Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 29
MORGUNPÓSTURINN SPQRT
2Sl
uuHAM
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994
Kapphlaup Það var mikið um hlaup í leik íslands og Englands á laugardag enda var
boltinn „breskur í báðar ættir“ eins og landsliðsþjálfarinn komst að orði eftir á.
Tap gegn Englendingum á heimavelli
ý
\;i 'S'."
Verður
karfan
HeimirV
Heimir
Karlsson
„Stöð 2 er
áskriftasjón-
varp og þarf
að uppfylla
sínar skyldur
gagnvart
áskrifendum
sínum.“
„Hún verður það já, að mestu
leyti. Stöð 2 er áskriftasjónvarp og
þarf að uppfylla sínar skyldur gagn-
vart áskrifendum sínum. fþrótta-
þættir okkar eru ruglaðir og engin
breyting verður þar á. Síðan höfum
við fulla heimild til þess að rugla
beinar útsendingar okkar frá DHL-
deildinni og ég geri ráð fyrir að við
nýtum okkur þann rétt.“
Hvernig verður umfjölluninni
háttað?
„Við verðum með nokkrar bein-
ar útsendingar úr deildakeppninni
fyrir og eftir jól og í úrslitakeppn-
inni verður mikið um beinar út-
sendingar. Sagt verður frá öllum
leikjum í 19:19 og á sunnudags-
kvöldum verður leikjum lýst á
Bylgjunni. Þannig held ég að um-
fjöllunin verði mjög ítarleg."
Eruð þið með einkarétt á körf-
unni?
„Nei, ekki er það nú svo. Það er
hverjum sem er frjálst að fjalla um
körfuna og ég átta mig ekki á
ástæðum þess að Sjónvarpið sýni
ekki frá leikjunum í ellefu-fréttun-
um. Við greinum frá handboltan-
um í okkar fréttatímum og skiljum
því ekki hvaða hvatir liggja að baki
þeirri ákvörðun Sjónvarpsins að
fjalla lítið sem ekkert um þessa vin-
sælu íþróttagrein.“
Vonin enn til staðar
Þrátt fyrir að möguleikar íslenska
kvennalandsliðsins á því að komast í
úrslit í Evrópukeppninni hafi óneit-
anlega minnkað við tap þeirra gegn
Englendingum á laugardag, er lang-
ur vegur frá því að draumurinn sé
endanlega úti. Til þess hefur íslenska
liðið gert of góða hluti hingað til í
keppninni.
Leikur liðanna á Laugardalsvell-
inum á laugardaginn var nokkuð
kaflaskiptur. Fyrri hálfleikur var
einkar skemmtilegur á að horfa,
ólíkt hinum seinni sem einkenndist
af einbeitingarleysi og kæruleysisleg-
um sendingum sem oftar en ekki
rötuðu beina leið til mótherja.
Það tók ensku stúlkurnar ekki
nema fimm mínútur að komast yfir
í leiknum. Það gerðu þær með eink-
ar glæsilegu marki Gillian Coultard
úr glæsilegu langskoti.
Staðan var því orðin allt annað en
vænleg fýrir íslensku stelpurnar og í
stað þess að vinna leikinn smám
saman á sitt vald voru þær strax
komnar undir og því nauðsynlegt að
jafna metin.
Það tók svo sem ekki langan tíma.
Sóknarþungi íslenska liðsins óx jafnt
og þétt og með glæsiskoti Margrét-
ar Ólafsdóttur, nýkjörnum leik-
manni ársins, jöfnuðu þær metin.
Skömmu siðar komust þær aftur í
góða sókn og skot Olgu Færsteth
af markteig var greinilega varið með
höndum án þess að finnska dómar-
anum hugkvæmdist að dæma víti.
Staðan var því jöfn, 1:1, í leikhléi og í
hönd fór dauflegur seinni hálfleikur.
Islenska liðið var ekki svipur hjá
sjón og Sigrún Óttarsdóttir vill
sjálfsagt gleyma þessum leik sem
fýrst en sendingar hennar fóru all-
fiestar forgörðum í leiknum.
Sigurmark gestanna kom síðan
um miðjan seinni hálfleikinn. Þá
skoraði Davis með laglegu skoti eft-
ir að íslenska sóknin hafði verið leik-
in sundur og saman. Gott mark og
fýllilega verðskuldað.Þrátt fýrir að
fýrri hálfleikur í viðureign liðanna
hafi tapast er ævintýrið ekki úti.
Seinni hálfleikurinn er eftir og þá er
öll pressan á ensku stúlkunum. ís-
lenska liðinu hentar ágætlega að
verjast og beita skyndisóknum og ef
allt fer á besta veg getur allt gerst.
-Bih
Logi Olafsson landsliðsþjálfari
yBreskur boHJ
ibáðarættír“
„Ég var ánægður með nokkra
kafla í leiknum. Við vorum að
leika gegn mjög sterku liði og ieik-
urinn bar þess glögglega merki.
Byrjunin sló okkur út af laginu
og það er afar erfitt að þurfa að
basla við að jafna leikinn strax í
byrjun. Okkur tókst það nú samt
og rétt á eftir áttum við klárlega að
fá víti. Fyrri hálfleikurinn var í
heildina betri en sá seinni og
niörkin sem við fengum á okkur
voru slæm og hefði mátt koma í
veg fyrir þau.“
Kom þér eitthvað ó óvart?
