Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.10.1994, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 Logi skrifar undir. Logi Ólafsson hefur sem kunnugt er verið ráðinn þjálfari íslands- meistara Skagamanna til tveggja ára. Eins og menn vita er Logi mikill húmoristi og kann vel að koma fyrir sig orði. Á blaðamannafundinum, þar sem ráðning Loga var tilkynnt, var Logi spurður hvort hann myndi flytjast búferlum upp á Skaga vegna þjálf- unarinnar. Logi svaraði því til að í vetur myndi hann keyra á milli eða taka Akraborgina. Sagði þjálfarinn að þeir gætu þá setið saman hann og sýslumaður, Sigurður Gizurarson, og unnið sína vinnu á leiðinni upp á Skaga, en sem kunnugt er hefur sýslumaður þeirra Skagamanna leg- ið undir ámæli vegna fjarvista við embættið... Logi var orðinn eftirsóttur þjálf- ari vegna frábærs árangurs kvenna- landsliðsins og segja menn að þær upphæðir sem í A hafi samið við hann séu miklar og eigi sér aðeins eitt dæmi í íslenskum fótbolta. Það sé samningur KR-inga við Skaga- manninn Gudjón þórðarson. Þeir Logi eru miklir vinir og segja menn að ótrúlegur metnaður beggja eigi eftir að fara inn í nýjar víddir næsta sumar... Cjunnar Sigurðsson, formaður knattspyrnufélags ÍA, er skemmti- legur maður og fylginn sér. Hann hefur verið duglegur við að verja ákvarðanir stjórnar félagsins varð- andi þjálfaraskiptin og segir mikil- vægt að blanda ekki saman hags- munum félagsins og einstakra með- lima þess, en hann og Hörður Helgason, fyrrum þjálfari liðsins, eru mágar. Mun fjölskyldulífið ekki vera með besta móti þessa dagana vegna málsins og lítið um fjöl- skylduboð... CjuNNAR er einnig óspar á stóru orðin og er hann var spurður um framtíð Mihajlo Bibercic svarði hann því til að hann færi líklega ut- an og vonandi ekki í vesturbæinn. Þá var hann spurður hvort ekki hefði verið rætt við framherjann snjalla varðandi næsta tímabil hjá íA og þá svaraði Gunnar því til að ekki væri víst að Skagamenn hefðu áhuga á honum. Hann hafði komið tíu kílóum of þungur í upphafi móts og þrátt fyrir að hann hafði staðið uppi sem markakóngur í ár hafi frammistaðan ekki verið neitt sérstök. Hjá flestum öðrum félög- um þættu slík ummæli um marka- kóng líklega furðuleg en hafa verð- ur í huga markaskorarana frá Skag- anum í gegnum tíðina, t.d. Matta HallgrIms, Pétur Pétursson, tví- burana Arnar og Bjarka og Þórð Guðjónsson... Kynning á riðlum í NBA Miðvesturriðillinn Barátta Olqjuwon, Robin son, Malone og Stockton Riðillinn verður sterkari í ár en oft áður. Denver Nuggets og Dallas Mavericks eru á uppleið og ætti Denver að geta náð langt í úrslita- keppninni í vor eftir að hafa slegið þar rækilega í gegn á síðasta ári. Meistarar Houston Rockets koma reynslunni ríkari og verða ekki auðunnir í vetur og það sama má segja um hin liðin tvö sem unnu yf- ir fimmtíu leiki í fyrra, San Antonio Spurs og Utah Jazz. Á botninum situr svo Minnesota Timberwolves sem ætti þó að vera betra nú í vetur en það var á síðasta leikári. 1. Houston Rockets (58-24) Mikilvægar mannabreytingar: Engar. Styrkleikar: Hakeem Olajuwon er líf og sál þessa félags. Á meðan hann sýnir áfrarn þessa ótrúlegu leiki þá nær ekkert lið að gera út um meistaravonir Houston. Otis Thorpe, Robert Horry og Vernon Maxwell mynda sterkan kjarna, og varamannabekkurinn er feikisterkur. Veikleikar: Þótt liðið hafi yfir að ráða Olajuwon og Thorpe, tveimur af bestu frákösturum NBA, dugar það engan veginn. Einkurn eru það sóknarfráköstin sem hafa valdið forsvarsmönnum liðsins áhyggjum. Af hverju fyrsta sætið?: Jú, liðið er NBA-meistari og hefur yfir