Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN HEILSA 21 ■ Við svefhleysi eru til róandi jurtir eins og Kamilla, Humall og Garðar- brúða sem settar eru út í heitt vatn og svo drukkið eins og te. Ágætt er að blanda smá hunangi út í. ■ Til að auka einbeitni er gott að taka gingseng og lecitin. ■ Qio er gott við almennum slapp- leika. Þetta er ákveðið ensím sem við höfum öll eitthvað af í líkaman- um en þegar það er tekið inn virkar það eins og kveikja á líkamsstarf- ■ Það tekur vítamín 2-3 vikur að hafa áhrif á líkamsstarf- semina eftir að byrj- að er að taka þau inn. ■ Orkuefni eins og gingseng og drottningarhunang byrja að hafa áhrif á líkamsstarfsemina eftir 3-4 daga. Þau byggja þig hins vegar ekki upp heldur hafa bara áhrif meðan þau eru tekin inn. YJ ■ Kaffidrykkja og mikið sykurát gengur á vítamínforða líkamans Fjölvar Darri Rafnsson verslunar- maður „Ég fer í fótbolta tvisvar í viku og er að byrja að æfa líkamsrækt. Á sumrin hleyp ég, en á veturna geri ég meira af því að lyffa og spila fótbolta. Ég reyni að gera sem rninnst af því að borða kólesterríkan mat eins og hamborgara og pizzur. Reyni frek- ar að borða brauð og ávexti og drekka mjólk, og auðvitað að taka lýsi. Svo drekk ég ekki áfengi né reyki.“ Til hvers allt þetta? „Til að láta mér líða vel. Ef ég til dæmis borða bara draslmat tvo daga í einu finn ég strax mun á mér, maginn þenst út og maður verður kraftlaus og þungur á sér, manni líður bara illa. Þannig er gott mataræði lykill að góðri heilsu." Er samspil á milli líkamlegrar og andlegrar líðanar? „Já, að sjálfsögðu. Ef manni finnst maður ekki í nógu góðu líkamlegu formi hefur það mikil áhrif á sálarlífið. Ég sjálfur er eflaust ágætt dæmi. Eftir að ég byrjaði að spá í þessi mál fyrir alvöru og byrjaði að borða hollari mat og hreyfa mig meira líður mér miklu betur and- lega.“ ■ Fyrir magann Eplaedik Getur virkað grennandi ef það er tekið inn eftir hverja máltíð, einnig er það vatnslosandi. Eplaedik getur einnig verið gott við of miklu kó- lesteróli. ■ Kamilla og ýmsar jurtir Gott fyrir magann og meltinguna, örvar hægðir, og er góð við ristilkrampa. Einnig er Kamilla mjög róandi og því góð við svefnleysi. Kamillan er sett út í heitt vatn og drukkin. Jurtina er bæði hægt að kaupa í lausu og í tepokum. ■ Ofantatið fæst í Heilsuhúsinu. Gott í kroppinn Silca Snefilefni, sem hefur verið notað gegn óþægindum í blöðru og nýrum, við bjúg og blöðrubólgu. Silica styrkir bein, tennur, sin- ar, liðbönd og neglur, og hefur góð áhrif á húðina og eykur úthald og orku. ■ Vrta-Kid Wafers Tyggitöflur með ap- pelsínubragði og innihalda vitamín sem eru börnum nauðsynleg til vaxtar og þroska. Eins og; A,D,E,C,B-1 ,B- 2,B-6,B-12,Niacinamide og Fólínsýra. ■ Kvöldvorrósarolía Vegna ríks inni- halds af fjölómettuðum fitusýrum eykur hún framleiðslu Prostaglandins í líkamanum sem talið er draga úr hættu á þlóðtaþþa, offitu og vín- löngun, of háum blóð- þrýstingi, fyrirtíðar- spennu, tauga- spennu og öðrum streitusjúkdómum. ■ Atfa-Alfa Planta sem er rík af próteinum, vítamínum og steinefnum og þekkt fyrir það að draga úr of háu kólesterólmagni blóðsins og að koma í veg fyrir eða draga úr æðakölk- un. ■ Ofantaiið má nátgast i Heilsubúðinni í Hafnarfirði. Elma Lísa Gunnars- dóttir verslunarkona „Ég reyni að hugsa mikið um heilsuna, syndi og geng mikið og legg mikla áherslu á að fá nógan svefn.