Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 ítah'a Parma vanná um- deildu vrti Parma komst í gær á topp ítölsku í. deildarinnar eftir sigur á botnliði Reggiana. Roma átti þó möguleika að komast upp fyrir Parma með sigri á Cagliari í gærkvöld, en náði aðeins jafnt- efli og er því einu stigi á eftir Parma. íslenskir fótboltafíklar horfðu á AC Milan og Samp- doria gera jafntefli í tilþrifalitl- um leik og Napólí rúllaði upp slöku liði Bari. Það var góður seinni hálfleik- ur sem færði Parma sigur gegn Reggiana. Heimamenn höfðu yfir í hálfleik með marki Paulo Futre, en í seinni hálfleik setti Parma allt á fullt. Dino Baggio jafnaði metin á 6i. mínútu og ellefu mínútum fyrir leikslok var dæmd umdeild vítaspyrna á Reggiana er brotið var á Gian- franco Zola. Úr spyrnunni skoraði síðan Marco Branco og tryggði liði sínu sigurinn og þar með efsta sæti deildarinnar. Roma fékk síðan Cagliari í heimsókn í gærkvöld. Lengi vel leit út fyrir sigur gestanna því Bisoli kom þeim yfir á 57. mín- útu, en Abel Balbo náði að jafna á síðustu mínútu leiksins. Roberto Baggio skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu er Ju- ventus bar sigurorð af Cremo- nese á útivelli. Massimo Ag- ostini skoraði tvö mörk fyrir Napólí í stórsigri liðsins á Bari. Benito Carbone skoraði þriðja markið. Loks skoraði Abedi Pele bæði mörk Torino í sigri liðsins á Brescia. Úrslrt Cremonese - Juventus 1:2 Pedroni - Vialli, R.Baggio Fiorentina - Padova 4:1 Di Mauro, Rui Costa, A. Carbone, Batistuta - Balleri Foggia - Inter 0:0 Genoa - Lazio 1:2 Marcolitt - Negro, Signori Milan - Sampdoria 0:0 Napoli - Bari 3:0 Agostini 2, B. Carbone Parma - Reggiana 2:1 D. Baggio, Branca - Futre Torino - Brescia 2:0 Abedi Pele 2 Roma - Cagliari 1:1 Balbo - Bisoli Gabriel Batistuta Markahæstir 8 - Gabriel Batistuta (Fiorentina) 7 - Abel Balbo (Roma) 6 - Guiseppe Signori (Lazio) 4 - Marco Branca (Parma) Staðan Parma 7 14:7 16 Roma 7 13:5 15 Lazio 7 15:7 14 Juventus 7 8:4 14 Fiorentina 7 13:9 12 Foggia 7 10:6 12 Sampdoria 7 11:4 11 AC Milan 7 5:5 11 Torino 7 8:9 10 Bari 7 5:7 10 Inter 7 6:4 9 Cagliari 7 7:6 9 Genoa 7 10:12 8 Napoli 7 11:15 8 Cremonese 7 6:11 6 Padova 7 6:19 4 Brescia 7 3:11 2 Reggiana 7 4:14 1 Hver er þessi Sigfús Sigurðsson eiginlega? Maðurmeð Valshjarta Sigfús Sigurðsson vakti fyrst verulega athygli landsmanna í úr- slitakeppninni um Islandsbikarinn í handbolta í vor. Þessi stóri og stæðilegi línumaður sýndi þá oft skemmtilega takta og skoraði mik- ilvæg mörk fyrir Val, og átti stóran þátt í að Valsmenn lyftu Islandsbik- arnum í mótslok. Hann er aðeins nítján ára gamall en er samt afar mikilvægur hlekkur í Valsliðinu. Hann vakti athygli fyrir stærð sína en maðurinn er tröll að vexti og mikill á velli. En hversu stór er hann eiginlega? „Ég er 197 senti- metrar á hæð og 107 kíló, sem er einu kílói meira en í fyrra. Það má eiginlega segja að ég flakki frá 106 sentimetrum til 109 og ég stefni á að halda því.“ Nú eru Geir Sveinsson og Finn- ur Jóhannsson báðir í liðinu. Er ekki milcil samkeppni um sæti í liðinu? „Þorbjörn er frábær þjálfari og mjög sanngjarn hvað þetta varðar. Hann leyfir öllum að spreyta sig og veit að maður nær ekki framförum ef maður fær ekki að reyna sig í lið- inu. Ég kem svipað inn á og Finnur og við spilum oft báðir vörnina með Geir. Þá er Geir búinn að miðla miklu af sinni reynslu til mín og hefur kennt mér mikið varðandi hugsunarhátt og staðsetningar.“ Hvernig er með handboltaferil- inn, ertu uppalinn Valsari? „Já, og mun vonandi aldrei spila með öðru liði, allavega ekki hér- lendis. Ef atvinnumennska býðst einhvern tímann í framtíðinni mun ég þiggja það. Annars veit maður aldrei. Ég man ekki af hverju ég fór í Val, en mamma sagði mér að þeg- ar ég var lítill fór ég einn daginn niður í Valsheimili á fótboltaæf- ingu og ég hef verið Valsari síðan.“ Er Valur með besta liðið á ís- landi? „Valur er allavega með besta leikmannahópinn. Það held ég að sé engin spurning. Annars eigum við fjóra mjög erfiða Ieiki fyrir höndum og ég held að úrslitin úr þeim segi mikið um röð bestu liða á landinu." Hver eru þín framtíðarplön? „Ég er að vinna á Hótel Sögu í ræstingum en ég fer í Menntaskól- ann við Hamrahlíð eftir áramót. Ég tók mér eins árs frí frá skóla og er semsagt að byrja aftur. Maður lærir jú líka af að vinna. Annars er ég voðalega lítið farinn að spá í fram- tíðina. Ég stefni fyrst og fremst að því að lifa góðu lífi og klára skólann áður en ég fer að spá í framtíðina." Seturðu stefnuna á landsliðs- sæti? „Er það ekki takmarkið hjá öll- um? Það yrði allavega toppurinn á ferlinum ef það tækist.