Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Nunnur myrtar í Alsír Tvær nunnur frá Spáni voru myrtar í grennd við Algeirsborg í Alsír í gær. Þær höfðu látið sem vind um eyru þjóta viðvaranir um hættuástand í landinu, en fimmtíu útlendingar hafa verið myrtir þar síðasta árið. Talið er að tilræðis- mennirnir séu eins og endranær úr flokki íslamskra bókstafstrúar- manna. Nunnur hrella páfa Nunnur á Italíu mótmæltu í gær þeirri stefnu kaþ- ólsku kirkjunnar að leyfa ekki kvenprestum að taka vígslu. Mót- mælin áttu sér stað í Páfagarði, nánar tiltekið fyr- ir framan glugga á húsakynnum Jó- hannesar Páls páfa. Frítt heróín í Amsterdam Hollensk heilbrigðisyfirvöld hafa fallist á að gerð verði tilraun með að gefa langt leiddum fíkniefna- neytendum í Amsterdam heróín til að koma í veg fyrir glæpafaraldur og útbreiðslu sjúkdóma. Yfirvöld segja að þetta muni aðeins ná til ör- fárra sjúklinga, en ráðamenn í ná- grannaríkjum eru lítt hrifnir og segja að þetta verði einungis til þess að auka neyslu. Maxwell var skrímsli Ekkja Roberts Maxwell blaða- kóngsins sem drukknaði á dular- fullan hátt fyrir þremur árum, seg- ir að hann hafi ver- ið skelfilegur mað- ur og með ríka til- hneigingu til stór- mennskubrjálæðis. Þetta mun koma fram í væntanlegri ævisögu ekkjunnar, en þar segir líka að hann hafi niðurlægt hana og smáð og lagt hendur á syni þeirra. Striplingur borgarstjóri? Allt bendir til þess að næsti borg- arstjóri Bogota, höfuðborgar Kól- ombíu, verði skrýtinn heimspeki- prófessor sem var vikið frá störfum fyrir að leysa niður um sig á opin- berum fundi. Prófessorinn, Antan- as Mockus, hefur yfirburði í skoð- anakönnunum og þykir það bera vott um hvað kjósendur eru leiðir á hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Brot af því besta úr ævisögu Karls Bretaprins Átti í þreföldu ástar- sambandi við Camillu Það nýjasta í hinni óendanlegu sápuóperu um bresku konungsfjöl- skylduna birtist í helgarútgáfu The Sunday Times um helgina en Lund- únarblöðin keppast við að birta kafla úr ævisögu Karls Bretaprins sem er rétt ókomin á markaðinn. I bókinni kemur meðal annars ffam að Karl Bretaprins hafi átt í þremur ástarsamböndum við Ca- millu Parker Jones og hjá henni hafi hann fengið þá ást og umhyggju sem Díana prinsessa veitti honum aldrei. Það hafi hins vegar gert út- slagið að Díana hafi neitað honum um að hafa samskipti við syni þeirra. Ástareldur Karls til Camillu kviknaði í þriðja sinn, í lok ársins 1986 þegar hann hafði endanlega fengið nóg af Díönu. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum í Bretlandi er mat meiri- hluta breskrar alþýðu að Karl eigi að verða næsti konungur Bretlands, jafhvel þó hann skilji við Díönu og giftist aftur. Það eru einnig fleiri en færri Bretar þeirrar skoðunar að Karl prins beri sök á því að upp úr hjóna- bandi þeirra hafi flosnað. I ævisöga Karls, sem er skrifuð af blaðamanninum Jonathan Dim- bleby eru einnig sagðar sögur af Karli sem ungum sjóliðsforingja. Til að mynda hitti Bretaprins maga- dansmær á hóruhúsi í Kólumbíu og kitlaði hana í magann en hún brást ókvæða við og barði hann í hausinn með taktsmellu. Á Hawai, stóðst hann þá ffeistingu að þiggja maríjúana af tveimur næst- um ómótstæðilegum ljóskum sem hann bauð út að borða. I Venesúela minnist Karl þess að hafa orðið yfir sig ástfanginn af eig- inkonu pólospilara og dansað við hana villt og ástríðufullt. Karl hinn ungi og óreyndi, neydd- ist hins vegar til að dansa við ítur- vaxna og ófríða konu í Tonga sem leit hann girndaraugum svo hann ákvað að láta sig hverfa úr annars ágætu samkvæmi og leita athvarfs um borð í skipinu. ■ Hamassveitir spilla friði Mikill ágreiningur milli ísraels og Pal esb'numanna Búist er við að viðræður ísraels- manna og Palestínuaraba sem hóf- ust í Kairó í gær verði mjög erfiðar. Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels, krafðist þess að PLO hjálp- aði ísraelsmönnum að ganga milli bols og höfuðs á hryðjuverka- mönnum Hamassveitanna sem beita nú öllum brögðum til að spilla friðarsamkomulagi PLO og Israelsríkis. Hamassveitirnar, sem undan- farnar tvær vikur hafa myrt tuttugu og fjóra ísraelsmenn, njóta tals- verðs fylgis á svæðum Palestínuar- aba og óttast leiðtogar þeirra að það muni leiða til ófriðar á sjálfstjórn- arsvæðunum ef þeir segi sveitunum stríð á hendur. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur lagt til að Isra- elsmenn svari heldur með tilslök- unum og með því að láta lausa fanga og freisti þannig að vinna stuðning þeirra sem eru óvissir um gildi friðarsamkomulagsins. Israelsmenn virðast hins vegar reiðubúnir til að beita fullri hörku. Þeir hafa meinað palestínskum verkamönnum að fara til vinnu sinnar í Israel og hafa handtekið á annan tug Hamasmanna. Sam- kvæmt upplýsingum PLO eru það einungis lágt settir fylgismenn, en víst er að Israelsmenn munu aldrei hafa hendur í hári hryðjuverka- mannsins sem sprengdi strætisvagn í Tel Aviv á miðvikudag með þeim afleiðingum að tuttugu og tveir létu lífið. Það hefur verið staðfest að þar var á ferðinni Saleh Abdel Rahim al-Souwi, 27 ára íbúi á Vestur- bakkanum. Hamassveitirnar hafa sent frá sér myndband þar sem hann kveður fjölskyldu sína og vini i hinsta sinn og heldur af stað til að sprengja upp strætisvagninn og sjálfan sig í leiðinni. Hugað að fórnarlambi eftir skotárás Hamasmanna í Jerúsalem fyrr í mánuðinum. Sri Lanka Forsetaframbjóð- andi myrtur Talið er að fimmtíu manns hafi látið lífið þegar sprengja sprakk á stjórnmálafundi á Sri Lanka í gær- kvöld. Meðal hinna föllnu var Gamini Dissanayke, helsti leið- togi stjórnarandstöðu í landinu og frambjóðandi til forsetaembættis. Forsetakosningar eru ráðgerðar á Sri Lanka 9. nóvember og var Diss- anayke talinn eiga góða möguleika á að sigra andstæðing sinn, forsæt- isráðherrann Chandrika Bandar- anaike Kumaratunga. Dissanayke særðist illa í spreng- ingunni og lést skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahús. Gorbatsjov auglýsir Macirrtosh Kannski er Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, ekki svo ýkja fjársterkur. Að minnsta kosti not- ar hann ýmis ráð til að drýgja tekjurnar. Að undanförnu hafa birst í þýskum blöðum auglýsingar þar sem Gorbat- sjov mælir með því að fólk ist entwederTeil der Lösung fderTeiI des Problems. Ich habe mich rersteres entschieden.“ jlí* ftrfirtír'Awlwt »*:. át 4» >í» Im»**: KwðufJ híxnicv V-xiui Gfifaxsdt* •<Káurpí«**« fitan eh asé je. bi<if «íi«i U'sxAvAícxí »1. ín joif SAuóxi ítí>J«.4 fcúwm IwJótxiWiffajídkfi Jí.-w iisi’. fttíoái bz tt Uf Cfcíft ííjfe (r. W*t 1 «*<»(*»«* II *Ar<> Hnxdi'. f«K'i*»i tív íKftwVitiahl rt*i4*t**&r Véw*. ,«:i» w Hxxicft. M * 1»hr fmMra J.*l <io(gð&Mr an. iww»a»co*ft»í*íaaí«i.cijo.as ia n vato. tHtJdlWrtíf m. -taá- IhimaiM Mw.ll it-nglilifl; noti Macintosh-tölvur. I auglýsingunni segir Gor- batsjov orðrétt: „Maður er annað hvort hluti af lausn- inni eða hluti af vandamál- inu. Ég hef kosið að vera hið fýrra.“ Síðan er bætt við að fáir menn hafi haft jafn já- kvæð áhrif á þróun heims- mála á öldinni og Gorbat- sjov. Nú helgi hann krafta sína umhverfisverndarsam- tökunum Græna krossin- um. Þar ríði á að geta brugð- ist leifturskjótt við, á sek- úndubroti, og með aðstoð Macintosh-tölva sé það honum leikur einn. Malaría hevjar á Indvevja Yfirvöld segja tölur um dauðsföll stórlega ýktar. Á Indlandi hafa hjálpar- sveitir varað stjórnvöld við skæðri malaríusótt sem nú hefur blossað upp og getur hugsanlega dregið hundr- uðir þúsunda Indverja til dauða á næstu mánuðum, verði ekki gripið til viðeig- andi ráðstafana. Hjálparsamtök í Rajast- han-fylki í norð-vestur- hluta Indlands telja að á undanförnum vikum hafi mörg þúsund manns þegar látið lífið af völdum malar- íunnar. Starfsmaður Rauða kross- ins á Indlandi staðfestir að um 4000 manns hafi dáið í einu héraði fylkisins. Heilbrigðisráðherrann í Rajast- han, Rajendra Rathore, segir töl- ur um mannfall stórlega ýktar en að hans sögn hafa einungis um 200 manns látist af völdum malaríunnar á ríkisspítul- um í fylkinu og um 50 manns á einkasjúkrahús- um. Þessi tegund malaríu herjar á heila fólks og dreg- ur það fljótt til dauða. Hjálparsamtök óttast að moskítóflugurnar sem bera sjúkdóminn, hafi myndað mótefni fýrir þeim lyíjum sem hingað til hafa haidið sjúkdómnum niðri. þar sem vetur gengur fljótlega í garð er líklegt að flug- urnar hafi hægar um sig en verði skæðari en nokkru sinni þegar vora tekur á ný í febrúar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.