Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 31 Andre Agassi á sigurbraut Sigraði Mi- chael Stich í úrslrtum Bandaríski tennisleikarinn Andre Agassi sigraði í gær a opna Creditanstalt-mótinu í tennis sem lauk í gær. Hann bar þá sigurorð af Þjóðverjanum Michael Stich í tæplega þriggja klukkustunda löng- um úrslitaleik, 7-6 4-6 6-2 6-3. Við það hækkaði hann um tvö sæti á al- þjóðlega styrkleikalistanunr og er nú kominn í áttunda sætið. ■ Mark Bosnich hjá Aston Villa Lykillinn að velgengni er Kóraninn Ástralski landsliðsmarkvörður- inn Mark Bosnich, sem leikur með Aston Villa, hefur greint frá leyndarmálinu á bak við glæsileg tilþrif hans í markinu að undan- förnu. Þrátt fyrir að vera ekki með þá líkamsbyggingu sem gjarnan fylgir markvörðum þá hefur hann varið ótrúlega oft á tíðurn og sýnt rnikið öryggi á milli stanganna. Hann segir að það sé Kóraninum, heilagri ritningu íslams, að þakka hversu vel hann hefur leikið. Hann hefur legið yfir þessum fræðum að undanförnu og segir þau hafa breytt hugarfari sínu. „Það gæti verið að ég sé bara að þroskast eða að hluta til sú staðreynd að ég er að lesa Kóraninn. Það heillar mig mik- ið að lesa um mismunandi menn- ingar- og trúarheima," segir þessi lipri markvörður sem hóf feril sinn í ensku knattspyrnunni með Manc- hester United en hefur nú slegið í gegn með Aston Villa. „Kóraninn hefur veitt mér annað sjónarhorn á lífið, allt sem gerist á sér ástæðu,“ segir þessi trúaði markvörður. ■ Jordi Cruyff fetar í fótspor föðurins í meira lagi yfírtýsinga- glaður Það er margt líkt með feðgunum Johan og Jordi Cruyff. Eins og margir muna þá var Johan aldrei spar á stóru orðin þegar hann var upp á sitt besta og þá var engum hlíft. Jordi er nú farinn að banka hressilega á dyrnar í aðalliði Barcelona og hefur greinilega erft fleira en knattspyrnu- hæfileikana ffá pabba gamla. „Yngri leikmenn félagsins hafa miklu meiri sigurvilja en menn eins og Romario, Stoichkov og Bakero,“ lét Jordi hafa eftir sér eftir slaka byrjun Barca á tímabilinu. „Pabbi er að gera mistök með því að halda sig við gömlu brýn- in. Þeir hafa ekki spilað af meiri krafti en liðin lík. Ef ég hefði til dæmis ver- ið inn á á móti Zaragoza hefðum við unnið í stað þess að tapa 1:2. Þetta er ekki bara spurning um það hverjir eru valdir og hveijir eru á bekknum. Leikaðferðin er einfaldlega röng. Lið eins og Zaragoza hafa fundið leið til að verjast Barcelona og ef við ætlum að vera feti framar en andstæðing- arnir verðum við að koma upp með nýtt leikskipulag,“ sagði þessi 19 ára knattspyrnumaður, sem hefur heill- að marka sparkfikla á Spáni að und- anförnu. ■ Táknrænt fyrir leikinn. Hér gnæfir Lenear Burns yfir aðra leikmenn og hirðir eitt þrettán frákasta sinna. Hann fór á kostum í leiknum og lék út- lendingalausa Hafnfirðinga oft grátt með styrk og sprengikrafti sínum. Keflavíkurhmðlest in á fljúgandi ferð! Bums vattaði yfir smávaxna Hafnfírðinga. Það er ekki ofsögum sagt að Lenear Burns, Bandaríkjamaður- inn í liði iBK, sé besti útlendingur deildarinnar. Hann átti stórleik í góðum sigri Keflvíkinga á Haukum og er stigahæsti leikmaður DHL- deildarinnar um þessar mundir. „Við erum að kynnast nýrri hlið á Burns með hverjum leiknum," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari IBK. „Hann er mikill liðsmaður, án nokkurs vafa besti útlendingurinn sem við höfum haft i fjölda ára.