Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 23 ★ ★★★★ ★ ★★★ ★ ★★ ★ ★ ★ o © FRÁBÆRT ÁGÆTT GOTT LALA SLÆMT VONT HÆTTULEGT Dóttir Lúsífers WlLLIAM LUCE ★★★ Sem sagt, það var gatnati í leikhús- inu ogfólk ætti að íhuga það alvar- lega að drífa sig. Lind Völundardóttir Galleri' Sævars Karls ★★★ Sýningin er björt og sjónrœn. Ljós- myndirnar og veggjarkrotið orka tví- mcelis. Fallegsti óður til kaffibollans innan íslenskrar myndlistar fram að þessu. Fagurt syngur svanurinn 56 ÍSLENSK EINSÖNGSLÖG ★ ★★★ Frábœr túlkun á íslenskum einsöng- slögutn, enda ekki neinir viðvaning- ar á ferðinni. Eti upptakan erverri, og kápan verst. Tundur dufl Erótískar sögur ick Þeir sem cetla að orna sér við þessa lesningu á drungalegum haustkvöld- um munu trúlega komast aðþví að þessi bók reynist ekki sú upplyfting sem búast hefði mátt við. Erótíkin er annars staðar - það sama á við um bókmenntagildið. * Forrest Gump Bíóhöllinni, Háskólabíói ★ ★★★★ Hugkvcem mynd þarsem hug- myndaflug og vitsmunir vinna sam- Rússneska söngkonan Den russiske sangerinde Danskir kvikmyndadagar, Háskólabíói o Danirfara til Rússlands að leita að einhverri mikilvcegri niðurstöðu og úr verður bastarður. „Efhcegt er að líkja leikara við hljóðfœri þá er Bríet Héðins- dóttir ekkert minna en lítil hljómsveit í þessari sýn- ingu. “ Dóttir LúsIfers Eftir William Luce Leikstjóri : Hávar Sigurjónsson Ef einhver heldur að gamlar kon- ur geti ekki verið skemmtilegar og heillandi þá ráðlegg ég hinum sama að fara að sjá leikritið Dóttur Lús- ífers sem frumsýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins síðastliðið föstu- dagskvöld. Þar sannast hið gagn- stæða í þessu leikriti sem íjallar um dönsku skáldkonuna Karen Blix- en seint á ævi hennar. Þrátt fyrir háan aldur og heilsubrest er þessi persóna margbrotin og kraumandi af heitustu tilfinningum eins og ástríðum, þrá, söknuði og sorgum en þar fyrir utan hefur hún óborg- anlega kímnigáfu og mikla lífsorku. I upphafi leikritsins er Karen, eða Tanne eins og hún kallast, á heimili sínu í Danmörku að pakka fyrir ferðalag til Ameríku sem hún hlakkar til eins og krakki. Flíkurnar sem hún tekur út úr klæðaskápn- urn kalla á minningar og þannig er hægt að láta skáldkonuna segja sög- ur af ævi sinni. Hún man tímana tvenna og saknar umfram allt Afr- íku sem er stærsta ástin í iífi hennar og þar þurfti hún einnig að skilja ástina eftir. Þegar Karen Blixen tal- ar um Afríku verður birtan á svið- inu hlý og gullin og konan fær glampa í augun. Sögurnar sem hún segir eru lifandi og bráðskemmti- legar en einnig átakanlegar. Karen Blixen er ekki bara hugguleg gömul kona því þrátt fyrir visku og trú á lífið og manneskjuna er hún líka fuil af þunga og myrkri. Hún hefur bæði séð Guð og djöfla. Leiklist Margrét Örnólfs- DÓTTIR Ef hægt er að líkja leikara við hljóðfæri þá er Bríet Héðinsdóttir ekkert minna en lítil hljómsveit í þessari sýningu. Hún er holdgerv- ingur Karenar Blixen og ekki bara sannfærandi í hlutverkinu heldur beinlínis mjög svipuð henni. Bríet hefur allt litróf tilfmningaskalans á valdi sínu og notar það líka. Hún er bráðfyndin og prakkaraleg á köfl- um og mikilfengleg í alvöru- þrungnari senum. Það er nú heldur ekki á allra færi að halda uppi ein- leik í eina og hálfa klukkustund en Bríeti tekst með glans að hafa áhorfendur spennta frá upphafi til enda og verður það að kallast þrek- virki. Leikmyndin og búningarnir eru skemmtileg og gefa tíðarandann. Sérstaklega gegnir klæðaskápurinn stóru hlutverki. Hann stendur op- inn i