Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Lista magnaði þó hinn skæra hljóm lúðr- anna upp úr öllu valdi, og í þokka- bót rann allt saman í einn hræri- graut. I slíkri ringulreið vilja bassa- nóturnar hverfa, á meðan þær háu ætla næstum að æra mann. Stund- um var eins og að fílahjörð í árásar- hug væri þarna á tónleikunum, slíkur var hljómurinn í kirkjunni. Síðara verkið á efnisskránni var A Child of Our Time. Það er fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara, sem voru þau Sigrún Hjálmtýs- dóttir, sópran, Björk Jónsdóttir, alt, Garðar Cortes, tenór, og Tómas Tómasson, bassi. Erfitt er að segja til um flutninginn í öllu bergmálinu, en mig grunar að hann hafi verið góður. Hér voru nefni- lega framúrskarandi söngvarar á ferðinni, þó raddir allra nema Sig- rúnar Hjáimtýsdóttur hafi að mestu drukknað í kirkjunni. Eins og áður sagði verða tónræn hlutföll öll vitlaus þarna, svo Sigrún söng með þrumuraust á meðan hinir virtist oft bara hreyfa munninn. Sem betur fer mátti finna textann í efnisskránni, því yfirleitt var erfitt að skilja það sem sungið var. Kór- inn var þó óskiljanlegur með öllu; hann hefði allt eins getað verið að syngja textann úr Hárinu án þess að nokkurn hefði grunað. Af ofanskráðu er Ijóst að þetta voru ekki mjög skemmtilegir tón- leikar. Það er skiljanlegt að ráða- menn Sinfóníunnar vilji flytja trú- arlegar tónsmíðar í kirkju, en þá verður hljómburðurinn að vera boðlegur áheyrendum. Hallgríms- kirkja er glæsilegt hús og allt það, en hún hentar ekki vel fyrir verk af þessari stærðargráðu. Langholts- kirkja er miklu betri, en því miður rúmast þar ekki margir áheyrend- ur. Sinfónían ætti því að halda sig við Háskólabíó, að minnsta kosti á meðan annað stendur ekki til boða. ■ Hljómburður Hallgrímskirkju drekkti hljóðfæraleikurum Sin- fóniunnar, einnig kór, einsöngv- urum, manni og mús. Jónas Sen Brýrnar í Madisonsýslu Robert James Waller 202 BLS. Vaka-Helgafell 1994 Fyrir nær aldarfjórðungi grét hluti heimsbyggðarinnar sig í gegn- um Love Story, fyrstu skáldsögu rithöfundarins Erich Segals Nú hefur R.J. Waller leikið svipaðan leik því miiljónir manna mega ekki vatni halda af hrifningu á fyrstu skáldsögu hans. Brýrnar í Madison- sýslu hefur selst í risaupplögum og trónað á metsölulistum víða um heim. Kvennablöð hafa eindregið mælt með þessari bók við lesendur sína. Þau meðmæli koma ekki á óvart því þetta er bókin sem færir von- sviknum miðaldra húsmæðrum nýja von. Eftir lesturinn vita þær að það er líf eftir fertugt. Ókunni mað- urinn getur fyrirvaralaust haldið innreið sína í líf þeirra og fyllt þær svipuðum unaði og Waller lýsir: „Hún fann að aðdáun hans var heilshugar, naut hennar, baðaði sig í henni, lét hana steypast yfir sig, tók hana inn um alla húðina eins og mjúka olíu úr höndum guð- dóms sem hafði yfirgefið hana fyrir löngu en vitjaði hennar nú á ný.“ Maðurinn sem færir ástkonu sinni slíkan unað nefnist Robert Kincaid. Hann er fimmtíu og tveggja ára einfari og ljósmyndari sem segist vera „einn af síðustu ká- bojunum". Bóndakonan sem hann hittir í Madisonsýslu heitir Frans- iska og er fjörutíu og fimm ára, gift „Besta aðferðin við að skoða myndirnar virðist að grína í hverja og eina úr til- tölulega lítillifjar- lœgð og reyna að úti- loka hin verkin á sýn- ingunni á meðan. “ og tveggja barna móðir. Hún hefur ekki lifað heitar ástríður í hjóna- bandi og er því vitanlega kynferðis- lega ófullnægð. Á fjórum dögum bætir ókunni maðurinn henni upp margra ára vanrækslu eiginmanns- ins. Hún fær hverja