Helgarpósturinn - 10.10.1994, Síða 22

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Síða 22
22 MORGUNPÓSTURINN HEILSA f.opr Hdo A MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 ■ Við hárlosi er gott að taka efni sem heitir Silica. Silica byggir upp allan bandvef og er því einnig góð fyrir húð og neglur. ■ Við hverja sígarettu sem þú reyk- ir eyðast 25 milligrömm af C- vítam- íni úr líkamanum. Því ættu allir reykingamenn að taka C vítamín. ■ Áfengi ar út bætiefn- um úr líkam- anum og hæg- ir á lifrarstarf- semi. Einar Pálsson leigubílstjóri ar: Gunnhildur Emilsdótir eigandi veitingastaðarins A næstu grösum „Ég er í Kai Ti, sem er kínversk leikfimi. Ég stundaði yoga í átta ár en fer núna öðru hvoru á helgarnámskeið í yoga. Ég hugsa svolítið vel um sálina í mér.“ Er mikið samband á milli líkamlegrar og andlegrar líðan- „Já, þú ert það sem þú borðar, segja voðalega margir. Og til að vita hvað þú átt að borða þarftu að spyrja sjálfan þig, þá á ég við að fara inn á við og spyrja til dæmis, „Af hverju er ég timbraður í dag, er það bara af því ég datt í það? Af hverju stafar höfuðverkurinn sem ég er með, er það eitthvað sem ég borðaði sem fór illa í mig eða er það bara af því að ég er stressuð, og eru það bara ut- anaðkomadi áhrif að ég stressast?" Ég held ekki, ég held að þetta sé svo samtvinnað allt saman og þetta er alltaf spurningin um jafnvægi.“ Þannig að mataræðið skiptir höfuðmáli? „Einhvern tímann fór ég í skóla úti í London og lærði fræði sem heit- ir macrobiotic, sem er japönsk heimspeki og byggist á Yin Yang heimspekihugtökunum. Mitt mataræði byggist á því að vera í jafnvægi og ég reyni sjálf að halda því. Sumum finnst ég svolítið öfgakennd í þessu, þó að mér finnist það ekki sjálfri, ég reyni að láta þetta vera í hóíi allt saman.“ Finnst þér vera heilsuæði í gangi? „Nei, ekki eins og var kannski fyrir einu og hálfu til tveimur árum síð- an. Mér finnst það svona vera aðeins að komast í jafnvægi, það þykir ekkert óeðlilegt að vilja fara og borða hollan mat kannski tvisvar í viku og stunda eróbikk eða yoga. Fyrir ekki mikið meira en tveimur árum síðan þá var fólk að gera þetta að svolítið miklum öfgum, eins og með eróbikkið, allt í einu kom eitthvert æði og það var verið að stunda þetta í öðru hvoru húsi, þessir hlutir finnast mér vera að kom- ast í jafnvægi líka.“ Eru þá heilsupælingarnar bara tíska? „í fyrra var sveppaóþol ofsaleg tíska. í ár hef ég þó ekki orðið vör við neina svona skemmtilega tískuuppákomu. En ég man að fyrir tveimur árum var „Fit for life“ bókin alveg ofboðslega „inn“ og það voru allir að éta ávexti áður eða effir en þeir borðuðu. En því miður er engin tískubóla í gangi í dag, og ég sakna þess mikið, því það er svo ofboðslega gaman þegar fólk setur upp mikinn vitundarsvip og er búið að uppgötva eitthvað. En ég held að það sé komið meira jafnvægi á hlutina, fólk er búið að prófa ýmsa hluti og er bú- ið að finna sína eigin línu, og það er bara gott mál. En tískusveiflurnar eru ágætar vegna þess að fólk uppgötvar ýmislegt og það er af því jákvæða, en öfgar allar eru ekkert jákvæðar þegar upp er staðið. Þannig að það er ágætt þegar það kemst jafnvægi á hlut- ina, þó að það geti auðvitað orðið dálítið „dull“.“ ■ Aron Hjartarson starfsmaður hjá OZ „Ég stunda kynlíf hvenær sem færi gefst og svo glasalyftingar. Og í mataræði er ég frekar kærulaus, en ég hætti þó að reykja um daginn.“ Verðurðu var við að það sé heilsuæði? „Já, maður verður var við það í vinnunni þar sem menn hakka í sig grænmeti daginn út og inn. Ég veit ekki hvort það er aldurinn en maður verður miklu meira var við það að fólk er farið að spá meira í heilsuna en áður. Enda er menningin orðin þannig, til dæmis í MTV er hamrað á umhverfís- málunum og Jamiroquai predikar að það eigi að láta dýrin í friði. Hugsanlega er þetta bara tíska. Það er gott og blessað að éta grænmeti og fá þannig öll vítamín sem maður þarf á að halda en ég held þó að það sé verið að sækja vatnið yfir lækinn." Er samspil á milli andlegrar og lík- amlegrar líðan- ar? „Jú, það hlýtur að vera. Ef manni líður illa líkam- lega þá hlýtur manni að líða illa andlega. En Jim Morrison, góðvinur minn, vildi meina að þegar lík- amanum væri misboðið yrði andinn sterk- ari. Margir af þekktustu heimspeking- unum hafa haldið þessu fram, viljað aðskilja líkamann frá andanum og hann eigi að verða sterkari fyrir bragðið." ■ Fyrir einbeitingu, ónæmiskerfið og slappleika Sólhattur Töflur sem eru unnar úr jurtinni Sólhattur. Styrkja ónæmiskerfið og eru því góðar við flensu og því sem henni fylgir, eins og kvefi. ■ GingsengG115 Unnið úr Ging- seng-rótinni. Staðlað eins og lyf. Eykur súrefnisflæði og gefur því aukna orku og eykur úthald. Hægir á mjólkursýruútfell- ingu og eykur einbeitingu. ■ Q10 Ensim, er sérstaklega gott fyrir eldra fólk, og hjarta- kransæða- og astmasjúklinga. Er einnig gott við al- mennum slappleika. Q10 virkar eins og kveikja á líkamsstarfsemina. ■ Ofantatið fæst í Heilsuhúsinu. „Ég hugsa nú svolítið um heilsuna, ekki nógu mik- ið samt. Ég syndi og geng þrisvar til fjórum sinnum í viku. Og ég reyni að halda þessu en ekki gera þetta í törnum, ég borða allan mat en reyni að borða ekki of mikið.“ Er samband milli líkamlegs og andlegs ástands? „Já, ef manni líður illa andlega kemur það oft fram í einhverjum líkamlegum kvillum. Og þetta virkar eflaust öfugt líka, en þó að mér finnist ég vera að fitna verð ég ekkert pirrað- cc ur. Er ekki erfitt fyrir kyrrsetumann eins og leigubílstjóra að hugsa um heilsuna? „Jú, það er dálítið erfitt, maður drekkur mikið kaffi og svona. Og vegna óreglulegs vinnutíma hjá mörgum er erfitt að stunda einhverja líkams- rækt. Enda er líkamlegt ástand stéttarinnar ekki nógu gott, leigubílstjórar gera voðalega lítið fýrir sig. Stéttin er frekar feitlagin og safnar á sig vegna kyrrsetu enda eru hjartasjúkdómar algengasti at- vinnusjúkdómurinn meðal leigubílstjóra.“ Finnst þér vera heilsuæði í gangi? „Nei ekki finnst mér það. Það er einna helst að maður rekist á meira af hlaupandi fólki.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.