Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Reykjavík Stútur svínaði Allharður árekstur varð á mörk- um Sæbrautar og Skeiðarvogs rétt íyrir kl. 22.00 á laugardagskvöld. Bílarnir mættust á Sæbraut en rétt áður beygði sá þeirra sem var á norðurleið í veg fyrir hinn bílinn með þeim afleiðingum að þeir skullu saman. Ökumaðurinn sem beygði var ölvaður og slasaðist hann nokkuð. Farþegi í hinum bílnum slasaðist einnig en eftir að hugað hafði verið að meiðslum þeirra á slysavarðsstofu fengu þeir að fara heim til sín. ■ Keflavík Fullur upp á umferðareyju Lögreglan í Keflavík hafoi hend- ur í hári ölvaðs ökumanns í gær- morgun. Hann var á leiðinni eftir Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur þegar ekki vildi betur til en svo að hann missti stjórn á bifreið sinni á móts við afleggjarann til Grinda- víkur. Bifreiðin hentist upp á um- ferðareyju og skemmdist töluvert en maðurinn slapp ómeiddur. Hann var færður í fangageymslur til að sofa úr sér vímuna en hann var talinn verulegar ölvaður. ■ Grindavík Sjórn/arpi stol- ið ir Alberti Brotist var inn í Albert GK 31 þar sem hann stóð við Grindarvíkur- höfn á föstudagskvöld. Töluverð ölvun var í bænum um helgina en ekki er vitað hver eða hverjir fóru um borð í bátinn. Sjónvarpi var stolið úr Alberti og tókst þeim sem var að verki að komast í burtu með það án þess að nokkur yrði var við það. Málið er í rannsókn og ef ein- hver getur veitt upplýsingar um bíl sem sást á bryggjunni umrætt kvöld er hann beðinn um að láta lögregl- una í Grindavík vita. ■ Akureyri Rúðubrot Nokkur ölvun var á Akureyri á föstudagskvöldið án umtalsverðra árekstra. Brotnar voru rúður í verslunum Amaró og Levisbúðinni en einskis var saknað úr verslun- um. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri er talið að rúðubrotin hafi tengst skrílslátum og einhver gert sér það að leik að sparka í rúðurnar með þeim afleiðingum að þær brotnuðu. ■ Hveragerði Fyllerí oq flöl- skyflduetjur Mikil ölvun var í Hveragerði um helgina. Ölvaður ökumaður var tekinn fótgangandi eftir að hafa endað ökuferð inni í húsagarði og lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkrum heimilum vegna hjóna- erja. Flest vandamálin voru leyst á staðnum en einn eiginmaðurinn var handtekinn og látinn sofa á lög- reglustöðinni á Selfossi eftir að hann hafði gengið í skrokk á eigin- konu sinni. ■ Eyrarbakki Hætt komnir af sveppaáti Tveir menn voru illa á sig komnir af sveppaáti á Eyrarbakka um helg- ina. Lögreglan á Selfossi var kvödd í hús um ellefuleytið á laugardags- morguninn og hrjáðust mennirnir af slæmum ofskynjunum og vissu vart í þennan heim né annan. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem þeir jöfhuðu sig en sá sem út- vegaði þeim sveppina var handtek- inn og fluttur til yfirheyrslu. ■ Árið 1988 var Guðmundur H. Jónsson ráðinn aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Kópavogi gegn vilja allra starfandi lögreglumanna. Eftir hatrammar illdeilur var Guðmundur sendur í 10 mánaða launað frí en er aftur mættur til starfa við litla hrifningu Enn logar altt í illdeilum Á byssuleyfi Guðmundareru skráð 14 vopn, þarafsjö skammbyssur og einn rifill sem hann átti að farga Guðmundur H. Jónsson. Árið 1988 var Guðmundur eini maðurinn utan Kópavogslögreglunnar sem sótti um stöðu aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Hann fékk stöðuna en allir