Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 „Þetta eru ófyrírgefanlegir fordómar“ segirLilja Kristjánsdóttir, ungurfíkniefnaneytandisem handtekin varfyrirutan íslandsbanka í Kópavogi eftirað bankinn neitaði að skipta ávísun sem reyndist í lagi. Með henni í för var dóttir hennar sjö ára gömul, sem að sögn Lilju var send ein heim á reiðhjóli því lögreglan neitaði að hafa afskipti afhenni. Guðmundur Andri Thors- son starfar rtú sem skrif- stofumaður og sem próf- arkalesari. Hann fær ekki að svara spurningunni: Hvaða kona er fallegust fyrir utan maka, eins og hann bað um. Guðmundur sýnir á sér bakhliðina að þessu sinni. Hvort vildirðu heldur hafa Helgu Kress eða Flosa Ólafsson með þér á eyðieyju? „Helgu. Ég myndi læra aö tileinka mér mitt hefðbundna kynhlutverk. Hún myndi lesa fyrir mig úr greinum mínum og útskýra fyrir mér hvað ég meinti. Eg myndi finna karlið í mér og rjúka í það urrandi að kveikja eld með spýtum og búa til pelastikk. Hún myndi finna fjársjóð- inn af því að hún er svo mikill tákn- fræðingur. Ég myndi meira vera í því að reyna að lofta kistunni." Hver af bókum Thors Vilhjálms- sonar er leiðinlegust? „Eg heiti ísbjörg, ég er ljón.“ Hver er flottasti bókatitillinn sem þú veist? „Það verður á næstu bók minni sem verða endurminningar frá viðburðaríkum uppvexti mínum í Vogunum: Mín skáta fjarvist - stráka- bók.“ Hver fyndist þér að ætti að vera ríkasti íslendingurínn (ekki láta hanka sig á sérhyggju og ættar- tengslum)? „Flosi Olafsson." Hvernig bregstu við ef þú, eftir góða rispu, vaknar nakinn milli blaðamannanna Áma Þórarins- sonar og Halldórs Halldórsson- ar, þeir einnig berír og Halldór með sælusvip á andlitinu? „Það yrði mér áminning um að fjörugar helgar verða fyrr eða síðar fúll morg- unn, og pósturinn hringir alltaf tvisv- ar.“ Hvor er betrí, Engilbert Jensen eða Einar Júlíusson? „í hverju?" Hver er fyndnastur íslendinga (bannað að segja Halldór og út í hött að hafa hann Guðmunds- son)? „Guðmundur Halldórsson.“ Hvort vildirðu heldur vera Arnar Halldórsson eða Rúnar Hall- dórsson (The boys, og það er hallæríslegt að blanda pabba þeirra í málið)? „Má ég vera Einar J. Engilberts? Ef ekki - þá þessi hinn.“ Hver er sætastur í hljómsveit- inni Spaðar? „Gosi.“ ■ Tildrög málsins eru þau að á þriðjudagsmorgun fyrir tæpri viku síðan ætlaði Lilja Kristjánsdóttir að fá ávísun sem hún hafði fengið greidda frá kunningja sínum skipt í Islandsbanka í Kópavogi. Með henni í för var sjö ára gömul dóttir hennar. Kunninginn hafði skrifað undir ávísunina en Lilja fyllt hana að öðru leyti út. „Ég sýndi þeim í bankanum ávísunina og bað þá um að athuga hvort ekki væri í lagi með hana. Maður treystir aldrei nein- um! Ég vil ekki standa í neinu ve- seni. Ef eitthvað væri að bað ég af- greiðslukonuna að fá hana til haka og þá stimplaða sem ógilda eða falsaða. Það var til þess að ég gæti þá rukkað peninginn aftur. Af- greiðslukonan ætlaði að athuga þetta fyrir mig, en á meðan kom löggan. Þá vissi ég að hún hefði hringt. Og greinilega ekki athugað ávísunina. En að því ég best veit hef ég alveg rétt tii þess að fylla út ávís- un sem annar hefur undirritað. Frá lögreglunni fékk ég þær upplýsing- ar að heftið hefði verið tilkynnt stolið og að maðurinn sem það hefði gert væri í fangelsi. Að mínu viti hafði reikningurinn hins vegar verið í lagi, sem reyndist svo rétt þegar upp var staðið.