Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBERÍ994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 Nantes með góða fbrystu Nantes jók forystu sína í sex stig í frönsku 1. deildinni á föstudag. Lið- ið vann þá stórsigur á Strasbourg en Lyon gerði jaíntefli við Bordea- ux á fimmtudag. Paris St Germain er á mikilli siglingu þessa dagana og skaust upp í annað sæti með sigri á Montpellier. Franski landsliðsmaðurinn Ni- colas Ouedec hélt upp á 23. afmæl- isdaginn sinn á föstudaginn á við- eigandi hátt. Hann átti stórleik með liði sínu, Nantes, og skoraði tvö mörk í sigri liðsins á Strasbourg. Fyrst skoraði hann á 24. mínútu og síðan aftur úr vítaspyrnu sjö mín- útum síðar. Claude Makelele kór- ónaði síðan frábæra frammistöðu Nantes með marki á 74. mínútu. Á fimmtudag gerðu Lyon og Bordea- ux jafntefli. Valdeir kom gestunum yfir á 74. mínútu en Bardon jafnaði fyrir Lyon aðeins einni mínútu síð- ar. Meistarar Paris St Germain unnu Montpellier, 3:1. Paul Le Gu- en kom þeim yfir í fyrri hálfleik með þrumuskoti af 40 metra færi og brasilíski landsliðsmaðurinn Rai skoraði síðan annað mark úr víta- spyrnu í upphafi seinni hálfleiks. George Weah jók forystuna enn frekar áður en Bruno Carrotti minnkaði muninn fyrir gestina undir lok leiksins. Þau úrslit sem vöktu hvað mesta athygli var stór- sigur botnliðs Caen á Rennes, 5:1. Svíinn Kennet Andersson var í miklu stuði og skoraði þrennu fyrir Caen, sem með sigrinum skaust af botninum og upp fyrir Nice og Montpeller. Belginn Enzo Scifo er aftur byrjaður að leika með Mó- nakó eftir meiðsli, og átti góðan leik í sigri liðsins á Sochoux, 3:1. Úrslit Auxerre - Nice 3:0 Bastia - Lens 1:3 Caen - Rennes 5:1 Cannes - Le Havre 2:2 Lille - Martigues 1:0 Metz - St Etienne 1:0 Monaco - Sochaux 3:1 Nantes - Strasbourg 3:0 Paris S G - Montpellier 3:1 Lyon - Bordeaux 1:1 Staðan Nantes 15 30:13 33 Paris S.G. 15 23:13 27 Lyon 15 22:17 27 Lens 15 23:14 26 Auxerre 15 26:13 25 Cannes 15 22:15 24 Strasbourg 15 21:16 24 Bordeaux 15 21:19 23 Martigues 15 22:22 22 St Etienne 15 20:15 20 Rennes 15 17:24 20 Monaco 15 13:12 19 Metz 15 12:18 17 Bastia 15 16:24 16 Lille 15 11:20 16 Sochaux 15 16:25 15 Le Havre 15 14:20 14 Caen 15 14:22 13 Nice 15 12:22 13 Montpellier 15 13:24 10 Markahæstir 10 - Patrice Loko (Nantes) 9 - Didier Tholot (Martigues), Nicolas Ouedec (Nantes), Alain Caveglia (Le Havre) 8 - Joel Tiehi (Lens), Roland Wohlfarth (St Etienne) 7 - Anten Drobjnak (Bastia), Valdeir (Bordeaux) 6 - Amara Simba (Caen), George Weah (Paris St Germain). Umíjöllun um miðriðil NBA-deildarinnar: AUt getur gersB Sérfræðingar standa ráðþmta í spám um lokastöðu liðanna í riðlinum. Fimm af síðustu sex meistaraliðum NBA-deildarinnar hafa komið úr miðriðlinum. Detroit varð meistari ‘89 og ‘90 og Chicago Bulls hreppti titilinn næstu þrjú ár á eftir. Bæði þessi lið berjast nú í bökkum við að halda virðingu sinni og Detroit fór næstum beint í svaðið eftir meist- aratitla sína. Cleveland hefur oft lofað góðu á undirbúningstíman- um en aldrei staðið undir vonum, Charlotte er skipað ungum og stór- skemmtilegum leikmönnum, Atl- anta kom á óvart í fyrra en missti Danny Manning og má segja að öll liðin í riðlinum standi á tímamót- um fyrir þessa leiktíð. 1. Indiana Pacers (47-35). Helstu mannabreytingar: Mark Jackson er kominn frá Clippers í skiptum fyrir Pooh Ri- chardson og Malik Sealy. Styrkleikar: Reggie Miller er orðinn ein skær- asta stjarna NBA-deildarinnar og er það aðallega vegna hetjulegrar framgöngu hans í úrslitakeppnmni síðasta vor. Breiddin er mjög góð í flestum stöðum og nú munu þeir ráða bót á sínu helsta vandamáli sem var leikstjórnandastaðan með tilkomu Jacksons. Rik Smits, „Hollendingurinn troðandi" er einn besti sóknarmiðherji deildar- innar. Veikleikar: Lykilleikmönnum eins og Derrick McKey og Smits er ekki treystandi til að stanaa sig kvöld eftir kvöld og því er stöðugleiki stórt vandamál. Af hverju fyrsta sætið? Indiana hefur í gegnum tíðina oft vakið falskar vonir með ágætum