Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Ekki er enn vitað hvenær mál raðsmíðaskipanna kemur til með að fara fyrir dómstóla SkuMabréfum ekki þinglýst Jöfur 1172. Sigurður Thoroddsen, lögfræðingur Ríkisábyrgðasjóðs segist ekki geta sagt fyrir um hvenær málsundirbúningi af hálfu ráðu- neytisins verði lokið, en þó mun fyrsta stefnan verða birt á næstu dög- um eða vikum. Að sögn Sigurðar Thoroddsen, lögfræðings Ríkisábyrgðasjóðs, er verið að yfirfara öll gögn sem fund- ist hafa og verið að leita að eldri skjölum sem tengjast rað- smíðaskipunum. Að sögn Sigurðar, er það misskilningur að ekki hafi verið skrifað undir kaupsamninga. Hins vegar hafi kaupendur aldrei skrifað undir skuldabréfin fyrir lán- unum, sem þeir fengu til skipa- kaupanna. „Auðvitað hefði átt að ganga frá þessum skuldabréfum áð- ur en skipin voru afhent," sagði Sigurður í samtali við MORGUN- PÓSTINN. Þar sem kaupsamningar voru undirritaðir og skipin komin í vörslu sinna nýju „eigenda“, en skuldabréfin ekki þinglýst, voru skipin ekki opinberlega í vanskilum við neinn og því ekki hægt að halda eftir sjö prósentunum, sem Stofh- fjársjóður innheimtir reglulega af öllum skipum. Þar að auki voru gerðar lagabreytingar árið 1986, sem sögðu fyrir um, að Stofnfjár- sjóður sæi ekki um innheimtu skulda fyrir Byggðastofnun og Rík- isábyrgðasjóð, nema útgerðirnar væru einnig í skuld við Fiskveiða- sjóð. Þolinmóðir lánadrottnar Aðalástæðurnar fyrir þeim töf- um sem orðið hafa á aðgerðum af hálfu ráðuneytisins segir Sigurður vera tvær. I fyrsta lagi ákveðna laga- lega örðugleika. Gengið var frá gerð ákveðinna tryggingarbréfa á sínum tíma, þar sem skipasmíðastöðvun- urn voru tryggðar greiðslur fýrir skipin. f þessum tryggingarbréfum voru engar ákveðnar upphæðir nefndar, og þar sem útgerðarmenn skrifuðu aldrei upp á skuldabréfin varð fyrst að reikna út fasta upp- hæð og fá hana staðfesta fýrir dóm- stólurn. Hin ástæðan og sú veigameiri mun þó vera sú, að menn vildu ná samningum við viðkomandi út- gerðarmenn og fá þá til að skrifa undir skuldabréfin áður en farið yrði í hart. Voru útgerðarmenn duglegir að kvarta yfir hinum ýmsu vanköntum, sem þeir fundu á skip- um sínum og kvóta og tefja þannig framgang mála. Eflaust hefði mörg- um, sem skuldað hafa minni fjár- hæðir til skemmri tíma en farið á hausinn eigi að síður, þótt mikill fengur í jafn þolinmóðum og skiln- ingsríkum lánadrottnum og Ríkis- ábyrgðasjóður hefur reynst þessum útgerðarmönnum. Enn er verið að semja við Nökkva hf., en það mun vera eina útgerðarfélagið sem sýnt hefur einhvern samningsvilja. „Reiknað með undirskrift“ En hvers vegna voru skipin af- hent áður en útgerðarmennirnir skrifuðu undir skuldabréfin? Líkt og Magnús Pétursson ráðuneyt- isstjóri, í síðasta tölublaði MORG- UNPÓSTSINS, hafði Sigurður ekki önnur svör en þau, að væntanlega hefðu menn „einfaldlega reiknað með því, að gengið yrði frá undir- skriftum" og þess vegna afhent skipin. Núna, sjö árum seinna, á að bjarga því sem bjargað verður og reyna að selja skipin upp í eitthvað af skuldunum. Einnig er unnið að samningum um greiðslu eins konar afnotagjalds fýrir þau ár, sem út- gerðarmennirnir hafa