Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Menn Hr. Ólafur Skúlason biskup Biskupinn yfir sjálfum sér Biskupinn er patt. Það þykir ekki fln staða á skákborðinu. Hún er í raun ómöguleg. Það er kóngurinn sem getur orðið patt. Ekki biskup- inn. En þannig er það nú með bisk- upinn yfir íslandi. Og það eru bölv- uð peð — prestarnir — sem hafa gert hann patt. Hann getur ekkert gert og sig hvergi hreyft. Og þrátt fyrir að hann sé biskupinn yfir ís- landi er hann ekki yfir einu né neinu nerna sjálfum sér. Svona er þetta ef til vill ekki al- veg. En svona er það örugglega sem prestarnir vilja hafa það. Þeir hafa smátt og smátt verið að byggja múr kringum biskupinn. Gera hann valda- og áhrifalausan. Þannig vilja þeir hafa hann. Það sagði mér prestur að það væri alltof mikið ve- sen að fella biskup. Það væri ein- faldara að gera hann skaðlausan. Þetta væri svo sem allt svakalega spennandi og intresant ef ekki væri fyrir það að þetta snýst meira og minna um peninga. Og prestarnir eru svona æstir vegna þess að þetta snýst um peningana þeirra -— laun- in þeirra. Þeir eru reiðir biskupi fyr- ir að hafa ekki stutt þá nægjanlega vel í kjaradeilunni þeirra um árið og kjaradómsmálinu. Þeir vildu að hirðirinn þeirra leiddi stéttarbarátt- una. En hann var ekki í fylkingar- brjósti. Það er varla hægt að segja að hann hafi verið í fylkingunni. Ef það, þá var hann líkið í lestinni. En þrátt fyrir að þetta snúist allt um peningana þá sést það ekki á yf- irborðinu. Þar snýst þetta um völd sóknarnefnda, siðræn vandamál klerka og nánast allt annað en laun presta. Prestar sem hafa orðið upp- vísir af vinfengi við biskup eru sett- ir út af sakramentinu og felldir af kirkjuþingi. Þeir sem hafa verið staðnir að því að tala illa um biskup eru teknir í dýrlingatölu og tryggð fín embætti. Biskup einangrast, króast af, er ekki valdaður. Og það er allt notað gegn bisk- upi. Kirkjugarðar Reykjavíkur eru sakaðir um að misnota einokunar- aðstöðu sína til að koma sam- keppnisaðila á hné. Það er biskupi að kenna. Sóknarprestar renna saman í eina sæng án þess að yfir- gefa hjónasængina áður. Það er biskupi að kenna. Selfyssingar heimta að fá að velja sér sinn eigin prest. Það er biskupi að kenna. Kristján Jóhannsson vill ekki sitja undir lögunum hans Ása í Bæ í kirkju. Það er líka biskupi að kenna. Ef allt væri tekið saman sem prestar tala um sín á milli má draga það saman í eina setningu. íslenska þjóðkirkjan er að fara til fjandans. Og það er biskupi að kenna. Það er súrt að sitja undir þessu. En enginn má við mörgum. Smátt og smátt eru prestarnir að hafa biskup undir. Þeir grafa undan honum og moka yfir hann ásökun- um um að gera það rangt sem hann gerir og gera það ekki sem hann ætti að gera. Hann gerir allt vitlaust en þó er það vitlausast sem hann gerir ekki. Þannig er ástandið í Þjóðkirkj- unni. Hún er klofin, hún er veik og hún er höfúðlaus. Alveg eins og Ríkisútvarpið þar sem annar klerk- ur situr og veit ekkert hvað er eigin- lega að koma yfir hann. Þeir einu sem eru hrifnir af þeirn presti eru þeir senr vilja einkavæða Ríkisút- varpið. Því lengur sem prestur situr „Þannig er ástandið í Þtioðkirkjunni. Hún er klofin, hún er veik og hún er höfualaus. Alveg eins og Ríkisútvarpið þar sem annar klerkur situr og veit ekkert hvað er eigin- lega að koma yfir hann. “ því minna verður álit almennings á stofnuninni og því líklegra er að hún verði seld úr ríkiseign. Það sarna má segja um Þjóðkirkjuna. Því lengur sem biskup situr því verra verður ástandið á Þjóðkirkj- unni og því líklegra