Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Menn Jóhanna Sigurðardóttir stjórnmálaflokkur Nýskilin ogfrjáls Jóhanna Sigurðardóttir var í út- varpsviðtali um daginn. Það var fá- einum dögunt eftir þingsetningu og hún var að ræða hversu öðruvísi það er að vera sinn eigin þingflokk- ur í stað þess að vera hluti af þing- flokki sem jafnframt er annarra manna flokkur. Þegar maður er með öðrum í flokki — sagði Jó- hanna —- þarf maður sífellt að vera að taka tillit til sjónarmiða. Og það mátti heyra á röddinni að henni leiddist það frekar. Þegar maður er hins vegar einn í flokki þá getur maður gert það sem maður vill og margt af því sem mann hefur alltaf langað til en ekki getað látið verða af. Og það var frelsistilfmning í röddinni á Jóhönnu þegar hún lýsti þessu. Svona líður Jóhönnu í dag — al- veg eins og öllu nýfráskildu fólki. Fyrstu mánuðina eftir skilnað kemst fátt annað að en feginleiki yf- ir að vera laus við rnakann, sem verður alltaf ómögulegri eftir því sem maður veltir því meira fýrir sér. Og skyndilega hefur maður allan tímann í veröldinni til að gera það sem maður neitaði sér um á meðan makinn var nærri. Og þegar þetta blandast saman, tíminn og fegin- leikinn, er maður allt í einu farinn að muna eftir hlutum sem maður var búinn að gleyma að mann lang- aði til að gera. Maður blómstrar. Eins og Jóhanna núna. Þing- heimur var varla íyrr búinn að segja ferfalt húrra en hún slengdi fjórum frumvörpum fram. Og ekkert þeirra var um húsbréf eða félagsleg- ar íbúðir. Jóhanna hefur nefnilega áttað sig á að hún hafði aldrei viljað það virkilega sjálf að hanga niður í félagsmálaráðuneyti að fást við þessi mál. Hún hafði bara látið undan strákunum og tekið að sér kvennaverkin, rétt eins og hún hef- ur eflaust vaskað meira upp en eig- inmaðurinn á sínum tíma. En þegar enginn var strákurinn til að segja henni hvað hæfði henni best getur hún snúið sér að því sem hugur hennar stendur til. Hún vill hreinsa til í skatta- og spillingarmálum. Hún vill ekki rugga vöggu velferð- arkerfisins heldur vill hún rugga bátnum undan strákunum. Allt væri þetta falleg saga ef ekki væri fýrir það að Jóhanna vill bjóða fram til Alþingis næsta vor. Og ef hún vill það getur hún ekki verið eins manns stjórnmálaflokkur ntik- ið lengur. Þetta er reynsla sem margt nýfráskilið fólk gengur í gegnum. Það áttar sig á að þrátt fyr- ir frelsið sem fylgir því að vera ein- hleypur þá er margt léttara hjá hjónum. Þrátt fyrir að því fylgi frelsi að vera einn í stjórnmálaflokki þá má sá ekki lengi við mörgum. Þess vegna er Jóhanna nú kornin í tilhugalíf við fjölda fólks með framboðsmál í huga. Þrátt fyrir vonda reynslu af hjónabandinu með Jóni ætlar hún með vonina að vopni að stofna til nýs hjónabands. Og það er ekki laust við að mönnum sem þykir vænt um Jó- hönnu beri ugg í brjósti. Það er nefnilega reynsla flestra sem hafa reynt mörg hjónabönd að þau skána síður en svo eftir því sem til- fellin verða fleiri. Það er alla vega reynsla Za Za Gabor, Liz Taylor og fleiri sjóaðra kvenna. Það er sama þótt stofhað sé til nýrra hjónabanda með von í hjarta og einbeittan ásetning þá reynist nýi makinn yfir- leitt vera bölvaður drulludeli þegar o cc < á reynir - eins og Dagur Sigurðar- son orðaði framtíðarhorfur sætu stelpnanna sem unnu í fiski úti á Granda. Jóhanna ætti því að njóta þess vel að vera einhleyp. Eftir fáein misseri munu þeir Ögmundur, Þorlákur og Sigurður verða henni alveg jafn þungir í skauti og Jón og Sighvatur. Fólki sem líður best þegar það þarf ekki að taka tillit til sjónarmiða annarra á að búa eitt og vera sjálft sinn flokkur. „Þingheimur var varlafyrr búinn að segjafer- falt húrra en hún slengdi fjórum frumvörpum fram. Og ekkertþeirra var um húsbréf eða fé- lagslegar íbúðir. Jóhanna hefur nefnilega átt- að sig á að hún hafði aldrei viljað það virki- lega sjálfað hanga niður í félagsmálaráðu- neyti aðfást viðþessi mál.u -ÁS Gasklefinn og fylkisstjórastóllinn Gasklefinn í San