Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 Ingi Björn Albertsson Ekki end- urráðinn. Blikar Bjami í stað Inga Bjöms Breiðablik hefur samið við Bjarna Jóhannesson um þjálfun liðsins til tveggja ára. Þar með er ljóst að ekki hefur verið leitað eftir frekara samstarfi við Inga Björn Albertsson sem þjálfað hefur liðið síðastliðin tvö ár. Bjarni þjálfaði 2. deildarlið Fylkis í sumar en var ekki endurráðinn þar sem liðið tryggði sér ekki t. deildarsæti. Þrátt íyrir það mun hann þjálfa í. deildarlið næsta sum- ar. Hann hefur aldrei áður verið aðalþjálfari t. deildarliðs en hann hefur áður verið aðstoðarmaður Ásgeir Sigurvinssonar hjá Fram auk þess að þjálfa lið Grindavíkur og Tindastóls í annarri og þriðju deild. ■ U-i8 ára liðið Stórsigurá Lúxembora Islenska landsliðið skipaðdeik- mönnum 18 ára og yngri rústaði jafnöldrum sínum frá Lúxemborg á Valbjarnarvelli í gærdag. Lyktir leiksins urðu 9:0 eftir að staðan var 5:0 í hálfleik. Andri Sigþórsson hjá Bayern Munchen og Björgvin Magnús- son hjá Werder Bremen gerðu þrjú mörk hvor og Vilhjálmur Vil- hjálmsson og Kjartan Antons- son sitt markið hvor. Eitt markið var síðan sjálfsmark gestanna. ■ Evrópukeppni landsliða Góður sigur Portúgala Portúgal vann góðan sigur á Lett- landi í gærkvöld með þremur mörk- unt gegn einu. Leikurinn, sem er lið- ur í undankeppni Evrópumóts landsliða, er í sjötta riðli og með sigrinum taka Portúgalar ótvíræða forystu í riðlinum með fullt hús stiga að loknum tveintur útileikjum. I fjórða riðli unnu Króatar mikil- vægan sigur á Litháum í gærkvöld og með sigrinum tóku þeir foryst- una í riðlinum, eru nteð fullt hús eftir tvo leiki. ítalir koma næstir nteð fjögur stig. ■ Hver er þessi Herbert? » Eins hafí farid“ Herbert Arnarson „Nú gefég kost á mér í landsliðið og stefni ótrauður á mitt sœti þar. “ Kana, smellur þetta saman hjá þeim. Ég get nefnt öll lið, lið sem menn hafa útilokað, eins og Tindastóli, eru að springa út og svo mætti telja. Jonat- han Bow á eftir að gera mjög góða hluti með Valsmönnum og svo mætti lengi telja. Það er í raun hægt að mæla með flestum liðum deildarinnar.“ Nú er mikið látið með erlendu leikmennina. Þeir eru annað hvort hetjur eða skúrkar og þurfa að sanna sigeinn, tveir og þrír. Hver er þín skoðun á þessu? „Þetta er mjög erfitt hlutskipti. Það er erfitt að koma til annars lands og eiga að blómstra strax og maður stígur út úr flugvélinni. Á hitt ber þó að líta að þeir sem dæma rnenn svo snemrna vita alveg að hverju þeir eru að leita og ættu því að vera vel dómbærir. Það er svo mikið til af mönnum sem vilja spila fyrir peninga að ef einn stendur sig ekki þá er bara fenginn annar. Það er svo ein- falt að það er nóg til af mönnum. Hér á landi er mest af stórum mönnum og það er það sem mest hefur vantað hér á landi.“ Hvernig erframtíðin? „Hún er mjög björt og raunar með ólíkind- um. Framfarirnar eru miklar, leikmenn eru að batna, þjálfarar læra meira og menn eru meira að segja að verða hávaxnari. Þetta á allt eftir að skila meiru og þessi körfu- boltasprenging er rétt að byrja.