Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 24. OKTÓ'Rffl ^94 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 Umfjöllun um Atlantshafsriðil NBA-deildarinnar Hvaðfínnst fþ§[Fum l—l £7 val/FsgjsBow á landsliðinu? tækifærí New York Pétur Péturs- son, fyrrver- andi landsiiðs- maður „Mér fmnst Ásgeir hafa fengið mjög órétt- mæta gagnrýni í kjölfar leiksins. Hann er búinn að velja sitt landslið undanfarin íjögur ár og hefiir náð góðum árangri með lið- ið, og þvi finnst mér óréttlátt hvemig hann hefur verið gagnrýndur upp á síðkastið. Ég tel að valið á móti Tyrkj- um hafi ekki skipt sköpum. Það var léleg stemmning í hópnum og menn áttu bara einfaldlega ekki góðan dag. Við fengum skell, en það hafa allir tapað stórt, og mér finnst út í hött að reka Ásgeir út af einum leik. Að sjálf- sögðu er alltaf hægt að deila á val í landsliðið og ég er ekki alltaf samm- mála honum, en það eru líka fæstir. Menn vilja sjá hina og þessa í liðinu, og að sjálfsögðu er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Ásgeir á bara að fá að halda áfram með það sem hann er að gera. Mér finnst til dæmis mjög já- kvæð sú taktík sem Ásgeir beitir. Hann tekur inn spilandi leikmenn og setur þá í varnarstöðu til að ná upp rneira spili. Þetta er góð þróun en hún tekur tíma að virka. Hins vegar er spurning hvort hann mætti ekki stilla upp sterkari varnarmönnum með.“ Sævar Jóns- son, verslunar- maður „Það má alltaf deila um val á landsliði, sérstak- lega eftir tapleiki. Auðvitað verður að gagnrýna störf þjálfara eftir svona leiki, en á þessu stigi finnst mér ekki raunhæft að Ásgeir segi af sér. Ég hef lent í því að spila þarna úti og það er algjört helvíti. Ég hef aldrei lent í því- líkri pressu. Ég hefði viljað sjá liðið öðruvísi í Tyrkjaleiknum, nógu ffá- bmgðið til að úrslitin hefðu getað orðið önnur. Mér finnst vanta fleiri „ekta varnarmenn“ í liðið. Ég er ekki sammála því að hafa miðjumenn í varnarstöðum, eins og Ásgeir hefur verið að gera, þvi þeir kunna ekki allt- af að spila vörn. Menn tala um að lið- ið spili betri fótbolta en áður; því er ég ósammála. í raun hefur orðið lítil breyting á gengi liðsins. Við fáum sjaldan stig á útivelli og emm síðan að tapa ósanngjarnt á heimavelli. Skýr- ingin er að mestu sú að tímabilið hér heima er aðeins fjórir mánuðir á meðan þjóðirnar, sem við erum að spila við, spila allt árið um kring. Ás- geir Elíasson hefur algera sérstöðu meðal landsliðsþjálfara í Evrópu. Hann hefúr fengið algeran vinnuffið ffá því hann tók við liðinu og það er fyrst nú sem hann er gagnrýndur fyrir störf sín. Hvers vegna ekki fýrr? Þetta finnst mér umhugsunarvert. Fyrir leikinn við Sviss í nóvember er ég hóf- lega bjartsýnn." ■ Veikleikar: Það er ekki örgrannt um að persónuveilur séu snar þátt- ur í leik liðsins. Þá er helst um að kenna fáránlegum geðsveiflum stórstjörnunnar, Coleman, sem þekktur er fyrir að skapa vandamál. Liðið er gott inni á vellinum þegar allir einbeita sér að leiknum en það er því miður of sjaldan. Af hverju fimmta sætið? Talið er að hinn nýi þjálfari, Butch Beard sé ekki tilbúinn í að eiga við Coleman og duttlungana í honum. Þetta mun hafa meiri áhrif á liðið en margan kann að gruna. 