starfandi lögregluþjónar, 22 að tölu, mótmæltu ráðningunni skriflega. Eftir sex mánaða veru á Siglufirði og tíu mánaða launað leyfi er Guðmundur mættur aftur til starfa, þvert á vilja lögreglumanna í Kópavogi. Enn logar allt í illdeilum innan Iögreglunnar í Kópavogi. Aðstoðar- yfirlögregluþjónninn, Guðntundur H. Jónsson, mætti aftur til stafa á mánudaginn var eftir að hafa verið í launuðu leyfi frá 22. desember 1993. Eftir deilur sem hafa staðið í sex ár, eða allt frá því að Guð- mundur hóf störf, ákvað dóms- málaráðuneytið að hann hæfi aftur störf í samráði við sýslumanninn í Kópavogi. í bréfi Þorleifs Páls- sonar sýslumanns til Guðmundar segir: „Ákveðið hefur verið að fyrst um sinn sinnnið þér ekki stjórnun- arstörfum umfram það að stjórna rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavgi. Á meðan svo er verðið þér ekki sjálfkrafa staðgengill yfirlög- regluþjóns í forföllum hans og mun ég því taka ákvörðun hverju sinni um skipun staðgengils.“ Lögreglu- menn í Kópavogi eru mjög ósáttir við að Guðmundur sé aftur kom- inn til starfa og sjálfur telur Guð- mundur að starfsvið hans sé mjög rýrt miðað við bréf sýslumanns. Allir lögreglumenn mótmæltu ráðningunni Guðmundur var skipaður að- stoðaryfirlögregluþjónn árið 1988. Ellefu sóttu um stöðuna en Guð- mundur var sá eini sem var ekki innan lögreglunnar í Kópavogi. Allir starfandi lögreglumenn, 22 talsins, að meðtöldum yfirlögreglu- þjóninum, Valdimari Jónssyni skrifuðu undir bréf þar sem ráðn- ingunni var mótmælt. Eftir að Guðmundur hóf störf hafði hann fjölmargt við vinnureglur lögregl- unnar að athuga og skrifaði fjöl- mörg bréf þar sem farið var fram á bætt vinnubrögð sem fór mjög í taugarnar á starfandi lögreglu- mönnum. Guðmundur segir þó að vandræðin hafi aukist til muna þegar hann kom til starfa í ágúst 1992 eftir sumarleyfi. Yfirlögreglu- þjónninn virði hann ekki viðlits og því talar Guðmundur við sýslu- mann og biður um starfslýsingu fyrir sig. í nóvember skrifar Guð- mundur greinargerð um ástandið og í mars 1993 talar hann við dóms- málaráðuneytið. Eftir það ganga kiögumálin á víxl og yfirmenn lög- reglunnar, Guðmundur og Valdi- mar, ræðast ekki við. Þann 19 maí 1993 fær Guðmundur áminningu sem hann krefst að verði dregin til baka. Sýslumaður féllst á að hún yrði minniháttar en nú hefur hún að fullu verið dregin til baka með bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. Sendur hálft ár á Siglufjörð Þann 28 maí 1993, tveimur dög- um eftir að sýslumaður féllst á að áminningin teldist minniháttar, er Guðmundur settur yfirlögreglu- þjónn á Siglufirði, fýrst til þriggja mánaða en á endanum var hann í sex mánuði. Hann kom síðan aftur til starfa í byrjun desember 1993 í Kópavogi. Þá er engin lausn komin í innanbúðardeilurnar og sex lög- reglumenn höfðu í millitíðinni gengið á fund dómsmálaráðuneyt- isins og sagt að þeir gætu ekki starf- að með Guðmundi. I desember fer Guðmundur strax í leyfi á meðan unnið verði að lausn málsins og þegar lítið gerist ætlar Guðmundur að hefja störf að nýju. Þá fullyrðir Guðmundur að Ari Edwald hafi boðið honum ársleyfi á fullum launum, hann fengi að halda titlin- um gegn því að hann segi upp að þeim tíma liðnum. Guðmundur sættir sig ekki við það og samþykkt er að óvilhallur aðili rannsaki sam- skiptaörðugleikana í Kópavogi. Skólastjóri Lögregluskólans er fenginn til að taka saman skýrslu sem er ekki tilbúin fyrr en í byrjun júlí 1994. Þrátt fyrir að hún sé tekin saman að beiðni Guðmundar hefur honum þráfaldlega verið neitað um aðgang að henni og hefur hann leit- að til umboðsmanns Alþingis með vísan til stjórnsýslulaga um að fá aðgang að henni. Hvað sem því líð- ur hefur Guðmundur nú aftur haf- ið störf, þvert á vilja flestra lög- reglumanna í Kópavogi. 