Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN ERLENT 13 Andlit Rússlands Við sjáum andlitin á Olgu, Ta- tjönu, Maríu og Anastasíu. Þetta eru dætur keisarans af Rússlandi. Þær eru bjartar yfirleitum, næstum eins og af öðrum heimi, og þetta eru vænar stúlkur og góðar. Nöfnin þeirra eru eins og eitthvað sem maður heyrir í draumi. Kannski eru þær ekki alveg af þessum heimi og maður veit ekki hvað fór í gegn- um huga þeirra þegar þær voru myrtar af útúrdrukkinni aftöku- sveit í kjallara í Erkaterinburg. Þetta gerðist nóttina 17. júlí 1918 í húsi Ipatievs læknis sem Boris Jeltsín, þáverandi flokksleiðtogi í héraðinu, lét síðar rífa af ótta við að það yrði helgiskrín. Ásamt systrunum, móður þeirra og föður, fannst í skelfilegri íjölda- Við horfum í skarpa andlits- drætti mannsins sem kallaði sig Trotskí, en hét Lev Davidovitsj Bronstein. Gamall gyðingur sagði einhverju sinni við hann: „Þið Trotskíar þessa heims gerið bylt- ingarnar en það erum við Brons- teinarnir sem fáum að kenna á þeim.“ Endalok hans voru ekki síð- ur ofbeldisfull en dauði Raspútíns; flugumaður Stalíns hjó hann í höf- uðið með ísexi 1940. Ekki er Pólverjinn Felix Dzerz- hinski síður hörkulegur og óvæg- inn á svipinn. Hann var stofnandi leynilögreglunnar Cheka sem síðar varð KGB. Dzerzhinski var óspill- anlegur, hann var jafnvondur við alla, og Lenín hafði á honum mikið dálæti. Sjálfur sagði hann: „Sann- Lenín ásamt systur sinni og lækni. Keisarasonurinn Alexei og sjóliðinn Derevnko sem gætti hans. færing mín krefst þess að ég sýni enga miskunn.“ Og þarna er Lenín sjálfur. Það var garðyrkjumaður sem stalst til að taka þessa mynd af leiðtoganum þegar hann var kominn gjörsam- lega út úr heiminum eftir banatil- ræði og þrjú hjartaáföll. Það er glaðara yfir kvikmyndagerðar- manninum fræga, Sergei Eisen- stein, og vinunum Maxim Gorki og Fjodor Sjalíapín stórsöngvara. Myndin af þeim er tekin í Jalta um aldamótin á glöðum tíma þegar rússneskir menningarvitar voru fullir sjálfstrausts. Svo endaði Gorkí ævina sem hálfgert leiguþý Stalíns; honum var beitt fyrir vagn sósíalre- alismans, liststefnu sem sóaði hæfi- leikum heillar þjóðar. Síðar á ævinni skrifaði Svetlana, dóttir Stalíns, að sér hefði alltaf staðið stuggur af Lavrenti Beria. En þarna virðist hún una sér vel á hnjám lögreglustjórans grimm- lynda sem hún taldi hálfpartinn að hefði att föður sínum út í óhæfu- verkin. Víst er þó að Stalín þurfti enga slíka hvatningu, hann var al- veg einfær um að kúga og drepa. Þarna er Stalín með helstu lags- bræðrum sínum 1936, eftir að hann hafði tekið til óspilltra málanna að dauðheinsa kommúnistaflokkinn. Það má bera kennsl á Krúsjoff, Zhadanov, Kaganovitsj, Voros- hilov, Molotov, Kalínin, Ma- lenkov, Gromyko og Jesov, kjarnann af því sem síðar hét nó- menklatúra. eh Myndir úr bók sem er nýkomin út í Frakklandi og heitir Les Russes. gröf brunnið lík bróður þeirra, Al- exei ríkisarfa. Hann er þarna á mynd með sjóliðanum Derevnko sem af fágætri trúmennsku fylgdi honum hvert fótmál. Aiexei hafði arfgengan sjúkdóm konungsætta í Evrópu, hann var síblæðari og ef hann varð fyrir hnjaski var líf hans í voða. Svo kemur austan af sléttunum náungi með stingandi augnaráð, tortrygginn á svipinn eins