Quentin-fangels- inu í San Francisco er ekki stærri en lítið baðherbergi. Átthyrndur að lög- un, málaður í andstyggilegum föl- grænum lit — svona eins og maður verður í framan af tilhugsuninni um það sem fer fram í þessum illræmda klefa — og inniheldur eitt húsgagn, stól sem fórnarlambið er reyrt við áður en aftakan fer fram. Þeir sem framkvæma aftökurnar í San Quent- in-fangelsinu segja að þær gangi fljótt fyrir sig, gasið virki hratt og vel, menn missi meðvitund á svipstundu og allt sé yfirstaðið innan nokkurra sekúndna. Gasklefinn hefur verið notaður til að aflífa afbrotamenn í Kalíforníufylki síðan 1930, en hann var hugsaður sem „mannúðlegri" drápskostur en henging, sem á þeim tíma var algengasta form dauðarefs- ingar í Bandaríkjunum. En gasið er allt annað en mannúðlegt, segja lög- fræðingar bandarísku mannrétt- indasamtakanna, American Civil Li- berties Union. Aflífun í gasklefa veldur gífurlegum kvölum vegna þess að fólk kafhar og berst við loft- hungur áður en það deyr. Tilfinn- ingin er svipuð og við kyrkingu eða drukknun. Fórnarlambið fær gífur- lega verki fyrir brjóstið — eins og við hjartaáfall, og óhemju sársaukafulla vöðvakrampa. ACLU hefur urn árabil barist fyrir því að aftökur í gasklefanum verði taldar stríða gegn áttundu grein badarísku stjórarskrárinnar sem leggur bann við „grimmilegum og Aðutan Íris Erlingsdóttir óvenjulegum refsingum". Nú hafa þeir fengið stuðningsmann í sinn hóp. Dómari í San Francisco hefur úrskurðað gasklefann ómannúðlegt drápstæki sem eigi ekki heima í sið- uðu þjóðfélagi og gangi gegn átt- undu greininni. Þetta er mikið hita- mál. Pete Wilson, fylkisstjóri Kali- forníu, fordæmdi úrskurð dómarans og segir að niðurstöðunni verði taf- arlaust áfrýjað, en meðan á því stendur verður aðeins hægt að aflífa glæpamenn í San Quentin með dauðasprautum. Maður skyldi ætla að það gerði sitt gagn en fýlkisstjór- inn er ekki á þeirri skoðun. Wilson, sem þessa dagana er að reyna að verja stöðu sína í enmbætti í heift- ugri kosningabáráttu gegn demó- kratanum Kathleen Brown (sýstir Jerry Brown, eins demókratanna sem sóttist eftir útnefhingu flokksins í síðustu forsetakosningum) benti á að morðingjar ættu ekki heima í sið- uðu þjóðfélagi Kaliforníuríkis og hann rnyndi gera allt í sínu valdi til að vernda íbúa þess — með dauða- refsinguna og gasklefann — að vopni. Kalifornía er eitt 37 fýlkja Banda- ríkjanna sem leyfa dauðarefsingu og eitt af aðeins fimm ríkjum sem nota gasklefann. Hvort afnema eigi dauðarefsinguna eða ekki er meiri- háttar spursmál í kosningabarátt- unni um fylkisstjóraembættið. Pete Wilson og repúblikanar eru henni alfarið fylgjandi, en Kathleen Brown er henni „persónulega andsnúin", en segist myndu framfýlgja lögum fýlk- isins. Matreitt á einfalda vísu ofan í kjósendur lítur þetta svona út: Fylgj- andi dauðarefsingum: harður við glæpamenn. Á móti dauðarefsing- um: vægur við glæpamenn. Hvern á maður að kjósa? Pete Wilson auðvit- að, segir minnihluti kjósenda í könnunum. Hefndarþorsti fólks er skiljanlegur. Fólk er orðið þreytt á glæpum og morðingjum og það er nóg af þeim í þessari borg. Á hverj- um einasta degi heyrir maður um að minnsta kosti þrjú til fjögur ofbeldis- verk — og það eru bara þau ill- ræmdustu sem komast í kvöldfrétt- irnar. Fólki er sama um glæpamenn- ina — því er auðvitað umhugaðra um hugsanleg fórnarlömb — það sjálft! Munið þið eftir Michael Fay sem var.hýddur í Singapore fyrir að skemma bíla þar? Símalínurnar inn á útvarpsstöðvarnar loguðu, svo margir hringdu til að lýsa ánægju sinni með þessa refsingu. En hafa strangar refsingar eða dauðarefsing- ar eitthvert varnargildi? Fyrir utan dauðarefsinguna, hefur Kalifornía afar ströng refsilög, svokölluð „three strikes, you’re out“ sem þýðir að þriðja aivarlega afbrot einstaklings hefur í för með sér lífstíðarfangelsi. Fangelsin hérna eru líka virkilega andstyggileg. Mér er ógleymanlegt skólaferðalag í ríkistukthúsið með prófessor og samstúdentum mínum í lögfræði