fullnæginguna á fætur annarri og veruleikafirrtar ástarjátningar á borð við þessa: „Komdu með mér, Fransiska. Það er ekkert vandamál. Við mun- um elskast í eyðurmerkursandin- um, drekka koníak úti á verönd í Mombasa og horfa á arabískar kænur vinda segl að hún við fyrsta morgunbyr. Ég skal sýna þér ljóna- landið og gamla franska borg við Bengalflóa með stórkostlegu veit- ingahúsi uppi á þaki og lestar sem klífa fjallaskörð og litlar baskakrár hátt uppi í Píreneafjöllum. Á verndarsvæði fýrir tígrisdýr í Suð- ur-Indlandi er eyja mitt í stóru fljóti. Ef þú þreytist á flakkinu get ég sett upp litla stofu, framkallað eða tekið andlitsmyndir til að sjá okkur farborða.“ Robert og Fransiska fá ekki tæki- færi til að elskast í eyðurmerkur- sandinum. Þann missi þeirra gráta nú milljónir lesenda. Hinir mið- aldra elskendur grétu einnig þegar þeir kvöddust og hörmuðu síðan alla ævi það sem hefði getað orðið en varð ekki. Fransiska eyddi ævi- kvöldum sínum í að íhuga djúp- vitrar einræður sem Robert hafði flutt yfir henni þegar þau tóku sér hlé frá samförum: „Hér áður fyrr voru verk sem við kunnum skil á, vorum kjörnir til að inna af hendi, sem enginn annar gat gert, hvað þá vél. Við erum fráir á fæti, sterkir og liðugir, árásar- gjarnir og harðir í horn að taka. Okkur var gefið hugrekki...Við er- um að missa olnbogarýmið, allt miðar að skipulagningu, bælingu tilfinninganna. Allt þarf að vera svo skilvirkt og hagkvæmt og hvað það heitir allt sem upp er diktað. En þegar olnbogarýmið er farið, líður kábojinn undir lok ásamt með fjallaljóninu oggráúlfinum... Bölv- un nútímans er uppsöfnun karl- hormóna á stöðum þar sem þeir geta unnið varanlegt tjón... Við megum til með að beina þessum karlhormónum á uppbyggilegri brautir, að minnsta kosti hafa hem- il á þeim.“ Ihuganir síðasta kábojans taka nokkrar síður bókarinnar og eigin- lega er mesta furða að hann skuli ekki hafa talað ást Fransisku í hel. það óspart síðan. Áheyrendur geta nú dæmt afraksturinn, því á hátíð- inni verða flutt nokkur verka hans sem hafa verið samin með þessari aðferð. „Hátíðin er framlag íslenskra tónskálda til lýðveldisafmælisins,“ segir Kjartan. „Temað verður ís- lensk tölvu- og raftónlist frá byrjun. Allt í allt eru um fimmtíu ár síðan menn byrjuðu að búa til tónlist með tölvutækni, þannig að þessi tegund nútímatónlistar er álíka gömul og lýðveldið. Hér kom hún að vísu fram á sjónarsviðið nokkru síðar en erlendis.“ Verður þarna músík sem eingöngu tölvur flytja? „Ja, tölvan gegnir náttúrlega lyk- ilatriði. Sumt hefur verið samið fyr- ir tölvu eina og sér, en annað fyrir tölvu og mennska flytjendur. Það verður því bæði hljóðfærasláttur og „tölvusíáttur“ á hátíðinni.“ Er eitthvað af þessu músík sem tölvur hafa samið sjálfar? „Tölvur semja aldrei neitt sjálfar. Það þarf alltaf einhverjar forsend- ur, en þær eru venjulega komnar frá tónskáldinu sjálfu. Hluti af tónlist hátíðarinnar er þó samin með aðstoð tölvu; tölvan sér um reikningsaðgerðir í sam- bandi við þróun tónefnis höfundar. Tónskáldið fær með öðrum orðum hugmynd að stefi og fleiru, en svo er stærðfræði notuð til að þróa hugmyndina, og er það tölvan sem sér að mestu leyti um það. I sjálfu sér er þetta ekkert nýtt, því alls kyns stærðfræðikerfi í sambandi við tón- smíðar hafa skotið upp kollinum í gegnum aldirnar. Bach notaði til dæmis ákveðið kerfi og í upphafi tuttugustu aldarinnar var orðið mjög algengt að menn beittu reikn- ingsaðgerðum til að hjálpa til við tónsmíðina." Eins og áður sagði hefur Kjartan búið til forrit, svo tónskáld, þar