tímabilum en ekki staðið undir væntingum. I ár verður breyting þar á. 2. Charlotte Homets (41-41). Helstu mannabreytingar: Kominn er Robert Parish frá Boston. Michael Adams er kom- inn frá Washington. Styrkleikar: Byrjunarliðið er mjög sterkt með þá Alonzo Mourning og Larry Johnson í fylkingarbrjósti en auk þeirra eru skytturnar Hershey Hawkins og Dell Curry bráðdrep- andi þegar þeir finna fjöl sína. Charlotte spilar eina bestu pressu- vörnina í NBA þótt það sé kannski eina vörnin sem leikmennirnir skilja og kunna. Fleiri eru nú styrk- leikarnir ekki. Veikleikar: Þegar andstæðingar setja upp leik- kerfi þá lendir liðið í vanaræðum því leikstjórnandinn „Muggsy“ Johnson er hrikalega lágvaxinn á NBA mælikvarða (161 sm). Alan Bristow, þjálfari liðsins, er ótrygg- ur í stöðu sinni og gerast þær radd- ir æ háværari sem neimta þjálfara- skipti. Af hverju annað sætið? stórstjarna en hann byrjaði inn á í Stjörnuleiknum í fyrra. Phil Jack- son, þjálfari, hefur sýnt og sannað að hann nær því besta út úr sínum mannskap. Veikleikar: Hin annálaða pressuvörn liðsins er farinn ofan garðs og neðan og liðið á eftir að verða lengi að jafna sig á brotthvarfi Michael Jordan. Scottie Pippen er ofdekraður vand- ræðagemill sem á erfitt með að þrífast í samneyti við aðra leik- menn. Bulls er höfuðlaus her og eins og allir vita þá dansa limirnir effir höfðinu og ef ekkert höfuð er til staðar þá dansar enginn! Af hverju fimmta sætið? Hin forna frægð mun lítt stoða lið- ið á krákustígum komandi tíma- bils. Ekkert nema kraftaverk getur bjargað liðinu frá hneisu; kannski það ætti að fá Benny Hinn til liðs við sig. 6. Milwaukee Bucks (20- 62). Helstu mannabreytingar: Nýliðinn Glenn Robinson og Ed Pickney eru komnir. Kenny Nor- man er farinn. Styrkleikar: Ekki eru styrkleikar Milwaukee margir þetta árið frekar en í fyrra og árið þar á undan. Reyndar þarf að leita allt aftur til ársins 1986 til að finna sómasamlegt lið. Framtíðin er þó björt með Robinson, Vin Baker og Erick Murdock. Veikleikar: Liðið hefur verið lélegt í vörn og sókn undanfarin ár og er það ekki heillavænlegt í körfubolta. Vara- mennirnir eru mjög lélegir. Liðið er ekki nógu duglegt við að taka varn- arfráköst og því er skotnýting and- stæðinganna allt of há (49,1%). Af hverju sjötta sætið? Af hverju ekki? 7. Detroit Pistons (20-62). Helstu mannabreytingar: Mark West er kominn og nýliðinn Grant Hill sömuleiðis. Farinn er leikstjórnandinn góðkunni Isiah Thomas. Styrkleikar: Bakverðir liðsins eru mjög fram- bærilegir og fer þar fremstur Joe Dumars. Lindsey Hunter og All- an Houston eru líka sterkir bak- verðir. Grant Hill kemur vel til greina sem nýliði ársins í vetur og verður í harðri samkeppni við Glenn. Veikleikar: Liðið er svo leiðinlegt á að horfa að áhorfendur flykkjast fremur í kynningartúra um bílaverksmiðjur borgarinnar en að horfa á leiki. Don Chaney, þjálfari, verður ljót- ari og ljótari með hverju árinu sem líður vegna gengi liosins, hinar hroðalegu grettur hans eru orðnar krónískar. Merki liðsins segir allt um smekkvísi forráðamanna. Af hverju sjöunda sætið? Allir muna hvernig fór fyrir Færey- ingum; Detroit er á sömu leið. ■ Ekki skortir á hæfileika hjá liðinu og kemur hinn forni miðherji, Ro- bert Parish til með að reynast Charlotte vel í úrslitakeppninni. 3. Cleveland Cavaliers (47-35) Helstu mannabreytingar: Michael Cage er kominn frá Se- attle. Larry Nance hefur lagt skóna á hilluna. Styrkleikar: Mark Price og Brad Daugherty eru með bestu mönnum í sínum stöðum. Gerald Wilkins, Tyrone Hill, Terell Brandon og John Williams eru vinnujálkar sem veigra sér ekki við að vinna skít- verkin. Liðið leikur agaðan sóknar- leik og byggir á skynsemi í skotvali og leikaðferðum. Veikleikar: Leikmennirnir eru upp til hópa ekki snöggir í hreyfingum og frá- köstin hafa verið stórt vandamál. Brotthvarf Larry Nance er umtals- vert áfall enda hafa þeir nú engan til að vernda körfuna. Meiðsl hafa í 4. Atlanta Hawks (57-25). Helstu mannabreytingar: Danny Manning er