Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Ólafur G. hyggst láta fjárlaganefndinni eftir hina umdeildu safnliði ráðuneytisins „Verði þeim að góðu“ Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segir í framhaldi af opnun reikninga ráðuneytisins. „Við fáum yfir okkur flóðbylgju umsókna og þá finnst mér alveg eins gott að þeir í fjárlaganefndinni tali við þessa umsækjendur." Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra segist búinn að fá sig fullsaddan af því að liggja undir ámælum um „pólitískt þukl“ í tengslum við hina umdeildu safn- liði menntamálaráðuneytisins. „Ef menn halda að safnliðirnir séu af- greiddir eftir pólitískum línum í menntamálaráðuneytinu þá fyndist mér heppilegra að Alþingi hefði þá alfarið með höndum. Mér finnst al- veg koma til greina að láta fjárlaga- nefndinni eftir þessa liði ef menn halda í raun og veru að þar séu fag- mennirnir að verki.“ Ólafur G. Einarsson hefur enn ekki borið þetta undir Alþingi en segist ætla að ræða málin þegar nær dregur að afgreiðslu fjárlaga. En sem kunnugt er lagði hvert ráðu- neytið af öðru fram ráðstöfunarfé ráðherra á dögunum. Ólafur neitaði hins vegar að opinbera reikninga menntamálaráðuneytisins í fyrstu en auk ráðstöfunarfé að upphæð 18 milljóna króna heyra undir hann 112 milljóna króna safnliðir. Ólafur segist hafa ætlað að liggja á reikn- ingunum af tilliti við þá sem hljóta styrki og hins vegar vegna þeirra er kæmu til með að skoða liðina og spyrðu sig af hverju þeir fengu ekki. „Ég sé alveg fyrir mér hvað gerist í framhaldi af þessu. Við fáum yfír okkur flóðbylgju umsókna og þá finnst mér alveg eins gott að þeir í fjárlaganefndinni tali við þessa um- sækjendur. Ég vil gjarnan losna undan því oki ef það verður haldið áfram að gera þessa safnliði tor- tryggilega.“ ðlafur segir hins vegar enga geð- þóttaákvörðun liggja að baki safn- Íiðunum. „Allir safnliðirnir fá fag- lega umfjöllun," segir hann. Faglega umfjölhin hverra? „Að hluta til heyra safnliðirnir undir nefndir á vegum ráðuneytis- ins en að hinum hlutanum fá þeir faglega umfjöllun hjá embættis- mönnum menntamálaráðuneytis- ins, en þeir gera grein fyrir þörfinni fyrir upphæðinni til hinna og þessa safnliða." Þýðir það að allir safnliðirnir séu utidir sérstöku eftirliti? „Nákvæmlega, nema hvað það er svigrúm á hverjum lið vegna þess að það berast ævinlega inn umsóknir sem við sjáum ekki fyrir, en því fé er einnig ráðstafað eftir að hafa gengið í gegnum sömu faglegu umfjöllun- ina. Menn hafa heldur ekki viljað trúa því, en ráðstöfunarfé ráðherra fær ósköp svipaða umfjöllun. Nema hvað ég get haft meira frumkvæði þar. Þetta fer allt í gegnum sama prósessinn. Annars tók ég eftir því í MORG- UNPÓSTINUM síðastliðinn fimmtu- dag að listamennirnir meta ferða- styrkina sem þeir fá ekki meira en svo að þeir muna sumir ekki eftir að hafa fengið þá. Ef þetta hefur enga þýðingu fyrir listamennina finnst mér alveg koma til greina að nota þetta fé í eitthvað annað.