Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 25 Hvar er banjóið? Svejk, Birtingi, fávitanum Myskin íiirsta, Stikilsberja-Finni og umrenn- ingi Chaplins. Líkt og einfeldni þeirra er afglapaháttur hans afhjúp- andi; bjánaskapur hans dregur fram miklu ógeðfelldari bjánaskap þeirra sem hafa meira að segja um hvemig veröldin vindur sig. Einfeldni hans vinnur áreynslulaust á sérgæskunni, smásálarhættinum og fautaskapnum sem er allt í kring. Svo eru Bandaríkjamenn núorðið óvissir um stöðu sína heima og alls staðar að þeir em haldnir nánast sjúk- legri áráttu til að skilgreina sjálfa sig. Gumpæðið hefur verið skilgreint í bak og fyrir. Vinsælasta kenningin er sú að hann sé tákn um eitthvert bandarískt sakleysi sjötta áratugarins sem hafi glatast, nánast bernskan heim. Vísast er margt til í því. En máski er Forrest Gump fyrst og fremst maður sem lætur lífið ekki stela neinu frá sér. Kannski að hluta til vegna þess að lífið ágirnist ekki neitt frá honum. Hann er trúr yfir sínum bút. Slíkt hughreystir og vekur góðar kenndir. Og kannski er hann líka frændi Frans frá Assisi sem talaði við fúglana. ■ Hugkvæm mynd þar sem hug- myndaflug og vitsmunir vinna saman. DAGSLJÓS RÚV ★★★ Þegar Hrafn Gunnlausson viðraði hugmynd sína um „maga- sín“ þátt í alræmdum umræðu- þætti sá maður fyrir sér einhvers konar kerlingaþátt að breskri fyrir- mynd sem myndi að mestu leyti ganga út á tesmökkun. Raunin hef- ur orðið nokkur önnur og síðan Dagsljós hóf göngu sína í fyrra hef- ur þjóðin getað slafrað í sig sviða- kjammana eftir enn einn daginn í dósaverksmiðjunni yfir hinu prýðilegasta slafrkompaníi. Nú er Dagsljósstóðið komið affur í bás- ana eftir sumarfrí og þrátt fyrir villandi auglýsingaherferð hefur lítið breyst. Hvar eru aðþröngu búningarnir sem okkur var lofað? Hvar er banjóið? Gerði Rósa Ing- ólfs þessa auglýsingu? önnur hinna ljóshærðu er að vísu hætt en enn situr gengið í hin- um ýmsu hægindastólum, hellir niður úr kaffibollum og kynnir okkur innslögin sem þau hafa ver- ið að vinna fyrr um daginn. Þætt- irnir verða auðvitað ekki skemmti- legri en þær hugmyndir sem kvikna á ritstjórnarfundum. Is- lenskt fjölmiðlalíf virðist byggjast á hellingi af efnisþáttum sem eru endurteknir eftir þörfum og lúta lögmálinu: „liðið er fljótt að gleyma". í síðustu viku sáum við innslög um eyðni, box og sniff. I þeSsari viku verður það kaffihúsa- menningin, „Hvað varð um pönk- arana?“ og vandræðaunglingar. Nci, ansk., Dr. Sigrún varð fyrri til. Það er svo sem ekki við þau í Dagsljósi að sakast. Ekki er radíus fréttatengdrar uppfinningarsemi stærri annars staðar. Kratar og týndir menn á öllum forsíðum, því „þetta kaupir liðið“. Það þarf þó ekki að éta svið þar til ákveðinni kæruleysisvímu er náð (og þar með að kæfa í hnakka- spika allar kröfur um frumlegt rannsóknarsjónvarpsefni - og ekki spurja mig hvað er frumlegt) til að hafa gaman af þessu prógrammi. Þau er helv. góðir krakkarnir. Sér- stakt stuð er að sjá Fjalar þjarma að einhverjum hálfrita í sófanum, svo ég tali nú ekki unt ritstjórnar- pistlana. Radíusbræður eru sem betur fer mættir aftur með sömu brandara og í fyrra og eru alltaf jafn spreng- hlægilegir. Popparaportið er frá- bær nýjung þar sem hin ýmsu ung- lingabönd fá að spreyta sig. „Síð- asta orðið“ er hins vegar fúlt dæmi. Alla vega skyldi ég ekki bofs í því hvað þessir rithöfundar voru að bulla. Þeir sem eru ekki rithöfund- ar fá að vera menn dagsins - en fá væntanlega ekki krónu fyrir. Samt fannst mér speki kattagæslu- mannsins bera af speki síðustu viku. Gagnrýnin er á sínum stað: Árni Þórarinsson alltaf jafn slá- Halldór E. Laxness heldur því fram í viðtali að leikritið „Sannur vestri" eigi vel við ástandið á íslandi. stemmningin - en það eru ýmsir að- ilar í því að gauka að okkur ritvélum til eyðileggingar. Gengur það ekkert illa að setja þennan amerískœttaða flœking í ís- lenskt