Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPOSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Grafgötur Atvinnuleysi síðustu tólf mánuði Atvinnulausum fækkar í heild að meðaltali um 10,8 prósent frá ág- ústmánuði og um 5,2 prósent frá september í fyrra. Undanfarin tíu ár hefur atvinnuleysi yfirleitt minnkað milli ágúst og septemb- er eða að meðaltali um 9,7 pró- sent milli þessara mánaða. Atvinnuleysi kvenna og karla í lok septembermánaðar voru 4596 á atvinnuleysisskrá á land- inu, þar af voru 1868 karlar og 2728 konur. Atvinnulausir í lok september eru 119 færri en í lok ágúst. Minnst afvinnuleysi á Vestfjörðum Að meðaltali eru um 66 prósent atvinnulausra á höfuðborgar- svæðinu og 34 prósent á lands- byggðinni. Mest er atvinnuleysið á Norðurlandi eystra en minnst á Vestfjörðunum. ICóngafólk hefur löngum orðið skáldum tilefni til þess að berja saman stöku. Hjónabandsraunir Karls og Di hefur runnið íslending- um til rifja eins og heimsbyggðinni allri. Hér er visa sem barst á rit- stjórnina. Höfundur er Jón örn Marinósson. Til samrœðis Karl vildi knýj’ana, afkarlsemi og óróleikfrí’ana. En fálát og döpur varð Díana því drellirinn komst ekki í’ana. Úr reikningum Listahátíðar Hafnarfjarðar Átu og dnikku fyrir milljónir Engin leið að sjá hver fór út að borða með hverjum né fyrir hve mikið. I skýrslu Endurskoðunar og Reikningsskila hf. um Listahátíð Hafnaríjarðar kemur glögglega fram að mikil gleði hefur ríkt á hátíðinni. Erfitt er að fá nákvæma niðurstöðu um það hve miklir peningar fóru í mat og drykk á vegum hátíðarinnar en þeir fjármunir eru verulegir, svo að skiptir milljónum. Má sem dæmi taka að Veislueld- húsið Kokkurinn sá um mikið af þeim veislum sem haldnar voru á þeim mánaðartíma sem hátíðin stóð yfir. Fékk Kokkurinn greitt 1.262.598 krónur en reyndar fundust ekki reikningar nema fyrir 262.598 krón- um. Á uppgjörsblaði kom fram að um er að ræða tvo reikninga, annan upp á 1.024.708 krónur og hinn að upphæð 237.890 krónur, eða samtals 1.262.598. Við uppgjör fannst hins vegar ekki reikningur fyrir einni milljón króna. Það gerði frekari könnun enn erfiðari að Veislueld- húsið var komið í skattarannsókn. En einnig var oft farið út að borða en slíkir kostnaðarreikningar liggja ekki fyrir þar sem þeir eru yfirleitt faldir inni í stórum safnliðum. Þarna fannst þó reikningur upp á 40 þúsund krónur hjá A. Hansen vegna fiðlusnillingsins Nigels Kennedys. Af reikningnum var þó engin leið að sjá hverjir voru þar með Kennedy né hvernig hann sundurliðaðist. Einnig var gjaldfærður reikningur frá Café Óperu upp á 60.150 krónur þar sem ekki kom fram tilefni þess kostnaðar né hverjir fóru. Eftir því sem komist verður næst þá stendur liður eins og „viðskipta- kostnaður“, sem finna má í rekstrar- kostnaði, að miklu leyti fyrir mat og drykk. Þessi liður er upp á 2,2 millj- Arnór Benónýsson fram- kvæmdastjóri Listahátíðar í Hafnarfirði. Engar sundurliðanir á veitingahúsareikningum. ónir króna. Þessi liður segir þó síður en svo alla söguna varðandi mat og drykk því daglegur kostnaður vegna uppihalds listamanna greidist af öðrum liðum. ■ Ólafur Árni Bjarnason tenórsöngvari keppti við fímm yngstu og bestu tenórsöngvara heims, í Jusse Börling-tenór- keppninni sem fram fór í Svíþjóð í gær. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér“ „Ég er alveg í skýjunum með ár- angurinn og stórhissa, en þetta er tvímælalaust mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Það verður að viðurkennast að ég hef aldrei á æv- inni verið eins taugaveiklaður því ég var að keppa við bestu, ungu tenórsöngvarana í heiminum í dag. Reyndar var stemmningin alveg einstaklega góð á milli okkar ten- óranna. Það var eins og við værum í sama fótboltaliðinu enda allir að berjast við sömu vandamálin,“ sagði Ólafur Árni í samtali við MORGUNPÓSTINN í gærkvöld. Ólafur Árni Bjarnason tenór- söngvari lenti í fjórða til fimmta sæti í alþjóðlegri söngvakeppni ungra tenórsöngvara sem haldin var í Svíþjóð í gær. Keppnin fór fram í 3500 manna íþróttahöll í Borlánge, heimabæ Jussi Bör- lings, tenórsöngvarans heims- fræga.