á meðal hann sjálfur, þurfi ekki leng- ur að standa í neinu veseni í sam- bandi við list sína. „Forritið er auðvelt í notkun þrátt fyrir flókna uppbyggingu þess. Það virkar þannig að tölvan fær efniviðinn frá notandanum, sem matar það með laglínum og öðru sem á að koma fyrir í verkinu. Tónskáldið ákveður líka formið, uppbygginguna, og þróunina sem á að eiga sér stað í tónlistinni. Síðan sér tölvan um afganginn. Mér finnst þessi aðferð táknræn fyrir okkar tíma; hvert tímabil tón- listarsögunnar einkennist af ákveð- inni leið, og í dag er það tölvutækn- in sem er áberandi eins og í flestu öðru í menningu nútímans.“ Forritið hlýtur þá að flýta fyrir samningu tónverka? „Já. I náminu úti í Finnlandi, á meðan ég var að búa forritið til, kvartaði ég undan því að ég hefði engan tíma til tónsmíða. Þá var mér sagt að þegar forritið væri fullklár- að myndi það borga sig upp á fá- einum dögum. Það má segja að það hafi gert það.“ Heldurðu að gömlu tónskáldin hefðu notað tölvutœknina ef hún hefði verið til þá? „Að sjálfsögðu! Beethoven, Moz- art og Bach voru í fremstu röð á sínum tíma, þeir voru leitandi og stöðugt að þróa aðferðir sínar. Ef þeir væru uppi í dag og hefðu að- gang að tölvum væru þeir á kafi í megabætum." En því miðurfyrirþá er tónsmíða- forritið þitt mjög nýtt af nálinni; eru til önnur sömu tegundar? „Menn eru að berjast við að búa til svona forrit úti um allan heim, en samt eru bara til örfá sem hafa eitthvert notagildi í tónsmíðum. Það eru forrit sem hafa verið samin og hönnuð af tónskáldunum sjálf- um. Hin hafa flest verið gerð af tæknimönnum, en þeir hugsa gjarnan eftir lógískum kerfum sem gengur ekki alveg upp í tónlist. Tónlist er mjög ólógísk í sjálfu sér; það er erfitt að nota lógískar að- ferðir þegar ólógísk fyrirbæri eru annars vegar. Tónlist er þrátt fyrir allt skáldskapur, þó inn í henni séu alls kyns formúlur. Þetta kom upp á alþjóðlegri tölvutónlistarráð- stefnu sem ég var á í Danmörku ásamt fleiri Islendingum fyrir mán- uði síðan. Margir gestir þar fullyrtu að hið mikla bil á milli tæknimanna og tónlistarmanna yrði aldrei brú- að, því tæknimennirnir ættu svo erfitt með að setja sig inn í þanka- gang tónskálda. Þetta hefúr þó að einhverju leyti tekist með forritinu mínu - alla vega fyrir sjálfan mig, - og eftir að hafa fylgst með öðrum nota það sýnist mér að það sé vel brúklegt. Ég ætla samt ekki að vera með neinar alhæfingar; í nútíma- tónsköpun er þetta bara ein af að- ferðunum eða lausnunum. Það eru örugglega til aðrar og jafnvel ennþá betri.“ En svo við víkjum aftur að tölvu- raftónlistarhátíðinni fyrirhuguðu, hvernig forrit hafa verið notuð við samningu annarra verka þar en þinna? „Flest af þessum tónverkum, sem eru eftir ólíka höfunda, eru samin með hljóðhönnunarforritum. Slík forrit búa eingöngu til hljóð en raða þeim ekki niður eins og tón- smíðaforrit gera. Eitt af verkunum á dagskránni gefur góða mynd af því hve þróunin hefur verið hröð í tölvutónlistinni, en það er „Leikar“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verkið er samið árið 1959 og er eitt af fyrstu íslensku verkunum sem flokkast undir tölvu- eða raftónlist. Það merkilega er að Þorkell smíð- aði tóngjafann í tölvunni sjálfur er- lendis, og því má segja að samning tónverksins hafi byrjað á nokkuð óhefðbundinn hátt: Á því að hann kveikti á lóðbolta...