og kot- bóndi, Raspútín, helsti trúnaðar- maður taugabilaðrar keisaraynj- unnar sem taldi að hann, einn manna, gæti haldið syni sínum við heilsu. Raspútín var síðar dreginn dauður upp úr Nevufljóti í Péturs- borg —- sagt er að það hafi þurft að myrða hann þrisvar áður en hann var allur. Stalín og félagar hans 1936. Svetlana á hnjám Berias. Raspútín. Sergei Eisenstein. Sjalíapín og Gorkí. Felix Dzerzhinski. hvölum í Berlín Á vegum grænfriðunga stendur nú yfir stórsýning á hvölum í Berl- ín, höfuðborg Þýskalands. Um er að ræða eftirlíkingar af hinum ýmsu hvalategundum í fullri stærð, allt frá höfrungum yfir í níu metra langa hnúfabaka. Gervihvalirnir eru tölvuvæddir og geta gefið frá sér hljóð og hreyft sig í líkingu við raunverulega hvali. Á sýningunni er saga stærstu spendýra jarðarinn- ar rakin í máli og myndum en hún stendur yfir fram í janúar á næsta ári. Talsmaður samtaka grænfrið- unga segir að á síðustu 100 árum hafi um tveimur milljónum hvala verið eytt og að fjórar tegundir þeirra séu í útrýmingarhættu. ■ Ungverskum konum og dönskum köri- um hættvið krabbameini Ef marka má skýrslu frá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni þurfa Ung- verjar að hafa þungar áhyggjur af heilsufari sínu. í skýrslunni kemur fram að ungverskum karlmönnum er hættast af öllu fólki í heiminum við að fá krabbamein. Þar í landi hefur dauðsföllum af völdum krabbameins fjölgað stöðugt síð- ustu fimmtán árin og eru nú 256.6 á hverja 100 þúsund íbúa. í öðru sæti og þriðja sæti á listanum voru karl- ar í fyrrum Tékkóslóvakíu og Belg- íu. Það eru hins vegar sænskir karl- menn sem minnstar líkur eru á að fái krabbamein. Dönskum konum er allra kvenna hættast við að fá krabbamein í Evr- ópu. Þar á eftir koma konur í Skot- landi og Ungverjalandi. Grískum konum er hins vegar síst hætt við að fá krabbamein samkvæmnt skýrslunni. Ástæður fyrir þessum mun eru taldir ýmsir, meðal annars misjafn- ir umhverfisþættir, mismiklar reyk- ingar og misgóð heilbrigðisgæsla. «kka- stjömur í heimi Að mati Frakka að minnsta kosti er hin þýska Claudia Schiffer, fyr- irsætan heimsþekkta, talin kyn- þokkafyllsta kona í heimi.Fast á hæla hennar fylgir fyrirsætan Cin- dy Crawford og sú þriðja í röðinni er bandaríska leikkonan Kim Bas- inger. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar sem franska tímaritið Paris Match birti nýlega. Hvað karlmennina varðar þá finnst Frökkum samkvæmt sömu könnun hinn tæplea sjötugi leikari, Paul Newman kynþokkafyllstur en leikarinn Richard Gere vermdi annað sætið.B Gyðingar fá bæturfrá Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að koma á fót sjóði fyrir gyðinga sem máttu sæta ofsóknum nasista í síðari heimsstyrjöldinni en hafa til þessa ekki fengið neinar skaðabætur. Þeir gyðingar sem sátu í fanga- búðum í sex mánuði eða lengur, eða þurftu að fara huldu höfði meðan Hitler var við völd, fá greiddar um 20 þúsund íslenskar krónur á mánuði, frá og með t.ág- úst 1995. í helförinni var um sex milljón- unt gyðinga úrýmt, um helmingur þeirra lét lífið í útrýmingarbúðum en Þjóðverjar starfræktu einnig vinnuþrælkunarbúðir þar sem föngum var þrælað út í efiðisvinnu áður en þeir létu lífið. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.