Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN ERLENT 13 IsTámskir bókstafstrúarmenn eru í herferð til að brjóta konur aftur til undirgefni við feðraveldi múslima«» ~ lá : Heilagt stríð um konumar I nýlegri grein í tímaritinu Le nou- vel observateur segir franski heim- spekingurinn Bernard-Henri Lévy að hreintrú sé skæðasta meinsemd andans á tuttugustu öld. Mein Kampf segir hann, var bók fyrir hreintrúarmenn. Voðaverk komm- únista í Sovétríkjunum hafi verið sprottin af hreintrú. Pol Pot hafi verið hreintrúaður. Bernard-Henri Lévy spyr hvort heimsbyggðin sé reiðubúin að upplifa enn eina öldu ógnar og morða af hendi hreintrú- armanna. Hana sér hann birtast við sjóndeildarhringinn í líki íslamskra ofsatrúarmanna; þeir séu háskaleg- asta birtingarmynd slíkrar hreintrú- ar á okkar dögum. Víglínan í stríði íslamskra bók- stafstrúarmanna liggur um hjörtu 500 milljóna kvenna sem búa frá Indónesíu í austri til Frakklands í vestri. í þessari baráttu beita þeir fortölum og áróðri, en þeir skirrast heldur ekki við að nota ofbeldi. Konur sem rísa upp gegn þessari bylgju ofsatrúar setja sig í mikla hættu. Margar þeirra — til að mynda í Alsír, Túnis og Tyrklandi — hafa vanist því að búa við nokk- urt ffelsi. Þær hafa farið út af heimil- unum, sótt sér menntun og gegna ábyrgðarstörfum meðal karla. Þær telja sig hafa rétt til að velja sér eigin- menn, til að ákveða hvort og hvenær þær vilja eignast börn —jafnvel rétt til fóstureyðinga. Slíkar konur eru helstu skotmörk bókstafstrúarmanna sem vilja að þær setji aftur upp blæjuna, tákn undirokunar kvenna, hverfi inn á heimilin og játi undirgefni sína gagnvart feðrum, eiginmönnum og bræðrum. Frakkar eru sú þjóð á Vesturlönd- um sem horfa á þetta stríð með hvað mestum áhyggjum. Þar í landi eru búsettar milljónir múslima sem margir hverjir hafa flutt með sér trú sína og siði. Múslimar í Frakklandi verða fyrir miklum áhrifum frá trú- bræðrum sínum í ríkjum Norður- Afríku, til dæmis í Alsír þar sem bókstafstrúin sækir fram með of- forsi. Islamskir klerkar hafa lýst því yfir að Frakkland sé ekki lengur land sem liggi að íslam (dar el-ahd), heldur sé það íslömsk jörð (dar el- islam). Dyrnar milli Frakkfands og heims múslima hafa lengi verið opnar í meira en hálfa gátt. Frökkum mun ekki líðast að skella þeim aftur, enda má segja að núorðið sé íslam í raun sérstakt samfélag innan samfélagsins franska. I staðinn hafa frönsk stjórn- völd af nokkrum vanmætti reynt að hafa auga með því hvar bókstafs- trúnni skýtur upp: Reynt er að hindra það eftir megni að múslima- stúlkur gangi með blæju í frönskum skólum og háværir leiðtogar ofsa- trúarmanna hafa að undanförnu verið handteknir og fluttir úr landi. Konur eru óæðri Bókstafstrúarmenn fara ekki í grafgötur með fyrirætlanir sínar, þeir mega eiga það að þeir berjast fyrir opnum tjöldum. Um allan heim múslima, í Saudi-Arabíu, Al- sír, Bangladesh, Súdan og Iran heyr- ist sama orðræðan. Það er talað um vestræna hugarfarsmengun og óhreint og blygðunarlaust líferni hinna trúlausu. En þegar öllu er á botninn hvolft á þetta næstum