Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 10
10
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994
Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins um
úthlutunarnefndir atvinnuleysisbóta
Eina hlutverk úthlut
unamefndar að
þiggja þóknun
Hlutverk úthlutunamefndar það eitt að
þiggja þóknun frá atvinnuleysistrygginga-
sjóði, segir Guðmundur og vill leggja þær
niður. 575 einstaklingar í úthlutunamefndum
atvinnuleysisbóta fá árlega 13 milljónir fyrir
fundarsetur. Segir starfsmenn VSÍ og VMSS
sitja í ótölulegum fjölda nefnda.
„Hlutverk úthlutunarnefndar
virðist vera það eitt að þiggja þókn-
un frá atvinnuleysistryggingasjóði,“
segir Guðmundur Gunnarsson
formaður Rafiðnaðarsambands ís-
lands í bréfi sem hann sendir Guð-
mundi Árna Stefánssyni félags-
málaráðherra.
Eins og MORGUNPÓSTURINN
greindi frá á fimmtudaginn eru
starfandi í landinu 115 úthlutunar-
nefndir vegna greiðslu atvinnuleys-
isbóta. I hverri nefnd eru þrír full-
trúar frá verkalýðsfélögunum og
tveir frá vinnuveitendum, eða sam-
tals 575 nefndarmenn. Hver nefnd-
armaður fær 1200 krónur fyrir
hvern fund og í fyrra námu heildar-
greiðslur vegna þess ríflega 13 millj-
ónum króna. Að auki fá verkalýðs-
félögin sérstakt umsýslugjald fyrir
útgreiðslu bótanna sem í fyrra nam
tæpum 85 milljónum króna. Þetta
kerfi hefur verið gagnrýnt og í
skýrslu Hagsýslu ríkisins segir að
það sé „úrelt og óhagkvæmt". Þar
er talið að með einfaldara kerfi
megi spara þessa tvo kostnaðarliði
og reyndar fleiri þannig að árlegur
sparnaður nerni yfir 100 milljónum
króna.
í áðurnefndu bréfi Guðmundar
segist hann ekki skilja hlutverk út-
hlutunarnefnda þar sem „hún
kemur saman til þess eins að fara
yfir vinnu sem þegar hefur verið
unnin“ á skrifstofu viðkomandi
verkalýðsfélags auk þess sem
„vinna nefndarinnar er endurskoð-
uð af starfsfólki atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs.“ Hlutverkið sé því aðeins
að „þiggja þóknun frá atvinnuleys-
istryggingasjóð.11
Guðmundur segir að úthlutun-
arnefnd hafi ekki starfað hjá rafiðn-
aðarmönnum en í vor hafi starfs-
menn Vinnuveitendasambands Is-
lands og Vinnumálasambands
samvinnufélaganna þrýst á að slík
nefnd yrði komið upp og síðar
krafist þess með vitnan í lög. Fyrsti
fundur var haldinn 27. október síð-
astliðinn og „þar staðfestist grunur
minn að tilgangur starfsmanna VSl
og VMSS var sá einn að þiggja
nefndarlaun.“ Einnig segir að
starfsmenn VSl og VMSS „skipti
með sér úthlutunarnefndum og
sitji hver um sig í ótölulegum fjölda
nefnda og þiggja fyrir það umtals-
verð laun frá atvinnuleysistrygg-
ingasjóði." Þá segir að fundirnir séu
„örstuttir árla morguns eða í há-
deginu.“ Því er það tillaga Guð-
mundar að úthlutunarnefndir
verði lagðar niður eða til vara að
nefndarmenn þiggi engin nefndar-
laun þar sem „tilgangur nefndar-
starfsins sé enginn, nema þá að rýra
takmörkuð fjárráð sjóðsins.“ Bréf
þetta var kynnt og samþykkt á mið-
stjórnarfundi Rafiðnaðarsam-
bandsins á föstudaginn.
1 viðtali við MORGUN-
PÓSTINN á fimmtudaginn sagði
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar að „það
myndi ekki steinlíða yfir okkur í út-
hlutunarnefndinni þótt þessi hel-
vítis greiðsla fyrir fundina yrði lögð
niður.“ VSI hefur lengi verið þeirra
skoðunar að greiðslurnar ættu að
fara í gegnum bankakerfið eins og
Hagsýslan bendir einnig á. Jón H.
Magnússon, lögmaður VSl, sagði
Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Gunnarsson formað-
ur Rafiðnaðarsambandsins sendi
félagsmálaráðherra bréf þar sem
segir að úthlutunarnefndir at-
vinnuleysisbóta séu tilgangslaus-
ar og hiutverk þeirra aðeins að
þiggja þóknun sem á síðasta ári
var rúmlega 13 milljónir króna.
