Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 Bakhliðin Björgútfur Egilsson tómt- húsmaðuren liklega frægari fýrirþað að vera bassaleikari í hinni sögufrægu hljómsveit Kamarorghestum. Hann sýnir á sér bakhliðina og fer létt meðþað. Starfsmenn Flugleiða gleymdu að taka á móti ósjálfbjarga konu sem er með Alzheimersjúkdóminn á háu stigi við komuna til landsins frá Noregi. Hún týndist í Leifsstöð og fannst fyrir tilviljun á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Flugleiðir eiga yfir höfði sér málssókn vegna mistakanna. Það var kominn mikill beygur í mig segir sonur konunnar, Jörundur Guðmundsson. Hvort vildirðu heldur hafa Helgu Kress, bókmenntaspekúlant eða Dagnýju Kristjánsdóttur, einnig bókmenntaspekúlant, með þér á eyðieyju? (Mátt ekki taka þær báðar.) „Má ég ekki bara hringja í þær?“ Hvaða íslenskur gítarleikari er of- metnastur? „Einar Vilberg." Hvað ferðu oft í bað á mánuði? „Sautján sinnum, ef frá eru talin svitaböðin." Hvernig eru nærbuxurnar þínar á litinn (þær sem þú ert í núna)? „Gular — ég er svo praktískur mað- ur.“ Hvernig bregstu við ef þú, eftir góða rispu, vaknar nakinn milli Péturs W. Kristjánssonar og Ótt- ars Felix, þeir einnig berir og Ótt- ar með þjáningarsvip á andlitinu? „Fyfyfyrirgefðu Óttar mi, mi, minn. Va, var vaselínið búbúbúið." í hvaða hljómsveit myndirðu alls ekki vilja vera? „Vinum vors og blórna." Heldurðu að kóngurinn myndi snúa sér við í hótelherberginu sem hann er í núna ef hann frétti af því að Bjarni Arason væri að taka hann sér til fyrirmyndar? „Ég held að hann myndi liggja kyrr svona til tilbreytingar." Hver er fyndnastur íslendinga (bannað að segja Halldór Ás- grímsson)? „Elfa-Björk Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri Ríkisút- varpsins.“ Hvort vildirðu heldur vera Bjarni móhíkani eða Siggi pönk? (Verð- ur að velja annan.) „Siggi móhík- ani." Ert þú einn þeirra sem telja dr. Gest Guðmundsson smáfríðan mann? „Ég tel doktorinn fegurstan allra núlifandi íslendinga." Hvort fyrirbærið er sniðugra: Ad- amson í DV eða Sigurður G. Tóm- asson? „Mér er alveg ómögulegt að gera upp á milli þeirra því hvor- ugan vil ég styggja." Finnst þér frú Dóra vera vel gift? (Hreinskilnislegt svar óskast). Ef svarið er já, í hverju felst styrkur Heimis Steinssonar sem eigin- manns? „Já. Styrkurinn felst i skegginu." ■ Vilborg Guðmundsdóttir, 73 ára gömul kona frá Akureyri, lenti í miklum hremmingum 5. október síðastliðinn. Þann dag fór hún frá Noregi til Islands með Flugleiðavél eftir að hafa dvalið hjá syni sínum, Sveinbirni Guðmundssyni í Sví- þjóð. Vilborg er haldin Alzheimer- sjúkdómnum á háu stigi og af þeim sökum er hún ófær um að bjarga sér sjálf, auk þess sem hún er hjart- veik. Alzheimersjúklingar geta ekki farið ferða sinna einir síns liðs og villast ef svo ber undir. Vilborg fékk fylgd um borð í flugvélina og gerðar voru ráðstaf- anir til að starfsmaður Flugleiða tæki á móti henni þegar hún færi frá borði á Keflavíkurflugvelli og aðstoðaði hana í gegnum tollinn. Það brást hins vegar með þeim af- leiðingum að Vilborg ráfaði út úr flugstöðvarbyggingunni og fannst ekki fyrr en mörgum klukkustund- urn síðar á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík þar sem maður henni kunnugur rakst á hana á vergangi fyrir tilviljun. Sjónarvottur sá hana ’fara út úr byggingunni þar sem far- þegar á leið út fara um án þess að