allt upphaf og endi í sama stað — hjá konum. Eins og önnur hreintrú byggir bókstafstrúin íslamska á því að mað- urinn sé óhæfur til að njóta frelsis. Til að koma í veg fyrir að hann fari sér að voða verði að binda hann í viðjar laga og regluboða. Þessar regl- ur eru sjálft guðs orð eins og það birtist í hinu heilaga riti, Kóranin- um. Kjarni þessarar heimsmyndar, þar sem enginn greinarmunur er gerður á andlegu valdi og veraldlegu, er feðraveldið. Líklega þekkjast engin trúarbrögð sem eru undirstaða jafn algjörs feðraveldis og íslam. Nútím- anum með tilheyrandi frelsun kon- unnar er líkt og stefnt gegn þessu feðraveldi. Það snýst til varnar og skirrist ekki við að beita öllum ráð- um til að forða sér frá falli. I þeirri baráttu getur það skírskotað til hefðar sem nær þrettán hundruð ár aftur í söguna. Þar er konum af- dráttarlaust vísað á sinn stað. Konur eru óæðri vegna uppruna síns; þær eru rif úr síðu Adams. Vegna gerðar sinnar; þær hafa blæð- ingar mánaðarlega. Vegna hlutverks síns; þær skulu fæða börn og ekki láta neitt trufla það. Konur eru líka háskagripir. Þær bera með sér ffæ- korn eyðileggingar og uppnáms. Þær eru fagrar og lostafullar og hafa ekki stjórn á kynhvöt sinni. Því ber að halda þeim niðri og hylja þær fyr- ir augum breyskra karlmanna, ann- ars eru þær eilíf uppspretta vand- ræða og stjórnleysis — á bandi djöf- ulsins. Konur eiga að halda sig inni á heimilunum og yfirleitt ekki vera á ferli meðal ókunnra karlmanna. Þær eiga ekki að sýna andlit sitt eða lík- ama; eftir byltingu klerkanna í Iran voru ótal dæmi um konur sem var misþyrmt fýrir að brjóta gegn þess- ari trúarsetningu. Aðskilnaður kynjanna er eins og stöðug árátta. Meðan karlmenn geta stundað fjölkvæni er konan dæmd til hreinlífis. Gerist hún sek um hór- dómsbrot er hún hýdd samkvæmt lögmálinu. (Dæmi: þrettán ára stúlkubarn sem um daginn var hýtt opinberlega í Bangladesh.) Dýrmæt- asta eign hennar er meydómurinn, án hans fær hún ekki eiginmann. Hann er eins og fangelsi sem er gætt af föður og bræðrum. I slíkum hug- arheimi er það blöskranleg hugdetta að konur fái að ráða yfir lífi sínu, hvað þá yfir líkama sínum. Verslun með börn Vissulega eru samfélög múslima ekki einsleit, þótt alls staðar sæki hreintrúarmenn á. I ríkjum á borð við Saudi-Arabiu og Yemen er und- irokun kvenna alger. Þar þykir til dæmis ekkert óeðlilegt að gifta stúlkur á aldrinum tíu til fjórtán ára, eða jafnskjótt og þær eru farnar að hafa á klæðum. Viðskipti með stúlkubörn eru alsiða. Fréttaritari Newsweek skýrði frá því að á sama tíma og ráðstefna um fólksfjölgun í heiminum var haldin í Kaíró hefði hann orðið vitni að því að egypskt stúlkubarn var selt af föður sínum í hendur auðugum karlmanni frá furstadæmi við Persaflóa. Kaup- verðið var um 300 þúsund íslenskar krónur. I múslimaríkjum Afríku tíðkast enn ógeðfelldara athæfi — um- skurður kvenna. Það hefur verið áætlað að um 80 þúsund stúlkur þurfi að undirgangast þessa athöfn árlega, en margir segja að talan sé miklu hærri. I Frakklandi þekkjast dæmi um umskurð stúlkna úr þel- dökkum