haft skipin „að láni“. Það er þó fullljóst að rík- issjóður hefur nú þegar tapað hundruðum eða jafnvel þúsundum milljóna króna vegna mistakanna við sölu skipanna. Samt sem áður virðast menn engan áhuga hafa á að komast að því, hver eða hverjir það voru, sem „reiknuðu með“ undir- skriftunum á sínum tíma. Ekki er unnið að neinni rannsókn þar á innan veggja ráðuneytisins. Þar er eins og menn hafi einfaldlega sætt sig við þessa einföldu skýringu og ætli að taka þessu milljarðaklúðri sem hverju öðru hundsbiti, sem enginn beri ábyrgð á. æöj Aðstoðarmenn ráðherranna hafa að meðaltali verið skipaðir í rúm- lega níu nefndir og hver þeirra fengið tæplega eina milljón króna í þóknun á kjörtímabilinu Tólf til Ijórtán milljón- ir fyrir nefndasetuna Steingrímur Ari Arason og Þröstur Ólafsson, aðstoðarmennirnir með hæstu aukatekjurnar. Þeir níu einstaklingar, sem gegna starfi aðstoðarmanns ráðherra, hafa að meðaltali verið skipaðir í 9,25 nefndir, stjórnir og ráð á kjörtímabil- inu og þegið fýrir það 922.564 krónur. Þann fýrirvara verður þó að gera á þessum tölum að ekki hefur borist yfirlit um þetta frá Jóni H. Karlssyni þar sem hann er staddur í út- löndum um þessar mundir. Þó er ljóst að nefndaseta hans hækkar meðaltalið. Þá eiga þeir flestir eftir að fá greiddar þóknanir fyrir nokkurn hluta vinnunnar. Skipaðir í fleiri en hundrað nefndir Alls hafa aðstoðarmennirnir átta, sem upplýsingar hafa borist um, setið í 74 nefndum og fengið greiddar 7,4 milljónir króna. Enn eiga þeir þó eftir að fá uppgert fýrir 20 nefndir þannig að þóknanirnar eru vart undir 10 milljónum. Þá er ótalinn hlutur Jóns H„ Þorkels Helgasonar, fyrrverandi aðstoðar- manns Sighvats Björgvinssonar, og þeirra aðstoðarmanna sem hættir eru störfum. Þann hóp skipa Magnús Jóhannesson, sem var aðstoðarmaður Eiðs Guðnasonar, og Bragi Guðbrandsson og Þor- lákur Helgason, aðstoðarmenn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þegar þeirra hlutur er reiknaður með er ljóst að aðstoðarmenn ráð- herranna á kjörtímabilinu hafa verð skipaðir í vel yfir 100 nefndir, stjórnir og ráð. í sumum tilvikum eru þó fleiri en einn aðstoðarmaður í hverri nefnd. Ætla má að heildar- þóknanir til þeirra allra nemi að minnsta kosti 12-14 milljónum króna umfram þau laun sem þeir hafa fýrir aðalstarf sitt. Steingrímur Ari og Þröstur með vel yfir tvær milljónir Yfirlit yfir nefndasetu sex starf- andi aðstoðarmanna og þóknanir sem þeir hafa fengið fyrir það starf var birt í MORGUNPÓSTINUM síðastliðinn fimmtudag. Þar var um ræða Ara Ewald, Birgi Her- mannsson, Eyjólf Sveinsson, Margréti S. Björnsdóttur, Sigur- geir Þorgrímsson og Þórhall Jósepsson. Sá síðasttaldi er ótví- ræður nefndakóngur aðstoðar- mannanna en hann hefur verið skipaður í 22 nefndir. Nú hafa sams konar upplýsingar borist frá tveim- ur til viðbótar; Steingrími Ara Arasyni, aðstoðarmanni Friðriks Sophussonar, og Þresti Ólafssyni, aðstoðarmanni Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Það sem af er kjörtímabil- inu hefur Steingrímur Ari verið skipaður í 16 nefndir, stjórnir og ráð á vegum hins opinbera. Engin þóknun er greidd fýrir fimm þeirra og enn á Steingrímur Ari eftir að