Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 Útgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Þórarinn Stefánsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasöiu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö bföð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt. Að vinna eftir nennu og fá laun eftir þörfum í MORGUNPÓSTINUM í dag er greint frá því að Dögg Páls- dóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, hafí verið á launum frá ráðuneytinu á meðan hún var við nám í Banda- ríkjunum. Þessar upplýsingar koma fram í kjölfar frétta af óheyrilegum greiðslum ráðuneytisins til Guðjóns Magnús- sonar skrifstofustjóra. Þessi tvö dæmi sýna að það hefur tíðk- ast lengi í þessu ráðuneyti að greiða starfsmönnum fyrir vinnu sem þeir inna aldrei af hendi. Yfirmenn ráðuneytisins virðast telja það sjálfsagt að hlaupa undir bagga í fjármálum undirmanna sinna og nota til þess - ekki sína peninga - held- ur fjármuni skattgreiðenda. Þetta er að sjálfsögðu fáheyrð af- staða. Yfirmenn ráðuneytisins líta ekki á launagreiðslur ráðuneytisins sem greiðslu fyrir vinnuframlag heldur sem sporslur sem þeir geta deilt út til vina og vandamanna. Og í ljósi þess að Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri - æðsti embætt- ismaður ráðuneytisins - er faðir Daggar Pálsdóttur er þessi afstaða ekki aðeins fáheyrð heldur siðlaus. Þegar tengsl þeirra eru skoðuð er ekki hægt að komast að annarri afstöðu en að faðirinn hafí látið ríkissjóð greiða nám dóttur sinnar. Þrátt fyrir að þessi tvö dæmi úr heilbrigðisráðuneytinu séu alvarlegri en mörg önnur af greiðslum til ríkisstarfsmanna utan og ofan við öll launakerfi sem hafa komið fram á und- anförnum dögum, þá er engu að síður rétt að skoða þau í samhengi við þau dæmi. Jón H. Karlsson, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra, situr í svo mörgum launuðum nefndum í vinnutíma sínurn að hjá einkafyrirtæki væri fyrir löngu búið að breyta aðstoðarmannastarfi hans í hlutastarf. Þorgeir Ör- lygsson, prófessor í lögum við Háskólann, situr á skrifstofu sinni og sinnir ríkulega launuðum aukaverkefnum fyrir tryggingafélögin á sama tíma og hann fær prófessorslaun sem miðast við fulla kennslu- og rannsóknarskyldu. Þegar þessi dæmi hrúgast saman kemur í ljós að vandinn við launakerfi ríkisins liggur ekki í því að menn hafí sveigt með því að yfirborga gott starfsfólk með óunninni yfirvinnu eða öðru slíku til að mæta samkeppni við einkageirann. Þessi dæmi sýna að vandinn liggur í því að innan ríkisgeirans virð- ist það viðhorf vera of algengt að menn eigi skilið þau laun sem þeir komast yfir. Og þar sem allir sem hafa unnið hjá rík- inu í einhvern tíma komast að því að þar er ákaflega lítið eft- irlit með vinnuframlagi eða framleiðni eru í raun lítil tak- mörk fyrir því hversu háar launagreiðslur yfirmenn stofnana geta skammtað sér, vinum sínum og vandamönnum. Dæmin tvö úr heilbrigðisráðuneytinu benda alla vega til þess að engin takmörk séu fyrir því hvað menn geta náð há- um greiðslum frá launaskrifstofunni - jafnvel til fólks sem er allt annars staðar á hnettinum að sinna allt öðrum verkum en að vinna fyrir ráðuneytið hér heima. Gunnar Smárl Egilsson Pösturínn Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, sími 2 22 11 Beinir símar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999 Símbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Símbréf afgreiðslu 22311 Valkyrhur íslands „Við cetlum að berjast til síðustu konu.“ Vanda Sigurgeirsdóttir fyrirliði. Fann prinsessan ekki baunina í gegnum 100 dýnur? „Díana var svo næm að , húnfann á augabragði I allar hræringar í sálarlífi elskhuga síns." James Hewitt major ástarinnar. Enda er hann ekki uppnæmur fyrir smámunum „Mér sýnist að f þvottavélin sé það eina sem hefur ekki eyðilagst. “ Páli Pálsson sprengjuþoli. Er þetta ekki játning aldarinnar? „Þetta hakk sem er verið að bera saman við er ekki nautahakk. Þetta er beljukjöt Óskar Magnússon kaupmaður. Jöfnum atkvœðisréttinn f öllum stjórnmálaflokkum virð- ist nú hreyfing fyrir því að gera breytingar á vægi atkvæðisréttar eftir kjördæmum og draga úr því misrétti sem kjósendur í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi eiga við að búa í þessu efni. Breyting í þessa veru er Iöngu tímabær enda er hér um réttlætis- og mannréttindamál að ræða. Það getur ekki gengið að mikill meirihluti kjósenda kjósi minnihluta alþingismanna. Þannig er það í dag því þingmenn Reykja- víkur og Reykjaness eru 29 en þing- menn annarra kjördæma 34. Nú eru hartnær tólf ár frá því síðast voru gerðar breytingar á kosningakerfinu og hefur verið kosið eftir því kerfi sem samkomu- lag varð um árið 1983 í tvennum kosningum. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í samfélaginu á þessum tíma og rniklir búferlaflutningar átt sér stað. Þá hafa samgöngur og fjar- skipti breyst rnjög til hins betra. Á kerfinu frá 1983 eru einnig ýmsir veigamiklir ágallar sem nauðsynlegt er að lagfæra. Reglurn- ar eru ógegnsæjar og flestu fólki óskiljanlegar nema að undan- gengnum miklum pælingum. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins var ályktað að jafna beri kosningaréttinn og fækka þing- mönnum. Stuttur tími til stefnu í máli þessu þarf að hafa hraðar hendur á næstu mánuðum. Breyta þarf stjórnarskrá og kosningalög- um íyrir komandi alþingiskosning- ar til þess að breytingin geti kornið til framkvæmda í næstu kosning- um þar á eftir, væntanlega árið 1999. Ella næst engin breyting fram fyrr en árið 2003. Sú staðreynd að það þing sem í hönd fer verður fremur stutt kosn- ingaþing gerir það að verkum að nauðsynlegt er að fara einfaldar leiðir í málinu. Þótt sjálfsagt sé að skoða alla möguleika er ólíklegt að á þeim stutta tíma sem til stefnu er sé unnt að ná samkomulagi um grundvallarbreytingar, til dæmis á kjördæmaskipaninni sjálfri. Samt mælir margt með því að stóru kjör- dæmunum á suðvesturhorni lands- Þungavigtin Geir H. Haarde Þingflokksformaður Sjáifstæðisftokksins ins verði skipt upp í rninni eining- ar. Tillögur um slíka breytingu þar senr jafnframt er gert ráð fyrir fækkun þingmanna liggja fyrir full- unnar á vegum stjórnskipunar- og réttarfarsnefndar Sjálfstæðisflokks- ins. Þessar tillögur hafa mikið að- dráttarafl sem framtíðarlausn á rnálinu. Nú er lag til breytinga Eins og sakir standa núna má hins vegar gera ráð fyrir að lægsti samnefnari stjórnmálaflokkanna byggist á breytingum innan ramma núverandi skipunar kjördæma. I því sambandi koma ýmsar hug- myndir til greina. í grein í Morgu- blaðinu í ágúst vakti ég athygli á þeirri einföidu aðferð sem felst í því að fækka um einn þingmann í öll- um kjördæmum. Þar með yrði heildarfjöldi þingmanna 55 og dreifing þeirra á kjördæmin eðli- legri en nú. Páll Pétursson fyrrverandi for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins reifaði einnig í haust í DV hugmynd sem byggist á því að af- nema kjördæmabindingu jöfnun- arsætanna svonefndu sem þeim er ætlað að tryggja jafnræði milli flokka í endanlegu uppgjöri kosn- inga. I núgildandi reglum er eitt slíkt sæti bundið við hvert lands- byggðarkjördæmi. Með því að felia brott þá bindingu myndu jöfnun- arsætin flytjast sjálfkrafa í fjöl- mennustu kjördæmin, Reykjavík og Reykjanes, þótt þau gætu einnig lent í Norðurlandskjördæmi eystra og í Suðurlandi við ákveðnar að- stæður og kosningaúrslit. Til greina kæmi einnig að sam- eina þessar tvær hugmyndir, það er að segja, að fækka um einn í öllum kjördæmum og gera jafnframt þá breytingu á jöfnunarsætunum sem fyrrgreind hugmynd byggir á. Hvað sem einstökum útfærslum líður er ljóst að í þessu efni má eng- an tíma missa. Nú hefur skapast lag til að gera breytingar í réttlætisátt og það tækifæri verður að nýta. Hið endanlega markmið í málinu er að sjálfsögðu það að allir landsmenn sitji við sama borð að því er varðar atkvæðisréttinn og að öll atkvæði vegi jafnþungt óháð búsetu kjós- enda. ■ „Hvað sem einstökum útfcerslum líður er Ijóst að í þessu efni má engan tíma missa. Nú hefur skapast lag til að gera breytingar í réttlcetisátt og það tcekifceri verður að nýta. “ Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, Halldór Ásgrimsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Siguröardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.