“ Hvernig er með landsliðsmálin. Stefnir þú þangað? „Ég gaf ekki kost á mér í sumar vegna útskriftarinnar hjá mér. Nú er ég hins vegar kominn heim, gef kost á mér og stefni ótrauður á mitt sæti þar.'V -Bih ÍR-ingar hafa byrjað ágætlega í Úr- valsdeildinni í vetur og virkar Iiðið vel samhæft og sterkt. Þjálfarinn John Rhodes, sem lék áður með Haukum, virðist vera að gera góða hluti og eitt stærsta tromp liðsins, Herbert Arnarson, sem nýkontinn er heim ffá Bandaríkjunum, virðist smella inn í liðið. Hver er þessi Her- bert? Herbert Arnarson hefur búið í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár. Á þeim tíma hefur hann leikið körfu- bolta með menntaskóla- og háskóla- liðum og síðustu þrjú ár hefúr hann verið fyrirliði Kentucky-liðsins, en það að vera valinn fyrirliði háskóla- íiðs í Bandaríkjunum þykir mikill heiður. En hvernig kom það til að drengurinn fór til útlanda aðeins sex- tán ára gamall? „Þegar ég var í grunnskóla kom nokkrum sinnunt hingað til lands úr- valslið ffá Kentucky-fylki í Banda- ríkjunum. Ég lék körfubolta hér heima á þessum tíma og einhvern veginn kom það til tals að ég færi út og kannaði aðstæður. Jón Sigur- jónsson sá urn þessi mál hérlendis og þetta endaði með því að ég hélt ut- an fyrir forvitnissakir og ætlaði að- eins að vera eitt ár. Dvölin lengdist þó, lífið þarna úti var hreint ffábært og þar sem ég ákvað að mér bæri einnig nauðsyn til að mennta mig meira lengdist dvölin smám saman.“ En síðan tekur þú þá ákvörðun að koma heim eftirátta ára títlegð? „Já, stefnan hafði alltaf verið tekin á að koma heim og nú þegar ég var búinn með háskólann var ekkert meira fyrir mig í körfuboltanum. Ég er enginn NBA-leikmaður og þess vegna lá þetta beinast við. Ég neita því síðan ekkert að það að vera kom- inn aftur í faðm fjölskyldunnar og vina er alveg ffábært.“ Eru þetta ekki mikil viðbrigði? „Jú reyndar, en þetta verður fljótt að venjast. Ég hef alltaf verið hér á sumrin og þekki því vel til besta tíma ársins hér. Nú er hins vegar tekið að skyggja og kólna og þá fer reyndar að versna í því. En kostirnir eru miklu fleiri en gallarnir í þessu sambandi. Fyrir mér hefur alltaf verið tak- markið að leika körfúbolta hér heima og nú er það að rætast. Þetta er að mínu mati aðeins rökrétt ffamhald af ferli mínum úti og nú hefur þetta takmark ræst. Ég er að skemmta mér konunglega þessa dagana og hef mjög gaman af þessu.“ Nú veltu menn því mikið fyrir sér í hvaða lið þúfœrir. Já, það höfðu nokkur lið samband við mig og málin voru rædd ffam og til baka. Hins vegar var þetta nær aldrei spurning af minni hálfú, ég hóf ferilinn með IR og allir mínir félagar leika nú nteð liðinu. nú eins og ég hafi aldr- ei farið.“ Hvernig líst þér á lið- ið? „Mjög vel. Þetta eru góðir leikntenn og félagar. Þjálfarinn, John Rho- des, er mjög góður og síðan höf- um við fengið Jón Öm Guð- munds- son og Bjöm Steffensen, gamla ÍR- inga og mér finnst bara mjög spenn- andi að koma í þetta stóra hverfi og reyna fyrir mér. Rhodes er svakalegur karakter og góður leikmaður. Hann veit hvað hann getur og spilar innan þeirra marka, sem ntér finnst mjög gott. Hann sýnir umhyggju fyrir lið- inu og leikmönnunum og það er að mínu mati afar mikilvægt í stað þess að menn hugsi bara um sjálfa sig.