nokkur hafi orðið þess var. Sonurínn íhugar að stefna Flugleiðum Sonur Vilborgar, Jörundur Guðmundsson rakari og skemmtikraftur, er ákaflega óhress með þessi mistök Flugleiða. Þótt vel hafi farið í þetta sinn þá sé sú til- hugsun hryllileg ef þetta hefði gerst á leiðinni út. Hann hugðist taka á móti móður sinni í flugstöðinni og rnætti tímanlega. Jörundur er nú að íhuga málssókn á hendur Flugleið- um vegna þessa máls. Jörundur segir að sent hafi verið símbréf frá Osló til starfsfólks Flug- leiða í Keflavík og þeir beðnir um að koma móður hans klakklaust frá borði, í gegnum vegabréfsskoðun og toll og að lokum til hans sem beið í komusal. „Ég beið og beið en ekkert bólaði á mömmu. Það var kominn mikill beygur í mig, því það þarf alltaf að fylgjast mjög vel með henni,“ segir Jörundur. „Loks var þolinmæði Jörundur Guðmundsson. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa gerst en ef málið hefði strax fengið rétta meðhöndlun þá væri allt gleymt og grafið. Verstur finnst mér þó hrokinn hjá þessu vesalings flugfélagi." Valdníðsla stóra bróður Auðunn Atlason, ritstjóri Stúd- entablaðsins, segir frá því þegar hann var reiðastur, en hann hélt því fram í upphafi að hann yrði aldrei reiður en þá varð honum hugsað til Teits bróður. „Það er nú ekki oft sem það hef- ur fokið í mig verulega. Raunar erfitt að rifja eitthvað slíkt upp því ég er í þokkabót fljótur að fyrirgefa og gleyma. Hins vegar þegar fár- viðrið skellur á má líkja því við hvirfilbyl sem geysar af fítonskrafti í stuttan tíma. Það skipti sem ég man effir núna, og þó nokkuð um liðið, er náttúrlega tengt bróður mínum sem er nokkru eldri en ég. Þann aldursmun hefur kauði fært sér óspart í nyt og unglingsárun- um fór ég einkum halloka en ég vil Éner reTOur þess vegna er ég tiL trúa að sá eilífðarbardagi sem það er að eiga bróður á svipuðum aldri fari að snúast mér í hag. Hvað um það, eitt sinn sem oftar lá leiðin út á lífið á laugardagskvöldi (hvað eru mörg ell í því?) og bræðurnir galvösku voru að gera sig til. Sem jafnan var ég með mitt á hreinu, kominn í diskógallann og nota bene; búinn að bursta skóna. Þetta voru nýir skór, fagurbrúnir og gljáandi og mér hjartfólgnir. „Blessaður og sæll“ heyrist kallað, lágvært fótatak og hurðarskellur. Ég vissi um leið hvers kyns var og hljóp fram í anddyri á sumarbú- staðnum í Garðabæ og viti menn: Auðvitað var dýrið rokið í geim á skónum mínum og ég endaði grautfúll á billegum jakkafötum og indoor súper í bænum. I enn eitt skiptið. Þetta er ef til vill lítilræði í hugum lesenda en spekin er öngvu að síður bæði djúpstæð og glymj- andi: Valdníðsla í hvaða mynd sem hún birtist er skálksins háttur og kemur niður á þeim hinum sama fyrr eða síðar.“ mín á þrotum svo ég snéri mér að tollverði sem sagði mér að fara upp og ieita að henni í fríhöfninni, sem ég og gerði, en ég sá hana hvergi. Ég segi því starfsmanni Flugleiða raunir mínar og hann fer með mér inn í flugvélina en þar var bara ræstingafólk sem var að þrífa vél- ina. Mér er þá sagt að leita bara enn betur í byggingunni svo ég fer inn á salerni, kaffiteríu og í fríhöfnina en mamma virtist vera gufuð upp. Töskuna hennar sá ég hins vegar á færibandinu. Ég var orðinn veru- lega áhyggjufullur og ennþá hafði ekki einn einasti FÍugleiðastarfs- maður lyft litla fingri til að hjálpa mér við leitina. Loksins var send út lýsing á mömmu til allra starfs- rnanna á vellinum og þá kom í ljós að tollvörður hafði tveimur klukkutímum áður séð hana fara út úr byggingunni brottfararmegin, þar sem farþegar fara venjulega í flug. Síðast sást til hennar á leiðinni úr flugstöðinni og út í rokið og rigninguna, með yfirhöfnina á handleggnum.