upphafí og er mjög mynd- rænn þannig með lýsingu innan frá og það liggur við að þessi skápur sé eins og hógvær aukapersóna í sýn- ingunni. Tónlist var skemmtilega notuð og lyfti oft upp stemmning- unni. ■ Sem sagt, það var gamart í teikhúsinu og fólk ætti að ihuga það alvarlega að drífa sig. Náttúrulaus erótík Tundur dufl Erótískar sögur Forlagið 1994 Þessi bók mun eiga nokkuð langa sögu að baki. Fjölmargir höf- undar hafa verið orðaðir við hana og einhverjir þeirra sém tilkynnt höfðu þátttöku flýðu af hólmi. En þrettán höfundar skiluðu verkum sínum í bókina sem átti að sýna okkur að íslenskir rithöfundar gætu skrifað erótík. Bókin sannar ekki þá hæfni. Hún virðist sýna okkur það sem við þóttumst flest vita að íslenskir rit- höfundar eiga í hinu mesta basli við að skrifa erótík. Þeir virðast vita sitthvað um kynlíf en erótíkin er dulmálið sem þeir hafa ekki enn ráðið. Með tveimur undantekning- um verður sögunum ekki hampað sem góðum smásögum. Besta saga bókarinnar er sú sem á yfirborðinu virðist geyma minnsta erótík, en er kannski sú eina sem fangar hana að einhverju leyti.. Því ef erótík byggist að einhverju leyti á dulúð þá er hana að finna í sögu Rögnu Sigurðardóttur Apríkósa eða laukur?, sem er sérlega vel stíl- uð, eftirminnileg og angurvær saga og öðlast nýja dýpt þegar hún er les- in á ný. Skemmtilegasta sagan er eftir Sjón. Undir vængjum valkyrjunnar fjallar um margra ára ástarsamband íslensks pilts við hryðjuverkakon- una Gudrun Ensslin. Sú saga er hugmyndarík, djörf og mjög fýnd- in. Þær ólíku konur, Nína Björk Árnadóttir og Auður Haralds halda sínum stíl. Nína er tilfinn- ingarík og fjálgleg og Auður er í meðalllagi sniðug. Þrátt fyrir margauglýsta aðdáun mína á verkum Einars Kárasonar ætla ég ekki að halda því fram að fýrsta uppáferð í skáldverki hans (sem ég trúi að sé hér að finna) marki tímamót í íslenskum nútfma- bókmenntum. Einar ætti þó að geta horfið aftur til rúmstokksins í fram- tíðinni því sveindómsmissirinn í sögu hans var skammlaus. Líkt og Einar einbeitir Hallgrím- ur Helgason sér að léttri skemmti- Fulltrúaráð Listahátíðar Kurr vegna Stefáns og Þórunnar “ Nokkur kurr kom upp á fulltrúa- ráðsfundi Listahátíðar í Reykjavík á dögunum í kjölfar þess er ný fram- kvæmdastjórn Listahátíðar var skipuð. Ástæðan er sú að af fimm manns í stjórn hátíðarinnar sitja hjón, eða þau Þórunn Sigurðar- dóttir leikstjóri og Stefán Bald- ursson Þjóðleikhústjóri. Auk þess þykir orka tívmælis að þau koma bæði úr Þjóðleikhúsinu. „Já, það er rétt að það kom fram ábending frá fulltrúaráði Listahá- tíðar þar sem bent var á þau hjón væru þarna. Hins vegar eru engin læti í kringum þetta,“ sagði Rut Magnússon, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, í sam- tali við MORGUNPÓSTINN. Á hún von á að engar breytingar verði gerðar á stjórninni í kjölfar ábend- ingarinnar. I stjórn Listahátíðar eru auk hjónanna þau Kristján Steingrím- ur Jónsson, Sigurður Björnsson sem er formaður framkvæmda- stjórnarinnar og Selma Guð- mundsdóttir, en Selma mun vera á leið út úr stjórninni og er annar á leið inn í hennar stað. Þórunn Sigurðardóttir, sem var ein af kosningastjórum R-listans, tók sæti í stjórn Listahátíðar sem varaformaður fýrir nokkru. Kom varaformannssætið í hlut hennar fýrir tilstuðlan Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra. Stefán Baldursson hefur hins vegar setið um hríð í stjórn Listahátíðar. Hefð er fýrir því að ríki og borg skipti með sér formannssætinu annað hvert ár. Þar sem Valgarður Egilsson, fráfarandi