Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 Þingkosningar í Austurríki Hægri öfgamenn vinna stórsigur Haicfer hreinn og strokinn Vínflaska á 1,2 milljónir Eðalvín seldist fyrir um íoo millj- ónir króna á einhverju mesta vín- uppboði sögunnar sem haldið var í New York á laugardag. Dýrasta flaskan fór á jafnvirði 1.2 milljóna króna. Engar upplýsingar voru gefnar urn kaupandann aðrar en þær að hann væri frá Asíu. Vínið er af tegundinni Chateau Lafitte frá Bordeaux en árgangurinn er 1870 sem þótti geysigott vínræktarár. Flaskan er því 124 ára gömul. Kaup- andanum mun hins vegar hafa ver- ið ráðlagt að drekka vínið á næstu árum, enda ekki talið ráðlegt að láta það eldast meira en orðið er. ■ O.J. á hrekkjavöku Heill iðn- aður er orð- inn til í kring- um O.J. Simpson og m o r ð m á 1 hans. Þegar hafa verið skrifaðar bækur og framleiddir minjagripir, en hið nýjasta eru grírnur sem líkjast fótboltastjörnunni og hárkollur sem líkjast hári Nicole, konu hans. Kaupmenn hugsa sér gott til glóðar- innar fyrir hrekkjavöku, þá miklu barnahátíð sem verður 31. október.B Hægri öfgamaðurinn Jörg Hai- der sagðist vera nánast orðlaus í gær þegar hann lýsti sig sigurvegara í þingkosningunum í Austurríki. Flokkur hans, Frelsisflokkur Austur- ríkis (FPÖ) hreppti 22,6 prósent at- kvæða og bætti við sig urn 6 pró- sentum frá þingkosningunum 1990. Fyrir vikið mun flokkurinn hreppa 42 af 183 sætum í austurríska þing- inu. Ljóst er að fyrir bí eru áhyggjulitlir tímar stóru samsteypu- stjórnarinnar, stjórnar Sósíaldemó- krataflokksins (SPÖ) og Þjóðar- flokksins (ÖVP), sem hefur ríkt í Austurríki undanfarin átta ár. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur allt frá stríðslokum verið stærsti flokkurinn í Austurríki og hefur set- ið í öllum ríkisstjórnum síðan þá. Forsætisráðherra er nú formaður hans, Franz Vranitzky. Síðustu átta árin hefur hann verið studdur af Þjóðarflokknum sem er stór og hægfara íhaldsflokkur. Alois Mock, formaður hans, hefur verið forsætis- ráðherra. Þessi stjórn hefur haft óhemju mikinn þingmeirihluta og meðal annars notað hann til að koma Austurríki inn í Evrópu- bandalagið. Báðir þessir flokkar töpuðu illa í kosningunum, kratar þó sýnu meira. Fylgi þeirra minnkaði um 7,6 prósent og er nú aðeins 35,2 af hundraði. Það þýðir 66 þingsæti. Þeir hafa ekki verið veikari frá stríðslokum. Þjóðarflokkurinn tapaði 5,2 prósentum, fær 27,7 pró- sent og 52 þingsæti. Vranitzky notaði þann hræðslu- áróður í kosningabaráttunni að hætt væri við að sú staða kæmi upp að Þjóðarflokkurinn gæti myndað stjórn með Frelsisflokki Haiders. Það hefur gengið eftir, því saman gætu þessir tveir flokkar til hægri rnyndað starfhæfa stjórn og skilið sósíaldemókrata eftir úti í kuldan- um. Flestum ber þó sarnan um að Jörg Haider lítur ekki út eins og dóni sem fer um götur og gengur í skrokk á innflytjendum. Hann er vel klæddur, laglegur og ekki nema 44 ára, og minnir einna helst á vel- megandi bisnessmann sem lífið hefur leikið við. í einu orði sagt er hann straumlínulagaður stjórn- málamaður og milljóneri í þokka- bót. Faðir Heiders var virkur nasisti en hann er ættaður frá Kárnten, fjöllugu og fögru landbúnaðarhér- aði syðst í Austurríki. Þaðan hefur löngum þótt korna vel kaþólskt fólk og óhemju íhaldsamt og er hermt að þar hafi verið mikið gósenland fýrir nasista á sínum tíma. svo muni ekki fara, þótt Þjóðar- flokkurinn kunni að nota þessa stöðu til að fá meiri áhrif í ríkis- stjórn. Jörg Haider er of illa þokkað- Fyrir einum tíu árurn