Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 ÁIHamál hversu langt eftir lærinu hnéð nær segir Halldór Jónsson ökukennari, sem rtrekað hefurverið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn nemendum sínum. „Ég nota sérstakar aðferðir til að nemendur verði fyrr góðir bílstjór- ar. Þær felast í slökunaræfingum og léttri snertingu við olnboga, hné og axlir sem fær nemandann til að slaka betur á,“ segir Halldór Jóns- son, 62 ára gamall ökukennari, sem kærður hefur verið af nemanda sín- um fy'rir kynferðislega áreitni. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú málið en ekki liggur fyrir hvort saksóknari leggur fram ákæru. Fyrir skömmu var Halldór sýknaður í Héraðsdómi Reykjavík- ur af ákærurn um sams konar brot gegn þremur stúlkum, fyrrum nem- endum sínum. Starfsaðferðir Halldórs eru unt- deildar og ökukennarar hafa lýst þeim sem undarlegum. Halldór seg- ir að þær hafi valdið því að hann var ákærður í fyrra skiptið. Hann þver- neitar þó að hann hafi áreitt stúlk- urnar. „Til dæmis ef nemandi frýs á inngjöf þá snerti ég á honum hnéð en það er náttúrlega álitamál hversu langt eítir lærinu hnéð nær,“ segir Halldór. „Þessari aðferð kynntist ég í íþróttum í gamla daga. Þá lærði ég að slaka á með þyí að láta snerta mig mjúkt og létt og á sérstakan hátt en ég átti oft í erfiðleikum vegna stirð- leika í handlegg. Ég hef notað þessa aðferð við kennslu í um 36 ár svo ég tel mig vita hvað ég er að segja.“ Halldór segist telja að að nýjasta kæran á hendur honum komi til af því að stúlkan sem er 18 ára, skuldar honum 20 þúsund krónur og að hún haldi sig geta fríað sig frá greiðslu með því að leggja fram kæru. „Hún hefur nú tekið öku- prófið en áður gerði hún aldrei neinar athugasemdir við mínar starfsaðferðir. Yfirleitt eru nemend- ur látnir borga kennslukostnað áð- ur en þeir fara í lokapróf en þar sem ég hafði enga ástæðu til að van- treysta henni gerði ég undantekn- ingu frá reglunni. Daginn eftir legg- ur hún svo fram kæru. Annars er mér sama um hvort ég fái greiðslu, peningar skipta mig engu máli en auðvitað verður maður sár og reið- ur þegar svona kemur upp.“ Halldór var ákærður fyrir að hafa á árunum 1989-1992 snert kynfæri kvenkyns nemenda sinna. Til þess hafi hann til dæmis farið með þær í Heiðmörk, lagt bílstjórasætið aftur og lagst ofan á þær. Halldór var sýknaður í Héraðsdómi þar sem of langur tími leið frá því að tvær stúlknanna lögðu fram ákærur á hendur honum en að auki var það álit dómarans að engin sýnileg sönnunargögn um áreitni væru fýr- ir hendi. HM Fjárlaganefnd Alþingis hefur lagt fram fyrirspurn um kostnað vegna flutninga biskupsstofu í miklu stærra og dýrara húsnæði Biskup stækkar margfalt við sig I síðustu viku flutti Biskupsstofa af Suðurgötu 22 í nýtt og miklu stærra húsnæði að Laugavegi 31. Húsnæðið, sem Biskupsstofa hafði til umráða við Suðurgötuna, var 550 fermetrar og brunabótamat þess hljóðar upp á 36,6 milljónir króna. Nýja húsnæðið er hins vegar næstum þrefalt stærra, tæpir 1.540 fermetrar, og brunabótamatið meira en fjórfalt hærra eða 161 milljón króna. Kaupverðið nemur þó ekki nema helmingnum af þeirri upphæð. Verið að vinna skýrslu um fiutningana fyrir fjárlaganefnd Fjárlaganefnd Alþingis hefur lagt fram fyrirspurn vegna kostnaðarins við flutningana og að sögn Hauks Árnasonar í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu er verið að vinna að skýrslugerð þar að lútandi þessa dagana í samvinnu við fjármála- ráðuneytið og Biskupsstofu. Guð- rún Helgadóttir, alþingismaður, sem stóð að fyrirspurninni, vildi ekki tjá sig um þetta mál fýrr en að fenginni þessari skýrslu. Sagði hún fyrirspurnina ekki ætlaða til að varpa nokkrum skugga á starfsemi Biskupsstofu, hér væri einungis um hversdagslega fýrirspurn að ræða. „Þetta er ósköp eðlileg fyrirspurn og er bara hluti af mínu starfi í fjár- Guðrún Helgadóttir alþingismað- ur á sæti í fjárlaganefnd. Hún beitti sér fyrir því að lögð yrði fram fyrirspurn til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna flutninganna. laganefnd. Upplýsinga af þessu tagi er ávallt óskað þegar stofnanir eða fýrirtæki