Það voru 125 tenórsöngvarar á aldrinum 25 til 33 ára, alls staðar að úr heiminum sem sóttu um að taka þátt í keppninni sem haldin var í fyrsta skipti í minningu Bör- lings. Aðeins fimmtán komust í undanúrslit og síðan komust fimm áfram í lokakeppnina. Það var 31 árs gamall Kínverji, Deng Xiao- Jun sem bar sigur úr býtum í keppninni. Ólafur sem starfar í Þýskalandi, mun taka þátt í uppfærslu íslensku óperunnar á La Traviata í febrúar á næsta ári þar sem hann mun syngja á móti Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur. „Ég hlakka mikið til að koma heim og syngja loksins fyrir Islendinga og reyna að gera eitt- hvað gott fyrir íslenskt óperulíf.“ Nýr sjónarvottur að átökunum íjrir utan Gullið Islendingamir veittust að Asíubúunum sem máttu sín Irtils og voru illa leiknir. „Það sem ég sá var að allstór hópur Islendinga veittist að fáein- um einstaklingum af asískum upp- runa sem máttu sín lítils og voru all hart leiknir. Sú atburðarás sem lýst er í DV af þessu atviki kemur væg- ast sagt illa heim og saman við það sem ég sá,“ segir Grímur Gríms- son, sem varð vitni að átökum fyrir utan Gullið fyrir rúmlega viku. Síð- asta miðvikudag birtist frétt í DV þar sem ungur íslendingur að nafni Birgir Rúnarsson fullyrti að hann og unnusta hans hefðu af tilefnis- lausu orðið fyrir fólskulegri árás tuttugu vopnaðra innflytjenda af asísku bergi. I frétt MORGUN- PÓSTSINS af þessum atburði síð- asta fimmtudag staðfesti Birgir þessa sögu sína en hún kom hins vegar ákaflega illa saman við frá- sögn lögregluþjóns sem var á vett- vangi og einnig það sem Haraldur Jónsson veitingamaður í Gullinu sá, en hann var sjónarvottur að átökunum. Báðir sögðu of mikið gert úr málinu í sögu Birgis, að As- íubúarnir hefðu í mesta lagi verið í kringum tíu og síðast en ekki síst kom það fram í máli Haraldar að hann teldi þá ekki hafa átt frum- kvæðið að ófriðnum. I kjölfar frétt- ar blaðsins hafði Grímur svo sam- band og verður framburður hans til að veikja sögu Birgis enn frekar. Að sögn Gríms hafði hann sam- band við DV til þess að gera at- hugasemd við frásögn blaðsins en þeirri málaleitan hans var ekki sinnt. Því ákvað hann að snúa sér til MORGUNPÓSTSINS. Grímur seg- ir að hann hafi haft góða yfirsýn )T- ir það sem gerðist þar sem hann stóð í tröppunum fyrir utan Gullið. ,Ætli það hafi ekki verið fimm tælenskir strákar og þrjár eða fjórar tælenskar stelpur sem voru þarna saman og Islendingarnir veittust að. Þetta var ekki neitt svakalegt, en einhverjir pústrar gengu þó þarna á milli. En eina blóðið sem ég sá var á andliti eins Tælendingsins,“ segir Grímur og leggur áherslu á að hann hafi ekki séð nokkurn vopnaðan mann í þessum átökum. Grímur lýsir jafnframt yfir stökustu undrun yfir málatilbúnaði Birgis og segist varla geta ímyndað sér annað en að kynþáttafordómar liggi þar að baki. 1 samtali við blaðið í síðustu viku sagði Birgir að hann hygðist kæra hina meintu árás á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hafði hann ekki lagt inn ákæru í gærkvöld. jk Akureyri Leiðinlegt föstudagskvöld Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var föstudagskvöld óhemju leiðinlegt. Menn þrasandi og ríf- andi kjaft en ekkert stórra óhappa varð þó. Þrír voru fluttir á sjúkra- hús vegna ryskinga. Það er af sem áður var að menn væru fluttir á stöðina og plástraðir, nú eru allir sendir á sjúkrahús ef einhvers staðar blæðir. Tvær rúður voru brotnar í miðbænum en það var gert í ölæði og báðir sökudólg- anna náðust. Sex drukknir aðilar gistu fangaklefana og varðstjórinn á Akureyri segir það æ algengara að fólk neiti að taka við drukkn- um aðstandendum og spyrji hvort þeir geti ekki bara fengið að gista í klefa. Laugardagskvöldið var hins vegar miklu rólegra en þannig háttar því oftast á Akureyri. Vesturbærinn Brotist inn á bamaheimili Um helgina var brotist inn í barnaheimili að Starhaga í Vestur- bænum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær innbrotið átti sér stað en lögreglunni barst tilkynning um það miðdegis í gær. Örbylgjuofni, tölvu og fleiri tækjum var stolið. Samkvæmt RLR er þó fjárhagslegt tjón ekkert miðað við þann tilfinn- ingalega skaða sem þetta getur valdið meðal barnanna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.