Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 199-" Útgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Þórarinn Stefánsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt. Gott hjá Ólafi Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að biðja fjárlaganefnd að útdeila sjálfa styrkjum til menningar- og fræðslumála, en hingað til hefur sá háttur verið hafður á að fjárlaganefnd hefur í raun framvísað fjárlagaheimildum til menntamálaráðuneytisins. Þetta er gott hjá Ólafi. Framkvæmd þessara styrkveitinga hefur verið óhæfa. Þeir hafa ekki verið auglýstir og því hefur fólk ekki haft jafnan að- gang að þeim. Þeir sem hafa fengið styrkina eru fyrst og fremst þeir sem hafa haft ímyndunarafl til að láta sér detta það í hug að hægt væri að ganga upp í menntamálaráðuneyti og fá þar peninga fyrir farseðlum til útlanda. Aðrir, sem hugsanlega voru á leiðinni út í leiðangra sem voru ekkert síð- ur í þágu menningarinnar, hafa sjálfir borgað sín fargjöld. í ofanálag var ekki hægt að ganga að upplýsingum um hverjir fengu þessa styrki og hversu háir þeir voru fyrr en Ríkisend- urskoðun tók að sér að upplýsa það. Þá fyrst var hægt að meta hversu vel eða illa þeir nýtast menningarlífinu. Og þá kom í ljós að án efa má ráðstafa þessum tæplega eitt hundrað milljónum á gáfulegri hátt. En þegar listarnir eru skoðaðir má jafnframt sjá ástæðuna fyrir því að fjárlaganefnd hefur framvísað fjárlagavaldinu til ráðuneytisins. Nefndarmenn hafa líkast til einfaldlega verið að losa sig við suðið í fólkinu á listunum. Þeir hafa ekki treyst sér til þess að sitja undir endalausum útskýringum á hversu þarfar hinar og þessar ráðstefnurnar eða sýningarnar eru og hversu mikið lykilatriði það sé að íslendingar eigi þar full- trúa. Nefndarmenn hafa sjálfsagt andað léttar þegar þeir losnuðu við þetta kvabb upp í ráðuneyti. Og munu sjálfsagt dæsa núna þegar Ólafur hefur sent þetta verkefni aftur í hausinn á þeim. Nú verður það hlutverk nefndarmanna í fjárlaganefnd að koma einhverju skikki á þessa styrki og veita þá eftir almenn- um reglum sem tryggir að allir hafi jafnan aðgang að þeim. Eða að leggja þá niður og veita fjármununum til annarra menningarmála eða jafnvel eitthvað allt annað. Eða veita fénu aftur í vasa skattgreiðenda og treysta þeim til að kaupa sér þá menningu sem þeir sjálfir kjósa. Sem er líkast til gáfu- legasti kosturinn. Þessir listar sem Ríkisendurskoðun birti afhjúpuðu nefni- lega ákveðið virðingarleysi gagnvart skattgreiðendum. Skatt- ar eru teknir af fólki með valdi og skattfé á þar af leiðandi að umgangast með virðingu. Það á ekki að deila því út á báðar hendur fyrst og fremst til þess að einhverjir embættismenn geti losnað undan suði í listamönnum. Ef ríkið veit ekki ná- kvæmlega hvað gera á við skattféð og með hvaða hætti á að deila því út á það að láta það kyrrt í vasa skattgreiðenda. Það er ekki til mikið af fólki í landinu sem þarf aðstoð við að eyða fjármunum sínum. Ef ekki liggur lífsnauðsyn við á því að leyfa fólki að halda í þá peninga sem það á. Yfirleitt er því betur treystandi til að deila þeim út en embættismönnum í menntamálaráðuneytinu eða nefndarmönnum í fjárlaga- nefnd. Listarnir sem Ríkisendurskoðun birti sýna að þeim tæplega hundrað milljónum sem ráðstafað var úr menntamálaráðu- neytinu var dreift með tilviljanakendum hætti, ómarkvisst og eftir einhverjum reglum sem hvergi eru skráðar og enginn hefur aðgang að. Það er óhæfa. Gunnar Smári Egilsson Posturínn Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, simi 2 22 11 Beinir símar eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999 Símbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Símbréf afgreiöslu 22311 pmlgiar 'U’S \ ■ 1 4 Ummæli Það var allavega fjör „Égget ekki svaráð því nákvœmlega ° i a hvert þessirpen- ingar hafafarið þó að Ijóst sé að þeir Q hafa farið í að greiða útgjöld hátíð- arinnar Arnór Benónýsson hátíðarmaður. Alttaf að eltast við vextina „Persónulega hefég mun meiri áhyggjur afháutn vöxtum í banka- kerfitiu en háum ríkisbréfavöxtum.“ Steingrímur Hermannsson banka- maður. Grafskrift Miklalax e „Fiskurinn þolir ekki svona áföll en við sáum ekkifiskinn vegna mengun- tr, hantt hvarf í drullu og leir og hann dó einnigvegna taugaáfalls.