formaður, var fulltrúi borgar er Sigurður Björns- son, núverandi formaður, skipaður af menntamálaráðherra. Þar sem meginreglan er sú að varaformenn taki næst við formennskunni verð- ur Þórunn Sigurðardóttir næsti for- maður framkvæmdastjórnar Lista- hátíðar, eða eftir tvö ár. -GK Þorsteinn Guðmundsson leikari. Það er gömul saga að leikhúsbransinn er töff og færri komast á samn ing en vilja. En að leikari auglýsi rýmingarsölu er nýtt. Maður gerir sig þá bara af fífli I ágætu septemberhefti Leiklistar- MORGUNPÓSTURINN sló á þráð- frá því að ég útskrifaðist. En sú blaðsins má finna verulega sérstæða auglýsingu: „Rýmingarsala!!! Útsala á leiktexta. Tek að mér að skrifa leikrit, leikþœtti, skemmti- dagskrár og yfirleitt hvað setn er netna minningargreinar í Alþýðu- blaðið. Reynsla af leiktextaskrifum fyrir leikhópa, skóla og sjónvarp (fyrir utan allt hitt bullið). Þorsteinn Gunnarsson leikari, sími 91-12836 Bækur ^ sagnagerð í smásögu sinni og á sína fýndnu spretti í orðaleikjum. Guðrún Guðlaugsdóttir, Árni Bergmann og Súsanna Svavars- dóttir eiga þarna sögur sem má flokka með sögum Einars og Hall- gríms sem sæmilegar afþreyingar- sögur sem skilja sáralítið eftir. Eins og við er að búast er mesta kynferð- islega futtið í sögu Súsönnu, en þar bregður þríeyki á leik. „Ástin er skítur, vinur minn, hún er alger skítur,“ eru lokaorðin í fremur deyfðarlegri smásögu Guð- bergs Bergssonar og vafalaust eiga einhverjir hópar eftir að fínna þeim orðum djúpstæða merkingu. „Subbuleg“ eru orðin sem ég heyrði lesanda nota um sögu Krist- ínar Ómarsdóttur Nótt. Kristín hefur kannski stefnt að því að ganga fram af lesendum sínum í sögu um inn til að spyrja hann hvað væri eig- inlega í gangi. „Það er svo sem ekkert í gangi annað en kemur fram í auglýsing- unni. Ég er að auglýsa ritsnilld mína sem er gersamlega ótakmörkuð og kannski að reyna að hafa einhverja peninga upp úr því í leiðinni.“ En er þetta ekki bara neyðaróp at- vinnulauss leikara? „Nei, það er það nú reyndar ekki. Ég hef haft vinnu meira og minna unga stúlku sem hefur samfarir við hruma menn á þúfu. Mér þykir sag- an aðallega einkennast af tilþrifa- leysi. Sögur Úlfhildar Dagsdóttur og Berglindar Gunnarsdóttur eru meir í ætt við stílæfingar en sögur og erótíkin er þar nokkuð fjarri, líkt og í sögum flestra höfundanna. Það er nóg af uppáferðum í þess- ari bók og heilmikið pot og hnoð. Kynlífíð er þar í stórum skömmtum og ef það kynlíf flokkast undir er- vinna er misskemmtileg og ég hef gaman af því að skrifa og kýs það fremur en margt annað.“ En á hann virkilega von á því að það kotni eitthvað út úr þessu? „Ég veit það ekki, maður tapar alla vega ekkert á þessu - auglýsing- in kostaði ekki neitt. Maður gerir sig þá bara að fífli og maður er búinn að gera það svo oft að það er allt í lagi. Bestu vinir mínir eru fífl og það er góður hópur.“ -GK „Skemmtilegasta sagan ereftirSjón. Undir vœngjum valkyrjunnar fjallar um margra ára ástarsamband íslensks pilts við hryðjuverka- konuna Gudrun Ensslin. Sú saga er hugmyndarík, djörfog mjög fyndin. “ ótík þá er sú erótík vita náttúrulaus. Lesturinn er alls ekki leiðinlegur en færir litla hlýju í kroppinn. Til að svo fari held ég að maður verði að vera ansi þurfandi. ■ Þeir sem ætla að orna sér við þessa lesningu a drungalegum haustkvöldum munu trúlega komast að því að þessi bók reynist ekki sú upplyfting sem búast hefði mátt við. Erótíkin er annars staðar — það sama á við um bókmenntagildið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.