“ Eins og hvað? „Þær eru margar glufurnar í menntamálaráðuneytinu þar sem þörf er fyrir peninga. En það er al- veg ljóst að ferðastyrkirnir fara ekki í gegnum mínar hendur. Um það sér sérstök nefnd sem í eru aðilar sem eru tilnefndir af samtökum listamanna. Mig minnir að mynd- listarmenn hafi fengið eina og hálfa milljón til ráðstöfunar. Ríkisendur- skoðun gaf út, að minni beiðni, lista yfir alla safnliðina. Þar var merkt hvað væri beinlínis ákveðið af fjár- laganefnd. En það komst ekki til skila. Það er eitt og annað í safnlið- unum sem þegar fer í gegnum fjár- laganefnd. Ég get nefht sem dæmi Landsamband hestamanna sem einnig fékk eina og hálfa milljón af safnliðum menntamálaráðuneytis- ins. Þótt það sé vistað í mennta- málaráðuneytinu er það ekki að minni beiðni. Það er ákveðið í fjár- laganefnd en síðan ávísað til okkar. Það hefur aldrei'hvarflað að mér að taka það af safnliðum ráðuneytisins. Ef það er ekki hægt að koma þessu til skila til fjölmiðla með öðru en ósannindum, finnst mér miklu betra að hafa þetta í þinginu.“ Nlí virðistþessi listamannaheimur afar viðkvœmur, viltu ekki bara losna við þau óþœgindi sem fylgja safnlið- unutn? „Jú, hvernig ætla menn að gera þetta? Það er nákvæmlega það sem ég er að reyna að draga fram. Ef menn halda að þeir fái faglegri um- fjöllun í fjárlaganefnd Alþingis, þá verði þeim að góðu.“ Þú vilt semsé meina að sérfrœðing- ana sé aðftnna í ráðuneytinu? „Já, auðvitað eru þeir þar. Þeir eru ekki í fjárlaganefndinni, þar hins vegar flórerar pólitíkin. En ef það er einhvers staðar að finna pól- itík þá er það í heimi listamann- anna.“ -GK Dulbúnir lögreglumenn grípa rjúpnaskyttur Samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS hefur lögreglan gripið til þess ráðs að dulbúa menn sem rjúpnaskyttur til að hafa eftirlit með þeim málaflokki. Maður nokkur, sem var nýbúinn að kaupa sér Benelli-byssu hjá Veiðihúsinu, rakst á tvo menn uppi á Hellisheiði. Þeir voru með byssur um öxl og klæddir sem rjúpnaskyttur. Maður- inn gaf sig á tal við þá til að spyrja hvort þeir hefðu séð einhvern fugl en þá drógu þeir fram skilríki og kröfðust þess að fá að skoða byssu mannsins. Það endaði með því að hann kom byssulaus í bæinn. Þeir rjúpnaveiðimenn sem morgunposturinn hefur haft samband við eru allir sammála um að þessi regla með að einungis megi hafa þrjú skot í byssu sé della. Allar pumpur taka fjögur skot í magasín og eitt í hlaup. Það er ólöglegt og til þess að byssa sé lögleg er settur tappi í magasínið til að einungis komist tvö skot þar fyrir. Það er hins vegar óopinbert leyndarmál að það fyrsta sem menn gera er að fjar- lægja þennan tappa. Geir Jón Þórisson, yfirvarð- stjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík kannast ekkert við þessar aðgerðir enda segir hann að það séu engin rjúpnalönd sem tilheyri Reykjavík. Hann segir jafnframt að það væri öruggt a'ð hann hefði hugmynd um slíkar aðgerðir væru þær í gangi. Hins vegar segir hann að það komi sér ekkert á óvart að lögreglumenn beiti þessu og finnst það sniðugt ef satt er. „Þá fyndist mér að lögreglan væri að færa sig í nútímalegt horf hvað varðar löggæslu.“ „Það væri gaman að vita hverjir eru sporgöngumenn okkar, Hellis- heiðin er á yfirráðasvæði Selfoss- lögreglunnar og ég get fullyrt það að þetta hefur ekki verið á okkar vegum.“ Ólafur íshólm, varðstjóri Selfosslögreglunnar, kannast alls ekki við að dulbúnir lögreglumenn hafi verið á hans vegum. „Þú ert að segja mér fréttir.