Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 smaa letrið Kvak gúmmí- andannnar Alveg er breska konungsfjölskyldan hreint og beint dásamleg. Elísabet drottning neitar að gefa Jeltsín vodk- að sitt og reynir að belgja hann út af kampavíni. Díana prinsessa er hvílíkur happafengur fyrir alla þá sem hún dró á tálar að þeir geta lifað áhyggjulausu lífi til æviloka með þvi að segja sögur af helgarævintýrum sínum með henni. Karl prins er í svo vondum málum að hann ætlar að bæta ímynd sína með því að gefa út ævisögu sem lýsir hon- um sem duglausum aumingja. Hann telur þann titil vera skref upp á við úr þeim djúpa skít sem hann er í. Og þrátt fyrir að þetta séu aðalpersónurnar fylg- ir dásamlegt galleríi aukapersóna fjöl- skyldunni. Fyrir tilverknað Díönu hefur meira að segja tekist að tengja Bar- böru Cartland inn i ættina. Það sýnir að þessari fjölskyldu er ekkert ómögu- legt þegar grín og fjör er annars vegar. Við Islendingar þurfum að koma okkur upp svona fjölskyldu til að skemmta okkur í svartasta skammdeginu. Eftir að Jón Óttar fluttist til Hollywood hef- ur varla nokkur maður boðið okkur upp á einkalíf sitt - ef til vegna þess að engum hefur fundist einkalíf standast samanburð við einkalíf þess mæta manns. Það er helst að menn sem eru í ákaflega vondum málum reyni að draga fjölskyldu sína í sviðsljósið, benda á hvað börnin sín eigi bágt að eiga svona vonda pabba og stinga upp á að fólk hætti að núa börnunum því um nasir. Það sé nógu slæmt að eiga gallagripi fyrir feður þótt það sé ekki sí- fellt verið að minna mann á það. Þetta sagði Hrafn. þetta sagði Guðmundur Árni og þetta hefur nánast hver sá sagt sem er staðinn af einhverjum óskunda. Nema Arnór Benónýsson. Hann hefur ekki dregið sitt fólk niður í svaðið til sín. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki dottið i það og punktur. Hann var ekkert að segja til um hvort börnin hans væru edrú. Hann er ekki þannig maður. En brátt fyrir tregðuna er Arnór líklega sá Islendingur sem hefur komist næst Karli prins í því að blanda almenningi inn í einkalíf sitt. Arnór er gúmmíöndin sem Súsanna Svavarsdóttir skrifaði um. Og það vita allir. Allir sem horfa á Arnór sjá gúmmíönd. Það er alveg sama hvað hann segir og hversu fim- lega honum tekst að verja hendur sín- ar, fólk heyrir bara kvak gúmmíandar- innar. Alveg eins og enginn sér Karl prins heldur bara Karl kokkálaða. Og eins og fólk gat smjattað á gúmmí- öndinni um árið hefur Anrór nú boðið upp á framhald máltiðarinnar. í þess- um nýja kafla leggur gúmmíöndin í orr- ustur fyrir listahátíðina í Hafnarfirði, má ekki vera að því að halda bókhald, gleymir hluta þess í sumarbústað í Hvalfirðinum og á í vandræðum með að muna í hvað hin og þessi greiðslan fór. Segir að hann sjái heldur ekki al- veg ástæðuna til þess. Aðalatriðið sé hvað listahátíðin var góð. Og svo segir Arnór að hann hafi ekki dottið i það. Hann vill að það komi skýrt fram. Sú staðreynd gerir það að verkum að fólk á enn erfiðara með að skilja allt ruglið í kringum listahátiðina. Það væri skiljanlegt að fullur maður gæti klúðrað hátíðinni svona eftirminnilega. En edrú maður? Það er óskiljanlegt. ■ Listaverkakaup á vegum borgarinnar Davíð og Eggert sáu um listaverkakaup borgarínnar Árlega kaupir Reykjavíkurborg listaverk fyrir um 17 milljónir króna. Menningarmálanefnd kaupir aðeins fyrir 5 millj- ónir á ári. Borgartiagfræðingur sér um önnur kaup í samráði við borgarstjóra þótt þau heyri ekki undir embættið. Á árunum 1990-1993 keypti Reykjavíkurborg listaverk fyrir um 17 milljónir króna að jafnaði á ári. Menningarmálanefnd, sem á að kaupa listaverk fyrir hönd borgarinn- ar, sá þó aðeins um listaverkakaup fyrir um 5 miiljónir að jafnaði. Af- gangurinn, eða um 12 milljónir króna árlega, voru hins vegar í höndum borgarliagfræðings í samráði við borgarstjóra. „Þessi kaup fóru í gegnum mig, ýmist að höfðu samráði við borgar- stjóra eða ég einn,“ segir Eggert Jónsson borgarhagfræðingur. Hann segir að þetta hafi tíðkast mörg und- anfarin ár, þótt kaupin heyri ekki undir borgarhagfræðing, en nú standi til að breyta þessu fyrirkomu- iagi. Menningarmálanefnd starfar eftir samþykkt borgarráðs ffá 22. júlí 1986. Þar segir: „Menningarmálanefiid skal fara með stjórn lista- og byggðasafna sem rekin eru á vegum borgarsjóðs. Hún skal fjalla um starfslaun lista- manna og kaup á listaverkum.