tók Heider við flokki sínum, FPÖ, sem þá var eins konar framsóknarflokkur, hafði fylgi í sveitum og sat á Evr- ópuráðstefnum frjálslyndra flokka eins og Framsóknarflokkurinn ís- lenski. Heider þótti þó strax vand- ræðamaður, hann lýsti því yfir að Hitler hefði kunnað að láta fólk vinna, og hætti smátt og smátt að vera þar aufúsugestur. í staðinn sit- ur hann nú yst á hægri kanti stjórn- málanna þar sem alið er á kynþátta- hatri og þjóðernisfordómum, í fé- lagi við fugla á borð við Schönhu- ber hinn þýska, Zhírínovskíj hinn rússneska og Le Pen hinn franska. ur til að sómakær íhaldsflokkur af sauðahúsi Þjóðarflokksins geti unn- ið með honum. Áróður Haiders gegn innflytjendum er of ofsafeng- Haider fagnar sigri, óaðfinnan- lega klæddur að vanda. inn og ekki gerir það hann heldur meira aðlaðandi að hann barðist gegn Evrópubandalaginu í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í júní sem leið. J-Jeider gerir sér heidur varla neina von um að komast í stjórn. Hann getur hins vegar verið ánægður með að stjórna þeim floltki hægri öfga- rnanna sem hefur mest þingfylgi í Evrópu. Fyrir Austurríkismenn hlýtur það svo að vera áhyggjuefni að einmitt þar í landi skuli hægri öfgamenn, sem margir horfa með eftirsjá til Hitlerstímans, ná slíkum árangri. Austurríkismenn éru ekki síður sek- ir urn glæpi nasista en Þjóðverjar. Hins vegar þurftu þeir aldrei að ganga í gegnum sársaukafullt stríðs- uppgjör eins og nágrannaþjóðin, heldur gleymdu þeir og gleymdust í sínum fjallasal — eins og Simon Wiesenthal hefur verið óþreytandi að benda á. ■ Nunnur vilja kvenréttindi Nunnur á þingi kaþólskrar kirkju í Vatíkaninu hafa verið með uppsteyt og á föstudag heimtaði talskona þeirra að nunnur fengju að gegna áhrifastöðum í kirkjunni. Hún fór einnig fram á réttlát laun fyrir starf þeirra. Það segir kannski sína sögu urn kvenréttindi innan kirkjunnar að á þinginu sem fjallar beinlínis um stöðu kvenna í kirkju- deildum eru einungis 59 konur af 348 fulltrúum. ■ Mark í klípu Bresk helgarblöð sögðu frá því að Mark, sonur Margaret Thatc- hers, hefði grætt stórfé með því að vera milligöngumaður um vopna- sölusamninga við Saudi-Arabíu. Þetta þykir heldur óheppilegt, sér- staklega í ljósi þess að samningarnir voru undirritaðir af móður hans. Það eru heldur engar smáfjárhæðir í húfl því sagt er að Mark hafi feng- ið 12 milljónir punda fyrir vikið, en samningurinn hljóðaði upp á alls 20 milljarða punda. ■ Díana og Hewttt kvik- mynduð við ástaiieiki Díana á hlaupum undan blaðamönnum eftir að fréttir tóku að berast af bók ástmannsins. Dagblaðið News of the World hélt því fram í helgarútgáfu sinni að leyniþjónustan hafi látið kvik- mynda Díönu prinsessu og ást- mann hennar, James Hewitt við ástarleiki í garðinum við heimili Hewitts. Blaðið, sem þykir kannski ekki áreiðanlegasti fréttamiðill á Bret- landseyjum, hefur eftir Glyn Jo- nes, fyrrum liðþjálfa í hernum, að sveit úr hernunt hafí fylgst með heimiii Hewitts í Devon haustið 1988. Hann hafi álitið að þetta væri liður í baráttu gegn hryðjuverka- mönnum. Því hafi það komið mjög á óvart þegar Hewitt og Díana komu hálfnakin út í garðinn og byrjuðu að kyssast og kela. Eftir það hafí enn hitnað í kolunum. Við svo búið hafi myndavélar eftirlitssveitarinnar verið teknar niður og liðsmenn hennar fengið ströng fýrirmæli urn að tala ekki af sér. Hins vegar segir Jones frá því að þrernur árurn síðar hafi liðsfor- ingi sem hann taldi vera úr leyni- þjónustunni farið þess á leit að hann aðstoðaði við að fylgjast