fá uppgert fyrir setu í þremur, þar af einni sem starfað hefur frá 1992. Þannig að þóknanir sem hann hefur fengið ffam að þessu fýrir að sitja í átta nefndum nema 604.461 krónum. Þess utan hefur hann haft föst mánaðarlaun fyrir setu í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og samninganefnd ríkisins. Fyrir þá fýrrtöldu hefur hann fengið samtals 1.368.000 krónur og þá síðartöldu að minnsta kosti 400.000. í heild- ina hefúr Steingrímur því fengið greiddar að lágmarki samtals 2.372.461 krónu á kjörtímabilinu auk launa sinna sem aðstoðarmað- ur. Þröstur er hálfdrættingur á við Steingrím Ara, hefur verið skipaður í átta nefndir, stjórnir og ráð á kjör- tímabilinu. Greiðslurnar til þeirra eru þó svipaðar. Þresti hefur enn ekki verið greitt fyrir starf sitt í þremur nefndum en samtals hefur hann fengið launaávísanir sem hljóða upp á 2.317.351 krónu. Jón H. Karlsson, aðstoðarmað- ur Guðmundar Árna Stefáns- sonar, var skipaður í 12 nefndir í heilbrigðisráðherratíð yfirboðara síns. Ekki hefur reynst unnt að ná sambandi við Jón þar sem hann er í leyfi í útlöndum og því ekki ljóst hvort og þá hve margar nefndir hafa bæst við. Þá er það í hans höndum að birta tekjur sínar af nefndastarfinu. Slíkt yfirlit verður því að bíða betri tíma. SG Nefndaseta adstodaimanna ráðhena í ríkisstjóminni Fjöldi Nefndir Nefndir Heildar nefnda án sem á eftir þóknun þóknunar að greiða í krónum fyrir Ari Edwald 5 - - 297.695 Birgir Hermannsson 2 - 2 0 Eyjólfur Sveinsson 5 - 2 145.961 Margrét S. Björnsdóttir 7 - 3 247.394 Sigurgeir Þorgrimsson 9 2 1 666.287 Steingrímur Ari Arason 16 5 3 2.372.461 Þórhallur Jósepsson 22 2 6 1.333.365 Þröstur Ólafsson 8 - 3 2.317.351 Samtals 74 9 20 7.380.514 Meðaltal 9,25 1,125 2,5 922.564 í návíqi Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Umrœðan um jöfnuð hefur farið fram úr umrœðunni um úrangur Hvað átt þú við þegar þú segir að grunnskólarnir séu þjóðhættu- lega lélegir? „Ég horfi fýrst á skýrslurnar sem segja mér það að fjórðungur barna sem lýkur grunnskólaprófi nær ekki lágmarksárangrinum, sem er fimm. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er það nú einu sinni svo að það koma ekki saman tvennir eða þrennir foreldrar til að ræða um viðfangsefni í skólum að það komi ekki upp umræðan um að grunnskólinn nýti óskap- lega illa tíma eða lærdóms- hæfileika barnanna á þessu skeiði. Þar ber margt til; við setjum allt of litla peninga í menntakerfið. Við skipuleggjum skólann þannig að hann ýtir hvorki undir frammistöðu nem- enda eða starfsmanna. Starfsmenn í skólakerfinu eiga enga von um umbun fyrir góða frammistöðu. Sá sem leggur sig fram af mikilli eljusemi og leggur mikla vinnu í sitt starf og nær góðum árangri ber ekkert meira úr býtum en hinn sem fer fljótt yfir sögu og leggur lítið af mörkum. Launakerfið í skólunum örvar ekki og hættulegur skortur er á samkeppni og samanburði á milli skóla. Foreldrar hafa engar upplýsingar til- tækar um það hvernig þeir standa; hvort þessi skólinn sé betri en hinn.