Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Ari Matthíasson leikari leikur lúða í sjónvarps- þáttunum „Sigla himin- fley.“ Hann sýnir á sér bakhliðina að þessu sinni. Hvort vildirðu heldur hafa Svein Einarsson, fyrrum Þjóðleikhús- stjóra eða Stefán Baldursson, nú- verandi Þjóðleikhússtjóra með þér á eyðieyju? (Verður að taka annan með.) „Eg hugsa að ég myndi frekar vilja hafa Svein af því að ég vil ekki eyðileggja fyrir mér atvinnumöguleika í Þjóðleikhúsinu í framtíðinni." Hvert er leiðinlegasta leikrit sem þú hefur leikið í? „Vetrarævintýri eft- ir Shakespeare sem ég lék í í Nem- endaleikhúsinu. Þetta er illa skrifað og óskemmtilegt í alla staði.“ Hvað ferðu oft í bað á mánuði? „Þegar ég er að leika mikið fer ég ör- ugglega svona 40 sinnum. Annars ekki.“ Hvernig eru nærbuxurnar þínar á litinn (þær sem þú ert í núna)? „Ég er í svörtu samfellunni hans Stebba Jóns, leikara." Hvernig bregstu við ef þú, eftir góða rispu, vaknar nakinn milli herra Ólafs Skúlasonar og síra Heimis Steinssonar, þeir einnig berir og Heimir með sælusvip á andlitinu? „Ég myndi náttúrlega skora á þá í kóngakeppni." Hvaða hlutverk leikbókmenntanna vildir þú alls ekki leika? „Ég myndi ekki vilja leika Tony í West Side Story af ástæðum sem eru kunnar. Það væri átakanlegt fyrir áhorfendur ef ég væri í þessu hlutverki." Heldurðu að kóngurinn sneri sér við í hótelherberginu sem hann er í núna ef hann frétti af þessu með dótturina og Michael Jackson? „Örugglega. Hvar er hann? Er hann ekki bara á City Hóteli með Arnóri Ben.?“ Hver er fyndnastur íslendinga (bannað að segja Ari Edwald)? „Af hverju má ég ekki segja Ari? Mér finnst nú Heimir Steinsson alltaf skemmtilega hlægilegur." Hvort vildirðu heldur vera Les eða Alex? (Verður að velja annan.) „Er þetta ekki sami maðurinn?" Finnst þér Kjartan Ragnarsson fal- legur maður? „Mér finnst hann alveg mjög fallegur maður. Enda er ég í þeirri aðstöðu að geta ekki fundist neitt annað. Hann er tvímælalaust í hópi tíu fallegustu leikstjóra á ís- landi.“ Hvort fyrirbærið er sniðugra: Ad- amson í DV eða Margeir Péturs- son, skákmaður? „Mérfinnst Adam- son miklu betri." Finnst þér Anna Mjöll vera góð söngkona? (Hreinskilnislegt svar óskast). Ef svarið er já, í hverju felst styrkur henhar sem söngvari? „Já. Styrkur hennar liggur í kunnings- skap við Jackson, klæðaburði og svo er þetta svo yndisleg manneska." ■ Slagnum um þingsæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýkur um næstu helgi. Styrmir Guðlaugsson hefur fylgst með atinu og greint baráttuaðferðir frambjóðendanna í prófkjörinu og þá ímynd sem þeir hafa smíðað af sjálfum sér Frambjóðendumir fiórtán Davíð Oddsson á í. sætið og það er út í loftið að halda öðru fram en hann fái rússneska kosningu. Þeir einu, sem eru kannski ekki tilbúnir að ljá honum atkvæði sitt, eru leif- amar af hulduhernum og einstaka stuðningsmenn Katrínar Fjeldsted. Með því einu að láta eins og prófkjör- Davíð Oddsson Forsætisráðherra lögfræðingur i. sætið Prófkjörið kemur honum ekki við Yfirburðir Sjdlfkjörinn ið komi honum ekki við sýnir Davíð yfirburði sína. Einu áhyggjur hans em slagsmál Björns Bjarnasonar og Geirs Haarde um 3. sætið en báðir