“ Einnig þarf ég líka að fara að hugsa mikið um mata- ræðið þar sem ég er með ristilbólgur og má til dæmis ekki borða sykur, mjólkurvörur og brauð.“ Er samspil milli andlegrar og líkamlegrar líðan ar? „Tvímælalaust. Ég er til dæmis alveg viss um það að þegar ég breyti mataræðinu á mér eftir að líða miklu betur.“ Er heilsuæði í gangi? „Já og nei. Það er viss hópur sem spáir mik- ið í þessi mál og svo er mikið af fólki sem er ekkert að spá í þetta og djammar um hverja helgi. Svo er það dálítið í tísku að vera grænmetisæta, og þá hjá mörgum eingöngu vegna þess að því fmnst það flott.“ ■ Ymis bætiefni Bee-Pollen töflurnar hafa aö geyma 100 prósent hrein og náttúruleg blóma- frjókorn, safnað saman af býflugum í Suöur- Frakklandi. Flvertafla inniheldur því engin önnur efni en blómafrjókorn. Blómafrjókorn hafa reynst vel gegn þrekleysi og síþreytu, svefnleysi, blóð- leysi, taugaveiklun meltingartruflunum og liðagigt. Eins er talið að blómafrjókorn hægi á almennum hrörnunarein- kennum. ■ Biotin Er úr flokki B-vítamína og hefur áhrif á vöxt barna og unglinga, það hjálpar til við að hindra það að hár gráni og menn fái skalla, dregur úr vöðvaverkjum, exemi, húðútbrotum og fleira. Skortur á Biotini getur valdið vöðva- verkjum, lystarleysi, þurri húð, slappleika, svefnleysi og viðkvæmni fyrir sólarljósi. ■ Adalbláber Sýnt hefur verið fram á að aðalbláber draga úr náttblindu og öðrum vandamálum tengdum sjóninni, ásamt því að skerpa sjónina. ■ Efni þessi er hægt að nálgast í Heilsubúðinni. Linda Hilmarsdóttir líkamsræktarkennari „Óneitanlega geri ég það. Ég náttúrlega er að kenna og svo reyni ég að spá mikið í mataræðið. Vegna tímaskorts verð ég þó stundum að bjarga mér á skyndibita- mat. Þegar ég elda er það grænmetispasta og kolvetnisrík- ur matur.“ Er samband milli líkamlegs og andlegs ástands? „Já, ég fmn það. Til dæmis ef maður er stressaður og fer svo í tíma er það allt annað líf á eftir.“ Er heilsuæði í gangi? „Það er náttúrlega mikil vakning á þessum málum og sérstaklega eft- ir að fólk komst að því að það verður að hreyfa sig ef það ætlar sér að grennast en ekki fara í megrun, hún hefur elckert að segja og er dottin út. Líkamsrækt er elcki tíska heldur lífstíll. Það er fullt af fólki sem borðar grænmeti alla vikuna og æfir líkamsrækt, en dettur svo í það um helgar, en það er alla vega að reyna og tapar ekkert á því að borða grænmetið og stunda lík- amsrækt, heldur græðir.“ Gengur líkamsrækt aldrei út í öfgar? „í fæstum tilfellum. Það er kannski eitt tilfelli á síðustu fimm árum, í stöðinni hjá mér, þar sem manneskja hefur ver- ið með anorexiueinkenni og ég varð að biðja viðkomandi um að hætta að æfa.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.