“ Víðtæk leit undirbúin Að sögn Karls Hermannsson- ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík, leitaði Jörundur til lög- reglunnar um fimmleytið og þá var strax ákveðið að senda út lýsingu á Vilborgu til allra rútubifreiða og leigubíla sem höfðu verið á ferðinni frá flugvellinum og til Reykjavíkur. Sú leit bar engan árangur svo til stóð að kalla út björgunarsveit þeg- ar þær fréttir bárust að kunningi fjölskyldunnar hefði rekist á móður Jörundar á Umferðamiðstöðinni í Reykjavík. Liðnir voru hátt í fjórir tímar frá því að vélin lenti og þar til Vilborg kom í leitirnar. Ekki er ennþá vitað með hvaða hætti hún komst til borgarinnar. „Ef Flugleiðir hefðu séð sóma sinn í að biðja mig afsökunar þá væri málið úr sögunni en það er greinilegt að gamli hrokinn er enn við lýði þó að flugfélagið hafi ekki lengur einokunaraðstöðu,“ segir Jörundur. „Einn af yfirmönnum Flugleiða hafði samband við mig fyrir viku síðan þegar mesta reiðin var runnin af mér og sagði að þetta mál væri eitt allsherjar klúður þar sem starfsmenn virðast ekki sinna sínum störfum nægilega vel en nú loksins væri verið að endurskoða þessa hluti. Ég held að starfsmenn Flugleiða geri sér ekki grein fyrir hvað málið er alvarlegt. Það sjóða í mér sárindi og leiðindi og ég er að íhuga máls- sókn í samráði við lögfræðing. Að minnsta kosti ætla ég að semja reinargerð til forstjóra Flugleiða ví ég læt ekki bjóða mér svona lag- að. Móðir mín var fullborgandi far- þegi og með opinn miða. Sem bet- ur fer gerir hún sér enga grein fyrir hvað gerðist en þetta verður að öll- um líkindum síðasta ferð hennar til útlanda.“ Hræðilegt að þetta hafí gerst segir upplýsingafulttrúi Flugleiða Margrét Hauksdóttir á upplýs- ingaskrifstofu Flugleiða, varð fyrir svörum þegar MORGUNPÓSTUR- INN leitaði skýringa félagsins á þessum atburðum. „Mál Vilborgar Guðmunds- dóttur er einsdæmi og mér finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Mikill fjöldi farþega hjá okkur er með sér- þarfir og yfirleitt gengur allt snurðulaust fyrir sig,“ segir hún. „Þetta eru bara mannleg mistök eða skilaboðabrengl þannig að konan kemur um borð og það er hugsað um hana sem sérstakan far- þega sem þarf aðhlynningu og urn- önnun og síðan þegar komið er til Keflavíkur þá verða einhver mistök þannig að hún fer ein úr vélinni. Furðuleg röð atburða ræður því síðan að hún skuli komast ein út úr flugstöðinni en sem betur fer fór ekki verr. Við erum búin að fara yf- ir málið skref fyrir skref til að fýrir- byggja að svona komi fyrir aftur.“ Hvers vegna var ekki beðist afsök- unar? „Starfsfólk þjónustudeildar hefur verið í sambandi við bróður Jör- undar í Svíþjóð og mér var sagt að talað hafi verið við Jörund. Fyrir hönd Flugleiða bað ég bróður Jör- undar afsökunar skömmu eftir Margrét Hauksdóttir upplýs- ingafulltrúi Flugleiða. „Við er- um búin að fara yfir málið skref fyrir skref til að fyrirbyggja að svona komi fyrir aftur.“ óhappið en ég hef ekki talað við Jörund. Nú er ósköp lítið annað hægt að gera en að harma þessi mistök.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.