það þó „lágmarkið að fækka veru-
lega þessum nefndum." Guðmund-
ur Árni Stefánsson sagði að til stæði
að fækka þessum nefndum en ekki
að leggja þær niður. pj
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSf
Tilhæfulausar og
hlægilegar ásakanir
„Því miður er það nú svo að inni-
haldið er bréfritara til skammar og
þær ásakanir sem fram koma í bréf-
inu eru fullkomlega tilhæfulausar og
hlægilegar“ segir Þórarinn V.
Þórarinsson. „Við teljum rétt í öllum
málum, ekki bara sumum, að fara að
lögum og það gildir einnig um Raf-
iðnaðarsambandið. Við þekkjum
áhuga Guðmundar Gunnarssonar
á að úthluta fjármunum hins opin-
bera úr opinberum sjóðum og okkur
er ljóst traust hans á sjálfum sér til að
dæma hvað rétt sé og hvað rangt í
þeim efnum. En atvinnuleysistrygg-
ingarnar eru nú byggðar upp með
þeim hætti að það þurfi nokkurt eft-
irlit með þeim milijörðum sem þar
er úthlutað og þessar nefndir eru
hugsaðar til þess arna. Við höfum
hins vegar lagt það til að einfalda
þennan skóg. Við getum vel séð það
fýrir okkur að þessar nefndir verði
lagðar niður enda verði þá úthlutun-
in og vinnan við það mál færð frá
verkalýðsfélögunum og tengd starfi
vinnumiðlun sveitafélaganna sent
felur í sér umtalsverðan sparnað.
Af því að verið er að draga upp
einstaka starfsmenn VSl í þessu
rógsbréfi get ég upplýst að sá starfs-
maður sem situr í úthlutunarnefnd
Rafiðnaðarsambandsins er í 6 nefnd-
urn og nefndarfundir í þeim öllum
eru um 40 á ári. Greiðslur sem hann
fær frá atvinnuleysistryggingasjóði
síðustu þrjú árin eru að meðaltali
um 42 þúsund krónur á ári. Þannig
að ég frábið mér dylgjur um að það
séu greiðslur af þeim toga sem marki
afstöðu okkar.
Ég hefði ekkert á móti því að Raf-
iðnaðarsambandið héldi áffam þeim
hætti að greiða þetta út eitt og sér án
nokkura afskipta eða eftirlits annarra
aðila ef þetta væri um fjármuni
þeirra að ræða. En þetta eru fjár-
munir sem eru greiddir að 1/4 af fyr-
irtækjunum, 1/4 af sveitarfélögunum
og 1/2 úr ríkissjóði. Hugmyndin að
fara með bæturnar út af skrifstofum
verkalýðsfélaganna hefur valdið
fleirum mönnum áhyggjum en
Guðmundi Gunnarssyni.“
Guðmundur vill leggja nefndirnar
niður eða hœtta að greiða þóktiun.
„Ég get alveg verið inn á því með
þessar þóknanir. Hjá þeim sem hjá
mér starfa eru þetta ekki fjármunir
sem skipta máli. Við erum með
menn í úthlutunarnefndum um allt
land og víða hefur það sýnt sig að
vera afskaplega brýn þörf á þessu eft-
irliti. Það væri mjög erfitt að fá menn
í þessar nefndir úti um landið ef
menn þyrftu að hafa kostnað af því.
Ég held hins vegar að þetta kerfi sé
orðið fullkomlega úrelt að vera með
allar þessar tugi nefnda þótt virkt eft-
irlit sé mikilvægt. Ég held að það sé
tímabært að endurskoða í grundvall-
aratriðum fyrirkomulag á útgreiðslu
bótanna, ákvörðun þeirra og eftirliti.
Einn liður í því gætu verið einhverjar
svona nefndir, þess vegna ein fyrir
Reykjavíkursvæðið sem væri þá eig-
inlega ráðgefandi gagnvart atvinnu-
leysistryggingasjóði. Einnig er engin
ástæða til þess að vera með fimm
manna nefndarfundi. Einn frá hvor-
um aðila er nóg og ef ágreiningur
yrði mætti skjóta því til úrskurðar
stjórnar atvinnuleysistryggingasjóðs.
