Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 Undankeppni EM ílalir sigruðu Eista ftalir sýndu engan stjörnuleik er þeir unnu lið Eistlands í Tall- inn á laugardaginn var. Eftir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Slóvenum í síðasta mánuði urðu ftalir að vinna leikinn. Þeir léku stífan sóknarbolta og eftir 20 mínútna leik höfðu þeir náð forystu í leiknum. Varnarmaðurinn Christian Panucci skoraði þá eftir misheppnað útspark Marts Poom í marki Eista. Pierlu- igi Casiraghi innsiglaði síðan sigurinn á 77. mínútu með skalla eftir sendingu frá Giuseppe Signori. Italir léku án Roberto Baggio, sem er meiddur, og Franko Baresi, sem er hættur að leika með landsliðinu. Arrigo Sacchi, landsliðsþjálfari ftala, tefldi fram tveim nýliðum, þeim Roberto Rambaudi og Guiseppe Favalli. ■ -■ '-C Án leiðtogans ítalir áttu í mesta basli með lið Eista á laugardag. Leikurinn var sá fyrsti hjá liðinu eftir að Franco Baresi, fyrirliði liðsins, tilkynnti að hann væri hættur að leika með liðinu. Töframaðurinn LeTissier Matthew LeTissier hefur átt hvern stórleik- inn á eftir öðrum í ensku úrvalsdeildinni og lið hans, Southampton, þeytist nú upp töfluna í takt við markaskorun snillingsins. England Stórmeistara- jamtefli rýá Newcastleog Blackbum Newcastle hélt toppsæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar. Liðið fékk Blackburn í heimsókn í gær og varð niðurstað- an jafntefli í hröðum og skemmti- legum leik. Nottingham Forest átti möguleika á að komast í efsta sæti með sigri en liðið gerði jafntefli við Manchester City. Leikur Newcastle og Blackburn var mjög skemmtilegur á að horfa. Bæði lið fengu færi til að skora í fyrri hálfleik en mörkin tvö komu ekki fyrr en í seinni hálfleik. Alan Shearer náði forystunni fyrir gest- ina á 58. mínútu úr vítaspyrnu. Eff- ir markið sóttu heimamenn nær látlaust og uppskáru mark tveimur mínútum fyrir leikslok. Steve Ho- wey átti þá skot að marki eftir hornspyrnu og varnarmaður Blackburn reyndi að hreinsa frá en vildi ekki betur til en að hann skaut í markvörðinn og þaðan fór boltinn í netið. Newcastle trónir eitt á toppnum með tveggja stiga forskot á Nottingham Forest. Liverpool skaust upp í fjórða sæti með 3:2 sigri á Aston Villa. Robbie Fowler skoraði tvö af mörkum Li- verpool en Neil Ruddock það þriðja. Þetta var fjórða deildartap Villa í röð. Lið Nottingham Forest hefur ekki enn tapað leik. Liðið sótti Manchester City heirn og gerði 3:3 jafntefli í bráðfjörugum leik. Niall Quinn skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja fyrir Manchester City. Davið Hirst skoraði þýðingar- mikið mark fyrir Sheffield Wednes- day er liðið fékk Manchester Unit- ed í heimsókn. Markið reyndist það eina í leiknum og fýrir vikið lyftist Wednesday upp um fjögur sæti, úr þriðja neðsta sæti. Gestirnir, sem léku án Erics Cantona og Andreis Kanchelskis, duttu hins vegar niður í fimmta sæti deildarinnar. Nick Barnby jafnaði metin fyrir Tottenham Hotspur á 89. mínútu í fyrsta jafnteflisleik liðsins á tímabil- inu, gegn QPR. Markið var afar mikilvægt fýrir Ossie Ardiles, stjóra Tottenham, en talað var um það fyrir feikinn að tap myndi þýða brottrekstur hans. Einn leikmaður úr hvoru liði var rekinn út af í fyrri hálfleik fyrir slagsmál. Matthew Le Tissier skoraði seinna markið í sanngjörnum 2:0 sigri á botnliði Everton. Bruce Grobbelaar, markvörður Sout- hampton, nefbrotnaði og varð að fara af leikvelli eftir aðeins tveggja mínútna leik. Chelsea rúllaði Leicester upp á heimavelli sínum, 4:0. John Spencer skoraði tvö mörk, það fyrra eftir aðeins nítján sekúndur. Chrystal Palace tapaði sínum fyrsta útileik á tímabilinu er liðið beið lægri hlut fyrir West Ham á Upton Park. Don Hutchison skor- aði sigurmarkið með skalla, átján mínútum fyrir leikslok. lan Wright skoraði sitt 101. mark fýrir Arsenal er liðið sigraði Wim- bledon 3:1 á útivelli. Það voru dramatískar lokamín- útur í leik Norwich og Leeds. Nor- wich náði forystunni í leiknum en Rod Wallace jafnaði metin fyrir Leeds á 89. mínútu. Mínútu síðar skoraði Neil Adams sigurmark Norwich með skalla. ■ Körfubolti kvenna KRvanná Króknum Tindastóll beið lægri hlut fyrir KR-stúlkum á Sauðárkróki í gær- dag. KR-ingar voru yfir allan feikinn, höfðu yfir í hálfleik 32:28, en sigruðu 70:59. Evrópukeppnin Víkingsstelpur úr ieik Lið Islandsmeistara Víkings í handknattleik kvenna er úr leik í Evrópukeppni meistaraliða eftir tap gegn tyrkneska liðinu Kultur Spor um helgina. Báðar viðureignir liðanna fóru fram um helgina í Tyrklandi, Víkingsstúlkur unnu fyrri leikinn 22:20 en þann síðari unnu tyrknesku stúlkurnar 22:i6.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.