Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 17 MEiga erfitt með að koma sér saman um nýjan ríkissáttasemjara ■ Ólafur og Hallur byrja með glans ■ Tryggingafélögin fúl út í Húsatryggingar Reykjavíkur Síðustu daga og vikur hafa aðilar vinnumarkaðarins hist á fundum til þess að ræða fyrirhugaða stöðuveit- ingu ríkissáttasemjara. Lengst af var talið að Þörir Einarsson, prófessor í viðskiptafræði við Hl, væri líkleg- astur en efasemdaraddir eru nú töluverðar báðum megin borðsins. Vinnuveitendur horfa helst til MAs Gunnarssonar, starfsmannastjóra Flugleiða, og telja hann hæfastan umsækjcnda. Margir leiðtogar verkalýðsfélaganna styðja hann þótt ólíldegt sé að hann verði fyrir val- inu. Ástæðan er töluverð andstaða innan verkalýðsfélaganna, einkum í ljósi þess að hann hefur verið í for- svari vegna launamála hjá Flugleið- um. Hins vegar verður að hafa í huga að vararíkissáttasemjari, Geir Gunnarsson, lýkur sínu tímabili þann 15. apríl og væntanlega verður sam- ið um báðar stöðurnar í einu. Báð- um megin borðs er full- yrt að enginn augljós kostur sé í sjónmáli meðal umsækjenda og þvi er rætt um hugsanlegan fulltrúa utan umsækjenda. Félagsmálaráð- herra, Guðmundur Árni Stefáns- SON, hefur veitingavald i stöðuna og þótt rætt sé um neitunarvald ASÍ og VSl er það flóknara ef þeir ætla að leita út fyrir hóp umsækjenda. Sam- kvæmt heimildum MORGUNPÓSTS- INS hefur ekki verið rætt við ráð- herra vegna þessa. Skemmst er þó að minnast þess að þegar fráfarandi ríkissáttasemjari, Guðlaugur Þor- valdsson, var fenginn í embættið þá sótti hann ekki um stöðuna... Frá og með næstu áramótum ráða húseigendur hjá hvaða tryggingafé- lagi þeir kaupa brunatryggingar, sem eru eftir sem áður skyldutrygg- ing. Gríðarlegar fjárhæðir eru þvi í húfi fyrir tryggingafélögin. Fram að þessu hefa Húsatryggingar Reykja- víkur, sem er í eigu borgarinnar, haft einkarétt á brunatryggingum í Reykjavik en Vátyggingafélag Islands og fyrirrennarar þess í öðr- um sveitarfélögum á landinu. Slag- ur tryggingafélaganna stendur nú sem hæst, enda þurfa húseigendur að segja upp tryggingu sinni fyrir 30. nóvember ætli þeir að skipta um tryggingarfélag. Þau hafa keppst við að senda húseigendum bréf þar sem þau kynna breytinguna. Það vekur athygli í bréfi Húsatrygginga að fé- lagið auglýsir sitt iðgjald sem 140 krónur á ári fyrir hverja milljón sem brunabótamat hljóðar upp á, án þess að láta þess getið að jafn- framt því þarf félagið að innhcimta nokkur þúsund krónur (til dæmis 3.200 af 10 milljóna króna eign) fyr- ir ríkið og stofnanir þess. Þar er um að ræða viðlagatryggingargjald, brunavarnagjald og umsýslugjald. Mikil óánægja er með þessa við- skiptahætti hjá hinum tryggingafé- lögunum sem eru í einkaeign. Finnst forráðamönnum þess óeðli- legt að borgarfyrirtæki segi ekki all- an sannleikann um hvað húseigend- ur þurfa að borga og reyni þannig að halda sem flestum þeirra í við- skiptum við sig... Fjölmiðlaráðgjöf af ýmsu tagi hef- ur aukist mjög upp á síðkastið. I þessari grein kynningarstarfa vinna einkum gamlir fréttahundar af blöðum og ljósvakamiðlum. Sam- keppni í þessari grein jókst til muna um daginn þegar tveir sjóaðir jaxl- ar úr frétta- mennskunni, ÓL- afur E. Jóhanns- son og Hallur Hallsson, stofn- uðu fýrirtækið Menn og málefni hf. Þeir sem fyrir eru í bransanum biðu nokkuð uggandi eftir því hvernig til tækist með fyrsta verk- efni þeirra félaga, sem varð með þeim hætti í síðustu viku að keppi- nautarnir þurfa nú að bretta upp ermarnar. Nýja fyrirtækið tók að sér kynna fyrir Lions-hreyfinguna dreifingu á 36 þúsund endurskins- merkjum til barna um land allt og tókst að lokka til leiks nánast alla fjölmiðla landsins, þar með talið báðar sjónvarpsstöðvarnar, flestar útvarpsstöðvarnar og dagblöðin, og allir gerðu málinu talsverð skil. Þá tókst þeim einnig að fá í lið með sér Davíð Oddsson til að útbýta fyrstu merkjunum, en það er einmitt einn helsti mælikvarðinn á árangur í þessum bransa hvort mönnum tekst að fá til liðs við sig helstu þunga- vigtarmenn þjóðarinnar... NÝBÝLAVEGUR 12, KÓPAVOGI, SÍMI 444 33 BARNAGALLAR FRÁ 1250,- BARNABUXUR 800,- BARNAPEYSUR 800,- BARNAVESTI 1680,- BARNAKJÓLAR FRÁ 1900,- Fullt af tilboðsvörum á börn 500,- íslenskir dagar Á fullorðna: Isl. náttfatnaður frá 500,- -4900,- Frottesloppar 1900,- Velour sloppar og gallar 6500, - UUir mvut.ygfc gráda ostq,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.