6. Washington Bullets (24-58). Helstu mannabreytingar: Komnir eru Scott Skiles og nýlið- arnir Juwon Howard og Jim Mcllvaine. Styrkleikar: I liðinu leynast margir frambæri- legir leikmenn þar á meðal eru Tom Gugliotta, Rex Chapman og Don McLean. Einnig fengu þeir ágætan nýliða í fyrra; Calbert Che- any. Gugliotta hefur verið líkt við Larry Bird og segir það meira en mörg orð. Þessir sterku leikmenn gætu sómt sér í hvaða liði sem er. Veikleikar: Hver vill leika mið- herja? Enginn? Kannski ekki fúrða því enginn almennilegur miðherji er í liðinu. Gheorghe Muresan er klunnalegt tröll og Kevin Duckw- orth er aumingi. Vörnin er þess vegna ekkert annað en merkingar- laust hugtak í kokkabókum Bullets. Af hverju sjötta sætið? Liðið er skömminni skárra en botnvermir- inn en lítið meira en það. Kannski vinnur það rúmlega 20 leiki en alft annað væri bónus. 7. Philadelphia 76ers (25-67) Helstu mannabreytingar: Scott Williams og nýliðarnir Shar- one Wright, B.J. Tyler og Derrick Alston hafa bæst í hópinn frá í fyrra. Styrkleikar: Þetta er eins og að biðja Vestfirðing að nefna kosti kvótakerfisins. Að vísu er hægt að tina til Clarance Weatherspoon, Jeff Malone og Shawn Bradley en þeir eru auðvitað mjög langt frá því að vera stórstjörnur. Veikleikar: Ef ekki væri fyrir Shawn Bradley gæti hvaða lið sem er valtað yfir Sixers. Fyrir utan hann spilar enginn sómasamlega vörn og enginn dreifir spilinu al- mennilega. Sixers án Bradley er eins og súkkulaðikaka án súkkulað- is. Sixerskakan er vond en án Bradl- ey í uppskriftinni er hún baneitruð. Af hverju sjöunda sætið? Bradley á enn eftir að sýna sóknar- takta, skotnýting hans er fáránleg (40,9%) miðað við stærð hans og ekki er von á góðu frá liðinu fýrr en hann bætir sig verulega. ■ Orlando og Miami banka á dymar. Spennan í Atlantshafsriðlinum mun fyrst og ff emst verða hvort hið bætta lið Orlando Magic nái að skáka varnarskrímslunum í New York. Þessi riðill var sá lakasti í fyrra en búast má við að flest liðin séu sterkari í ár. Það verður spenn- andi að sjá hvernig hinu gjörbreytta liði Boston vegnar með stigama- skínuna Dominique Wilkins í far- arbroddi. 1. New York Knicks (57-25) Helstu mannabreytingar: Komnir eru nýliðarnir Charlie Ward og Monty Williams. Styrkleikar: Pat Riley hefúr á að skipa harðvítugustu varnarjöxlum heims og afkastamestu frákastavél- um deildarinnar. Patrick Ewing er oft á tíðum óstöðvandi og John Starks á það til að sjóðhitna. Charles Oakley og Derek Harper eru snjallir varnarmenn sem kunna alla klæki. Veikleikar: Oft á tíðum hittir iiðið svo illa að maður efast um að leik- mennirnir gætu hitt vatnið úr ára- bát. Sóknarleikurinn stendur og fellur með skyttunum og Patrick Ewing. Kannski situr þreyta enn í hugum leikmanna eftir erfitt tíma- bil í fýrra. Af hverju fyrsta sætið? Reynslan vegur þungt og breiður leikmannahópur kemur liðinu til góða þegar líða tekur á tímabilið. Patrick Ewing veit að nú er Krónos farinn að minna á sig og kemur sterkur til leiks. 2. Orlando Magic (50-32) Helstu mannabreytingar: Kominn er Horace Grant frá Chic- ago. Scott Skiles er farinn til Wash- ington. Styrkleikar: Shaq, Shaq og aftur Shaq. Shaquille O’Neal er orðinn mest áberandi íþróttamaður Bandaríkjanna. Þessi drengur sýndi í fýrra að hann getur allt nema að skjóta vítaskot. I vetur mun hann ásamt Horace Grant og Anfernee Hardaway undirbúa jarðveginn fyrir meistaratitla næstu ára. Veikleikar: Varamannabekkurinn er ekki langur. Liðið virðist oft ráð- þrota þegar Shaquille er tekinn úr umferð. Einnig hafa sögur um öf- und og ósætti milli leikmanna heyrst og munu sumir leikmenn ekki of ánægðir með allt tilstandið í kringum Shaq. Af hverju annað sætið? Liðið hefur á að skipa sterkasta byrjunarliði deidarinnar og getur það fleytt liðinu langt. Það þarf þó ekki meira til en meiðsli eins lykil- manns til að setja allt úr skorðum. 