með húsinu á nýjan leik. Úr höll drottningar hafa ekki borist nein viðbrögð við þessum orðrómi. Hins vegar sagðist Sir Nicholas Bonsor, formaður varn- armálanefndar breska þingsins, Hugleysi kemur Frökkum illa Franskir menntamenn eru æfir af reiði vegna þeirrar ákvörðunar franskra yfirvalda að veita ekki pakistanska rithöfundinum, Tas- lima Nasrin, vegabréfsáritun nema í einn sólarhring. Ráðgert var að hún kæmi fram í vinsælum menningarþætti í frönsku sjón- varpi, en hún hætti við förina vegna tregðu franskra stjórnvalda. Nasrin, sem varð að yfirgefa ætt- land sitt eftir að hafa komist upp á kant við íslamska hreintrúarmenn, lét í staðinn lesa frá sér yfirlýsingu í þættinum en þar blasti við stór mynd af henni. Þar sagði hún að ákvörðun frönsku stjórnarinnar væri andstæð hugmyndum um lýðfrelsi og að hún ætti erfítt með að skilja að Frakkland sem er þekkt fyrir að vera pólitískt griðland treysti sér ekki til að tryggja öryggi sitt þegar það hefði verið vand- ræðalaust fyrir smáríki á borð við Svíþjóð, Noreg og Portúgal. Þetta mál kemur upp á mjög erf- iðum tíma í Frakklandi. Stjórnvöld þar eru að reyna að klekkja á hreintrúarmönnum og streitast við að framfylgja banni við því að múslimastúlkur gangi með blæjur í frönskum skólum. Er talið að þau hafi ætlað að reyna að friða hrein- trúarmenn ögn með því að leggja stein í götu Taslimu Nasrin. Þetta ráðabrugg hefur hins vegar snúist þannig að enn eru komnar upp umræður um að Edouard Balladur forsætisráðherra sé veik- ur og undanlátssamur stjórnmála- maður. Ekki bætir heldur úr skák að tveir helstu ráðherrar stjórnar- innar, Alain Juppe utanríkisráð- herra og Charles Pasqua, eru komnir í hár saman vegna máisins og virðast keppast um að koma sökinni hvor á annan. ■ Tamara Nasrin hefur ekki mikið álit á frönsku stjórninni. það mikið áhyggjuefni ef eftirlit af þessu tagi hefði farið fram, hvað þá ef einhverjir embættismenn hefðu talið sig þess umkomna að fyrir- skipa það. Úndanfarna viku hafa breskir fjölmiðiar farið hamförunr vegna máls þeirra Díönu og Hewitts. Því er haldið fram að Hewitt geti þénað allt að 500 milljónir íslenskra króna á bókinni þar sem sagt er frá ástar- sambandi þeirra. Breska pressan hefur verið einróma í að fordæma þátt Hewitts í máiinu og hann hef- ur farið huidu höfði. News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að hann haldi sig í smábænum Bergerac í Frakklandi. Díana hefur þagað þunnu hljóði meðan þessi síðasta hryðja hefur gengið yfír. Á laugardaginn var sótti hún góðgerðartónleika í Lundúnum og var tekið tii þess að hún virtist brosandi og afslöppuð þrátt fyrir að dagblaðið The Sun héldi því franr að hún hefði lifað erfiðustu viku lífs síns. Hernaðarviðbúnaður í Kúveit hefur verið aukinn gifurlega eftir að Irakar beindu um 60.000 manna herliði að landa- mærunum. Liðssafnaður íraka hefur verið mest- ur við Basra og Umni (Jmm Qasr Qasr, en þeir hafa krafist þess að Sam- einuðu þjóðirnar aflétti viðskipta- banni sinu í dag. James Hewitt er sagður í felum í Frakklandi. Fátt virðist benda til þess að breska konungsfjölskyidan sé búin að bita úr nálinni með hneykslis- mál. Að minnsta kosti heldur News of the World því fram að í bók sem kemur út í næsta mánuði muni Karl Bretaprins gefa heldur ófagra lýsingu á föður sínum, Filippusi drottningarmanni. Blaðið segir að prinsinn lýsi honum sem kaldlynd- um harðstjóra sem hafi gert æsku sína að táradal. ■ ÍRAN Abadari Shattal- Arab SÁDÍ-ARABÍA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.