14 vopn og 7 skammbyssur Deilurnar eru orðnar æði per- sónulegar og inn í þær dragast lög- regluskýrsla frá Akureyri frá 9. ág- úst 1994 þar sem Guðmundur er handtekinn eftir átök, ónæði og ölvun á Hótel Eddu. Einnig er byssueign Guðmundar mjög um- deild. Við húsrannsókn í Kópavogi árið 1988 fór Guðmundur með RLR og gerði upptækan 22 kalibera og 16 skota Browning-riffil með skrán- inganúmer 68951. Stuttu síðar kall- ar Guðmundur fýrir afa drengsins sem átti byssuna og undirritar hann að lögreglan skuli sjá um förgun á rifflinum. Guðmundur skrifar síð- an undir að það sé afgreitt 4. maí 1988. f byssuleyfi Guðmundar frá 11.11. 1991 er þessi sami riffill kom- inn inn á leyfi Guðmundar. f kjöl- farið lætur ráðuneytið hann skila rifflinum og áminnir hann. Einnig er mjög umdeild umsókn Guð- mundar á mjög öflugri haglabyssu sem Guðmundur veitti sjálfúm sér leyfi fyrir í Kópavogi, þótt hann hafi lögheimili í Hafnarfirði, auk þess sem leyfi frá ráðuneytinu berst ekki fyrr en eftir á. Þess utan þykir byssueign Guðmundar æði skraut- leg en hún telur 14 vopn, þar af 7 skammbyssur. f bréfi dómsmála- ráðuneytis ffá 1978 til lögreglustjóra segir að lögreglumenn megi aðeins eiga eina skammbyssu og hún skuli geymd á lögreglustöð. Eftir því sem næst verður komist er bréfið enn í gildi. Guðmundur neitar alfarið að ræða atvikið á Akureyri og byssu- eign sína. -PJ' Rokktónleikar um miðja nótt í miðbænum „Löggan komst ekki skrt fyrir krádinu“ Við bara mættum þarna á stór- um sendiferðabíl með kerru og spil- uðum þangað til löggan stoppaði okkur,“ segir Finni, söngvari þunga- rokkhljómsveitarinnar Quick Sand Jesus, sem tók upp á því óvænta uppátæki að halda tónleika í Aust- urstræti um hálf- fjögurleytið í fyrri- nótt. „Við stoppuðum bílinn á milli pósthússins og Apóteks Reykjavíkur og beindum tónlistinni upp Lauga- veginn.“ Quick Sand Jesus eru þekktir fyrir flest annað en að spara decebelin og hjá lögreglunni fengust þær upplýs- ingar að hávaðinn hafi verið ærandi. Mikið af fólki var samankomið í miðbænum og kunni það vel að meta þetta framtak hljómsveitarinn- ar og gífúrleg stemmning skapaðist á þeim örfáu mínútum sem hljóm- sveitin fékk að spila í ffiði. „Við náð- um einu frumsömdu lagi og vorum komnir inn í hálft lagið Fire með Hendrix þegar við vorum stoppaðir. Löggan vissi ekkert hvað var í gangi en fjórir lögregluþjónar mættu á staðinn. Einn þeirra þreif í fæturna á mér og öskraði og á meðan var hinn bíllinn að reyna að komast í gegnum krádið en það var bara svo mikið af fólki að hann komst ekki skít,“ segir Finni. Lögregluþjónarnir gerðu hvað þeir gátu til að stöðva hljómsveitina en hún náði að forða sér inn í mannþröngina og varnaði fleiri lög- reglubílum að komast á vettvang. Skömmu eftir að hljómsveitin náði að forða sér fýlltist hins vegar allt af lögregluþjónum sem gerðu hljóð- færin upptæk. „Löggan veit ekki ennþá hvaða hljómsveit var þarna á ferðinni,“ segir söngvarinn, „en við fréttum að þeir hefðu verið að hringja út um allan bæ til að reyna að komast að því. Við vorum á Stöð 2 í gær þannig að þeir hljóta að fatta það fljótlega.