hér. Hraunið er eins og Hótel Ritz í samanburði. En samt er ekkert lát á alvarlegum afbrotum. Víst er að einhverja hlýtur tilhugsun- in um svona hryllileg endalok að hræða. En sendir ekki þjóðfélag, sem leyfir dauðarefsingar, líka önnur skilaboð til þegnanna? Þau að of- beldi sé réttlætanlegt og það sé stundum allt í lagi að myrða aðra?B Finnst þér við hæfi að syngja « ff í messum? Gísli Helaason tónlistarmaður „Mér er nokk sama hvað sungið er i messum ef textamir meiða engan. Þess vegna fyndist mér allt ilagi að syngja Ása ÍBæ í messu því hann yrkir gullfal- leg Ijóð til Vestmannaeyja svo dæmi sé tekið og efmenn geta svalað tmarþörf sinni með að syngja Ijóð eftirÁsa iBæ, þá erþað hið besta mál. “ Gunnar Þorsteinsson. forstöðumaður Krossins „Mér finnst við hæfi að syngja Ása ÍBæ ímessum. Það er ekki lagið sem slikt sem skiptir máli heldur er það textinn. Ef texti lagsins erlofsöngur til Guðs og hefurað bera bibliulegan boðskap þá er lag eftirÁsa ÍBæ igóðu lagi." Þórunn Siaurðardóttir leikstióri „Ég styð trúfrelsi i víðasta skilningi en persónulega er ég íhaldssöm messu- kona og gæti orðið kaþólsk iellinni ef fram fer sem horfir. “ Biörqvin Halldórsson Doppgoð „Þó að ég hafi gaman af Mexikanahatt- inum á vissum stundum þá tek ég hann ekki með mér til messuhalds. “ Salome Þorkelsdóttir albinaismaður „Það fer nú eftir þvi hvað sungið er eftir Ása ÍBæ og ég er ekki nógu kunnug al- mennt hans skáldskap. Ég efast hins vegar ekkert um að eitthvað fallegt sé til eftirÁsa iBæ sem gæti átt heima i kirkju. Min skoðun er sú að ikirkjunni á auðvitað að nkja gleði. Það er ekki endi- lega sorglegt að fara ikirkju heldur á einmitt að ríkja gleði þegar við förum að hlusta á kristilegan boðskap. “ Ámi Johnsen albinaismaður „Það getur verið vel við hæfiþvi textam- ir hans eru einhverjir bestu söngtextar sem til eru á íslensku. Það getur vel ver- ið tilefni til þess við guðsþjónustuna að nota slíka texta um land og þjóð. “ Hvar annars staðar er við hæfi að, syngja lög Asa? Gísli Helaason „Hvar og hvenær sem er. “ Gunnar Þorsteinsson „Mörg afhans gullfallegu lögum eiga heima íkirkjum sem og annars staðar. En almennt um þetta vil ég segja að stofnanakirkjan hefur valið að flytja tón- list sem höfðar til efrí laga þjóðfélagsins, ekki almennings. Erum við að boða trú eða tónlist? Tónlistinni erætlað að vera tónlist og sú tónlist sem gengur ipöpul- inn ersú tónlist sem við eigum að flytja. Það þarfað vera þrenns konar tónlist i húsi Guðs, það er sú sem höfðar til fót- anna og kemur fólki á hreyfingu (gamla góða rokkið mjög gott), siðan tónlist sem vekur djúpar tilfinningar hjartans og síðan tónlist sem vekur háleitar hugsanir — höfuðtóntist. Ég las þetta viðtal við Kristján og varsammála honum um margt en þama skaut hann yfir markið. Það er út ihött að kirkja geti sveigt fólk að ákveðnum tónlistarsmekk — enda ekki hennar hlutverk. “ Þórunn Siaurðardóttir „Mér finnst við hæfi að syngja Ása hvar sem er en hann er bestur á sjó. “ Biöravin Halldórsson „Á þjóðhátíðinni i Vestmannaeyjum, auðvitað. Varðandi samband fólks og kirkju, þá erég sammála þvíað fólkið eigi að fylgja kirkjunni en það sem hefur veríð að gerast er það að fólk er faríð að leita annað eftirsvörum og kirkjan verð- urá einhvem hátt að bregðast við.“ Salome Þorkelsdóttir „Hvarsem erað sjálfsögðu. Þarsem menn koma saman til að gleðjast, velja menn sérlög við hæfi. Ég eralin upp við það að þegar fjölskyldan kom sam- an þá var alltaf sungið afmikilli gleði og hjartans lyst. Ég er viss um að margir væru hamingjusamari idag efþessi sið- urhefði haldist og fjölskyldubönd sterk- arí. “ Árna Johnsen „Hvarvetna þar sem fólk syngur. “ I frægu viðtali við Mannlíf segir Krist- ján Jóhannsson eftirfarandi: „Núna eru menn farnir að setja upp háltgerð- ar negramessur og spila jafnvel Ása í Bæ í kirkjunni vegna þess að „það er svo gaman“. Kirkjan á ekki endilega að vera skemmtun."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.