Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 32
[ hverju tölublaði leqqur Morqunpósturinn spurninqu fyrir lesendur, sem þeir qeta kosið um í síma 99 15 16. Örebro hafnaði í öðru sæti í sænsku úrvalsdeildinni Amór besti maður vallarins Gautaborg varð í gær sænskur meistari í knattspyrnu. Liðið sigr- aði þá Malmö á útivelli, 1:2, eftir að hafa verið undir í leiknum lengi vel. Þeim tókst að jafna og skora síðan sigurmark þegar skammt var eftir af leiknum. Örebro, lið Amórs Guðjohnsen og Hlyns Stefáns- sonar hafnaði í öðru sæti eftir stór- sigur á Landskrona, 3:0. Arnór átti stórleik, lagði upp eitt mark, og var kosinn maður leiksins. Hlynur átti einnig mjög góðan leik á miðjunni. Árangur örebro nú er sá besti frá upphafi og í tilefni af því var slegið veislu fyrir liðið í kastalanum í öre- bro. Gautaborg sigraði deildina með 54 stig, Örebro endaði með 52 stig og Malmö hafnaði í þriðja sæti með 49 stig. Hacken og Landskrona féllu úr úrvalsdeild. ■ Lárus Orri Sigurðsson hjá Stoke í Englandi Spilar Lárus á móti Uverpool? Akureyringurinn ungi, Lárus Orri Sigurðs- son, á þessa dagana í viðræðum við enska knatt- spyrnufélagið Stoke City í Englandi. Fram- kvæmdastjóri félagsins hreifst mjög af hæfileik- um piltsins og kemur með drög að samningi nú í byrjun vikunnar. 1 samtali við blaðamann MORGUNPÓSTSINS í gærkvöld vildi Lárus Orri lítið tjá sig um málið: „Þeir töluðu við mig á föstudaginn og ætla að láta mig hafa samning eftir helgina. Þá fyrst kemur í ljós hvort það verður eitthvað úr þessu. Aðstæður hérna eru góðar og ef mér líst á samninginn er ég alveg til.“ Stoke mætir Liverpool í Coca Cola-bikarnum á þriðjudaginn, og aðspurður um hvort hann verði með í leiknum sagði Lárus: „Fram- kvæmdastjórinn sagði við mig að hann væri ekki búinn að útiloka það. Sjálfur geri ég ekki ráð fyr- ir því. Hins vegar er varaliðsleikur á miðvikudag og ég tel meiri líkur á að ég spili hann. Eftir þann leik verð ég búinn að fá samning í hendurnar og þá fer málið að skýrast.“ ■ „Grindvíkinga vantar auðvitað útlending,“ gæti Tómas Holton, þjálfari úrvalsdeildarliðs Skallagríms, (fyrir miðju) verið að segja. Franc Booker (til vinstri) hefur verið orðaður við Grindvíkinga en hann hef- ur gert garðinn frægan hér á landi með Val og ÍR. Það mun væntanlega koma í Ijós á næstu dögum hvort Booker fer til Grindavíkur en hann yrði liðinu gífurlegur fengur ef af yrði. Til hægri situr einn af lærisveinum Holtons hjá Skallagrími, Sveinbjörn Sigurðsson. ■ Veðurhorfur næsta sólarhring- inn: Norðan- og norðaustanátt. Stinningskaldi suðvestan lands en allhvasst eða hvasst sums staðar norðanlands og austan. Fer þó held- ur að lægja síðdegis. Suðvestan- lands verður nokkuð bjart veður, él norðvestan lands en rigning á norð- austur og Austurlandi. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast suðaustan lands. Horfur á þriðjudag og miðviku- dag: Norðan og norðaustanátt, sums staðar strekkingsvindur. Élja- , gangur á Norður- og Austurlandi, en , þurrt og víða bjartviðri sunnanlands og vestan. Hiti verður frá tveimur stigum suðaustanlands niður í fimm stiga frost á Norðurlandi. Veður Kjörkassinn MORGUNPÓSTURINN hefur sett á laggirnar Kjörkassann, símsvara þar sem almenningur getur svarað brennandi spurningunr dagsins í dag. Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99-1516, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. Á míð- vikudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkassanum og niðurstöðurnai birtar í fimmtudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Spurt er... Hver vilt þú að skipi þriðja sœtið á jramboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavtk við næstu Alþingiskosningar? Greiddu atkvæði 39,90 krónur mínútan t / Hlustum allan sólarhringinn 2 1900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.