“ Ogþú byrjar vel? „Byrjunin er kröffug og þetta fer að smella saman hjá okkur. Það er auðvitað alltof snemmt að spá í leik- ina, við hefðum átt að gera betur á Reykjavíkurmótinu þannig að betur má ef duga skal. Ég held þó að þetta sé allt að koma.“ Hvað með hin liðin? „Það er nú erfitt að dæma, liðin leika öll á sama tíma þannig að það er ekki auðvelt að dæma hvert lið fyrir sig nema af afspurn. Það eru ntikil framför, liðin eru mjög jöfn og síðan ég fór hafa ótrúlegar frantfarir átt sér stað. Ég vona samt að reyndin verði sú að ekkert lið stingi af því þá fer spennan forgörðum. Grindvíkingar eru mjög sterkir og ef þeir ákveða sig einhvern tíma með Þvi var valið einfalt og mér líður Spánn Romario með tvö mörk Barcelona vann langþráðan sigur um helgina í spænsku knattspyrnunni gegn Atletico Madrid. Lyktir leiksins urðu 4:3 að hætti sóknarbolta Bör- sunga og gerði Brasilíumaðurinn Romario tvö mörk í leiknum og þeir Hristo Stoichkov og Josep Guardiola sitt markið hvor. Adolfo Va- lencia, Francisco Perri og Kirki Narvaez gerðu mörk Madridinga í leiknum. Deportivo la Coruna heldur enn áfram sigur- göngu sinni og í gærkvöld urðu Real Zaragoza þeim að bráð. Reyndar leit lengi vel út fýrir tap Corunaliðsins en tvö mörk á lokamínútunum frá varamanninum Claudio Barragan gerðu út um leikinn. Að loknum sex umferðum er Deportivo la Coruna efst með tíu stig, Real Madrid er í öðru sæti með níu stig og síðan koma Real Betis, Ten- erife, Valencia og Real Zaragoza öll með átta stig.B Romario Lék sinn fyrsta leik með Barcelonaliðinu í þrjár vikur og gerði tvö mikilvæg mörk um helgina. Orð í eyra Það er ekki svo gott að segja hver á að fá orð í eyra að þessu sinni. Vandamálið er ekki það að allt sé svo slétt og fellt að ekki þurfi að hreyfa við mótmælum. Málið er bara mun flóknara en svo. Flestallir Evrópuieikir liðanna ís- lensku fara nú fram á útivelli. Fjár- hagsleg staða liðanna býður ekki upp á neitt annað og ekki er stuðn- ingi áhorfenda fyrir að fara; þeir virðast vera farnir að missa áhug- ann á íþróttinni nema um úrslita- keppni sé að ræða. Hvað er til ráða? Er eðlilegt að lið séu hrædd við drætti í Evrópu- keppninni? Er eðlilegt að áhorfend- ur vilji ekki hvetja sitt lið í mikilvæg- um alþjóðaleikjum? Er eðlilegt að leikir einnar bestu og mestu hand- boltaþjóðar heims séu „seldir“ til út- landa? Spyr sá sem ekki veit. Víkingar enn í vígahug Heimamenn höiðu skiur Víkingar sigruðu FH-inga með einu marki, 26:25, í Víkinni í gær- kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í sjöttu umferð 1. deiidar og var flýtt vegna Evrópuleikja i vikunni. Bjarki Sigurðsson fór á kostum í leiknum og gerði tólf mörk. Sig- urður Sveinsson var einnig góður og gerði átta mörk. Markahæstir FH-inga voru þeir Hans Guðmundsson með sjö mörk og þeir Guðjón Árnason, Gunnar Beinteinsson og Stefán Kristjánsson allir með fjögur rnörk. ■ Bjarki Sigurðsson Fór á kostum í gærkvöld og gerði alls tólf mörk.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.