“ Gunnar Kvaran listfræðingur er menningarmálanefhd til ráðgjafar í öllum listaverkakaupum en Eggert segir að hann hafi stundum ráðfært sig við Gunnar við sín kaup. Tölurnar sem hér birtast eru fengnar frá hópi listakvenna vegna sýningarjnnar Guerilla girls sem haldinn var 9.-24. maí 1994. Þær not- uðu þessar tölur til að sýna fram á misræmi í listaverkakaupum, annars vegar af listakonum og hins vegar af karlkyns listamönnum. Árið 1992 keypti menningarmálanefnd, til dæmis, verk fyrir 5.025.000 krónur. Þar af var hlutur kvenkyns lista- manna 920 þúsund en hlutur karla 4.025.000 króna. Á sama tíma voru listaverkakaup borgarinnar, utan menningarmálanefhdar, 11,29 millj- ónir. Þar var hlutur kvenna 99 þús- und krónur en 11,191 milljónir fóru til kaupa á verkum karlkyns listamanna. -pj Listaverkakaup á vegum Reykjavíkurborgar 1990 Menningarmálanefnd: Borgarhagfræðingur og borgarstjóri: 4.815.000 13.812.000 1991 Menningarmálanefnd: Borgarhagfræðingur og borgarstjóri: 4.956.121 11.734.000 1992 Menningarmálanefnd: Borgarhagfræðingur og borgarstjóri: 5.025.000 11.290.000 1993 Menningarmálanefnd: Borgarhagfræðingur og borgarstjóri: 6.742,710 10.470.200 Unglist leggur undir sig Kringluna Hátíð ungatólksins, Unglist ‘94^sem stóð yfir í níu daga og nætur er lokiö. Auk þess að hamst við í Hinu hús- inu, Ráðhúsinu og fleiri húsum, lögðu nokkur ungmennanna leið sína til fólksins. Á fimmtudag var á ferð fríður hópur ungmenna í Kringlunni. Eins konar trúðar, sem röskuðu heldur betur daglegu lífi þeirra, sem þutu endanna á milli í Kringlunni í venjulegu fimmtudagsstressi. Eggert Jónsson borgarhagfræðingur „Búið að veva svona í mörg ár“ Kaupin heyra ekki undir borgarhagfræðing en Eggert segist þekkja til markaðarins. Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur var fyrst spurður hvort hægt væri að fá lista yfir listaverka- kaup Reykjavíkurborgar tíu ár aftur í tímann, annars vegar það sem fór í gegnum menningarmálanefnd og hins vegar það sem ekki kom til kasta nefndarinnar. „Það getur nú tekið einhvern tíma. Við erum mikið í önnum.“ Á árunum 1990-1993 fóru um 5 milljónir í gegnum menningarmála- nefnd en um 12 milljónir utan nefnd- arinnar? „Ég þekki það ekki, ég get ekki tjáð mig um það án þess að skoða það.“ Hver sér um þau kaup sem ekki fara í gegnum menningarmála- nefnd? „Þau kaup fóru í gegnum mig. Það stendur nú til að breyta því fyr- irkomulagi núna. Það var nánast einvörðungu bundið kaupum á verkum eftir látna listamenn. Það var fyrst og fremst Kjarval, svo slæddist með einstaka Ásgrímur, Jón Stefánsson og Þórarinn B. Þorláksson." Fóru öll listaverkakaup sem ekki eru undir menningarmálanefnd um þínar hendur? „Já, þau hafa flest sennilega kom- ið til minna kasta, ekki án undan- tekninga, en langoftast.“ Og tókst þú einn þessar ákvarðan- ir? „Þetta var ýmist gert að höfðu samráði við borgarstjóra eða ég einn. Þetta er búið að vera svona mörg undanfarin ár.“ Hvers vegna sér borgarhagfrœð- ingur um þessi kaup en ekki tnenn- ingarmálanefnd? „Það heyrir náttúrlega ekki undir borgarhagfræðing. Ég þekki nokk- uð til markaðarins og verk eftir látna listamenn lúta markaðslög- málum að vissu ieyti. Svo bera menn sig saman um hvort þetta er eftirsóknarvert fyrir Kjarvalsstaði eða ekki. Ég hafði oft samráð við listráðunaut Kjarvalsstaða, Gunnar Kvaran, og svo borgarstjóra eftir atvikum. Þegar um er að ræða látna listamenn er ekki verið að karpa við listamennina sjálfa um verð eða annað. Markaðurinn er nokkurn veginn búinn að komast að því hvers virði verkin eru eða talin vera. Aftur á móti gegnir öðru máli um lifandi listamenn, einkum og sér í lagi í kringum sýningar, og oft er litið á kaup menningarmála- nefndar sem stuðning við lista- mennina.