er að hún verði klofin frá ríkinu. Og ef einhver vill það þá getur þessi sami einhver glaðst yfir setu Hr. Ólafs Skúlasonar á biskupsstóli. ÁS Fiölmiðlar Júdas býður á sér rassinn ^fVikitlílaðið 42. ÚA. 3. árg. 28. okwibcr 199-í Ritirióm og afjmnAiia- *ími 1/500 2SO kr. VSÍ flytur inn samevr- ópska markaðshyggju a.’xtívnirdnxiAvr »sknf»ná«r m*r«*,**,hy2$3a .rrrtRnumfcfsw*: Uegri fsrwr rí: Mn.fs miJii s>z teíWi KXn\. rj-nmrkjnrr: jm vpp ibifci. rtraaíw 3SX» <>j Stftlwoskírtíirt nn vA W Xrt >eS MÁX W Arni keypti atkvæði Ás »x " í.'í' rt ,v! Wfw W-.V. mum ^ v» )«. iwrSliiMiMfcwMaayM. w * '•* Afcwx-SoxwwM*5* V»: WjwVvu: »» 1» ix <«. ».< <r< Í'XO,-",! : “ •**“» swwcy rífe W> v. rt XX. HK „>»**»& *>. *Srtr., »i-«.^ »»>»>*. .«<*,. ' *■.. ** Davíð falUnn í Stjórnmála- skóla SjáUstæðisflokksins JUaMW ».»nvA.<. v.r,.'>ry.' im i ra!S ttnA, ,jft troUf» xvrtr tórtimt&> í •^■■: «4» v» >»»».,'■"'*■' »■«' '4i, íma v«uú rtftK 0»»a»*K vw* w HnxtHÍx «»>* »««* ,y vA»úw'> vúkc^w- :>«»» iytx. tor* r< W fc' -v> "f y -"■ < wfefiav:. i».w : Xt'X*. r* £««(!*“ «. Félagsmálaráðherra hótar Hafnfirðingum Össur í rannsokn t-í» SMÍKftMMfeN'.' I ‘Ö: >,:<U«c» y-ífcr. K.v-.» V«»v«í:»u . ktam -v ,* lom un«ín í Vikublaðinu, málgagni Alþýðu- bandalagsins, var eftirfarandi klausa á föstudaginn undir fyrir- sögninni Vændi: „Egill Helgason blaðamaður var ritstjóri útgáfu á vegum Reykjav- íkurlistans fyrir borgarstjórnar- kosningarnar. Sami Egill skrifar í Alþýðublaðið á fimmtudag þar sem hann lýsir vantrausti á Reykjav- íkurlistann enda listinn ekki „kom- ið nokkrum sköpuðum hlut í verk á þeirn fimm mánuðum sem eru liðnir síðan Reykvíkingar kusu hann yfir sig.“ Egill afsakar afstöðu sína með tilvísun til þess að hann var á launurn þegar hann vann fýrir Reykjavíkurlistann. Þetta er sama afsökun og vændiskonur nota. Fyrrverandi ritstjóri Reykjavíkurl- istans skrifar pistla í Alþýðublaðið undir heitinu Silfur Egils. Heiðar- leiga væri að kannast við hlutskipti sitt og kalla dálkinn Þrjátíu silfur- peningar: Sannfæring til sölu.“ Bíddu nú við. Þrátt fyrir að það sé orðið klént og útjaskað að líkja mönnunr við greyið hann Júdas þá fylgir því samt ákveðinn þungi. Júdas seldi sjálfan frelsarann. Óg áttaði sig síðan sjálfur á ódæðinu og hengdi sig fyrir. Svo alvarlega leit hann verknaðinn. En hvers konar maður er það sem er verri en Júdas? Maður sem er bæði drottinssvikari og vændiskona. Júdas sem selur Jesú Kaífasi og býður síðan rassinn á sér til sölu í ofanálag. Það hlýtur að vera sérlega vondur maður. Og þannig er Egill Helgason í augum þeirra sem stjórna Viku- blaðinu þessa dagana. Allt fyrir að hafa sagt skoðun sína á frammi- stöðu Reykjavíkurlistans, skoðun sem Vikublaðinu er ekki þóknan- leg. Þessi sóðaskapur snertir að sjálf- sögðu ekki Egil Helgason á nokk- urn hátt. Hann situr fastur á rit- stjórnarskrifstofu Vikublaðsins. Ásamt ýmsu öðru sem má finna á þeim tólf síðum sem Alþýðu- bandalagið reynir að selja á 250 krónur. Lítum á forsíðufyrirsagn- irnar: „Össur í rannsókn“, „Árni keypti atkvæði“, „Davíð fallinn í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokks- ins“, Félagsmálaráðherra hótar Hafnfirðingum*1, „VSÍ flytur inn samevrópska markaðshyggju". I sjálfu sér væri hægt að ímynda sér að einhver af þessurn fyrirsögnum gæti sómt sér á forsíðu blaðs í and- legu jafnvægi. En þegar þær korna allar saman virka þær sem sjúk- dómseinkenni fólks sem er að missa stjórn á sjálfu sér. Og margt annað í blaðinu bendir til einkennilegs ójafnvægis, upp- safnaðs pirrings og almennra leið- inda