tengd ríkinu skipta um húsnæði." Laugavegur31 þar sem Biskupsstofa verðurtil húsa í framtíðinni. Brunabótamat hússins er 161 milljón króna en það er 1.540 fermetr- ar. Kaupverðið 80 millj- ónir króna Það var Kristnisjóður sem keypti hið nýja húsnæði af fslandsbanka og var húsið við Suðurgötu látið ganga upp í kaupverðið. Bankinn ætlaði í upphafi að fá 97 milljónir fyrir Laugaveg 31 og bauðst til að borga 27 milljónir á móti fýrir Suð- urgötuna. Þegar upp var staðið greiddi Kristnisjóður hins vegar 81 milljón og fékk 30 milljónir fýrir húsið við Suðurgötuna. Mismun- urinn á söluverði og brunabóta- mati fasteignarinnar við Laugaveg nemur því 80 milljónum, þannig að brunabótamatið er 100 prósentum hærra en söluverðið. Mun íslands- banki hafa reynt nokkuð lengi að skrifstofur sínar að Laugavegi 31. Starfsmaður Prestssetrasjóðs, sem er sjálfstæður sjóður í yfirumsjá Kirkjuráðs, verður með skrifstofu- aðstöðu í húsinu, en sá sjóður var áður á vegum dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Nýstofnsett mannréttindaskrifstofa verður líka til húsa að Laugavegi 31, en sú skrif- stofa er rekin sem samstarfsverk- efni ýmissa stofnana og félagasam- taka, þar á meðal Biskupsstofu, Rauða krossinum, Islandsdeild Amnesty International, Hjálpar- stofnun kirkjunnar og jafnréttis- ráði. Fyrr á árinu mótmæltu kaup- menn við Laugaveginn flutningn- um á þeim forsendum að stofnun eins og biskupsembættið væri ekki líkleg til þess að auka líf í helstu verslunargötu miðbæjarins, en án árangurs. Biskup reyndi að friða kaupmenn með því að benda þeim á að verslunin Kirkjuhúsið yrði til húsa á neðstu hæðinni og sagðist vonast til líflegri viðskipta þar. ÆÖJ losna við húsið, sem skýrir hið hag- stæða verð að einhverju leyti. Eina tilboðið, sem borist hafði áður en Kristnisjóður kom til skjalanna, var í jarðhæðina eina, frá aðilum sem ætluðu að hefja þar kráarrekstur. Kristnisjóður er á vegum Kirkju- ráðs og koma tekjur hans nær alfar- ið úr ríkissjóði, en á fjárlögum fýrir árið 1995 er gert ráð fýrir 18,3 millj- óna króna framlagi til sjóðsins. Húskaupin eru fjármögnuð með láni frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, en afborganir af því á að fjármagna með leigutekjum. Biskup vonast til að stækkunin skili sparn- aði Að sögn Þorbjarnar H. Árna- sonar biskupsritara hafa kröfur um þjónustu kirkjunnar aukist mjög á undanförnum árum og þörfin fyrir stærra húsnæði sé í samræmi við það. Ólafur Skúla- son biskup segir Biskupsstofu hafa verið að sprengja utan af sér hús- næðið á Suðurgötunni. Ólafur bendir einnig á, að Biskupsstofa hafi aðeins hluta af hinu nýja hús- næði til umráða, ýmsir aðrir aðilar á vegum kirkjunnar eða tengdir henni á einhvern hátt koma til með að leigja afganginn. Vonast hann til að nokkur sparnaður hljótist af þessu fyrirkomulagi, þar sem marg- ir aðilar sameinist um ýmsa hluti í rekstri, tækjakosti og bókhaldi. Hjálparstofnun kirkjunnar og verslunin Kirkjuhúsið munu flytja starfsemi sína í húsið. Prestafélagið, fræðsludeild Þjóðkirkjunnar, fangaprestur og eftirlitsmaður kirkjugarða munu einnig hafa Biskupsstofa er enn í kössum á nýja og glæsilega húsnæðis. meðan unnið er að innréttingu hins í návíqi Markús Örn Antonsson Ég œtlast ekki til þess að fá sérstaka meðhöndlun af hálfu Davíðs Markús Örn Antonsson, fýrrver- andi borgarstjóri, stefndi á 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina en sam- flokksmenn hans settu hann í það 10. Markús segist hafa orðið fýrir vonbrigðum en spurningin er hvort pólitískum ferli hans sé hér með lokið. Er ekki ljóst að samflokksmenn þínir í Reykjavík hafa hafnað þér? „Nei, ég segi það nú ekki að mér hafi verið hafnað. Ég fékk saman- lagt á sjötta þúsund atkvæði og samanlagt er ég með fleiri atkvæði en sumir aðrir sem eru þarna í sæt- unum fýrir ofan mig. Þannig að ég get alls ekki litið á það sem höfnun þó að ég hafi lent í 10. sæti. Munurinn á 8. til 10. sæti var heldur ekki mikill. Ég var í því 8. þegar fyrstu tölur voru birtar en þetta var lokaniður- staðan. Fjöldi manna studdi mig í þessu prófkjöri og ég er mjög þakklátur fýrir það.