samhengi? „Nei, alls ekki. Við getum í því sambandi tekið muninn á mennta- mannaklíku hér á höfuðborgar- svæðinu og síðan sjóurum úti á landi. Hvor hópurinn hefur engan áhuga á hinum og heldur að hann sé eitthvað sem má fara til andskotans. Það er þetta bil milli borgarinnar og landsbyggðarinnar sem er alltaf að breikka. Þessi flækingur er eins og farandverkamaður og á vel við í dag. Þá er áríðandi að minna á það að þetta ríki sem heitir íslenska lýðveld- ið hefur miklu meira af ammerísk- um straumum hér en margir gera sér grein fyrir. Margir erlendir ferða- menn sem hingað hafa komið segja að þetta sé ekkert annað en smækk- uð mynd af Ameríku. Bæði viðhorf og hvernig hlutir eru skipulagðir og uppbygging öll. Það eru bara ein- hverjar klíkur sem rembast við að halda því ffarn að þetta sé eitthvað líkara öðrum löndum. Ungt fólk hefur miklu meira samband við Bandaríkin eða sjá miklu meira af bandarískri menningu og öllu því dóti heldur en frá nokkru öðru landi.“ Bent hefur verið á að Shepard geri ameríska draumnum betur skil en nokkur annar. Er til eitthvað sem heitir íslenski draumurinn eða er þetta sama tóbakið? „Já, já og það er merkilegt með ameríska drauminn, eins og ítalskur þjófúr sagði einu sinni við mig, að hann lifir aðeins í Ameríku, Napólí og á íslandi. Það eru miklir draumar hér og menn hafa haldið í ýmis gildi: Island ofar öUu, sjálfstæði, tunga, menntun og svo afíur á móti erum við að komast á það augnablik núna að velferðarríkið er einhver ægileg il- lúsjón miðað við velferðarkerfi ann- ars staðar í heiminum eins og á Norðurlöndunum og jafnvel í mið- Evrópu. Velferðarkerfið gekk vel hér fyrir um 15 brautum, var gott og skemmtilegt, en það er úr sér gengið og því ekki haldið nægUega vel við þannig að við erum á hættubraut. Draumar margra eru að bresta.“ HaUdór hóf leikstjórnarferU sinn á íslandi um 1990 með því að setja upp „Leiksoppa“ hjá Nemendaleik- húsinu. Síðan hefur hann sett upp einar tíu sýningar sem hafa hlotið mjög misjafna dóma. „Já, ég hef fengið nokkrar bunur hjá Súsönnu, sem elskar aðra hverja sýningu hjá mér en hatar hinar. Menn eru farnir að spyrja hvort ég sé á einhverjum sérsamningi hjá Sú- sönnu: Að ég fái góða krítík fyrir aðra hverja sýningu með þeim skU- málum að hún fái að rífa niður hin- ar á mUli. Annars hefur hún tekið fastast á þeim sýningum sem ég hef sett upp í stóru leikhúsunum: „Dúfhaveislan“ og „Blóðbræður“. Er eitthvert samhengi þar á milli? „Ég veit það ekki og þó að hún hafi rifið þær niður þá kom fólk að sjá þær þannig að það kom ekki málinu við. En það er erfitt að segja það hvort henni faUi betur í geð það sem er gert utan stóru leikhúsanna. Hún hefúr náttúrlega sinn smekk. Það er annar andi með frjálsum leik- hópum og minni stofnunum eins og Leiklistarskólanum — meiri aksjón og snerpa. Hún elskaði „Standandi pínu“ sem ég setti upp í fyrra þannig að samkvæmt formúlunni ætti hún að hata þessa. En við vonum að það fari ekkert út í það.“ Skipta krítíkerar miklu máli að þínu mati? „Krítíkerar skipta máli, það skipt- ir aUt máli í þessum bransa. En hvort þeir hafi áhrif á mann sjálfan það er annað mál. Ég lít á þetta þannig, eins og góður kennari minn sagði: „Strákar mínir. I raun og veru þurfið þið ekki að lesa neina krítík því það er svipað og með líkamann á okkur að ef við erum ekki veikir, þá förum við ekki tU læknis.“ Nú má segja að leikhúsfólk sé með ákveðið yflrlæti gagnvart gagnrýni? „Það er líklega rétt. Það er einhver mekaník sem fer í gang tU að þola áreiti. En það er nú kannski aUt í lagi að kíkja svolítið á hana og þá auðvit- að aðaUega þegar krítík verður mál- efnaleg og byggð á þekkingu. En ég persónulega hef gaman af því að lesa aUa krítík, þó ekki nema mér tU gamans. Maður er ekki að gera leik- hús alveg fyrir sjálfan sig og ég met viðhorf krítíkera, þeir eru jú áhorf- endur og eins og aUir áhorfendur þá hafa þeir skoðanir á málunum. Og það er nauðsynlegt að líta á það hvort hægt hefði verið að skemmta þessari manneskju á einhvern annan hátt.