Þá má leggja niður verulegan fjölda
þessara nefnda, sameina þær og gera
þetta virkara með þeim hætti án þess
að breýta kerfinu. Næsta skref er að
endurskoða fyrirkomulagið því að
okkar tilfinning er að þessu megi
koma til fólksins með einfaldari
máta, ódýrari og hættuminni með
beinum greiðslum í gegnum banka-
kerfið. Ýmsum mun hins vegar þykja
það galli að þá fengi verkalýðshreyf-
ingin ekki umsýsluþóknunina og
hefði heldur ekki aðgang til þess að
taka félagsgjöld af þessum pening-
um.“
Pí
íslenskar sjávarafurðir hf., arftaki SÍS í útflutningi á fískafurðum, keypti um helgina hlut Bjarna Sighvatssonar í Vinnslustöðinni
í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin er 1 viðskiptum við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Lélegt viðskiptasidferði
segir heimildamaður innan Sölumiðstöðvarinnar.
I gær var undirritaður kaup-
samningur milli Islenskra sjávaraf-
urða hf. og Bjarna Sighvatssonar
um kaup IS á hlutabréfum Bjarna í
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj-
um. Þar með hafa íslenskar sjávar-
afurðir eignast tæpan þriðjung í
Vinnslustöðinni, sem hingað til
hefur flutt sínar afurðir út í gegn-
um Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna. Með þessum hlutabréfakaup-
um aukast einnig áhrif Islenskra
sjávarafurða innan SÍF þó óbeint
sé. Þá koma Eimskip að öllum lík-
indum til með að missa 150 millj-
óna spón úr sínum aski, þar sem IS
skiptir við Samskip. Fyrir stuttu
lýsti Ásgeir Guðbjartsson, skip-
stjóri á Guðbjörginni því yfir, að
honum dytti ekki í hug að skipta
við SH eftir að Guðbjörgin varð að
verksmiðjuskipi. Áður fór afli
skipsins í gegnum vinnslustöð á
vegum Sölumiðstöðvarinnar. Hafa
komið upp raddir um að SH sé að
fatast flugið og að menn séu að yfir-
gefa sökkvandi skip.
„Það er ekkert nýtt að menn færi
sig á milli aðila í þessum bransa,“
sagði Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur-
eyrar og meðlimur í stjórn Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna í
samtali við MORGUNPÓSTINN.
„Við höfum litlar áhyggjur af þessu,
og allt tal um að allir séu að yfirgefa
skipið er innantómt hjal. Við erum
lang stærsti aðilinn í útflutningi á
sjávarafurðum hérlendis og þó víð-
ar væri leitað. Þó að Vinnslustöðin
sé stórt fyrirtæki, þá er það ekki
nema brot af okkar veltu, sem það-
an hefur komið.“ Að sögn Gunnars
hefur Sölumiðstöðin stöðugt aukið
hlut sinn í fiskútflutningnum og er
veltan á fyrstu níu mánuðum þessa
árs 40 próséntum hærri en á sama
tíma í fyrra. „Það er alltaf einhver
hreyfing á mönnum og sem dærni
má nefna að við keyptum nýlega
þrotabú Kaldbaks á Grenivík, sem
áður skipti við IS, og einnig er Fisk-
iðjan Freyja á Súgandafirði nú í
viðskiptum við okkur í stað Is-
lenskra sjávarafurða. Þetta eru að
sjálfsögðu minni einingar, en þetta
eru líka aðeins tvö dæmi af mörg-
um.“ Annar háttsettur aðili innan
Sölumiðstöðvarinnar, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, tók öllu
dýpra í árinni. „Það er í sjálfu sér
ekkert athugavert við það að út-
gerðarfélög færi sig milli útflutn-
ingsaðila og slíkt er alltaf að gerast
og ekkert um það að segja. Hins
vegar hefur það ekki verið vaninn
að kaupa sig inn í rekstur fyrir-
tækja, sem skipta við samkeppnis-
aðilann. Slíkt hefur aðeins einu
sinni gerst í langri sögu Sölumið-
stöðvarinnar, og það var þegar SÍS,
fyrirrennari íslenskra sjávarafurða,
keypti Freyjuna á Suðureyri fyrir
margt löngu. Þeir töpuðu stórfé á
henni og létu hana fara í gjaldþrot
fyrir rest.“ Þessi heimildarmaður
telur aðferðir íslenskra sjávarafurða
nú bera vott um vægast sagt vafa-
samt viðskiptasiðferði þar á bæ og
ganga þvert á allar hefðir og
óskráðar reglur í samskiptum fyrir-
tækjanna tveggja. „Við höfum verið
í stöðugum vexti og stöndum gífur-
lega vel á meðan ÍS hefur misst
milda hlutdeild á markaðnum. Þeir
virðast hafa gefist upp á að ná til sín
viðskiptavinum með eðlilegum
hætti og gripið til þessarar aðferðar
í staðinn.“
Gamli SÍS-draugurinn
kominn á kreik.
