Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 23 ★ ★ ★ ★ ★ FRÁBÆRT ★ ★ ★ ★ ÁGÆTT ★ ★ ★ GOTT ★ ★ LALA ★ 0 © SLÆMT VONT HÆTTULEGT Pulp Fiction Regnboginn ★ ★★★★ „Blanda af undirfurðulegri flatneskju og hárnákvæmri leikstjórn, þegar Travoltafer að dansa sér maður hvað þetta smellpassar allt.“ Clear and Present Danger Háskólabíó 0 „Spaugilega alvörugeftð, óhærilega langt og óskUjanlegt hvernig Harrison Ford nennirþessu.“ HallgrImskirkja SlNFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hljómsveitarstjóri: Osmo Vanska ★ „Hljómburður Hallgrímskirkju drekkti hljóðfæraleikurum Sinfón- íunnar, einnig kór, einsöngvurum, manni og mús.“ Uma Thurman, glæpadaman í frábæru steríótýpusafni Tarantinos. Robert James Waller Brýrnar í Madison-sýslu Vaka-Helgafell 1994 ★ „Það eina merkilega við þessa bók eru vinsældir henttar sem eru þó ekki óútskýranlegar. Robert Jatnes Waller er ekki góður rithöfundur og hreint afleitur stílisti en hann kann að púsla saman klisjunt og klisjur hafa löngum selst. “ Hringur Jóhannesson Listasafn ASÍ, ★★★ „Hringur Jóhannesson málarfyrir fólkið í landinu á þann háttsem fólkið sjálft vildi geta gert efþað tæki til við að mála. Sýningin myndar ekki sterka heild, kannski eru of mörg verk á sýningunni, en góðu verkin eru þó mun fleiri en þau kindarlegu. “ III vistfyrir Ford Clear and Present Danger Háskólabíó Þegar Tom Clancy stingur niður penna hnipra skógarnir sig í angist; svo eru bækurnar hans langar og slíkt er upplagið sem þær seljast í. Allar eru þær sprengfullar af smáat- riðum; það er aldrei dregin upp byssa í bók eftir Clancy nema sagt sé hvaða hlaupvíddar hún sé og hverrar gerðar. Þegar bætist við hérumbil patólógísk dýrkun á tækni, her og föðurlandi kemur kannski ekki á óvart að í Ameríku er nánast litið á bækur Clancys sem opinber plögg. Með þessu lagi gerir hann sér far um að sleikja sig upp við yfirvöld. Hins vegar er Clancy öldungis fyrirmunað að koma mannsmynd á nokkra sögupersónu. Hetjan hans, spæjarinn Jack Ryan, er pólitískt réttur James Bond. Hann reykir ekki, drekkur ekki, er heimilisfaðir í vísitölufjölskyldu og bestu vinir hans eru blökkumenn. Þetta er ill vist fyrir jafngóðan leikara og Harrison Ford. Hann þráast við að koma einhverri lífsglóð í þennan karakter með því að vera eins kank- vís á svipinn og hann á að sér; í reynd er það furða að hann skuli ekki skella upp úr í miðri mynd og gera grín að öílu saman. Þess utan þarf ekki að segja ann- að en að bíómyndin er nákvæmlega jafn langdregin og bækurnar hans Clancys og undirstrikar hvað þetta er allt fáránlega alvörugefið og — hvernig á að orða það — karlalegt. Ein persóna sker sig þó ögn úr vegna sannferðugleika, kannski er það alveg óvart. Forseti Bandaríkj- anna er látinn vera prinsípplaus klaufi — og er er að því leytinu ná- frændi Bills Clinton. ■ Strákar, passið ykkur á þess- ari ef þið ætlið að bjóða stelpu i bió. Þið getið verið vissir um að húrt gertgur út í hléi og þið sjáið hana aldrei framar. Eglll Helgason Hárnákvœmur hálfkœringur Pulp Fiction Regnboginn Undanfarið er búið að skrifa svo mikið um Quentin Tarantino í tímarit — sérstaklega um árin sem hann vann á vídeóleigunni — að maður er eiginlega kominn með upp í kok og hugsar af illgirni hvað það væri ágætt ef þetta væri tómt svindl. En því miður, eða kannski sem betur fer: alveg er hann frábær. Tarantino, held ég liggi í augum uppi, hefúr náðargáfu. Hann vekur upp fallegar minningar um Spiel- berg og Wim Wenders, leikstjóra sem ungir að árum líkt og kunnu að spila af fingrum fram í kvik- mynd, rétt eins og þetta listform stæði skrifað í genin í þeim. Klisjan sem er notuð um Tarantino í tíma- ritunum er að hann sé undrabarn — og það er vísast rétt. Ekki að hann spretti upp úr neinu tómarúmi. Kvikmyndasög- una kann hann upp á sína tíu fing- ur og það má greina margvísleg áhrif; Pulp Fiction mætti hæglega staðsetja milli tveggja snillings- mynda, Goodfellas eftir Scorsese og Mystery Train eftir Jim Jarmu- sch. Eða réttar sagt — hún leggur upp á þeim slóðum. Frumraun Tarantinos, Resevoir Dogs, var að vissu leyti eins og of- beldisfúllur ballett sem leikararnir „EfBeethoven væri uppi í dag værihannákan í megabætum,cc segir Kjartan Ólafsson tónskáld. Á öldinni sem leið tíðkaðist að þjást fyrir listina. Chopin dó úr berkluni, Schumann endaði á geð- veikrahæli, Beethoven dó svangur og forsmáður og þannig mætti lengi telja. En nú er öldin önnur. Tónskáldin sitja ekki lengur með sultardropana í