Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 m Hvað finnst þeim um sem þjálfaraH Skagamanna? Jóhannes Kristjánsson, grínari „Mér líst asskoti vel á kappann þannig að það er allt gott um það að segja." Pétur Ormslev, Framari „Mér líst bara vel á þessa ráðningu. Logi er með geysi- mikla reynslu sem þjálfari og hefur sýnt árangur sem slíkur. Sjálfur hef ég ekki reynslu af honum sem þjálfara en þekki marga sem hafa verið undir hans stjórn og þeir bera honum vel söguna." Ellert B. Schram, ritstjóri DV „Þetta er hin besta ráðning. Logi gerði Víkinga að íslands- meisturum og hef- ur náð frábærum árangri með kvennalandsliðið, og það stillir hon- um í fremstu röð þjáifara." Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðla gúrú „Loksins er kominn Reykvík- ingur við stjórnvöl- inn uppi á Skaga eftir langa bið síð- an 1940. Ég efast ekki um að Logi sé fær þjálfari. Hins vegar finnst mér illa farið með Hörð Helgason og málin hefðu mátt þróast á annan hátt. Vel- gengnin í sumar var alls ekki öll honum að þakka því hann tók við frábæru liði sem Guðjón Þórðar- son hafði byggt upp. A sama hátt er Logi að taka við þessu sama liði.“ Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari „Ég þekki Loga ekki sem þjálfara en hef stýrt liðum á móti honum og sýnist allt á öllu að hann sé klókur þjálfari. Ráðningin er góð fyrir Skagamenn. Með Loga sem karlinn í brúnni verða Skagamenn sterkir næstu árin.“ Sigurður Sigurjónsson, leikari „Mér finnst leitt ef fráfarandi þjálfari ÍA er atvinnulaus en að öðru leyti er þetta hið besta mál. Reyndar var ég að vonast til að við FH-ingar myndum krækja í hann en við fá- um hann bara einhvern tímann seinna.“ rAndartakid Jari Litmanen Loksins - finnsk fótbottastiama Aðeins þeir sem hafa lifað og hrærst í finnsku fótboltalífi, þeir sem hafa séð efnilega leikmenn verða að engu, og þeir sem hafa gripið um höfuð sér í örvæntingu, skilja hvernig forkólfum fótboltans hjá frændum vorum Finnum líður nú. Breytingin er ótrúleg, brosið sést á hverjum manni og ástæðan er einföld: Finnar hafa eignast fót- boltamann í fremstu röð, þann fyrsta sinnar tegundar. Fótboltinn á sér langa sögu í Finnlandi og spannar sú saga nú tæpa öld. Þrátt fyrir allan þennan árafjölda hefur þjóðinni aldrei tek- ist að komast í úrslit á stórmóti í knattspyrnu. Þetta kemur til af mörgu, til dæmis vegna þess að fót- boltinn er ekki rneðal vinsælustu íþróttagreina landsins. Drengurinn, sem er að breyta þessu öllu, heitir Jari Litmanen, atvinnumaður hjá hollenska meist- araliðinu í Ajax. Hann er afsprengi hinnar nýju knattspyrnuhefðar Norðurlandanna, nánast alinn upp í yfirbyggðri knattspyrnuhöll í borginni Lahti, þar sem hann gat æft knattspyrnu allan ársins hring við góðar aðstæður. Frá níu ára aldri hefur Litmanen stefnt að því að verða atvinnumað- ur. Foreldrar hans stunduðu bæði fótbolta og hafa stutt hann með ráðum og dáð. „Ég stóð í stöðugu stappi við öryggisverðina í höllinni sem vildu láta mig borga fyrir að- stöðuna,“ segir Litmanen. „Ég var frár á fæti og hljóp alltaf í burtu þegar þeir nálguðust og smám sam- an varð ég fastur punktur í tilver- unni hjá þeim. Það er ekki nokkur vafi á því að þetta gerði gæfumun- inn fyrir mig.“ Ferill þessa finnska snillings hef- ur legið hratt upp á við. Hann er meistari með Ajax, var valinn besti knattspyrnumaðurinn í Hollandi í fyrra og er kominn ofarlega á inn- kaupalista ítalskra stórliða. Þegar hann var nítján ára var hann valinn besti leikmaðurinn í Finnlandi en ári áður hafði hann leikið sinn fyrsta leik með landsliði Finna. Síð- an þá hefur hann verið undir stöð- ugri smásjá evrópskra stórliða og því kom það fáum á óvart er hann fluttist til Hollands í ágúst 1992. „Mér var sagt við komuna að ég ætti að vera varamaður og koma inn á af og til fyrir fastamennina,“ segir Litmanen þegar hann rifjar þessa daga upp. A þessum tíma var Ajax heldur ekki í vandræðum með sóknarmenn, Dennis Bergkamp var í feiknaformi og liðinu geldc vel. Auðvitað gerði hinn ungi Finni sér ljóst að eldci var hægt að keppa við hollenska snillinginn en hann gerði sér ekki grein fyrir þeirri staðreynd að um þessar mundir stóðu yfir samningaviðræður um að Berg- kamp færi til Inter Milan. „Ég er ánægður með allt hér hjá Ajax,“ segir hann. „Þetta fyrsta ár í skugga Bergkamps var mjög lær- dómsríkt fyrir mig og bjó mig und- ir að taka við afhonum. Enn er fullt af hlutum sem ég get ekki fram- kvæmt og er að læra. Mér liggur ekkert á að fara til Ítalíu, ég er enn ungur og óreyndur og held að ég sé ekki tilbúinn." Þessa dagana segist Litmanen taka einn dag fyrir í einu og þannig líki honum best. „Ef ég væri ekki sjúkur í fótbolta gæti ég ekki verið atvinnumaður. Lífið er bara vinna, æfingar og keppni, daginn út og inn og ég held að þannig líf þoli ekki allir. Ég skemmti mér betur sem áhugamaður í Finnlandi en það var einfaldlega ekki það sem ég stefndi að.