp en þeg- ar hann söng „Mr. Tambourine Man“ hér um árið. Aðrir sem voru í partýinu voru Sigurður Pálsson og KristIn Jóhannesdóttir en þau eru miklir aðdáendur , Donovans. Auk þeirra voru þarna ævi- söguritari Hrafns, Árni Þórarins- SON, Sveinn Guðjónsson á Mogganum, Halldór Ingi Andrésson Plötubúð- armaður, Steinunn Sigurðar- DÓTTIR, GESTUR GUÐMUNDS- son poppfræðingur, og Bjarni Dagur Jónsson svo einhverjir séu nefnd- ir. Til að byrja með var sem íslendingarnir væru feimnir við Donovan sem sat afskiptur í fýrstu en hann bjargaði sér úr einangruninni með þvi að grípa gítarinn... Ve erzlunarskólinn er eklci vanur að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Á síðasta ári stóð skólinn fýrirupp- færslu á söngleikn um Jesus Christ Superstar með tilheyrandi fjölda leikara og annarra sem þátt tóku í uppfærsl- unni, en það var ein- mitt þá sem hippa- M nostalgían var í þann mund að syngja sitt síðasta. í ár hefur hins vegar verið ákveðið að setja upp Múrinn, eða The Wall, sem Pink Floyd gerði ffægt. Verkið hefur þegar allt verið þýtt á íslensku af Ólafi Teiti Guðna- syni sem er ekki af öðru kunnur en að hafa lengi brotið heilann um Pink Floyd. Leikstjóri verður Þorsteinn Bachmann en um tónlistarstjórn sér Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson, fýrrum T odmobile-með- limur. Alls munu 130 manns taka þátt í sýningunni og eru æfingar þeg- ar hafnar þótt frum- sýning sé ekld fyrr en 2. febrúar. Þeir semþeldcja verkið vita sjálfsagt að það snýraðupp- reisn breskra unglinga, en fyr- ir hönd þeirra * f - syngja Pink Floyd með- ’ j. al annars: „We don’t ne- v ' M ed no education...“ U pplýsingar um hvernig ráð- herrar hafa varið ráðstöfunarfé sínu hafa vakið mikla athygli. Þannig ákvað Halldór Blönd- al samgönguráðherra að veita tólf þúsund króna styrk undir liðnum: Styrkur til ritgerðar um Biaframálið. Upphæðin er ekki há en hvernig Biaframálið tengist samgöngum er óljóst. Mönnum til upplýsingar er rétt að benda á að höfundur þessar- ar ágætu lokaritgerðar í sagn- ffæði er Jón Kristinn Snæhólm sem starfað hefur mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn... mMnmfflwmmmsmmmm ?SSjíS£** hf j »ori fsm; - 'í ■ « J*í, ■^sss^ ÉlflÉte^ ... J‘ . .. ***>... Sniðnar að þínum þörfum GULU S f Ð U R N A R ...í símaskránni PÓSTUR OG SlMI »uir t.HGrf. PKUIIEVJW íslenskir ostar eru lirein orkulind ið sækja kraft í á öllum tímum da :yrkja jreir tennur og kein. Njóttu fjölkreytninnar — prófaðu joá ÍSLENSKIR OSTAR HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.