“ Ástæða upphlaupsins reyndist vera sú að maðurinn sem hún hafði fengið ávísunina frá lenti í fangelsi nóttina á undan og taldi lögreglan hann hafa undir höndum stolið hefti þar sem maðurinn gat ekki gert grein fyrir sjálfum sér. „En þegar þarna var komið við sögu spyr ég lögregluna hvort ég megi ekki koma dóttur minni heim. Við vorum báðar á reiðhjóli. Ég reyndi að fá það í gegn að fá að hjóla með henni heim og koma svo upp á stöð eða þá að þeir myndu koma henni heim. Lögreglan sagði hins vegar nei. Það endaði því þannig að hún þurfti að koma sér heim sjálf. Að vísu búum við ekki langt frá en hún hefur aldrei sjálf fengið að hjóla ein úti í umferðinni, ég hafði bent lögreglumönnum á það. Þeir sögðu að þetta yrði bara að vera svona,“ segir hún gráti næst, enda finnst henni þetta allt saman mikil niðurlæging.,, Mamma var ofsalega hissa þegar stelpan mín kom ein heim.“ Lilja segist ekki hafa verið undir áhrifum þarna enda sé það prinsippmál hjá henni að vera ekki í neyslu þegar hún umgengst dóttur sína. „Að öðru leyti sjá foreldrar mínir um dóttur mína. Á milli okk- ar ríkir meira eins og systkinasam- band. Á lögreglustöðinni virtist tékk- inn hins vegar ekki vera málið, heldur var leitað á mér, mér sagt að tæma vasana og að taka upp úr töskunni. f henni var ég meðal ann- ars með Mogadon, róandi lyf sem ég er með á mér samkvæmt læknis- ráði. Ég tók það fram þegar ég tók það upp að þetta væri Mogadonið mitt og að ég væri ekki búin að taka skammtinn minn í dag. Þeir fóru einnig í gegnum dagbókina mína, þrátt fýrir að ég hefði sagt að allt sem í benni stæði væri mitt einka- mál. Þá spurði ég hvort ég væri handtekin. „Það gefur augaleið," var svarið. Þá benti ég þeim á að þeir hefðu aldrei tilkynnt mér að ég væri handtekin og rétt minn. „Þú veist það þá núna,“ sögðu þeir. Ég bað um lögfræðing og síðan var ég handjárnuð og hent inn í klefa. Það var ekki fyrr en lögfræðingurinn kom að ég fékk að vita að ávísunin hefði verið i lagi. Löggan afsakaði sig með því að þetta hefðu verið mistök í bankanum. „Við getum ekkert annað en beðist afsökunar,“ sögðu þeir. í skýrslunni, sem ekki er undir- rituð af Lilju, segir að lögfræðingur hafi verið viðstaddur yfirheyrslur. „Ég var hins vegar ekki yfirheyrð eftir að leitin átti sér stað. Það var alla vega engin skýrsla tekin sem ég þurfti að skrifa undir. Þegar þetta var yfirstaðið spurði ég varðstjór- ann hvort hann vissi eiginlega hvað hann væri búinn að gera mér og barninu mínu. Það væri ekki hægt að biðjast afsökunar á svona fram- Að sögn Valdimars Jónssonar, lögregluvarðstjóra í Kópavogi, hafði rnálið verið lagt þannig fyrir hann að mæðgurnar hefðu báðar verið á reiðhjólum og að Lilja hefði sagði dóttur sinni að hjóla heim til mömmu sinnar. „í sjálfu sér var ekkert við það að athuga enda bjó hún tiltölulega stutt frá. Hún er orðin sjö ára og út af fyrir sig var komu. Þótt ég sé fíkniefnaneytandi og margir viti af því er svona fram- koma fyrir neðan allar hellur. Þetta eru ófyrirgefanlegir fordómar og ekkert annað. Ég sætti mig ekki við þetta og ætla í hart. Barnið mitt hefúr þurft að þola nóg vegna mín í gegnum tíðina. Þetta var til að kór- óna allt. Þetta er ekkert annað en mannréttindabrot. Fíklar eru líka fólk og eiga að njóta mannréttinda jafnt sem aðrir.“ amman athugasemd við þetta, það er að litla stúlkan hjólaði aldrei ein. Málið er auðvitað erfitt vegna þess að móðirin var jú þarna með henni, eftir því sem mér var sagt þegar þetta gerðist, þá sagði móðir hennar við hana að fara á hjólinu heim. Út af fyrir sig hafði lögreglan ekki heimild til að taka fram fyrir hend- urnar á henni í þessari stöðu. En eftir því sem næst verður komist sagði hún dóttur sinni á endanum að hjóla heim eftir að lög- reglan hafði neitað henni um fylgd. „Ég veit svo sem ekki um ná- kvæm orðaskipti á staðnum. En út af fyrir sig var þetta ekki óeðlileg af- greiðsla miðað við stöðuna. Veðrið var gott og ekki langt fýrir barnið að fara.