“ Spurningunni hvort þetta væri betri byrjun en hann hafði búist við svaraði hann hvorki neitandi né játandi. „Þetta er alveg eins og ég bjóst við.“ „Við erum á réttri leið og verðum sterkari þegar líða tekur á mót.“ Þótt Keflvíkingar hafi sigrað með tíu stiga mun voru það Hafnfirð- ingar sem höfðu undirtökin nær allan leikinn. Þeir fóru vel af stað með skotsýningu bræðranna Jóns Arnars og Péturs Ingvarssona. Þeir voru óragir að láta skotin flakka utan þriggja stiga línunnar og iðulega rataði knötturinn rétta leið. Sigfús Gizurarson, sem rú- staði Herberti Arnarssyni á dög- unum, tók gulldreng Keflavíkur, Davíð Grissom, í nefið í fýrri hálf- leiknum og reyndar átti Grissom í mestu vandræðum allan leikinn. Það er ekki að ástæðulausu sem menn eru farnir að kalla Sigfús „gulldrengjabanann". I herbúðunt Keflvíkinga var Burns allt í öllu, hélt liði sínu inni í leiknum með tuttugu stigum í fyrri hálfleik og því var ekki nema eins stigs munur á liðunum þegar flaut- að var til loka hálfleiks. I seinni hálfleik héldu Haukar uppteknum hætti, börðust eins og ljón og náðu mest ellefu stiga for- skoti, 81-70, um miðjan seinni hálf- leik. Allt lék í lyndi hjá Hafnfirðing- um og þjálfarinn skrautlegi, Peter Jelic, réði sér varla af kæti. En þá var eins og allur krafturinn væri búinn og Keflvíkingar skoruðu sautján stig í röð. Aðalástæðan fyrir þessum miklu straumhvörfum var sú að Haukar ientu í miklum villu- vandræðum og misstu bæði Jón Arnar og Sigfús út af með fimm villur. Ungir og óreyndir Hafnfirð- ingar réðu því ekkert við banvæna pressuvörn Keflvíkinga, þar sem Sverrir Sverrisson fór ffemstur í flokki, og því vann ÍBK með tíu stiga mun eins og fyrr sagði. Lenear Burns skoraði 41 stig, sem er stigamet á þessu tímabili, og hirti þrettán fráköst. Það eina sem hægt var að setja út á leik hans voru vítaskotin en hann misnotaði átta af átján. Meira að segja Shaquille O’Neal hefði hitt betur og þá er nú mikið sagt. Þeir Sigurður Ingi- mundarson og Albert Óskarsson (átta fráköst) skiluðu vel hlutverki sínu og það sama má segja um bak- verðina Jón Kr. Gíslason (átta stoð- sendingar) og Sverri Sverrisson sem spilaði góða vörn í seinni hálf- leik. Davíð Grissom hefur oft leikið betur enda vanur að skora tuttugu stig í leik. Pétur Ingvarsson var jafnbesti maðurinn hjá Haukum og sýndi oft „Jordantakta". Jón Arnar er allur að koma til eftir frekar slaka byrjun og þegar hann er upp á sitt besta þá er fjandinn laus. Sigfús (fimm stolnir boltar), Óskar og Þór spil- uðu einnig vel. Annars er höfuð- verkur liðsins skortur á betri há- vöxnum leikmönnum til að stöðva miðherjaskrímsli eins og Burns og Rondey Robinson. Haukar náðu aðeins 21 frákasti í öllum leiknum og sannar það vel vandræðin sem þeir eiga við að etja. -eþa Körfubolti Áttunda umferð Þór Ak.