sterk- asta leikmannahópnum að ráða. 2. San Antonio Spurs (55-27) Mikilvægar mannabreytingar: Komnir eru Avery Johnson, Se- an Elliot og Chuck Person og far- inn er Dale Ellis. Styrkleikar: Eins og Olajuwon er miðherjinn David Robinson aðal- ástæðan fyrir góðurn árangri liðsins undanfarin ár. I fyrra varð hann stigakóngur deildarinnar og naut þar aðstoðar frákasta- og varnar- konungsins Dennis Rodman. Frá- bært frákasta- og varnarlið. Veikleikar: Dennis Rodman var í fyrra gangandi tímasprengja; nú er hann gangandi atómsprengja! Skyndilegt brotthvarf þjálfarans John Lucac varð ekki til að róa „Orminn“ niður. San Antonio er veikt fyrir í leikstjórnandastöðunni. Af hverju annað sætið?: San An- tonio á að geta sigrað hvaða lið sem er á góðum degi en stöðugleika vantar upp á til að vinna riðilinn. 3. Utah Jazz (53-29) Mikilvægar mannabreytingar: Alls engar mannabreytingar. Styrkleikar: í sjö ár hafa Karl Mal- one og John Stockton myndað besta tvieyki NBA og enn lætur það engan bilbug á sér finna. Jerry Sloan er í óskemmtilegri aðstöðu Jalen Rose eru réttu mennirnir þótt ágætir séu. Reynsluleysi hefur skap- að óstöðugleika í leik Denver síð- ustu ár og það þarf að laga. Af hverju fjórða sætið?: Af hverju ekki þriðja sæti? Reynsla Utah veg- ur upp reynsluleysi Denver. Það kænri þó ekki á óvart ef liðin skiptu um sæti. 5. Dallas Maverícks (13-69) Mikilvægar mannabreytingar: Kominn er nýliðinn Jason Kidd. Styrkleikar: I Ijótum kindahópi leynist alltaf ein falleg kind. Dallas, sem vann ótrúlega fáa leiki á síðasta leiktímabili, hefur þá Jim Jackson og Jamal Mashburn sem eiga eftir að láta rnikið að sér kveða á næstu árum. Dallas valdi Jason Kidd, sem er yngsti leikmaðurinn í NBA (fæddur 1974), og á hann bjarta framtíð. Veikleikar: í ljóturn kindahópi leynast alltaf margar ljótar kindur. Engin breidd, enginn til að taka frá- köst, engir stórir menn og léleg stjórnun. Þetta lið er sem sagt núll og nix. Af hverju fimmta sætið?: Dallas er lélegt lið en þó öllu skárra en Min- nesota. 6. Minnesota Timberwolves (20-62) Mikilvægar mannabreytingar: Konrinn er nýliðinn Donyell Marshall og farinn Chuck Pers- on. Styrkleikar: Isaiah Rider kom skemmtilega á óvart, þá sem nýliði, á síðasta og ári og sigraði í troðslu- keppninni. Christian Laettner, Michael Williams og Donyell Marshall mynda sterkan kjarna. Veikleikar: Á pappírnum lítur þetta lið út fyrir að vera mun betra en það er í raun og veru. Léleg þjálfun, slaemt viðhorf leikmanna til leiksins (einkum Laettner) og lé- legur miðherji (Stacey King) á ekki eftir að bæta árangur liðsins. Af hverju sjötta sætið?: Að það sé til lélegra lið en Dallas er nánast óhugsandi en þannig er það nú víst með Minnesota. ■ Þessir tveir rísar eiga eftir að vera áberandi í vetur. Shawn Kemp (t.v.) og Hakeem Olajuwon hafa löng- um verið í hópi bestu manna í sínum liðum og engin breyting verður þar á í vetur. að starfa fýrir ruglaðasta eiganda NBA en hefur sannað hversu frá- bær þjálfari hann er með því að leiða Utah tvisvar í úrslit Vestur- deildarinnar. Mikið mun mæða á bakverðinum Jeff Hornacek, sem spilaði vel á síðasta ári. Veikleikar: Utah er eitt elsta liðið í NBA svo það er nú eða aldrei að vinna titil. Það vantar margt upp á til að svo verði, t.d. er skortur á sterkari leikmönnum en þeim sem fyrir eru mjög mikill í herbúðum liðsins. Af hverju þriðja sætið?: Utah er reynt lið en jafnframt hungrað að ná lengra. Liðið á þó ekki mörg ár eftir í toppbaráttunni. 