“ Hvers vegna var ákveðið að þú sœ- ir um þessi kaup? „Það kom nú upp fyrir tilviljun. Páll Líndal hafði sinnt þessu á sín- um tíma þegar hann var borgarlög- maður. Síðan þegar hann fór þá æxlaðist það þannig að ég tók við þessu fyrir rúmum áratug.“ -pj Bætifláki Tilbúinn að gefa rœðuna út í DV á laugardag má sjá þessar setn ingar í degi í lííi llluga Jökuls- sonar um ræðu Hjálmars iónssonar: „Hins vegar sló þögn á bceði þingmenn og áheyrendur á þingpöllum þegar Hjálmar Jónsson hélt sína rœðu. Ég held að enginn viti almennikga hvað stí rxða átti að þýða én annað eihs hef ég sjaidan heyrt. Mér finnst að einhver cetti að fjölrita þessa rœðu og dreifa henni í kjördœnú þingmannsins, einkum niðurlagi hennar sem því mið- ur var ekki sýnt í sjónvarpinu utn kvöld- ið." Hjálmar Jónsson: „Ég er alveg tilbú- inn í að gefa þessa ræðu út. I lok ræð- unnar spurði ég, án þess að fá svör hjá málsheíjanda (sem var Svavar Gests- son), þegar hann flutti sína seinni ræðu: (Ég átti hins vegar engan kost á að svara þeim skætingi sem þeir fluttu á eftir minni ræðu). Hvort menn ætluðu eftir- leiðis að taka það upp á Alþingi í hvert skipti sém stjórnendum á Iftkisút- varpinu dytti í hug að skipta um pistlahöf- unda. Það er von að mönnum bregði sem eru svona kurteisir í ræðu og riti og segja aldrei misjafiit orð eins og lllugi Jökulsson, Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Annars man ég ekki til að ég hafi sagt einhver stóryrði í minni tölu, fjarri því. Ég gagnrýndi aðeins að verið væri að blása þetta mál upp á Alþingi sem er einfaldlega starfsmannamál á Ríkisút- varpi þó að ég og fleiri geti haft sína skoðun á því máli.“ Ríkisstjórnin samþykkir breyttar reglur um greiðslur fyrir nefndastörf Hætt að greiða tvöfalt kaup Ríkisstjórnin hefur samþykkt að breyta reglum um greiðslu þóknana fyrir setu í nefndum á vegum ríkis- ins. Gert er ráð fyrir að breytingun- um verði hrint i framkvæmd innan fárra vikna, að sögn Steingríms Ara Arasonar aðstoðarmanns fjár- málaráðherra. „Markmiðið með þessum breyt- ingum er sparnaður, bæði í bráð og lengd,“ segir Steingrímur Ari. Hann leggur áherslu á að breytingarnar eigi að verða til þess að reglurnar verði skýrar og samræmdar þannig að ekki eigi að vera neitt álitamál hvað greiða á fyrir nefndasetu. „Þeg- ar horft er til lengri tíma á það að stuðla að sparnaði að reglurnar verði gagnsæjar og framkvæmdin samræmd.“ Að öðru leyti vildi Steingrímur Ari ekki útlista í hverju breytingarnar eru fólgnar. Samkvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS munu ríkisstarfsmenn, sem skipaðir eru í nefndir, ekki fá greidda þóknun beint frá ríkisfé- hirði, eins og verið hefur fram að þessu. Þess í stað munu þær stofn- anir, sem þeir vinna hjá, fá greiðslur fýrir nefndasetu þeirra. Þannig að ef nefndafundirnir eru haldnir á hefð- bundnum vinnutíma fær viðkom- andi stofnun greitt fyrir fjarvist starfsmannsins en greiðir honum yfirvinnu ef nefndasetan krefst vinnu á öðrum tíma. Fram að þessu hefur reglan nán- ast undantekningarlaust verið sú að ríkisstarfsmenn hafa haldið óskert- um launum þrátt fyrir fjarvistir vegna nefndasetu og auk þess fengið greidda þóknun. Með öðrum orð- um, verið á tvöföldu kaupi þegar þeir hafa sótt nefndafundi í vinnu- tíma sínum. Þessu á breyta. SG Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. „Markmiðið með þessum breyt- ingum er sparnaður, bæði í bráð og lengd.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.