em persónulegir vinir hans til margra ára. Hann hefúr valið þá taktík að skipta sér ekki af atinu. Friðrik Sophusson er í svipaðri stöðu og Davíð, enginn hinna fram- bjóðandanna ætlar sér að hrófla við honum í 2. sætinu. Hann þarf því ekki að standa í formlegri prófkjörs- baráttu og lætur nægja að dúkka upp á einstaka fundi hjá ungliðum og öðrum flokksmönnum til að minna þá á stöðu sína og fínpússa ímyndina. Nýlega sendi hann fjölmiðlutn nýja mynd af sér með ósk um að hún verði notuð í stað eldri mynda. Tímasetningin er varla tilviljun. Þá er freistandi að líta svo á að formleg úr- Björn Bjarnason Albingismaður löeiræðingur 3. sæti „Þekking - Festa - Framsýni - Rautiscei“ ( en ekkert bros) „Sterkur málsvari“ (með bókakili í bakgrunni) sögn Sigríðar Dúnu Kristmunds- dóttur, eiginkonu hans, úr Kvenna- listanum sé annað og meira en „hausthreingerning“, eins og hún kallaði það í viðtali hér í blaðinu á fimmtudaginn. Það þarf heldur ekki að vera rakin tilviljun að hún var einn frummælenda á ráðstefnu ungra sjálfstæðiskvenna á laugardaginn sem bar yfirskriftina „Sjálfstæðar konur - Kvennapólitík til hægri“. Það er ekki fráleitari skýring en „haust- Amngm Friðrik Sophusson 2. sæti Alltaf atmar í röðinni Ný ímynd Skilinn við Kvennalistann Geir Haarde Alþingismaður hacfræðincur 3. sæti Ætlar ekki að endurtaka tnistökin „Einn, tveir og Geir!“ (Flallgrímsson lenti í því y.) „Veljum traustan mantt tilforystu!“ (Er Birni þá ekki treystandi?) hreingerningin“ að skilaboð Sigríðar Dúnu til sjálfstæðismanna séu þau að Friðrik sé ekki lengur kvæntur inn í Kvennalistann. Friðrik er og hefúr alltaf sætt sig við að vera maður númer tvö og það er virt við hann. Þó er hugsanlegt að kosning hans í 2. sætið verði ekki jaínglæsileg og ætla mætti. Talið er líklegt að hluti stuðn- ingsmanna Björns og Geirs fórni Friðriki fyrir sinn mann í stríðinu um 3. sætið. Baráttan um 1. deildar sæti Björn Bjarnason fékk glæsilega kosningu í 3. sætið í prófkjörinu 1990. Hann getur ekki síst þakkað Davíð þá útkomu þar sem hann gaf út þá „til- skipun“ að flokksmönnum bæri að tryggja Birni sæti í forystusveitinni. Nú þarf hann að standa á eigin fóturn við að verja sæti sitt. Tveir frambjóð- endur gera tilkall til þess, auk hans, Geir og Sólveig Pétursdóttir. Birni er greinilega brugðið, harkaleg við- brögð hans — og að sama skapi dýr — benda til þess. Hann hefúr auglýst grimmt í blöðum og sendi flokks- mönnum í Reykjavík átta síðna glansbækling í dagblaðsstærð, án vafa þann íburðarmesta og dýrasta í þessu prófkjöri. Þar er lögð áhersla á grundvaHáraíriði eins og kosninga- réttinn, hlutverk Sjálfstæðisflokksins og siðvæðingu í stjórnmálalífi þjóð- arinnar. Með því minnir hann á ræt- ur sínar og gefúr þá ímynd af sér að hann sé pólitískur hugsuður. Það gerir hann einnig með því að horfa til nýrrar aidar. Neyðarlegri er löng lo- frulia Jakobs F. Ásgeírssonar, rit- höfundar og stjórnmálafræðings, sem Björn fékk til að mæra sig. Margir telja að Björn hefði ekki þurft að eyða svona miklum pening- um í kosningabaráttuna, 3. sætið hefði eftir sem áður verið hans þar sem Davíð hefúr ekki afturkallað til- skipun sína. En þá gleymist að í raun er verið að keppa um ráðherrasæti, ef Sjálfstæðisflokkurinnn verður áfram í stjórn eftir kosningar, og Björn ætl- ar sér að feta í fótspor föður síns og verða utanríkisráðherra. Geir Haarde á frumlegasta slag- orðið í prófkjörsbaráttunni: „Einn, tveir og Geir!