Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN TÍSKA MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Tuttugu Tísku Tips 1 Herratískan í vetur er sótt til milli- stríðsáranna og Bítlatimabilsins. Hún er látlaus en glæsileg. eiga rætur sínar að rekja til diskótíma- bilsins. Grófari línan er sótt í milli- stríðsárin, og jafnvel sveitina. 4í kventískunni eru litirnir annað hvort mjög skærir eða þá mildir jarð- arlitir. 2, Kventískan kemur úr tveimur átt- 3 Jarðarlitirnir eru ríkjandi í herra- um, er bæði gróf og fín. Fínu linurnar tískunni, einnig svart og grátónar. 5 Móhárpeysur og vesti verða vinsæl í vetur. Hvað verður í tísku í vetur? HERRA- HORNIÐ „Við verðum með svokölluð „three- piece“-jakkaföt með vesti, í dökkum litum, og svo verða tvíhnepptu fötin áfram. Stöku jakkarnir verða frekar grófmynstraðir í jarðarlitum og svo ein- litir, Þeir eru hnepptir bæði á tvær og þrjár tölur. Buxurnar eru úr ullarefnum og einnig í jarðarlitunum. Flauelisbuxur eru einnig vin- sælar núna, og þá á móti grófum jökkum. Skyrtur verða einlitar og svo smáköflóttar. Litir í skyrtum eru fremur mildir, blátónar og jarðarlitir áberandi. Peysurnar verða grófar og úr ull, rúllukraga- peysurnar eru vinsælar og verða áfram. Nú þegar farið er að kólna eru kuldajakkarnir orðn- ir vinsælir, þeir eru bæði hálfsíðir og stuttir, úr ull og kasmír. Helstu merkin sem við seljum eru: Remus, Douglas, Pierre Balmain og Toni Barino. Tískan í dag er afturhvarf til millistríðsáranna, og i ár eru það verulegar breytingar sem eiga sér stað í tískunni. Lögð er áhersla á frekar hlutlaust en glæsi- legt útlit,“ segir Hulda Ingólfsdóttir í Herrahorninu í Hafnarfirði. ■ Gerðu skurk í fataskápnum það er fátt hallærislegra en vel klætt fólk sem á nóg af fötum en er með allt á rúi og stúi í fata- skápnum. Það er kominn vetur, tími til að taka sig saman í andlitinu, og fara að brjóta saman fötin sín. En eins og með allar meiriháttar breytingar er betra að fara hægt af stað. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig brjóta á saman stutterma- boli á snyrtilegan og öruggan hátt. I.Leggðu flíkina á framhliðina og sléttu með höndunum. 2.Brettu vinstri hliðina eins og 10 cm inn á flíkina. 3.Endurtaktu stig 2 og nú við hægri hliðina. 4.Renndu fingrunum meðfram hliðum flíkurinnar (þannig hald- ast brotin sem þú gerðir í stigi 2 og 3 betur) og brettu botn flíkurinnar u.þ.b 25-26 cm inn á við. ö.Taktu brotið sem þú gerðir í stigi 4 og brettu það aftur inn á við. Láttu neðri enda þess mæta efri enda flíkurinnar. 6. Snúðu flíkinni við og sléttu úr henni. ■ „Tískan í vetur er dálítið hippaskotin. Litirnir verða fölir og mjög mikið um köflótt. Fötin verða klossuð og það verður mikið um hatta og húfur. Peysur verða þykkar og bera keim af „boogie" tískunni. Annars er tískan orðin svo fjölbreytt að það er engin lína sem ræður alveg. Það sem er þó hvað mest áberandi er þetta köflótta, sem hefur verið mikið og verður áfram. Það er allt sem gengur í efnum, þó að það sé alltaf mest um bómull og ull. Ætli tískustraumarnir séu ekki sóttir hvað mest í hippatímabilið, og í sveitina. Til dæm- is há stígvél, víð og síð pils og þá köflótt, vinnuskyrtustíll svokallaður. Okkar föt eru öll unnin af dönskum hönnuðum og við tilheyrum danskri keðju sem ber heitið Necessity. Helstu merkin sem