3. Miami Heat (42-40) Helstu mannabreytingar: Engar. Styrkleikar: Glen Rice, Rony Seikaly og Steve Smith bera liðið uppi og með þá þrjá í liðinu getur Heat unnið hvaða lið sem er. Liðið er ungt og upprennandi og byrjun- arliðið er býsna sterkt. Leikmenn- irnir eru snöggir og liprir enda samansafn bakvarða. Veikleikar: Liðið skortir tilfmnan- lega sentimetra. John Salley hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar er hann var fenginn frá Detroit og Grant Long fyllir ekki upp miðjuna eins og sannur kraftframherji á að gera. Af hverju þriðja sætið? Sterkur kjarni undir stjórn snjalls þjálfara, Kevin Loughery, verður erfiður viðureignar í vetur. Leik- mennirnir hafa þroskast mikið á liðnum árum og eru tilbúnir að blanda sér í slaginn í úrslitakeppn- inni. 4. Boston Celtics (32-50) Helstu mannabreytingar: Komnir eru Dominique Wilkins, Blue Edwards, Pervis Ellison og nýliðinn Eric Montross. Styrkleikar: Nýju hermennirnir verða mest áberandi og það er svo sannarlega mikill fengur í þeim. Auk þeirra eru Dino Radja, Xavier McDaniel, Dee Brown og Sherm- an Douglas stríðsreyndir kappar sem ekkert munu gefa eftir í barátt- unni. Veikleikar: Það er vonandi að Chris Ford, þjálfari Boston, hafi farið á heilunarnámskeið í sumar. Dominique, Blue, Dee og Xavier eru allir með hálfónýt hné og er það algjört happaglappa hvort þeir halda út veturinn. Af hverju Qórða sætið? Liðið er mun sterkari en margir halda en mun samt sem áður eiga erfitt með að komast í úrslita- keppnina. 5. New Jersey Nets (45-37) Helstu mannabreytingar: Nýliðinn Yinka Dare er genginn í raðir liðsins. Styrkleikar: Derrick Coleman og Kenny Anderson eru sannkallaðar stjörnur og Coleman er einn hæfi- leikaríkasti leikmaður deildarinnar. Leikmenn liðsins eru stórir og sterkir og því góðir frákastarar, sér- staklega í sókninni. KJapp á öxlina ...fer að þessu sinni til KSÍ fyrir að hrinda af stað hæfileikamótun knattspyrnu- dómara. Mikil umræða hefur verið í gangi um gæði íslenskrar dómgæslu í fót- boltanum og hefur sitt sýnst hverj- um í þeim efnum. Gagnrýni hefur verið töluverð á einstaka menn og hafa sumir talað um „mannorðs- morð“ í því sambandi. Brýna nauðsyn ber til að hlúa betur að ungu og efnilegu fólki sem hefur áhuga á þessu erfiða starfi. Þessu unga fólki, konum eða körl- um, á að gefa nægilegan tíma og tækifæri til að sýna hvað í því býr. Breytingar eiga að ganga hratt og örugglega fyrir sig í þessum efnum og endurnýjunin verður að vera sanngjörn og markviss. Ef þetta næst með aukinni hæfi- leikamótun hinna svartklæddu er hálfur sigur unninn. Hann ætti síð- an að nást fullkomlega þann dag er forsvarsmenn stéttarinnar hætta að leita að blóraböggli og fara, þess í stað, að líta ofurlítið í eigin barm. ■ Mikil umræða hefur verið í gangi um dómgæslu og hef- ur sitt sýnst hverjum í þess- um efnum. Italía Maldini frá í þriár vikur Paolo Maldini, sem af mörgum er talinn einn besti varnarmaður heims, verður frá æfingum og leikj- um í allt að þrjár vikur. Hann nef- brotnaði í leik með AC Milan gegn AEK Aþenu í Evrópukeppni meist- araliða síðastliðið miðvikudags- kvöld. Harris Kopitsis gaf honum þá óviljandi olnbogaskot í andlitið með fyrrgreindum afleiðingum strax í upphafi leiks. Maldini gat ekki leikið með liði sínu í jafnteflis- leiknum gegn Sampdoria í gærdag og missir nær örugglega af seinni leiknum gegn Aþenu sem leikinn verður 2. nóvember. Þetta er mikill missir fýrir Milan og slæmt fyrir þjálfarann, Fabio Capello, sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel upp á síðkastið, og jafnvel er rætt um að starf hans sé í hættu, fari liðið ekki að sýna betri árangur. Paolo Maldini verður frá æfingum og leikjum í allt að þrjár vikur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.