„Nei, i sjálfú sér ekki. Fótbolt-
inn sem þær spiluðu var breskur í
báðar ættir og líkamlegur styrkur
þeirra var mikill. Líkur okkar á
áframhaldandi keppni eru auðvit-
að minni nú eftir leikinn en samt
ekki úti og með góðum leik þann
Logi Ólafsson Ánægður með
nokkra kafla.
30. getur allt gerst,“ sagði Logi að
lokum. ■
íslendingaliðin töpuðu bæði í þýskalandi
Okkar menn skoruðu allir
Það blés byrlega fýrir Islending-
unum í þýsku knattspyrnunni um
helgina. Það sama verður hins veg-
ar ekki sagt um lið þeirra, Bochum
í úrvalsdeildinni og Nurnberg í 1.
deild.
Bochum tapaði í gærkvöldi með
einu marki gegn þremur fyrir
Hamborg. Þórður Guðjónsson
kom Bochum yfir um miðjan fyrri
hálfleik en eftir það stóð ekki
steinn yfir steini hjá nýliðunum og
áður en yfir lauk höfðu Hamborg-
armenn gert fjögur rnörk.
Nurnberg tapaði einnig um
helgina, 3:6, en tvíburarnir Arnar
og Bjarki Gunnlaugssynir kom-
ust þó báðir á blað í leiknum og
áttu góðan leik.
I öðrum leikjum úrvalsdeildar-
innar bar það helst til tíðinda að
staða Kölnarliðsins fer enn versn-
andi og eru þær raddir nú orðnar
háværar sem krefjast afsagnar
Morten Olsens sem þjálfara liðs-
ins. Werder Bremen, Freiburg,
Stuttgart, Dortmund, Dresden og
Frankfurt unnu öll sína leiki og
var Andy Möller hetja dagsins eft-
ir að hafa tryggt liði sínu Dort-
mund sigur gegn Schalke.
Dortmund er efst í deildinni
með þrettán stig og í öðru til
fjórða sæti eru Bayern Munchen,
Kaiserslautern og Hamborg með
ellefu stig. Bochum er í þriðja
neðsta sæti deildarinnar með fjög-
ur stig.
Arnar Gunnlaugsson
Skoraði fyrir Nurnberg um helg-
ina og það sama gerði bróðir
hans, Bjarki.
Evrópukeppni meistaraliða
Valsmenn
úrleik
íslandsmsmeistarar Vals í hand-
bolta eru úr leik í Evrópukeppni
meistaraliða eftir viðureignir við
dönsku meistarana í Kolding um
helgina. Báðir leikirnir fóru fram
ytra.
Fyrri leikurinn, sem fram fór á
föstudagskvöld, var mjög fjörugur
og laus við allan varnarleik. Sóknin
var í hávegum höfð og Iyktirnar
urðu jafntefli 27:27, eftir að Vals-
menn höfðu undirtökin undir lok-
in. Seinni leikurinn, sem frarn fór í
gærkvöldi, tapaðist hins vegar
26:22. Dómgæslan var, að sögn,
heimamönnum mjög í hag og
komust Koldingmenn meðal ann-
ars 6:0 yfir í byrjun.
Markahæstir Valsmanna voru
þeir Frosti Guðlaugsson með sex
mörk og þeir Jón Kristjánsson og
Valgarð Thoroddsen með fjögur
mörk hvor.
Þar með er ljóst að íslandsmeist-
arar karla og kvenna eru úr leik í
Evrópukeppni meistaraliða þrátt
fýrir að frammistaða þeirra hafi
verið með ágætum, sú staðreynd að
leikirnir fóru báðir fram ytra skipti
einfaldlega sköpum. ■
Hvernig
(MíMð þio
körfuna
í vetur,
Ingólfur?
Ingólfur
Hannesson
„Þeir hafa
greinilega
valið þá leið
sem þeim
þykir skyn-
samlegust
og við því er
ekkert að
segja.“
„Þessu er erfitt að svara á þessari
stundu. I raun vitum við ekki alveg
hvar við stöndum í þessu máli og
þess vegna er erfitt að gefa við þessu
einhlítt svar. Körfuknattleikssam-
bandið hefúr valið þessa leið að
ganga til samstarfs við Stöð 2 með
svokölluðum „forgangssamning“
og við ætlum ekki að kynna körf-
una í allan vetur aðeins til að tapa
henni þegar í stórátökin kemur.
Svo gripið sé til líkingamáls er
kannski hægt að segja að lítið vit sé
í að vinna af fullum krafti í fyrri
hálfleik aðeins til að missa af sjálf-
um lokaslagnum. Þannig ganga
hlutirnir ekki fyrir sig.“
Verður þá lítið um körfu í vet-
ur?
„Hennar verður getið í ellefu-
fréttum og í sportþættinum nýja á
sunnudagskvöldum. Það er hins
vegar deginum ljósara að við leggj-
um ekki út í þann kostnað að aka út
á Suðurnes leik eftir Ieik til að
kynda upp fyrir úrslitakeppni sem
við fáum ekkert að sýna frá.“
Þannig að handboltinn verður í
fyrirrúmi?
„Já, það lítur út fyrir það. Hand-
boltinn verður sterkari á okkar
skjám í vetur og það kemur auðvit-
að til af ákvörðun forráðamanna
körfuboltans. Þeir hafa greinilega
valið þá leið sem þeim þykir skyn-
samlegust og við þvi er ekkert að
segja.“ ■
<