“ Heiðar Albertsson, fyrrverandi starfs- maður Miklalax. Beðið við símann „Efýtt verður á mig aðfara á framboðslista mun ég að sjálfsögðu ekki undan skorast...ogégfyrir mitt leyti er tilbúinn að gera allt hvað ég get til gagns. “ Njáll Harðar- son, blikksmið- ur og vonbiðill. Siðbótin: Tillögur um aðgerðir Sú ánægjulega breyting hefur orðið að nú viðurkenna flestir þörf- ina á víðtækri siðbót í íslenskum stjórnmálum. Jafnvel ráðherrarnir sem í kvöld verjast vantrausti á Al- þingi þora ekki annað en að taka undir kröfuna um nýja starfshætti. Þetta er mikill árangur á einu ári. Þegar ég kynnti tillögur Alþýðu- bandalagsins um siðbót í stjórn- kerfi og atvinnulífi haustið 1993 þá hristu forystumenn annarra flokka hausinn og gerðu grín að slíku frumkvæði. Umræðan um siðbót átti að þeirra dómi ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Nú þora þeir ekki annað en að viðurkenna þörfina. Það er hins vegar ekki nóg. Próf- steinninn felst í verkunum. Innan- tóm orð duga ekki. Breytingarnar sjálfar eru aðalatriðið. Frá orðum til athafna Þungavigtin ÓLAFUR RAGNAR Grímsson formaður Alþýðubartdalagsins kerfi er spillt að utanríkisráðherra hefur komist upp með það öll sex árin sem hann hefur setið í embætti að auglýsa aldrei stjórnenda- eða fulltrúastöðu í ráðuneytinu. Þeim hefur öllum verið ráðstafað án þess að menntað hæfileikafólk geti sótt um á jafnréttisgrundvelli. Afnám æviráðninga og fríðinda Nýlegir atburðir í heilbrigðis- ráðuneytinu eru meðal margra dæma sem sýna nauðsyn þess að af- nema æviráðningar í embættiskerf- inu. Aðhald og hæfni í stjórnsýsl- unni verður að tryggja með hreyf- anleika í æðstu embættum. Faglegir yfirmenn ráðuneyta og ríkisstofn- ana verði ráðnir til sex ára í senn og aðrir faglegir embættismenn verði einnig ráðnir til ákveðins tíma. Brýnt er orðið að leggja niður margvísleg fríðindi hjá hinu opin- bera: í ráðuneytum, stjórnstofnun- um, bönkum og sjóðum í almanna- eign. Bannað verði að kaupa bif- reiðar til einkanota fyrir ráðherra, bankastjóra og aðra opinbera stjórnendur. í stað dagpeningakerf- is hjá toppunum í ríkiskerfinu verði tekið upp kerfi þar sem ferða- kostnaður er einungis greiddur samkvæmt reikningum. Dagpen- ingagreiðslur til maka ráðherra og bankastjóra verði afnumdar. Með slíkum reglum yrði dregið úr margvíslegri tilhneigingu til spillingar sem tíðkast hefur á und- anförnum árum. Velsæmi og ábyrgð Ráðamenn þjóðar verða að gæta í hvívetna velsæmis á opinberum vettvangi. Þeir verða að haga sér á þann hátt að allt atferli þeirra þoli dagsljós frásagnar sem er eðlileg í opnu upplýsinga- og fjölmiðlunar- þjóðfélagi nútímans. Sú meinsemd að ráðamenn séu nánast „stikkfrí" hefur of lengi dregið úr virkni ís- lenska stjórnkerfisins. Nú hefur fólkið í landinu sýnt með margvíslegum hætti að það krefst breyttrar og betri hegðunar ráðamanna og kallar stjórnendur til ábyrgðar. Verkefnið er því að for- ystusveitin sýni í verki að hún virði þá nýju mælikvarða sem almenn- ingur í landinu hefur sett. ■ Nú er tími kominn að festa sið- bótina í sessi með ákveðnum og skýrum breytingum. Ákveða verð- ur með formlegum hætti reglur sem tryggja jafnrétti í stjórnkerfinu og koma í veg fyrir pólitíska mis- munun, hvort heldur er við veit- ingu embætta eða úthlutun opin- berra fjármuna. Jafnframt verður að setja skýrar reglur sem tryggja opna starfshætti, koma í veg íyrir misnotkun á dag- peningum og ferðastyrkjum og festa í sessi eðlilegar leikreglur á op- inberum vettvangi. Við höfum sett fram ítarlegar til- lögur um slíkar breytingar. Þær fela í sér ákvæði um hæfnismat til opin- berra starfa, afnám fríðinda, afnám æviráðninga og hreyfanleika í störf- um, reglur um velsæmi á opinber- um vettvangi og um ábyrgð og hegðan forystumanna. Hæfnismat til opinberra starfa Til að koma í veg fyrir að ráð- herrar misbeiti veitingavaldi í þágu flokksgæðinga og vildarvina verði gert skylt að auglýsa allar opinberar stöður og láta fara fram hæfnismat á vegum sjálfstæðra dómnefnda. Þessi skylda nái til allra opinberra stofnana og fyrirtækja. Það sýnir best hvað núverandi „Nú hefurfólkið í landinu sýnt með margvíslegum hœtti að það krefst breyttrar og betri hegðunar ráðamanna og kallar stjórnendur til ábyrgðar. Verkefnið erþví að forystusveitin sýni í verki að hún virði þá nýju mœlikvarða sem almenningur í landinu hefur sett. “ Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, HalldórÁsgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Óssur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.