“ Fannst þér þú eiga betra skilið? „Ég skal nú ekki dæma um það. En ég tel hins vegar að ég hafi átt erindi til að skipa 4. sætið og hafa þar með mögu- leika á að vinna að málefnum Reykvíkinga á Alþingi, eins og ég stefndi að. Ég held að margt minni reynslu af vettvangi borgarmálanna myndi nýtast vel í þingstörfum.“ Gerðirðu þér ekki vonir um að það yrði metið við þig að hafa staðið upp úr borgar- stjórastólnum? þú hættir sem útvarpsstjóri? „Ég tel nú að ég hafi fengið ágæta stuðningsyfirlýsingu frá sjálfstæðis- mönnum í prófkjörinu fýrir borg- arstjórnarkosningarnar þar sem ég fékk 74 prósent atkvæða í 1. sæti. Ég kalla það nú harla gott.“ En svo vékstu fyrir Árna og náð- ir ekki árangri innan flokksins i framhaldi af því, eins og prófkjör- ið sýnir. „Ég mat stöðuna þannig í vetur að það væri heppilegra að nýr mað- ur tæki við vegna þess að skoðana- kannanir voru okkur afar óhag- stæðar ellefu vikum fýrir kosningar. Það geta verið ýmsar skýringar á því „En ég hefekki ástœðu til þess að ætla að það hafi verið Davíð neitt og ætlaðist ekki til þess að menn færu eitthvað að aumk- ast yfir mig í þessu prófkjöri og fara að gefa mér atkvæði út á »Ég hafði ekki ákveðnar á móti skapi að ég hefði verið meiningar um þ.S < .jálfu ,á, ^ ^ Sjálfilæðis. flokksins eftir kosningar. Þá erum við að tala utn átta eða níu efstu til að œtla að honum hefði þótt það góð niðurstaða efsvo hefði orðið, þó að það hafi ekki komið koma þarna bara sem maður með þessa reynslu af borgar- málavettvangi og var að sækj- ast eftir þingsæti í fýrsta skipti og það var einvörðungu á þeim forsendum sem ég fór í próf- fram opinberlega. kjörsslaginn." Nú kallaði Davíð þig á til að taka við af sér sem borgarstjóri. Skuld- aði hann þér ekki að lýsa eindregn- um stuðningi við þig í prófkjör- inu? „Nei, ég held að Davíð Odds- son, sem frambjóðandi sjálfur í þessu prófkjöri, hafi ekki gefið ein- um né neinum stuðningsyfirlýsing- ar. En ég hef ekki ástæðu til þess að ætla að það hafi verið Davíð neitt á móti skapi að ég hefði verið með í þingflokkshópi Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Þá erum við að tala um átta eða níu efstu sætin. Þvert á móti hef ég ástæðu til að ætla að honum hefði þótt það góð niður- staða ef svo hefði orðið, þó að það hafi ekki komið fram opinberlega." En hann studdi Björn Bjarnason opinberlega í síðasta prófkjöri? „Já, en ég er bara að tala um þetta prófkjör. Ég hef ekki orðið var við neinar stuðningsyfirlýsingar Davíðs við einstaka frambjóðendur.“ En fordæmið er fyrir hendi. „Já, það getur vel verið að það hafi verið af einhverju sérstökum ástæðum þá sem hann lýsti yfir stuðningi við Björn. En ég ætlast ekki til þess að fá sérstaka með- höndlun af hálfu Davíðs ffekar en Katrín Fjeldsted eða aðrir sem hafa verið nánir samstarfsmenn hans um langa hríð.“ Hvaða slcýringar hefurðu á því að þér hefur ekici tekist að byggja upp pólitískan feril þinn eftir að og meðal annars liggja þær skýring- ar innan okkar flokks á þeim tíma. Ég tel til dæmis að yfirlýsingar Katr- ínar Fjeldsted rétt fýrir prófkjörið hafi verið afar óheppilegar fyrir flokkinn og eins fýrir mig þegar hún var að lýsa því að það hafi ekkert til- lit verið tekið til hennar í þessum hópi sem ég leiddi svo jaðraði við karlrembu og þar fram eftir götun- um. Ég geri ráð fýrir að þetta hafi ekki fallið í neitt sérstaklega góðan jarðveg, meðal annars hjá konum.“ Áttu ennþá erindi í pólitík? „Alveg hiklaust og ég ætla að halda áfram. Ég hef áður hrapað niður í prófkjöri, 1978 lenti ég í 7. sæti í prófkjöri fýrir borgarstjórnar- kosningarnar en hafði verið í 4. sæti áður. Þannig að ég er mjög sjóaður maður og miklu sjóaðri en þú álít- ur.“ Er pólitískum ferli þínum þá ekki lokið? „Nei, nei.“ Hvað tekur við hjá þér nú? „Ég er að vinna að ýmsum kynn- ingarmyndum á vegum Myndbæjar hf. og þar eru fjöldamörg verkefni framundan. Sennilega heyrir fólk í lítilli útvarpsstöð sem tekur til starfa á okkar vegum, sennilega í næstu viku, FM Reykjavík 94,3. Ég held ut- an um það verkefni og er skráður útvarpsstjóri.“ SG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.