“ Afhverjufer hátiðin fram á Sólon íslandus en ekki í venjulegutn tón- leikasal? „Það var gerð dauðaleit að tón- leikahúsinu sem mikið hefur verið rætt og skrifað um, en það var hvergi sjáanlegt! Við reyndum því að finna viðeigandi hús einhvers staðar nálægt miðbænum sem væri ekki of íburðarmikið og hátíðlegt, en samt hentugt fyrir tónleikahald af þessari gerð. Sólon íslandus varð þá fyrir valinu.“ Nú er spennandi að sjá hverjar viðtökurnar verða. Hvernig hafa við- brögð tónlistarmanna, sem ekki eru í tölvugeiranum, verið gagnvart þess- ari tiltölulega nýju stefnu í tónlist? Hefurðu kannski orðið fyrir aðkasti afkollegum þínum? „Sem betur fer eru flestir bæði já- kvæðir og forvitnir, en svo eru auð- vitað til þeir sem verða alltaf skelf- ingu lostnir þegar nýjungar koma fram, og halda þá dauðahaldi í tré- blýantinn. Venjulegir áheyrendur hafa líka ekki verið á einu máli síðan þessi tónlist byrjaði að hljóma hér á Is- landi. Sérstaklega voru viðbrögðin neikvæð á fyrstu árunum, en þá voru Magnús Blöndal, Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson í fararbroddi. I efnis- skrá hátíðarinnar verður meðal annars birt gömul, fjandsamleg tónlistargagnrýni sem hefur sögu- legt gildi og sýnir hvernig viðhorf annarra tónlistarmanna var þá. Kannski hefur viðhorfið ekkert breyst, það á bara eftir að koma í ljós.“ Tónlistarhátíðin á Sólon Island- us verður tekin upp af Ríkisútvarp- inu og verður sumt í beinni útsend- ingu. Nokkrir nemendur Mynd- og handíðaskólans munu leggja sitt af mörkum og ætla að gera mynd- band af einu verka Magnúsar Blön- dal, en hann verður heiðursgestur hátíðarinnar. „Eins konar myndræn tenging eða öllu heldur túlkun verður þarna á ferðinni, en ég vil að öðru leyti ekki upplýsa hvað það verður. Fólk verður að koma og upplifa þetta sjálft.“ -Jónas Sen „Nennum ekki að vinna alvöruvinnua Þeir segjast spila partýtónlist fyrir þunglynda en þetta eru aðrir tónleikar Péturs. Fyrstu tón- leikamir voru á Tveimurvinum í sumar. Þeir eru búnir að æfa og æfa en spurt er: Hvað eruð þið að vand- I ræðast í þessum tónlistarbransa? „Við erum of latir til að finna okkur alvöruvinnu og viljum fá borgað fyrir það sem við höfum gaman af | að gera. Annars, þá erum við búnir að vera svo lengi í bílskúrum að við höfum að mestu gleymt tilgangin- um með þessu öllu. En tónleikarnir eru ekki síst hugsaðir til að efla sjálfstraust og sjálfsímynd.“ Hljomsveitin Pétur, en hana skipa Valur Gunn- arsson söngur, Jón Gunnar Þórar- insson gítar, Sig- urður Hjartarson bassi og Magnús Þór Magnússon trommar. Hljómsveitarmeð- limir lofa sem sagt góðum tónleikum og þegar þeir voru spurðir um nafnið á hljómsveitinni segja þeir Pétur vera fallegt nafn, eða eins og herr- ann sagði: „Héðan í fr á munt þú heita Pétur því að þú ert sá klettur sem ég mun byggja kirkju mína á.“ Á tónleikunum mun hljómsveitin Fallegt lík hita upp. „í efnisskrá hátíðarinnar verður meðal annars birt gömul, fjandsamleg tónlistargagnrýni sem hefur sögulegt gildi og sýnir hvernig viðhorf annarra tónlistarmanna var þá. Kannski hefur viðhorfið ekkert breyst, það á bara eftir að koma í Ijós. “ En Fransiska hreifst, milljónir les- enda sömuleiðis, og lesandi góður, ef ástarorð og íhuganir af þessu tagi bræða hjarta þitt, þá er hér komin bók sem þér mun þykja ógleyman- leg. ■ Það eina merkilega við þessa bók eru vinsældir hennar sem eru þó ekki óútskýranlegar. Ro- bert James Waller er ekki góður rithöfundur og hreint afleitur stílisti en hann kann 3<3 pús/a saman klisjum og klisjur hafa löngum selst. Kolbrún Bergþórsdóttir Náttúra og nœrsýni Hringur Jöhannesson Listasafn ASÍ, 22. OKT. - 6. Nóv. Flestir vita að listaheimurinn er lagskiptur. Listamenn hópa sig saman, mismargir í hóp