“ Nú eru margir leikarar sem, stœra sig af því að þeir lesi ekki gagnrýni. Eru þeir ekki bara að Ijúga þessu? „Er það ekki? Ég gæti vel trúað því. Ég held að aUir laumist í krítík.“ -JBG Horfiö á sjó með Dr i£k Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna Ríkissjónvarpið Stöð2 c? Manudagur 10. oktober 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Þytur í laufi 2:65 Wind in the willows Alger snilld, nú með íslensku döbbi. 18.25 Kevin og vinir hans 6:6 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Flauel Popp! jibbí! 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir og veður 20.40 Vinir 3:7 Tveir gamlingjar i stuði. Breskur gamanmyndaflokkur. 21.10 Nýr óvinur 2:2 Heimildamynd um skipulagða giæpastarfsemi. 22.05 Leynifélagið 4:6 Franskur myndaflokkur um um- hverfisvænt leynifélag. 23:00 Ellefufréttir 17:05 Nágrannar 17:30 Vesalingarnir 17:50 Ævintýraheimur Nintendo 18:15 Táningarnir í Hæðagarði 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn Popparar selja húsmæðrum nuddtæki. 19:19 19:19 20:15 Eiríkur 20:40 Matreiðslumeistarinn Sigurður Hall og Tommi Tomm steikja hamborgara. 21:15 Neyðarlínan Rescue 911 22:05 Hulin ráðgáta Secrets of Lake Success 23:40 Friðhelgin rofin Unlawful Entry Passið ykkur: iöggan er vond! 01:30 Dagskrárlok Þriðjudagur 11. október 17.50 18.00 18.30 18.55 19.00 19.15 20.00 20.35 Táknmálsfréttir Svona lærum við... 2:4 SPK Fréttaskeyti Eldhúsið Dagsljós Fréttir og veður Staupasteinn 16:26 Kunningjar okkar drekka bjór. 21.05 Leiksoppurinn (1:3) Calling the Shots Breskur saka- málaþáttur um fréttakonu sem dregst inn í vond mál. 22.00 Hvað getum við lært? Ólafur Sigurðsson með um- ræðuþátt um fisk. Zzzz. 23:00 Ellefufréttir 17:05 Nágrannar 17:30 PéturPan 17:50 Gosi 18:15 Ráðagóðir krakkar 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:15 StefánJón 20:40 Visasport 21:15 Barnfóstran The Nanny 21:40 Hulin ráðgáta Secrets of Lake Success 23:10 í sérflokki A League of Their Own Ágæt mynd um drykkfelldan þjálfara og kvennalið i hafnabolta. 01:15 Dagskrárlok Miðvikudagur 12. október 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Hattaborg 18.15 Spæjaragoggar 18.30 Völundur 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Einn-X-tveir 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir og veður 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn Enn stígur snillingurinn á stokk - þið vitið hverju við er að bú- 21.35 Hvíta tjaldið Vala Mattferibíó. 22.00 Saltbaróninn (11:12) 23:00 Ellefufréttir 23:15 Einn-X-tveir 23:30 Dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 Litla hafmeyjan 17:55 Skrifað í skýin 18:15 Visa-sport 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:15 Eiríkur 20:40 Melrose Place 21:35 Stjóri (The Commish II) 22:20 Tíska 22:50 Smásögur Kurt Vonnegut Einþáttungur upp úr hinu þokkalega smásagnasafni „Welcome to the Monkey House“. 23:15 Dutch Driving me Crazy Úrjeel- good“ smiðju John Hughes. 01:00 Dagskrárlok andi vitur urn ræmurnar, fúli leik- húsrýnirinn verður vonandi i fýlu út önnina (enda fátt leiðinlegra en slefvolgar lofrollur um íslenskt leikhús) og nú bætist pottþétt inn- legg í hópinn: Sigurjón Kjartans- son, forveri rninn í þessu sjón- varpsgjammi, fær að púkka upp á poppið. Kannski fleiri snillingar bætist svo í hópinn. Dagsijós er skrambi árennilegur þáttur fyrir augað og eyrun meðan bixímaturinn rennur um kokið og „Þráttfyrir villandi auglýsingaherferð hefur lítið breyst. Hvar eru aðþröngu búningarnir sem okkur var lofað?(í það er vonandi að nieira en 15% þjóðarinnar sjái sér fært að líta upp úr kvöldmatnum kl. 19.15 á mánu- dögunt til fimmtudags í vetur. Dr. Gunni

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.