múslimafjölskyldum. Þessi siðvenja er reyndar ekki sérstök uppfmning múslima, en það eru þeir sem hafa haldið tryggð við hana. Hugmyndin á bak við þessa grimmúðlegu athöfn er einföld: Eft- ir að snípurinn hefur verið fjarlægð- ur finna konur enga unun í kynlífi og geta gegnt hlutverkinu sem þeim er áskapað — að fæða börn. I samanburði við þetta búa konur í Tyrklandi, Túnis og Marokkó í Paradís. Þar hefur íslam að vissu marki aðlagað sig að nútímanum. En það er að þeim sótt og þær vita að þær hafa margt að verja. Fyrir þær er það spurning um líf og dauða að standa gegn framrás bókstafstrú- arinnar. Þær ganga nefhilega ekki að því gruflandi hvað gæti beðið þeirra, þær þekkja mennina sem vilja setja upp fýrirmyndarríkið þar sem þær yrðu fangar. -eh -byggt á Le nouvel observateur. Kuflklæddar konur ganga til bæna í háskólanum í Teheran. Stjömurádópi Stjömur, kynlíf og eiturlyf, nákvæm- lega það sem fólkið vill lesa. Þetta eru orð útgefanda nýútkominnar bókar, Hollywod Connection, sem fjall- ar um gjálífi stjamanna í Hollywood. Höfundur hennar er Rayce Newman, 32 ára maður, sem segist hafa verið sérstakur kókaínsali Holly- woodstjarna i heil átta ár. Því ævin- týri lauk með þriggja ára fang- elsi og á þeim tíma skrifaði hann bókina, sem hann segir svo sam- kvæma sannleikanum að hann hafi gengist undir próf í lygamæli til að sýna að hann færi með rétt mál. Allt um það eru sögumar nógu krasss- andi. Um Jack Nicholson segir New- man að hann hafi verið til í allt, eitur- lyf og kynlíf, oft með tveimur eða þremur stúlkum í einu og jafnvel að barnsmóður sinni, Rebecca Brouss- ard aðsjáandi. Hann segist hafa huggað Juliu Roberts í ástarsorg með því að gefa henni línu af kókaíni. Prince sé ekkert kyntákn, segir hann, hann vilji helst lesa úr Biblíunni fyrir konur. Vandi Syl- vester Stallone sé af öðrum toga; vegna steraneyslu þjáist hann af getuleysi. Undir áhrif- um eiturlyfja hafi Stefanía Mónak- óprinsessa verið tii í að gera það með hverjum sem er og hvenær sem er. Rod Stewart sé fínn náungi, en hann geti ekki verið trúr konunni sinni. Eddie Murphy sé hins vegar einn fárra í Hollywood sem noti ekk- ert dóp, en hans árátta sé sú að hann vilji ekkert nema hvítar stúlk- ur. ■ Jack Nicholson Keanu allsber? Bandaríska tíma- ritið US hefur ný- lega birt árlega könnun þar sem lesendur velja það besta og það lakasta í skemmt- anaiðnaðinum. Þar komust sex þúsund svarendur meðal annars að þeirri niðurstöðu að Jim Carey væri versti kvikmyndaleikarinn en Tom Hanks sá besti. Jodie Foster var val- in besta leikkonan, en Madonna sú versta og kemur engum á óvart. Lesendurnir treystu hins vegar Clint Eastwood leikara best til að fóta sig í stjórnmálum, en vildu helst leika í nektarsenu með Keanu Reeves. Johnny Depp var valin sú stjama sem þyrfti helst að fara í klippingu, en Roseanne Barr versta leikkonan í sjónvarpi. Michael Bolton þótti hvort tveggja besti og versti söngvarinn, en helst vildi fólk sjá Mel Gibson og Juliu Roberts í ástarleik á hvíta tjald- inu. Þau myndu þó ekki duga í end- urgerð Casablanca, en þar vildu les- endur