“ Nú var altalað á sínum tíma að þú værir á leið til Selfoss. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að vera áfram í Val? „Ég var nú aldrei búinn að slá neinu fast um það. Ég var bara að skoða aðstæður og átti alveg eftir að ráðfæra mig við foreldrana og vin- ina, og svo náttúrlega Þorbjörn. Það er eiginlega mottó hjá mér að klára 2. flokkinn áður en ég fer að hugsa mér til hreyfings, og svo er ég líka með Valshjarta þannig að það hefði verið mjög erfitt fyrir mig að fara. Ég er líka ekki viss um að ég hefði enst á Selfossi því Hlíðarendi er mitt annað heimili. Vissulega var þetta freistandi en að lokum ákvað ég að vera kyrr í Val. Svo frétti ég að Geir væri að koma í Val og ég vildi læra af honum.“ Hver er besti handboltamaður á íslandi? „Persónulega finnst mér Ólafur Stefánsson vera besti handbolta- maður landsins. Hann er mjög fjöl- hæfur leikmaður, góður í upp- stökkum og gegnumbrotum og gef- ur góðar sendingar í horn og á línu. Hann hefur bætt sig mikið sem varnarmaður og er í dag orðinn mjög góður sem slíkur.“ En í heiminum? „Ja, ég hef mjög gaman af Mark Baumgardner, sem er rétthent skytta frá Sviss.“ Áttu þér einhverjar fyrirmyndir í boltanum? „Geir Sveinsson og Þorbjörn Jensson. Þegar ég var yngri voru þeir saman í landsliðinu og mér fannst þeir alltaf bestir. Rosalegir keppnismenn, báðir tveir.“ ■ Hann er efnilegur þessi. Sigfús Sigurðsson fyrir utan vinnustað sinn, Hótel Sögu. Siónarmið Um hávaða og miðaverð á leikjum Ég er ein af þeim fáu sem enn nenna að fara á handboltaleiki hér- lendis. Vinsældir þessarar íþróttar hafa hrapað undanfarið og áhorf- endafjöldi nú kemst vart í hálfkvisti við þá aðsókn sem mínir menn í Víkingi fengu í den. Þá var bekkur- inn þéttsetinn áhorfendum og al- deilis kátt í Höllinni, enda lét ár- angurinn ekki á sér standa því Vík- ingar voru áskrifendur að þeim titl- um sem hægt var að vinna á þess- um tíma. Þá glumdu við hróp og köll og áhorfendur hvöttu sína menn til dáða. 1 dag einkennist þetta öðru fremur af hávaða, engu öðru en hávaða í alls kyns lúðrum og trommum og ég veit ekki hvað. Börnum og unglingum er boðið á leiki í því skyni að mæta með heilu trommustæðurnar og búa til eins mikinn hávaða og mögulega er hægt að pína úr þessum dollum. Vissulega var hávaði á leikjunum í den, þegar Víkingur var upp á sitt besta, en það voru hvatningarhróp. Ekki langt lúðrasóló innan í enn stærra trommusólói. En þetta er ekki allt. Verðlagning á þessa leiki er fýrir neðan allar hellur og ekki beint til að auka aðsóknina. Að borga heilar sex hundruð krónur fýrir klukkutíma leik, takandi þá áhættu að þurfa hugsanlega að fara niðurbrotin heim eftir tapleik, er einfaldlega of mikið. Ég geri mér grein fyrir að leiga íþróttahúsanna er dýr en samt þyrfti ekki að vera svona dýrt að fá að stíga fæti inn í þau. Miðaverð fýrir börn er tvö hundruð krónur, sem er aðeins þriðjungur þess sem fullorðnir greiða. Spurning hvort ekki mætti minnka það bil sem þarna er á milli, því börn taka jú ekki einungis þriðjung af plássi á við fullorðna. Jóhanna Sigurjónsdóttir Hiátrúin „Hjátrúin er eiginlega horfin eftir að maður hætti að spila sjálfur, en áður fýrr var ég mjög gjarn á að hafa alltaf sömu rútínu á hlutunum. Ég notaði til dæmis alitaf snaga sem voru við hurð eða horn í búnings- klefúnum, og átti til að mynda minn eigin snaga í Laugardalshöll. Hvort sem ég var að spila með félagsliði eða landsliðinu notaði ég alltaf þennan sama snaga, og hinir leik- mennirnir vissu af því og tóku tillit til þess. Reyndar held ég að þeir flestir hafi verið með sína eigin snaga líka. Þetta gekk svo langt að ég var farinn að spila í sömu sokkun- um leik eftir leik. Annars tengdist þetta alltaf gengi liðsins og ef vel gekk var ég ófáanlegur til að breyta út af venjum. Hjátrúin er mjög sterk innan handboltahreyfingarinnar og mikið til hafa flestir einhverja hjátrú í tengslum við leiki.“ ■ Einar Þorvarðarson, landsliðsþjálfari.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.