“ Valdimar segir ekkert óeðlilegt við það að lögreglan hafi mætt í ís- landsbanka þar sem bankinn óskaði þess. „Eftir könnun reyndist þetta misskilningur bankans sem ég kann ekki skýringar á. Það er alltaf leiðin- legt þegar svona misskilningur kemur upp. í þessu tilviki var þetta misskilningur bankans. Auðvitað benda allir á lögreglu þegar svona gerist. Og auðvitað skilur maður það að ekki er auðvelt að vera hand- tekinn í návist barnsins síns. Að hún ætli lengra með málið er ósköp skiljanlegt því handtaka á röngum forsendum er alvarlegur hlutur.“ -GK Rekinn fyrir að vera klikkaður Gísli Rúnar Jónsson segir frá því þegar hann var reiðastur. „Það er líklega þegar ég var rek- inn úr Leiklistarskólanum fyrir 18 árum. I ljósi alls var þetta óverð- skuldaður brottrekstur en kannski ekki íoo prósent, svo allrar sann- girni sé gætt. Ég ætlaði mér alltaf að verða leikari og var með ýmis pungapróf í leiklist auk þess sem ég hafði starfað í tvö ár sem leikari og skemmtikraftur þegar ég byrjaði í Leiklistarskólanum en þá hafði slík menntun ekki verið í boði um hríð. Þegar það loksins bauðst fór ég inn og bætti að skemmta en hefði svo sem getað haldið því áfram — við vorum tveir í bekkn- X reiour þess vegna er ég til um, ég og Júlli Brjáns, sem voru líklega vinsælustu skemmtikraftar landsins á þeim tíma. En maður fer þarna inn sjúgandi spýtur og nag- andi steina til að nema leiklist. Eft- ir fýrsta árið er ég rekinn. Nú, ég var náttúrlega rosalegur besserviss- er og sjálfsagt kennurunum vor- kunn að hafa þessa alltvitandi ungu menn innan veggja enda hef- ur þessi blessaði leiklistarskóli passað sig á því að taka aldrei inn fólk sem væri á nokkurn hátt reynt í bransanum eftir þetta. En ég er rekinn á þeim forsendum að ég sé geðbilaður, sem var erfitt að fá framan í sig, því ég frétti það fyrst þarna. Það var að vísu rétt, en þeir gerðu sér ekki grein fýrir því að það er til fullt af góðum geðbiluð- um leikurum — það er jafnvel ekki verra. Það hefur þó aldrei fengist hjá einum einasta nefndarmanna, sem áttu þátt í að reka mig, einhlíta og samhljóða skýringu á þessum brottrekstri. En mér var bent á að koma aftur að hausti og í miliitíð- inni leitaði ég mér lækninga, lét vinda upp á mér heilann og tauga- endana og hlóð heilastöðvarnar með heilbrigðum frumum. Ég átti sem sagt að fá inngöngu þegar ég væri orðinn normal og mætti með pappír upp á það frá færustu geð- læknum að ég gæti umgengist venjulegt fólk. En þá komu svikin fram og þá varð ég hvað súrastur — það var aldrei ætlunin að ég yrði tekinn inn aftur. Ég fékk þær upplýsingar að það borgaði sig ekki fyrir mig að koma inn því ég hefði svo afgerandi áhrif á stemmninguna í bekknum. Ef ég var kátur þá voru allir kátir, ef ég var fúll urðu það allir. Tvítugu barninu var mér sagt að ég stjórn- aði andrúmsloftinu í bekknum eins og einhver kuklari. Þetta sat í mér árum saman. Og hef kannski aldrei almennilega fyrirgefið þetta innst inni þó að ég sé búinn að taka þá sem að þessu stóðu í sátt og get verið undir sama þaki og þeir án mikilla óþæginda ef það eru opnir gluggar. Ef það hefði verið sagt við mig að ég væri lélegur og gæti ekk- ert hefði verið betra að kyngja þessu.“ ■ Valdimar Jónsson, lögregluvarðstjóri í Kópavogi „Handtaka á röngum for- sendum er alvaríegur hlutur“ það allt í lagi. Hins vegar gerði

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.