Sami heimildarmaður sagðist
ekki sjá betur en að þarna væri á
ferðinni gamli SlS-draugurinn
sjálfur. „Mér sýnist eins og þarna sé
um nokkur gömul SlS-fyrirtæki að
ræða, sem eru að mynda einhverja
blokk á móti ímyndaðri blokk hin-
um megin. Það er reitt hátt til
höggs, og það eru ekki síður Eim-
skipafélagið og Tryggingamiðstöð-
in, sem eiga að verða fyrir því. Það
er verið að endurvekja gamla
drauginn, enda hefur hann aldrei
verið kveðinn almennilega niður
nema að nafninu til. Og mér liggur
nokkur forvitni á að vita, hvernig
þeir fjármagna þessi kaup, því IS á
engan pening í þetta. Þeir hafa ekki
verið að græða á undanförnum ár-
um og spurning hvort menn hafi
komist í einhverja gamla SlS-
sjóði.“
Bjarni Sighvatsson í Vest-
mannaeyjum, sem seldi Islenskum
sjávarafurðum sinn hlut í Vinnslu-
stöðinni var á öðru máli. „þetta
held ég að hljóti að vera einhver
misskilningur. Þetta eru ungir og
ferskir bissnessmenn, sem eru að
gera góð viðskipti. Það er allt og
sumt.“ Benedikt Sveinsson, for-
stjóri Islenskra sjávarafurða, tók í
sama streng og Bjarni, þegar blaða-
maður bar þessi ummæli undir
hann. „I sjálfu sér er lítið um þetta
að segja, satt að segja finnst mér
þetta hálf hlægileg ummæli. I fyrsta
lagi erum við ekki SlS, í öðru lagi er
SlS ekki á markaðnum lengur og í
þriðja lagi á SlS ekkert í Islenskum
sjávarafurðum.“ Benedikt sagðist
ekki sjá neitt athugavert við kaup IS
á Vinnslustöðinni. „Svona gerast
nú kaupin á eyrinni, ég sé ekki að
það sé mikill munur á þessum við-
skiptum og tilraunum fyrirtækja
innan Sölumiðstöðvarinnar til að
kaupa vinnslustöðvar, sem eiga sín
viðskipti við okkur. Og enn minni
mun á þessu og fjárfestingu Sölu-
miðstöðvarinnar í Mecklenburger á
dögunum, sem er dótturfyrirtæki
Útgerðarfélags Akureyrar í Þýska-
landi.
Ég get ekki séð að þetta komi við-
skiptasiðferði neitt við. Það getur
ómögulega verið brot á einhverjum
siðareglum — sem ég kannast
reyndar ekkert við — þó við kaup-
um hlutabréf í stóru sjávarútvegs-
t'rírtæki þegar þau bjóðast okkur.
g reikna reyndar með því, að
Vinnslustöðin færi sig yfir til okkar
og við lítum á þetta sem gott tæki-
Gunnar Ragnars segir stjórnar-
menn innan Sölumiðstöðvarinnar
ekki hafa miklar áhyggjur af
kaupum íslenskra sjávarafurða á
hlutabréfum í Vinnslustöðinni í
Eyjum. Annar háttsettur aðili inn-
an Sölumiðstöðvarinnar fer hins
vegar hörðum orðum um við-
skiptasiðferði ÍS-manna.
færi til þes að efla íslenskar sjávar-
afurðir og markaðskerfi fyrirtækis-
ins. Hvað það varðar, að við getum
ekki fjármagnað þetta vegna slæms
fjárhags, vil ég bara segja að þetta er
út í hött. Bæði er, að þessir menn
vita ekkert hvert kaupverðið var og
eins eru auðvitað ákveðin greiðslu-
kjör á þessu eins og títt er þegar um
fjárfestingar er að ræða. Og íslensk-
ar sjávarafurðir er stöndugt fýrir-
tæki með ársveltu upp á 14 millj-
Benedikt Sveinsson, forstjóri ís-
lenskra sjávarafurða: „Fáránlegt
að búa til einhverja Sambands-
grýlu út af þessu."
arða og eigið fé upp á tæpan millj-
arð. Okkar sala jókst fyrstu níu
mánuði ársins en minnkaði ekki og
við höfum sýnt góðan hagnað und-
anfarin ár. Mér finnst hálf fáránlegt
að vera að búa til einhverja Sam-
bandsgrýlu út af þessu. Það er mín
von, að þegar upp verður staðið, þá
muni þessi viðsldpti reynast félag-
inu og Vestmannaeyingum jafn
vel“ sagði Benedikt að lokum.
æöj