-ÍR 86-78 Stigahæstir: Þór: Sandy Anderson 20. ÍR: Herbert Arnarson 23. Þórsara sigruðu (R-inga á hinum geysisterka heimavelli sinum. ÍR-ing- um hefur hins vegar ekki enn tekist að vinna útileik í vetur. Sandy Ander- son kom, sá og sigraði í viðureign sinni við John Rhodes. Njarðvik-Grindavík 77-73 Stigahæstir: Njarðvík: Valur Ingi- mundarson 23. Grindavík: Marel Guðlaugsson 18. Meisturunum ætlar ekki að fatast flugið og sýndu bjartsýnum Grindvík- ingum í eitt skipti fyrir öll af hverju þeir eru meistarar. Þvi má þó ekki gleyma að Grindvíkingar eru útlend- ingslausir og eins og sést á úrslitum leiksins var ansi mjótt á mununum. Njarðvíkingar mega þvi passa sig á Grindvíkingum nái þeir sér í kraftmik- inn Kana. Snæfell-KR 70-101 Stigahæstir: Snæfell: Raymond Hardin 15. KR: Donovan Casanave 22. Snæfellingar biðu enn eitt afhroðið og er nú svo komið að lið senda hálf- gerð varalið á Hólminn. Það mega þeir þó eiga, áhorfendur í Stykkis- hólmi, að þeir standa vel við bakið á sínum mönnum í blíðu og striðu. ÍA-Tindastóll 81-72 Stigahæstir: ÍA: Brynjar Karl Sigurðs- son 28. Tindastóll: John Torrey 29. Skagamenn eru enn erfiðir heima fyr- ir. Sauðkræklingar hafa spilað betur en margir bjuggust við i vetur og er það að miklu leyti að þakka John Torrey. Skagamenn fagna endur- komu Brynjars Karls Sigurðssonar og er ekki spurning um að liðið er mun sterkara með hann innan borðs. Skallagrímur-Valur 93-67 Stigahæstir: Skallagrímur: Aleksand- er Ermólinskij: 22. Valur: Bárður Ey- þórsson: 17. Annað verður ekki sagt en að stórsig- ur Skallagríms komi nokkuð á óvart en Valsmenn hafa ekki náð neinni festu i leik sinn það sem af er tímabili. Jonathan Bow lék meiddur og skor- aði aðeins 15 stig. Staðan í Úrvalsdeildinni A-ríðill Njarðvík ÞórAk ÍA Skallagrímur Haukar Snæfell B-ríðill Grindavik Keflavík KR ÍR Valur Tindastóll Spánn Deportivo eitt á toppnum Deportivo Coruna er enn tap- laust í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Liðið vann Valencia á heimavelli sínum í gær, 3:1. Real Madrid náði hins vegar bara jafntefli á heimavelli sínum gegn Compostela, og Real Zaragoza gerði góða ferð er það sótti Real Betis heim. Zaragoza sigraði 0:1. Þá er Barcelona er í fjórða sæti eftir 1:0 sigur á Tenerife. Úrslit um helgina Real Oviedo - Sevilla 1:0 Real Valladolid - Real Sociedad 1:1 Barcelona - Tenerife 1:0 Real Betis - Real Zaragoza 0:1 Real Madrid - Compostela 1:1 Logrones - Espanol 1:1 Albacete - Racing Santander 2:0 Athletic Bilbao - Sporting Gijon 2:0 Celta - Atletico Madrid 1:0 Deportivo Coruna - Valencia 3:1 Staða efstu liða Dep.Coruna 8 Real Madrid 8 Real Zaragoza 8 Barcelona 8 Athletic Bilbao 8 Real Betis 8 Tenerife 8 Sporting Gijon 8 Espanol 8 Valencia 8 Markahæstir 7 - Ivan Zamorano (Real Madrid) 6 - Carlos Munoz (Real Oviedo), Angel Cuellar (Real Betis) 5 - Juan Esnaider (Real Zaragoza), Meho Kodro (Real Sociedad), Pe- drag Mijatovic (Valencia), Kiko Nar- vaez (Atletico Madrid). 15:8 13 17:6 12 16:10 12 15:9 11 7:8 10 13:5 9 9:6 9 10:13 9 12:9 8 11:11 8 16 stig 8 stig 8 stig 6 stig 6 stig 0 stig 12 stig 12 stig 10 stig 8 stig 6 stig 4 stig

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.