og mis- lengi í kringum áhugamál, vanda- mál, hagsmuni, sameiginlegan uppruna og svo framvegis. Þetta hóplífi sem löngum hefur einkennt íslenskt listalíf gerir það að verkum að fyrir utanaðkomandi, óháða og hjartahreina áhugamenn um listir er oft erfitt að henda reiður á hver hin raunverulega „staða“ í lista- heiminum er. Þessi vandi er ekki síður mikill hjá stjórnendum menningarmála, sem margir hverj- ir verða eftir því sem árin líða síein- angraðri frá þessari margsprungnu kviku listaheimsins, en þykjast með því forða sér frá því að verða aug- ljóslega „involveraðir í pólitíkina“. Forráðamenn menningarinnar, þeir sem hafa stöður hjá hinu opin- bera og geta úthlutað ýmsum gæð- um hljóta samt að vita að mikill hiuti af „pólitíkinni“ í listaheimin- um snýst einmitt um þá og að hún verður í sumum tilfellum hreinlega til í kringum umsvif þeirra; — ekki síst á krepputímum eins og nú eru. En lagskipting listaheimsins fer líka eftir krókaleiðum, stökkbreyt- ingar eiga sér stað og þess vegna er enginn listamaður öruggur í sinn' klíku nema skamma stund. Þannig eru til listamenn sem hið opinbera viðurkennir, aðrir eru alþýðuhetjur einungis í hávegum hafðir af fólk- inu í landinu, sumir einungis sagð- ir þekktir og metnir í útlöndum, enn aðrir heimsfrægir, virður- kenndir af hinu opinbera og borg- að undir þá af almannafé, margir heyrast nefndir endrum og eins, sýna öðru hvoru og selja hinu opin- bera og almenningi eina og eina mynd, og svo eru það þeir sem eru á heimsmælikvarða en enginn hef- ur ennþá heyrt talað um. Hringur Jóhannesson málar myndir fýrir fólkið í landinu, hið opinbera kaupir af honum reglu- lega, en hann er ekki heimsfrægur nema á Islandi þar sem hann gæti reyndar verið á heimsmælikvarða, ekki síður en margir aðrir. Lista- heim Hrings og annarra í þeirri stöðu er því best að hafa í einu ópólitísku lagi. Það er ekki að furða að „óháði“ listunnandinn virðist fyrst í stað vita þeim mun minna um listaheiminn því meira sem hann kynnist honum. Myndir Hrings eru flestar lands- lagsmyndir sem hafa farið í gegn- um töluverða hreinsun og endur- nýjun fýrir tilverknað og áhrifa frá popplist sjötta áratugarins. 1 tækn- inni kemur þetta fram í því að myndflöturinn á að vera hlutlaus og kaldur, litirnir hreinir og sterkir. En þessi áhrif eru að sjálfsögðu upphaflega komin inn í popplistina úr auglýsingaiðnaðinum. önnur áhrif frá popplistinni í verkum Hrings eru „skurður“ myndefnisins sem einkum kemur fram hjá Hring í þrengingu myndhornsins og áherslu á smáatriði. En það sem er ólíkt með verkum Hrings og verk- um margra popplistamanna sem eru stór, skýr og ráða vel við stór rými og fjarlægðir, þá þola verk hans illa að skoðast nema úr lítilli fjarlægð, enda fremur lítil, nánast öll af dæmigerðri stofústærð. Þótt verk Hrings séu tiltölulega lík innbyrðis hvað efnisval snertir, oftast með þröng og dálítið óvana- leg mótíf af jörð, himni og vatni, þá myndar sýningin ekki sterka sjón- ræna heild þó svo að mörg verk- anna séu bæði hugmyndarík og beri ótvíræðan vott um vandað handbragð og sérstaka myndsýn Hrings. Besta aðferðin við að skoða myndirnar virðist að grína í hverja og eina úr tiltölulega lítilli fjarlægð og reyna að útiloka hin verkin á sýningunni á meðan. Einnig eru verkin undarlega misjöfn að gæð- um, sum hálfgerð alþýðulist svo sem verk 26 og 28 „Sumarkvöld“ og „Heim í dalinn“ og verk 1 „Tví- skuggi“. I þessum verkum svo og nokkrum öðrum þar sem skuggar koma við sögu eða einhver „smá-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.