4. Denver Nuggets (42-40) Mikilvægar mannabreytingar: Kominn er nýliðinn Jalen Rose. Styrkleikar: Leikmenn liðsins eru ungir og gífurlega áhugasamir. Dan Issell, þjálfari Denver, hefur skap- að góða stemmningu innan hóps- ins eins og sást vel í úrslitakeppn- inni í fyrra þegar liðið sló í gegn. Dikembe Mutombo bindur vörn- ina vel saman og Mahmoud Ab- dul-Rauf er potturinn og pannan í sóknarleiknum. Veikleikar: Denver vantar tilfinn- anlega leikstjórnanda til að stýra spilinu. Hvorki Robert Pack né Fróðleiksmolar um Miðvesturriðilinn ■ í engum öðrum riðli var eins mikill munur á unnum leikjum og hjá Houston og Dallas. Houston vann 45 fleiri leiki en Dallas sem hefur aðeins unnið 24 leiki síð- ustu tvö leikár. ■ Dallas og Minnesota skoruðu fæst stig allra liða I fyrra. Dallas skoraði 95,1 stig að meðaltali í leik en Minnesota 96,7. KJapp á öxíína ...fá Vals- menn sem virðast ver; feiknaformi þessa dagana. Það virðist alveg sama á hverju gengur hjá félaginu, hvaða menn koma og fara og hversu margir þeir eru, alltaf skal liðið vera i allra fremstu röð. Þorbjörn Jensson virðist vita allt um handbolta og út á hvað hann gengur. Hann veit hvenær er best að nota lykilmenn og á réttum augnablikum ieyfir hann hinum yngri að spreyta sig. Liðið er það allra besta á landinu og á bjarta framtíð fyrir höndum. Þetta er vert eftirbreytni. ■ Evrópukeppni landsliða Wales í vandræðum Walesverjar eru í vandræðum með meiðsli og iíkur eru á að margir lykilmenn liðsins verði frá í Evrópuleiknum gegn Moldavíu á miðvikudag. Ryan Giggs bættist á sjúkralistann um helgina eftir að hafa meiðst á æfingu, en áður var ljóst að fyrirliðinn lan Rush gæti ekki leilcið og ekki heldur Dean Sounders, sem tekur út síðasta leikinn í þriggja landsleikja banni. Þar að auki eru litlar líkur taldar á því að félagi Giggs hjá United, Mark Hughes geti leikið en það mun koma í ljós við læknisskoðun á þriðjudag. Landsliðsþjálfari Wales, Mike Smith, er þvi í töluverðum vand- ræðum og er talið að hann muni gefa nokkrum nýliðum tækifæri í leiknum mikilvæga. írar einnig í vanda írar virðast litlu betur settir fyrir leik sinn gegn Lichtenstein, en Is- lendingurinn Bragi Bergmann á einmitt að dæma þennan leik í vikunni. Fyrirliðinn Andy Town- send verður eldci með og sömu- leiðis eru litlar líkur á því að Ray Houghton geti leikið. Þá er einnig ljóst að miðvallarleikmaður Unit- ed, Roy Keane, verður frá í leikn- um sem írar telja nánast formsat- riði að leika. Til að bæta gráu ofan á svart í þessum hnjaskfréttum er nú ljóst að Skotar verða án fyrirliðans Ryan Giggs Enn einn Walesbú- inn á sjúkralista. Gary McAllister í Evrópuleikn- um við Færeyinga á miðvikudag- inn. McAllister meiddist í ósigri Leeds gegn Norwich á laugardag og verður frá í viku. ■ HM í blaki lauk á laugardag Ílalía heimsmeistari annað árið í röð ítalir urðu á laugardag heims- meistarar í blaki í annað sinn, en síðast unnu þeir titilinn 1990 í Bras- ilíu. Italir unnu Hollendinga 3:1 í úr- slitaleik en Bandaríkjamenn unnu Kúbumenn í leik um þriðja sætið, 3:1. Eftir að vera 5:10 undir í fýrstu lotu skoruðu Italir tíu stig í röð og unnu þar með lotuna 15:10. Hol- lendingar unnu næstu lotu 15:11 og munaði þar mestu um stórleik Olof van der Meulen sem átti hvern þrumuskellinn á fætur öðrum. Hon- um gekk ekki eins vel í þriðju lotu og smössin hans smullu flest á Andrea Giani. ítalirnir unnu lotuna 15:11 eft- ir það var eins og Hollendingarnir Lokastaðan í HM í blaki 1. Ítalía 2. Holland 3. Bandaríkin 4. Kúba 5. Brasilía 6. Grikkland 7. Rússland 8. Suður-Kórea gæfust upp. Mótstaðan var lítil í fjórðu lotu og Italir unnu 15:1, og þar með leikinn 3!i-■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.