“ Þar vísar hann til þess að hann vilji í 3. sætið og undirliggj- andi er krafan um að vera tekinn í ráðherraliðið. Geir þykir hafa staðið sig vel sem þingflokksformaður og er annálaður fyrir dugnað. Hann á því vísan stuðning í eitt af efstu sætunum og á jafnvel möguleika á að hrekja Björn úr sínu sæti þótt það sé í sjálfú sér ekkert sérstakt markmið hjá hon- unt. Geir gerði þau mistök í síðasta prófkjöri að senda frá sér óljós skila- boð með því að óska aðeins eftir stuðningi í öruggt sæti og vera íjar- verandi í Úrúgvæ þar til rétt fyrir kjördag. Margir stuðningsmanna hans mátu það þannig að nóg væri að Markús Örn Antonsson V'.t' Sólveig Pétursdóttir Alþincismaöur löclræðinour l . sæti Ekkert slagorð (engin afrek?) Kona með slceðu Vill spila í 1. deild ogfcer það kattnski Gulur og sjabbí Fíat Eaer Haraldur Sigurðsson, (Halla&Ladda Halli) sölumaður og skemmti- kraftur, segir frá því þegar hann var reiðast- ur, en reiðiköst segir hann að séu ákaflega sjaldgæf þegar hann á í hlut. „Ég man eftir einu atviki sem er hálf hallærislegt, alla vega á þeim tíma. Við hjónin vorum að koma úr bíó en þá átti ég gulan Fíat. Við vorum eitthvað sein fyrir og ég segi við konuna að við verðum að drífa okkur og við flýtum okkur þessi lifandis býsn. Ég óð upp í bílinn og dró fram lyklana. Þá reTour þess vegna er ég til pössuðu þeir ekki að svissinum. Það náttúrlega pirraði mig og þá allt í einu tek ég eftir því að það er búið að rústa bílnum að innan: Stela útvarpinu, búið að eyði- leggja upphalarann farþegamegin og bílinn er allur sjabbí og hinn ógeðslegasti. Það fauk hrottalega í mig enda var ég stressaður fyrir og bara — hver djöfullinn er þetta? Ekkert má nú vera í friði hérna! Og á meðan ég er að há- skammast og rífast út í allt og engan, en þó sérstaklega konuna, þá er mér litið í baksýnisspegilinn og þá sé ég minn bíll þar. Þá var þetta vitlaus bíll en nákvæmlega eins en svona sjabbí að innan þannig að það var eins og það væri búið að rústa honum. En þetta var algjört spennufall og reiðin rauk út í veður og vind og við laumuðumst út og í okkar bíl.“ ■ Minrkú.s Örn i ft* sœiið Markús Örn Antonsson Fyrrverandi hitt og þetta 4. sæti Stúdent Fórnfýsi Minnimáttarkennd „1,2,3, Markús Örn í 4. sœtið“ (eða n.) KATRIN FJELDSTED I..4fcNIR J kona, eins og Sólveig og fleiri. Erfitt er að meta fylgi hennar en hún á víst fylgi ungliðanna lengst til hægri í flokknum en samkvæmt reynslunni er þá líklegt að hinir styðji hana ekki. Kjósendur standa líka frammi fyrir því að þurfa að hafna öðrum þunga- vigtarmönnum ef þeir setja Láru Margréti í öruggt sæti. Guðmundur Halivarðsson, eins og Sólveig, hamrar á þvi í sinni próf- kjörsbaráttu að hann sé minnihluta- hópur — sá eini sem rætur eigi í verkalýðshreyfmgunni. Guðmundi hefur ekki enn tekist að skapa sér sömu stöðu innan flokksins í Reykja- vík og Pétur sjómaður Sigurðsson á sínum tíma þótt baráttumálin séu að verulegu