farinn og Kenny Norman er kominn. Styrkleikar: Atlanta hefúr á að skipa sterkasta varnarbakvarðapari deildarinn- ar þar sem eru Mookie Blaylock og Stacey Augmon. Þeir tveir tæta oft í sig andstæðingana og eru ban- eitraðir í hraðaupphlaupum. Kevin Willis er frábær frákastari og sveifluskotin hans skila dágóðri summu á stigatöflurnar. Lenny Wilkens er margreyndur þjálfari og verður hann í vetur vinningssæl- 5. Chicago Bulls (55-27). Helstu mannabreytingar. Farnir eru Horace Grant, Scott Williams og Bill Cartwright. Styrkleikar: Scottie Pippen er einn besti skot- ffamherji sögunnar og NBA-deild- arinnar í dag. Hann var aðal ástæða [>ess að Chicago vann eins marga eiki og raun bar vitni á síðustu leiktíð. BJ Armstrong er að verða gegnum tíðina leikið leikmenn liðs- ins grátt og er algengara að sjá þá rúlla sér á hjólastólum en að hlaupa um vellina. Af hverju þriðja sætið? Sterkur kjarni og mjög góður þjálf- ari, Mike Fratello, koma sér vel en aldurinn er farinn að færast yfir leikmenn og grámyglulegt and- rúmsloftið virkar síður en svo hvetjandi á leikmenn. asti þjálfari allra tíma. Veikleikar: Enginn almennilegur skorari er í liðinu eftir að það missti Danny Manning fyrir ekkert. Framlínan er heldur ekkert til að hræðast í sókn- inni þar sem Jon Koncak og Andrew Lang skora álíka rnikið og Davíð Oddsson. Af hverju fjórða sætið? Atlanta hefur orðið fyrir gríðarleg- um missi frá í fyrra og má þvi ekki búast við nærri eins góðum árangri og þá náðist. Liðið er þó nógu sterkt til að geta unnið um helming leikjasinna. Frakkland Brasilía Þurfti lögreglu fýlgd af vellí Brasilíski dómarinn Silas Santana fékk lögreglufylgd af velli eftir erfiðan leik Portuguesa og Corinthians í brasilísku deildinni í vikunni. Santana hafði ekki dæmt af fullri réttsýni — að mati leik- manna og þjálfara Portuguesaliðs- ins — og því þótti þeim greinilega rétt að korna sínum sjónarmiðum á framfæri að leik loknum. Það voru einkum þrjú atvik í leiknum sem fóru fyrir brjóstið á aðstandendnum liðsins. Framherj- anum Paulinho var vísað af velli rétt fyrir leikhlé fyrir meint oln- bogaskot til andstæðings. I seinni hálfleik dæmdi Santana síðan víta- spyrnu á liðið, aðeins til að fá þá tíu leikmenn Portuguesaliðsins sem eftir voru inn á vellinum, í kringum sig og hinn framherjann Tiba í árásarhug. Það var þó þriðja atvikið sem fyllti mælinn. I stöðunni 2:0 tókst leikmönnum Portuguesa að minnka muninn um miðjan seinni hálfleik. Það var síðan kappinn kunni, Jorginho, sem jafnaði mín- útu fyrir leikslok með stórglæsilegu skallamarki. Leikmenn liðsins fögnuðu gríðarlega og sigursöngvar heyrðust um allan leikvanginn enda heimaleikur Portuguesa- manna. Þar til... — Jú, vinur okkar Santana dæmdi markið af vegna meintrar bakhrindingar. Það þarf ekki að taka það fram að knattspyrnan skiptir fólk töluverðu máli í Brasilíu. Sumir hafa gengið svo langt að jafna þessu við trúar- brögð og svo mikið er víst að þeir áhangendur Portuguesaiiðsins sem máluðu hús Santana seinna um kvöldið í svörtum lit eru ekki til þess fallnir að hrekja þann samanburð.B KJapp á öxlina ...fer að öessu sinni :il fimleika- fólks hér á landi. Fimleikar eru íþrótt sem hefur átt töluvert undir högg að sækja hér á landi á undanförnum árum. Ár- angur einstakra íþróttamanna hef- ur enda ekki gefið sérstakt tækifæri til mikillar umfjöllunar, eðli máls- ins samkvæmt leitar sviðsljósið sí- fellt að fólki sem ekki aðeins nær árangri heima fyrir heldur einnig fyrir ytan landssteinana. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur barna- og unglingastarf blómstrað í fimleika- deildunum og nú er svo komið að við íþróttinni blasir upp- sveifla á ný. Eistneskur íþróttamaður í fremstu röð hefur ákveðið að setjast hér að og keppa fyrir landsins hönd. Takist vel til með þessa til- raun er vísast að enn frekari uppsveifla fýlgi í kjölfarið og iðkend- um í þessari göfugu íþrótt fari fjölgandi og betri árangur fylgi í kjölfar þess. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.