“ ■ Jari Litmanen Fyrsti Finninn sem finnur fyrir frægð í fótboltanum. Þrátt fyrir að þessi íþróttaljósmynd sé ekki glæný, er hún samt vel til þess fallin að sýna hvað eitt andartak í íþróttum getur verið eftirminnilegt. Þýskur hástökkvari, Andrea Siegl að nafni, sést hér stökkva 1,76 m í há- stökki á heimsleikum fatlaðra fyrir tveimur árum. Það sem gerir þessa mynd enn eftirminnilegri en raun ber vitni er sú staðreynd að á hástökkvarann vantar bæði annan fótinn og annan handlegginn. Jafnt hjá Frökk- um og Rúmenum Frakkar og Rúmenar gerðu markalaust jafntefli í St. Etienne á laugardag. Frakkar réðu gangi leiksins í 90 mínútur og fengu fjöl- mörg færi en var gjörsamlega fyrir- munað að koma knettinum í net Rúmena, sem fengu ekki færi í leiknum. Nicolas Ouedec átti besta færi Frakka en skot hans hafnaði í þverslá. Markvörður Rúmena, Bogdan Stelea, bjargaði oft meistaralega og oftar en ekki frá Marcel Desailly sem var aðgangs- harður í vítateignum. Landsliðs- þjálfari Frakka, Aime Jacquet, gerði nokkrar breytingar á liði sínu og setti fjóra nýliða frá Nantes í lið- ið. Hann færði Desailly úr vörn í sókn og lét Eric Cantona á miðj- una. Þessa breytingar gengu upp að því undanskildu að mörkin vant- aði. ■ Skoska knattspyrnan Úrslit um helgina: Celtic - Aberdeen 0:0 Hibernian - Rangers 2:1 Kilmarnock - Dundee Utd. 0:2 Motherwell - Falkirk 5:3 Partick - Hearts 0:1 Staðan Rangers 8 14:7 16 Celtic 8 11:5 16 Hibernian 8 14:6 15 Motherwell 8 13:11 11 Hearts 8 9:11 10 Dundee United 8 8:13 10 Falkirk 8 11:14 9 Aberdeen 8 12:12 8 Kilmarnock 8 4:11 6 Partick 8 7:13 5 Tottenham Attt tstt umtitil ervitieysa segir Teddy Shering- ham, framheiji liðsins Um fátt er meira rætt í Eng- landi en milljónaliðið Totten- ham Hotspurs. Það er kannski ekki skrýtið; liðið er skipað mikl- um stórstjörnum sem eiga að geta unnið hvaða lið sem er. Það er aðeins einn galli: Liðið virðist einnig geta tapað fyrir hvaða liði sem er. Framlinan og miðjan eru með því besta sem gerist í heiminum í dag. Menn eins og Jurgen Klinsmann, llie Dumetrescu, Darren Anderton, Gheorghe Popescu og Teddy Shering- ham er ekki neitt til að fúlsa við. Samt er árangurinn ekkert fram- úrskarandi og á Englandi deila menn nú hart um hvort rétt sé að láta Ossie Ardiles fram- kvæmdastjóra fara. Teddy Sheringham er einn þeirra sem varið hafa fram- kvæmdastjórann að undan- förnu. „Allt tal um að við eigum að vinna deildina er út í bláinn,“ segir hann. „Til að liðinu fari að ganga betur þurfa kröfurnar að minnka. Hópurinn þarf að stilla sig saman og kynnast hverjir öðrum. Ef það gerist ekki er eng- in von um árangur." Mikið hefur verið rætt um refsinguna sem félagið hlaut fýrir fjármálaóreiðu í fyrra. Þá var fé- lagið dæmt til að hefja þetta keppnistímabil með níu stig í mínus. Þessu var þegar áfrýjað og niðurstaðan var sú að láta sex stig nægja. „Þetta er nóg til þess að allt titlatal er hjóm eitt. Takmarkið verður að losna við fallhættu og ef það tekst er hægt að setja stefnuna á eitt af Evrópusætun- um,“ segir Sheringham ennfrem- ur. Sheringam viðurkennir hins vegar fúslega að hópurinn sem hann er í sé sterkur. „Það er ótrú- legt að vera í sama liði og Jurgen Klinsmann. Það er engu lagi líkt að leika við hlið hans.“ ■ Skotland Rangers æHíc ppnum Rangers eru enn á toppnum í skosku úrvalsdeildinni þrátt fýrir 2:1 ósigur gegn Hibernian á laugar- dag. Basile Boli náði forystu fyrir Rangers strax á 10. mínútu með skallamarki, en það dugði ekki til því Gordon Hunter og Kevin Har- per skoruðu fyrir Hibernian í seinni hálfleik. Boli var síðan rekinn af leikvelli sex mínútum fyrir ieikslok vegna tveggja áminninga. Lið Celtic er enn ósigrað og hefur jafnmörg stig og Rangers en lakara markahlutfall. Liðið gerði marka- laust jafntefli við Aberdeen á heimavelli sínum á laugardag. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.