leyti þau sömu — að vera góður við aldraða, sjúka og þá sem minna mega sín. Skilaboðin til kjósenda í prófkjörinu eru þau að hann sé ómissandi fyrir flokkinn, það þýði ekki að bjóða einungis ffarn lög- og hagspekinga. Maður hinna vinn- andi stétta verði einnig að vera í áhöfninni. Trúr sínum uppruna hef- ur Guðmundur lagt manna harðast að sér í slagnum. Kunnugir segja að honum hafi tekist vel upp á undan- förnum vikum og eigi tryggt þingsæti nánast víst. Er það ekki síst þakkað þeirri taktík að tala persónulega við fjölda fólks, fleiri en aðrir. Þá fær hann kannski viðurnefnið sjómaður, eins og Pétur. Nýju þungavigtar- mennimir Katrín Fjeldsted sækist eftir einu af efstu sætunum á listanum án þess að skilgreina það nánar. Þær sögur hafa heyrst að einhverjir af stuðnings- mönnum hennar hafi verið að hvetja fólk til að kjósa hana í 1. sætið til að ICatrínFjeldsted Eitt af efstu sætunum „Katrínu ífremstu röð“ (en þáfœra hinirsig bara enn fratnar) Mannúð og utnhverfisvernd (erhútt í réttum flokki?) Andóf (sem verður ekki fyrirgefið) Þeir blóðþyrstu vilja slátra hetmi merkja við hann í 6.-8. sæti sem leiddi til þess að hann missti næstum af þingsæti, hrapaði úr 5. sætinu í það 8. Hann ætlar ekki að endurtaka mis- tökin. Krafa Geirs um 3. sætið er þvi túlkuð sem yfirlýsing um að hann vilji fá að spila í 1. deildinni aftur, vera í hópi fimm efstu. Það eina sem gæti unnið gegn Geir er ef hann verður látinn gjalda fyrir fjaðrafokið í kring- um skýrslu Ingu Jónu Þórðardótt- ur, eiginkonu hans, fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. Á sarna hátt er atlaga Sólveigar að 3. sætinu metin þannig að hún telji konur í flokknum eiga heimtingu á að eiga fulltrúa í 1. deildinni. Og þar sem hún hafi náð bestri útkomu kvenna í prófkjörinu síðast sé það sæti frátekið henni. Svo virðist sem Sólveig sé nokkuð örugg um stöðu sína því hún hefúr ekki beitt sér mik- ið i baráttunni. En það gæti reynst henni dýrkeypt því Lára Margrét ætl- ar sér stóra hluti. Allir vilja öruggt sæti Staða Láru Margrétar er óljós — allt getur gerst. Hún gæti jafhvel náð 5. sæti og komist upp fyrir Sólveigu. En hún á líka á hættu að detta út af þingi því margir gera kröfú um ör- uggt sæti. Katrín á eftir að vinna af henni fylgi, þótt skoðanir þeirra fari ekki saman í mörgum málum, og svo hafa verkefni hennar sem þingmanns í heilbrigðis- og utanríkismálum ekki verið mikið í sviðsljósinu. í bækling- um leggur Lára Margrét mikla áherslu á að hún hefúr verið í komp- aníi við stóra kalla úti í heimi, en það selur varla. Hitt meta margir að hún berst sem einstaklingur en ekki sem , «35? jí. Mtnitndur Hativmðsson þirm é þingi • fvr Á mifli _Guðmimdur llvarðs )sson Hall Alþingismaður sjómaður 5. sæti Þjóðfáni íslendinga (hvað á maðurinn við?) Ótttissandi (og allir trúa því) „Maður allra stétta“ (holdgervingur flokksins) Prófkjörserirtdi Péturs H. Blöndals & I SMnKunnl 111» Ei Dr. Pétur Blöndal Umsýsla eigin fjármuna Stærð-, eðlis-, tölvu-, líkinda- og trygg- ingastaerðfræðingur 5.-6. sæti Sérvitringur Mikið niðrifyrir „Nýr maður - Ný viðhorf - Nýjar leiðir“ (sem enginn skilur)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.