aðstandenda Vikublaðsins. í sama dálki og skrifin um Egil Helgason er heillöng samsæris- kenning um meinta giftingu Eim- skips og DV. Tilefnið er að Guð- mundur Magnússon, fréttastjóri á DV, hefur tekið að sér að skrifa sögu Eimskip. Af þessu eru síðan dregnar ályktanir út og suður. Til dæmis að DV geti ekki verið óháð og frjálst þar sem fréttastjóri þess er að skrifa sögu Eimskipa. Síðan vell- ur út úr pennanum alls kyns bull um Guðmund, Eimskip, kolkrabb- ann og meira að segja Óskar fyrrum ritstjóra Guðmundsson. Og há- mark stílbragðanna kemur í lokin þegar Guðmundur er kallaður Gumrni. Það verður erfitt að sjá hvernig Guðmundur getur risið upp eftir það högg. Ög svo er smáklausa um mig, Pál Magnússon og Morgunpóstinn. Einhver gæti haldið að ég væri að skrifa þetta af pirringi út af henni og þeirra vegna skrifa ég hana upp: „Morgunpósturinn er smátt og smátt að opinbera ritstjórnarstefnu sína. Ef hægt er að koma henni í eina setningu þá hljóðar hún þann- ig: Lífið er brandari sem við hend- um á lorfti í hálfkæringi. Þetta er rit- stjórnarstefna skæruliðans Gunn- ars Smára ritstjóra en ritstjórinn með glassúrímyndina, Palli Magg, virðist ekki fatta geimið því að hann auglýsir að Morgunpósturinn sé „alvöru blað“.“ Ég get ekki verið pirraður yfir þessari klausu vegna þess að ég skil hana ekki. Nema hvað að ég þykist átta mig á að í henni sé aftur gripið til sama vopns og Guðmundur Magnússon var veginn með, það er að nota gælunöfn sem níð. Mér skilst að Alþýðubandalags- menn séu hættir við að breyta Vikublaðinu í dagblað. Það er gott. Ef ritstjórn þess getur ekki boðið upp á skárri tólf síður eftir viku- vinnu hefur hún ekkert með dag- blað að gera. Og í raun hefur hún ekkert með vikublað að gera heldur. Þessar síð- ustu tólf síður hennar eru hálfgerð- ur óþverri sem enginn er bættari með að búa til eða halda á. Og allra síst eru þær líklegar til að bæta við fylgi Alþýðubandalagsins. Og þá er erfitt að sjá einhvern tilgang með útgáfunni. Ef Alþýðubandalagið vill gefa út blað ætti það að fara að dærni krata og ráða einhvern almennilegan blaðamann til að stjórna blaðinu. Ef til vill fengju lesendur þá jafn gott blað og Alþýðublaðið er undir ritstjórn Hrafns Jökulssonar. Gunnar Smári Egilsson Á Markús Öm eríndi á þing? Mörður Árna- son íslensku- fræðingur „Nei, ekkert frekar ert aðrir í þessu prófkjöri. Annars kemur mér þetta ekki við. Mér er ekkert í nöp við hann en það virðist hins vegar Sjálf- stæðisflokknum vera. “ Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jóhann Briem rekstarráðgjafi „Hann á erindi, þvíhann hefuryfir- burðaþekkingu á málefnum Reykjavík- ur og eitt þýðingarmesta hlutverk Al- þingis verður að færa verkefni frá rík- inu og til sveitafélaganna. “ Amal Rún Qase.stjórnmála- fræðinemi „Já, því hann stóð sig vel sem borgar- stjóri. Hann vill jöfnun atkvæðis- . réttar og yrði því góður þingmaður I Reykvikinga. “ I Óskar Guð- mundsson blaðamaður „Kannski. “ Agnes Bragadóttir blaðamaður „ Ég tek ekki þátt í spurningaleikjum. “ Hvertþá? Mörður Árnason „Hann hefði aldrei átt að hætta sem útvarpsstjóri. “ Davíð Scheving Thorsteinsson „Enginn á að standa upp fyrir honum en ég vona að 10. sætið nægi honum til að komast inn." Jóhann Briem „Éggeri ráð fyrirað 10. sætið verði baráttusæti ikomandi kosningum. Markús Örn vildi ekki aug- lýsa sig eins mikið og hinir gerðu. Prófkjörið á ekki að vera milljóna fjár- festing. “ Amal Rún Qase „Ég hefði viljað hafa hann ieinu af efstu sætunum." i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.