US helst sjá Harrison Ford og Isabeilu Rosselini. ■ Keanu Reeves Dauðadæmd kona sem bugast ekki Gegn tveimur konum hafa ís- lamskir bókstafstrúarmenn magn- að uppfatwa sem þýðir að þær hafa verið dæmdar til dauða og eru rétt- dræpar hvar sem í þær næst. Önn- ur er er skáldkonan Taslima Nasreen frá Bangladesh sem vann sér það til óhelgis að skrifa bók og fer nú huldu höfði í Svíþjóð. Hin er 36 ára stærðfræðikennari frá Alsír, Khalida Messaoudi að nafni. Hún er á dauðalista FIS, hreyfmgar bókstafstrúarmanna í Alsír og henni hafa verið sýnd banatilræði. Samt er hún enn búsett í landinu, þótt hún neyðist til að lifa í felum. En þessi kjarkmikla kona er ekki á því að gefast upp, heldur segist hún jafnvel tilbúin að grípa til vopna ef í nauðirnar rekur. I Alsír eru pólitísk morð daglegt brauð. Það eru bókstafstrúarmenn- irnir sem veifa byssunum og þau hafa rekið stjórnvöld á undanhald, en lýðræðissinnar á borð við Khal- ida Messaoudi hafa varla önnur ráð en að halda fundi á götum til að láta í sér heyra. Það er mikill ótti í loftinu, marg- ir þora ekki lengur að standa í vegi bókstafstrúarmanna; sumir flýja land en konur láta þvingast til að ganga með blæju - sem Khalida Messaoudi líkir við gula stjörnu gyðinga á tíma þriðja ríkisins. Sjálf er hún fráskilin og barnlaus og seg- ist ekki þurfa að óttast um annað en eigið líf og limi. Khalida Messaoudi varar við því að Alsír sé á leið með að breytast í alræðisríki þar sem ráði „grænn fasismi" eða „þjóðernis-íslamismi" eins og hún kallar það. Hún segir að það myndi jafngilda kviksetn- Khalida Messaoudi segir að íslamskt bókstafstrúarríki myndi jafngilda kviksetningu fyrir milljónir alsírskra kvenna. ingu fýrir milljónir alsírskra kvenna. Hún ákallar vestræn lýð- ræðisríki og segist óttast að þau skilji ekki hvílík ógnarstjórn sé í uppsiglingu í Alsír. Hér takist á tvær gjörólíkar samfélagshug- myndir; önnur byggi á lýðræði og mannréttindum, hin á ofsatrú og forneskju. Þar þurfi lýðræðissinnar hvarvetna að leggja sitt lóð á vogar- skálarnar og þá ekki síst konur á Vesturlöndum. ■ Gríðlandið Túnis Arfleifð Bourguiba er sterk Meðal íslamskra ríkja er Túnis að vissu leyti eins og vin í eyðimörk- inni. Þar hafa í fjörutíu ár verið í gildi lög um jafnrétti sem tryggja að konur i landinu njóta óvenju mikils frelsis. Þetta er öðru frernur höfundarverk Habib Bourguiba, helsta leið- toga Túnisbúa á öldinni. Flokkur hans var ein- valda í Túnis lengi eftir að nýlendutíma Frakka lauk og Bourguiba not- aði vald sitt til að berja með hörku í gegn lög sem bönnuðu fjöl- kvæni, tryggðu jafnrétti tfl arfs, mennta og vinnu og jafnframt frelsi til fóstureyðinga og getnað- arvarna. Afleiðingin er sú að Tún- is er vestrænast ríkja í heimshluta íslams og hið lýðfrjálsasta. Þessar þjóðfélagsumbætur Bourguiba virðast vera svo varanlegar að Túnis er nánast eina múslimarík- ið þar sem bókstafstrúarmenn láta ekki á sér kræla. Austan við Túnis er hins vegar Alsír, miklu stærra og fjölmennara ríki, og þangað horfa Túnisbúar í angist.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.