þessi keðja býður upp á eru; ChaCha, Banana Explotion, L.E.D., og svo er Repeat gallabuxnamerkið okkar." Finnst þér íslenskar konur fylgjast vel með tískunni? „Þær eru skrefi framar en flestar aðrar Evrópuþjóðir og mjög fljótar að til- einka sér nýja strauma. Við sjáum það best þegar við erum að kaupa inn í Danmörku. Þá eru sölumennirnir stundum að kynna fyrir okkur nýjar línur sem er þegar byrjað að spyrja um í búðunum hér heima. Þetta sýnir hvað íslenskar konur fylgjast vel með,“ segir Bárður Guð- finnsson verslunarstjóri. ■ HERRAFATA- VERSLUN BIRGIS „Fatnaðurinn hjá mér í vetur er klassískur að vanda. Jakkafötin eru bæði ein- og tvíhneppt. Svokallað þriggjatölusnið verður vinsælt. Þau föt eru hneppt hátt upp og með vesti undir, litirnir eru dökkir og mik- ið er um jarðarliti. Stakir jakkar verða einnig í jarðarlit- unum, bæði einlitir og svo mynstraðir. Stakar buxur verða úr ullarefnum og í svipuðum litum og jakkafötin. Skyrtur verða í öllum litum, en þó í mildum tónum. Peysur verða úr ull og nú grófari en áður. Frakkarnir verða að sama skapi þykkir og úr vönduðum ullarefn- um, og helstu litirnir kamelbrúnn, dökkgrár og dökk- blár. Bindin mildast en mynstrin verða í öllum gerð- um. Tískan í ár er nálgun við krepputískuna svoköll- uðu. Við erum til húsa í Fákafeni 11 og leggjum eins og áður sagði áherslu á klassískan fatnað á verði fyr- ir alla. Við leggjum ekki síður áherslu á góða þjónustu en bara fatnaðinn sjálfan. Verslunin er björt og rúm- góð, og nóg af bílastæðum fyrir utan,“ segir Birgir Georgsson í Herrafataverslun Birgis. ■ SPAKS MANNS SPIARIR „( vetur verður þetta hráa „look“ áfram. Jarðarlitirnir verða áberandi, svart, brúnt og grátt, aðrir litir verða dökktónaðir. Silfurliturinn sem var svo vinsæll í sumar er kominn meira út í fylgihlutina eins og skó, vesti og smærri hluti. Það verða öll efni notuð í vetur, og nú er komið mikið framboð af góðum gerviefnum sem hægt er að vera í án þess að vera ýmist kófsveittur eða að drepast úr kulda. Það verður mikið um kjóla í vetur, þá millifína og yfirleitt síða. í utanyfirflíkum verða jakkar og kápur áberandi og þar eru efnin að vísu bundin við striga, flís, ull og mokka. Jakkarn- ir verða í þrengri kantinum og með áberandi vösum. Það verður mikið um húfur, hatta, og svo ullarpeysur annað hvort úr þæfðri ull eða grisjuprjóni. En við erum náttúrlega með buxur og pils, þó að áherslan núna sé lögð á utanyfir flík- urnar og kjólana. Við erum eingöngu með íslenskan fatnað sem hannaður er af þremur konum og eig- endum búðarinnar: Björgu Ingadóttur, Evu Vilhelmsdóttur og Valgerði Torfa- dóttur, og merkin þrjú sem við erum með heita Björg, Eva og Vala. Okkar hugmynd- ir eru líklega mest sóttar til Evrópu, þó að erfitt sé að benda á einn stað. En tískan í dag kemur í rauninni frá götunni. Hug- myndirnar koma líka mikið til þegar við er- um að vinna og stundum lítur flíkin allt öðruvísi út á endanum en ætlunin var í upphafi. Maður yrði fljótt stopp ef maður ætlaði að sitja heima hjá sér og hugsa um hvað maður ætli að gera, það er miklu snið- ugra að vinna með efnið og láta flíkina verða að hluta, til af sjálfri sér. Rétt er að taka fram að búðin er flutt í Þingholtsstræti 5,“ segir Valgerður Torfa- dóttir í Spaks manns spjörum. ■ NECESSITY

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.