Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 5
Ákærður íyrir að selja svikna vöru Sýslumaður ábyrgist ekki vörur seldar á uppboðum Lögð hefur verið fram í Héraðs- dónri Reykjavíkur kæra á hendur Þórmundi Hjálmtýssyni, fyrrurn eiganda verslunarinnar Strætisins í Hafnarstræti. Þórmundi er gefið að sök að hafa selt eftirlíkingar af Le- vis-gallabuxum en stefnandi í mál- inu er Levis Strauss & Co. Þór- mundur hafði orðið sér úti um buxurnar með þeim hætti að hann keypti 370 pör af gallabuxum á nauðungarsölu sem haldin var af Sýslumanninum í Reykjavík 20. nóvember 1993. Buxurnar voru boðnar upp að beiðni Tollgæslu ís- lands en þær höfðu áður verið gerðar upptækar handa ríkissjóði með dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur. Þórmundur keypti buxurnar í þeirri trú að hér væri um original Levis-buxur að ræða og í kvittun Sýslumannsins í Reykjavík fyrir greiðslu uppboðsverðsins kemur skýrt fram að þær séu af Levis-gerð. Engar athugasemdir voru gerðar við sölu á buxunum fýrr en í febrú- ar síðastliðnum er krafist var lög- banns á sölu þeirra en í mars voru þær buxur sem enn voru óseldar gerðar upptækar úr verslun Þór- mundar. Þórmundur telur að ekki hafi verið staðið rétt að lögbanns- beiðninni og buxurnar hafi verið teknar úr sinni vörslu án þess að sér hafi verið tilkynnt um hana. Á þeirri forsendu fór hann fram á í Héraðsdómi að vera sýknaður af greiðslu sekta og skaðabóta til Levis Frá uppboði í Tollstöðvar- húsinu. Strauss og að buxunum verði skilað til sín aftur. MORGUNPÓSTURINN fékk þær upplýsingar hjá fulltrúa Sýslumannsins í Reykjavík að allur varningur sem seldur væri á uppboðum á lausafjár- munum af hálfu embættisins væri seldur án ábyrgðar emb- ættisins og kæmi það skýrt fram í auglýstum söluskilmál- um. Vísar embættið því allri ábyrgð á sölu meintra effirlík- inga af Levis-gallabuxum al- farið á hendur Þórmundar Hjálmtýssonar. -LAE OBVIOUS by ChoLrO/ tr £6¥*.jLcLKy„ mmMorgun A \ Posturmn Áskrifta- og auglýsingasími 222-11 DUX- Bakið er ekki að drepa þig - það er líklega dýnan! DUX rúmdýnan - einstök og frábær hönnun. DUX dýnan er mjúk og lagar sig fullkomlega að líkama þínum. Þú liggur ekki á henni - hún umvefúr þig. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. 10% staðgreiðsluafsláttur á takmörkuðu magni. Á harðri dýnu liggur hryggsúlan í sveig Á DUX-dýnu liggur hryggsúlan bein HÆTTU AÐ REYKJA NÁÐU STJÓRN Á MATARÆÐINU Á TVEIMUR KVÖLDUM Á TVEIMUR KVÖLDUM Tvö kvöld, tveir tímar í senn. Þú losnar við alla löngun og vöntun gagnvart reykingum. FJöldi takmarkast við sex manns á hvert námskeið Dáleiðsla hjálpar þér að ná strax tökum og stjórn á mataræðinu íyrir fullt og allt. Skjótur og varanlegur árangur. FJöldi takmarkast við sex manns á hvert námskeið Friðrik PáU Ágústsson R.P.H. C.Ht. Friðrik er menntaður í dáleiðslumeðferð og hefur unnið víða um heim við dáleiðslu. Viðurkenndur af International Medical and Dental HypnotherapyAssociation. UPPLYSINGAR I SIMA: Einniy bjóðast einkatímar í dáleiðslumeðferð BACKMAN angiýii,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.