“ Þegar MORGUNPÓSTURINN leit- aði til lögreglunnar í Borgarnesi staðfesti Theodór Þórðarson að þessar aðgerðir væru í gangi og hann vissi ekki betur en að þessu hefði verið beint til allra embætta á landinu. Þeir væru þegar búnir að gera þrjár byssur upptækar, sem annað hvort væru vitlaust skráðar eða tækju of mörg skot í magasín. En sjálfsagt væri það misjafnt hversu vel þessu væri sinnt. í þeirra tilfelli legðu landeigendur á það áherslu að eftirlit væri haft með rjúpnaskyttum enda ósáttir við að Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra Bannaði fjöl- skota haglabyssur sem dulbúnir lögreglumenn leita nú að á heiðum uppi. menn séu vaðandi með alvæpni yf- ir þeirra lendur. Að baki þessum aðgerðum er reglugerð frá Össuri Skarphéðinssyni og hans mönn- um í umhverfisráðuneytinu, nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. JBG Utanríkisráðuneytið á föstudagseftirmiðdegi „Verlekki hvarhann kannaðvera eða hvert hann fór“ Fáir afæðstu yfir- mönnum ráðuneytis- ins viðlátnir eftir há- degiá föstudögum. Embættismenn ríkisins eru sá starfshópur sem hvað erflðast er að ná sambandi við á vinnutíma venjulegs fólks. Þegar hringt er í ráðuneytin og beðið er um háttsett- an starfsmann er það næstum eins og að fá happdrættisvinning, nái maður sambandi við viðkomandi. Þetta þekkja allir sem eiga einhver viðskipti við ráðuneytin. Dömurn- ar á skiptiborðinu svara skilmerki- lega símanum en senda mann síðan inn í ranghala embættismannakerf- isins og ef einhver lyftir tólinu er það sjaldnast sá sem maður er að reyna að ná í. Þetta á sérstaklega við á föstu- dögum eftir hádegi. Síðastliðinn föstudag athuguðu blaðamenn MORGÚNPÓSTSINS hvort ein- hverjir starfsmenn utanríkisráðu- neytisins væru við. 14.10 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra „Staddur í Genf.“ 14.15 Benedikt Jónsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu „Á fundi.“ 14.20 Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra „Ekki til viðtals." 14.30 Róbert Trausti Árnason ráðuneytisstjóri „Á fundi utan húss.“ 14.35 Stefán Skjaldarson, sendiráðsritari á almennu skrifstofunni „Á skrifstofunni.“ 15.30 Sigurður Ásmundsson, sendifulltrúi á varnarmála- skrifstofu „Nýfarinn. Verður ekki meira við í dag.“ 15.30 Bjarni Sigtryggsson upp- lýsingafulltrúi „Það var hringt í hann fyrir 10 mín- útum, þá svaraði hann ekki. Ég veit ekki hvar hann kann að vera eða hvert hann fór.“ 15.35 Benedikt Ásgeirsson, skrifstofustjóri varnarmála- skrifstofu „Fór á fund um kl. 3. Kemur vænt- anlega ekki aftur.“ 15.40 Kristinn F. Árnason, sendiráðunautur á viðskipta- skrifstofunni „Á fundi úti í bæ.“ 15.40 Þórður Bjarni Guðjónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofunni „Skrapp frá.“ 15.45 Hörður H. Bjarnason, sendiherra og prótíkollustjóri „Farinn í dag.“ 15.50 Guðmundur Eiríksson, fyrrum hafréttarfræðingur „Nei, það er enginn kominn í stað- inn fyrir hann.“ 15.58 Pétur Gunnar Thorsteinsson, skrifstofustjóri alþjóðamála „Á skrifstofunni.“ 15.59 Stefán Haukur Jóhannesson og Stefán L. Stefánsson, sendiráðsritarar á viðskiptaskrifstofu. „Báðir á skrifstofunni.“B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.