nefmu, dýfa fjaður- pennanum ofan í blekbyttu og skrifa nótur með loppnum hönd- um. Það er yfirleitt betur hlúð að þeim, þó margir kvarti eflaust enn. Eitt er samt víst: fjaðurpenninn er löngu gleymdur. í staðinn er tölvan komin til sög- unnar, og má nota hana til að vinna allt sem leiðinlegt er við samningu tónlistar. Það er nefnilega ekki' nóg að fá góðar hugmyndir, því hvert tónverk hefur ákveðna uppbygg- ingu, og flókin verk kosta oft mikla útreikninga. Best er að láta tölvuna um þá Svo er ekki aðeins að hægt sé að nota tölvur til tónsmíða. Tölvan getur einnig komið í stað hljóðfæra, og segja má því að möguleikar tölvu- og raftónlistar séu nánast endalausir. Helgina 28. til 30. október getur fólk svo fengið smjörþefmn af því sem hefur verið að gerast í íslenskri tölvutónlist frá upphafi hérlendis, en þá mun standa yfir tölvu- og raftónlistarhá- tíð, og verður hún haldin á Sólon íslandus. Mikill menningarvið- burður verður þar á ferðinni, því sjálfstæð tölvutónlistarhátíð hefur aldrei verið haldin hér á landi fyrr. Um tólf tónskáld leggja til verk sín, og verður því hægt að heyra margar hliðar á svona tónlist. Kjartan Ól- afsson tónskáld skipuleggur hátíð- ina, en hann hefur vakið mikla at- hygli erlendis fyrir gerð tónsmíða- forritsins Calmus, sem er eitt fárra sinnar tegundar í heiminum í dag. Undirbúningur að frekari kynn- ingu er þegar hafin, en forritið bjó hann til á meðan hann var við nám í Finnlandi, og hefur hann notað stigu hvor við annan og við kvik- myndavélina. Þessi hárnákvæma kóreógrafía er líka einkenni Pulp Fiction, en um leið hefur hún yfir sér vissan blæ hálfkærings og þykj- ustuleiks; með undirfurðulegri kímni er hann að leika sér að ster- íótýpum úr glæpamyndum og sjoppubókmenntum, því sem á amerísku heitir pulpfiction. Hluti af þessum leik er ofbeldið og blessunarlega er það ekki ofbeldi sem reynt er að Ijá virðuleikablæ með yfirskini grunnfærinnar ádeilu (Oliver Stone!). Bófar Tarantinos eru lítilsigldir stríðsmenn, þeir ganga til ofbeldisverka eins og þeir séu að fara í vinnuna; á leiðinni eiga þeir í furðulega flatneskjulegum hrókasamræðum og strá um sig fimmauralífspeki. í sömu andrá og þeir draga upp byssuhólkana eru þeir að tala um hvort fótanudd geti talist vera kynferðisathöfn eða ekki. Þannig verður ofbeldið í senn ban- alt og farsakennt. Til að klára dæmið hefur Tarant- ino ffábæran hóp leikara sem virð- ast hafa skilið upp á hár hvað hann er að fara; að þetta eru sjoppubók- menntir og ekki við hæfi að leikarar leggi í einhver átök við rullurnar sínar. Hér væru tuldrandi innlifaðir metóduleikarar út úr kú, heldur fær hann þá til að leika af hárfínni yfirborðsmennsku, af úthugsuðu kæruleysi, líkt og þeir séu fyrir utan og ofan persónurnar — hét þetta ekki Verfremdungseffekt í leikhús- inu meðan það dró enn andann? Engum leikaranna hæfir þessi leikstíll þó betur en John Travolta, máski af því hann er enginn stór- leikari að upplagi. Enn eitt dæmið um hvað allt smellpassar í mynd- inni er að hann skuli vera dreginn fram á nýjan leik — og þegar hann fer að dansa, miðaldra og feitlag- inn, er það ekkert minna en magísk stund. ■ Tarantino er séni. Egill Helgason Hárið í Hallgríms- kirkju? Hallgrímskirkja SlNFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hljómsveitarstióri: Osmo Vanska Puh! Það var svarið sem ég fékk þegar ég spurði konu eina hvort hún ætlaði á tónleikana með Sin- fóníuhljómsveit íslands ásamt ein- söngvurum og kór íslensku óper- unnar. Þegar ég innti hana eftir hvað þetta puh eiginlega þýddi, sagði hún einfaldlega: „Tónleikarn- ir eru í Hallgrímskirkju!" Svo fnæsti hún. Þá skildi ég. Það er allt- of mikið bergmál í kirkjunni, sem gerir það að verkum að hún hentar ekki mjög vel til tónleikahalds. Ró- legar kirkjutónsmíðar á lágu nót- unum eru í lagi, en um leið og á að fara að flytja dramatísk stórverk með miklum átökum syrtir heldur í álinn. Á tónleikunum, sem áttu sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld, voru fluttar tvær mikilfenglegar tón- smíðar, Requiem in Our Time eftir Einojuhani Rautavaara og A Child of Our Time eftir Michael Tippett. Það fyrrnefnda er fyrir slagverk og málmblásturshljóðfæri — það er lúðra, og er listilega vel samið. Verkið er hugmyndaríkt, kraftmikið og býr yfir miklum and- stæðum. Orðið requiem þýðir sálumessa, svo segja má að flutningur þessa tónsmíðar í kirkju sé viðeigandi. Endurómunin í Hallgrímskirkju

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.