“ Finni segir að hljómsveitarmeð- limirnir hafi borist í gegnum þvög- una upp á Laugaveg og áheyrendur hafi lagt sitt af mörkum til að koma þeim undan. „Þetta voru ekkert meiri læti heldur en venjulega þegar hljómsveitir spila niður í bæ,“ segir hann. „Það fóru einhverjir upp á bíl- inn eftir að við vorum hættir að spila og voru að tromma á hann en svo var þetta búið. Það var bara brjáluð stemmning í fólkinu því þetta var í fýrsta skipti sem það heyrir músik eftir klukkan þrjú nið- ur í bæ. Þetta var eins og í Eyjum og fólkið dansaði út um allt Áustur- strætið.“ Um jólin er von á fyrstu breið- skífu Quick Sand Jesus og nefnist hún The more things change, the more they stay the same. Hljóm- sveitin sér sjálf um útgáfu plötunnar og var þetta fýrsti liðurinn í kynn- ingu hennar. „Maður verður að koma með svona hugmyndir ef maður ætlar að gera eitthvað af viti,“ segir Finni. „Við erum ekki það þekktir og þetta er allt öðruvísi en ef maður er með útgefanda sem kostar til kynninganna. Þetta var líka bara gaman og það urðu ekki nein slys eða neitt svoleiðis. Við hringdum upp á löggustöð til að tékka á því.“ Eftir að hljómsveitin hvarf af vett- vangi var gerður aðsúgur að lögregl- unni með þeim afleiðingum að framrúða í lögreglubíl brotnaði og fimm óbreyttir borgarar voru hand- teknir. -LAE/HM segirFinni, söngvari Quicksand Jesus. Fjármálaráðu- neytið síðdegis á föstudag Flestir við Morgunpósturinn gerði „stöðu- tékk“ á viðveru í fjármálaráðu- neytinuá föstudaginn, svipað og var gert í utanríkisráðuneytinu vikunni áður. 15.10 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra „Hann er á fundi.“ 15.10 Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri „Magnús er á fundi.“ 15.10 Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður ráðherra „Hann er á fundi.“ 15.10 Þór Sigfússon, ráð- gjafi ráðherra „Þór er ekki við í dag.“ 15.10 Ingibjörg Björnsdóttir, deildarstjóri á almennri skrifstofu „Ingibjörg er á skrifstofunni." 15.15 Páll Halldórsson, deildarstjóri á gjaldaskrif- stofu „Já, hann er við.“ 15.15 Halldór Árnason, skrifstofustjóri á fjárlagaskrifstofu „Hann er á fundi.“ En Jón Ragnar Blöndal, deildarstjóri? „Hann er líka á fundi.“ Og Ólafur Hjálmarsson, deildarstjóri? „Hann er líka á fundi, það er öll deildin (Fjárlagaskrifstofa) á fundi til allavega hálf-fimm í dag.“ 15.15 Skarphéðinn Berg Steinarsson, deildarstjóri á gjaldaskrifstofu „Hann er við.“ 15.15 Haukur Ingibergsson, deildarstjóri Hagsýslu ríkisins „Á fundi, kemur ekki meira í dag.“ 15.17 Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri Hagsýslu ríkisins „Á skrifstofunni.“ 15.20 Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu „Á fundi.“ 15.20 Ástráður Karl Guðmundsson, deildarstjóri tekju- og lagaskrifstofu „Tekur ekki síma nema á milli kl. 9.00 og kl. 10.30.“ 1 5.20. Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu „Hann er erlendis." 15.20 Maríanna Jónasdóttir, deildarstjóri efnahagsskrifstofu „Maríanna er upptekin." 15.24 Þórhallur Arason, skrifstofustjóri gjaldaskrif- stofu „Er á fundi og verður ekki meira við í dag.“ 15.35 Haraldur Sverrisson, deildarstjóri rekstrardeildar Haraldur hringdi sjálfur í Morg- unpóstinn, væntanlega af skrif- stofu sinni. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.