“ Viltu láta breyta kerf- inu þannig að einkarekn- ir skólar komi upp? „I sjálfu sér geri ég ekk- ert með eignarhaldið á skólunum en ég hefði vilj- að sjá annað rekstrarform. Mér finnst áhugavert það sem menn hafa verið að prófa sig áfram með, til dæmis í Bretlandi og Sví- þjóð og víðar um lönd, þar sem skólarnir eru farnir að hafa fjárhagslegan ávinn- ing af frammistöðu. Menn hafa þróað þetta fyrirkomulag sem er kallað skólapeningar; — að það fylgi ákveðin upphæð hverjum nemanda og það komi í hlut þess skóla sem börnin fara í og síðan er það stjórnanda þess skóla að nýta þessa fjármuni sem best. Það þarf að efla sjálfstæði skólanna og skóla- stjóranna og bæta samanburðinn á milli. Ég hef miklar efasemdir um að það val sem fór fram fýrir 15 ár- um -— og byggir á því að blanda fullkomlega í bekkina með börnum af öllum getuskalanum — og mæta erfiðleikum með sérkennslu, skili okkur áfram. Þetta gerir það alla- vega að verkum að það er setið að hæfileikum þess hluta úr hverjum árgangi sem best á með nám. Það er sama hvað okkur finnst en það eru hæfileikar þessa hóps sem eru lík- legir til að draga okkur áfram í efnahagslegu tilliti. Þess vegna þarf að búa vel að þesum hópi. Við höf- um í launalegu og skipulagslegu til- liti lagt allan þungann á meðal- mennskuna." Viltu láta meiri fjármuni af hendi til skólamála? „Öll fjárhagsleg aukning í skóla- kerfinu á síðustu árum hefur birst í aukinni sérkennslu. Þrátt fyrir það er árangurinn með þessum hætti. Það segir okkur að það er eitthvað að í skipulaginu. Ég veit það að það vantar miklu meiri peninga í þetta kerfi. Skiptingin á skattpeningun- um er auðvitað spurning um for- gangsröðun. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki verið að raða í rétta forgangsröð og ég hefði gjarnan viljað sjá stærri hluta af skattpen- ingunum ganga í skólakerfið.“ Hvað vilt þú gera? „Meginatriðið er það að við þurfum að setja meiri peninga inn í skólakerfið. Við þurfum að taka upp skipan í skólunum sem örvar árangur og setur árangurinn í önd- vegi en ekki einhver önnur mark- mið.“ Hvaða markmið ert þú að ræða um? „Mér finnst að að sumu leyti hafi umræðan um jöfnuð farið fram úr umræðunni um árangur. Hið fé- lagslega hlutverk skólans hefur fengið meira vægi en hið menntun- arlega. Þá er ég að tala um félagsleg- an jöfnuð og barnagæsluhlutverkið sem blandast alltaf inn í umræðu um skólamál hérna.“ Hvað finnst þér um fjölda nem- enda á hvern kennara? „Ég hef átt börn í Isaksskóla og það er enginn skóli á landinu sem er með fleiri börn í hverjum bekk heldur en hann. Reynsla mín segir mér að það séu aðrir þættir en fjöldi í hverjum bekk sem séu ákvarðandi um frammistöðuna. Auðvitað eru þarna einhver mörk en það er afar varhugavert að horfa á eina stærð eins og fjölda í bekkj- um. Ég held að það séu aðrir þættir sem skipta meira máli.“ -SMJ „Launakerfið í skólunum örvar ekki og hœttulegur skortur er ú samkeppni og samanburði á milli skóla. Foreldrar hafa engar upp- lýsingar tiltœkar um það hvernigþeir standa; hvort þessi skólinn sé betri en hinn. “ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinuveitendasambands íslands, hefur komið fram með harða gagnrýni á skólakerfið sem hann telur vera á miklum villigötum og nánast þjóðhættulega lélega.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.